Morgunblaðið - 07.04.1988, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 07.04.1988, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 1988 Kveðjuorð: Hilmar Norðfjörð loftskeytamaður Fæddur 2. september 1906 Dáinn 24. marz 1988 í gær var kvaddur einn af eldri borgurum Reykjavíkur, Hilmar Norðfjörð, loftskeytamaður, en hann lést 24. mars sl. á 82. áldurs- ári. Höfundur þessarar minningar- greinar átti því láni að fagna að kynnast Hilmari á miðjum áratugn- um 1950—60, þegar ég hóf virkt félagsstarf í Verzlunarmannafélagi Reykjavíkur. Þekkti ég þá tiltölu- lega lítið til félagsmála í Reykjavík, enda aðfluttur og reynslulaus á þessu sviði. Þörfin fyrir aðstoð góðra manna, sem báru gott skyn- bragð á ríkjandi viðhorf í Reykjavík á þeim tíma, samfara heilbrigðu mati á hvað leiða mætti til heilla í félagsstarfi, var því mikil. Einn af þeim mönnum, sem ótil- kvaddur veitti undirrituðum ómet- anlegt liðsinni í félags- og stjórn- málum þá og sfðar var Hilmar Norð- fjörð. Hann var kominh yfir miðján aldur, þegar leiðir okkar lágu sam- an, ríkur af lífsreynslu og þekk- ingu. Ætíð var hann reiðubúinn til að miðla öðrum og leggja góðum málum lið. Með hógværð og lítil- læti lét Hilmar skoðanir sínar í ljósi og heyrði ég hann aldrei hallmæla nokkrum manni. Vildi hann gjarnan færa allt til betri vegar og stuðla að heill manna og málleysingja. Hilmar var góður félagi. Minnist ég sameiginlegra ánægjustunda okkar og góðvinar hans, Ottós J. ólafssonar. Þeir félagar og vinir voru léttir í lund og höfðu frá mörgu að segja af reynsluríkri ævi á sjó og í landi, en báðir voru þeir loft- skeytamenn að mennt, Reykvíking- ar og Vesturbæingar. Ómetanlegt er að hafa fengið að kynnast þessum góðu mönnum og eiga með þeim samleið. Hilmar er kvaddur í dag við það, sem áður fyrr hefði verið kallaður hár aldur. Síðustu árin átti hann við vanheilsu að stríða, en kvartaði eigi, og bar sig vel, sem var hans von og vísa. Þegar Hilmar Norðfjörð tók loft- Borgarf ulltrúar Sjálf stæðis- flokksins verða til viðtals í Val- höll, Háaleitisbraut 1, á laugar- dögum f rá kl. 10-12. Er þar tekið á móti hvers kyns fyrirspurnum og ábendingum og er öllum borg arbúum boðið að notfæra sér viðtalstíma þessa. Laugardaginn 9. april verða til viðtals Júlíus Hafstein, formaður íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur, umhverfismálaráðs og ferðamálanefndar og í stjórn Dagvistar barna, Helga Jóhanns- dóttir, i stjórn umferðanefndar og SVR og Ingólfur Sveinsson, í stjórn heilbrigðisráðs og Sjúkrasam- lags Reykjavíkur. \ Vorboðínn ljúfí... ný kápa á skemmtílegu verðí! KAPÍISALAN BORGARTÚNI22 AKCJREYRI SÍMI 23509 Mæg bflastæði HAFNARSTRÆTl 88 Póstsendum um land allt SIMI 96-25250 skeytamannspróf árið 1923 og réðst í framhaldi af því sem loftskeyta- maður á togara, var öðruvísi um að litast í íslensku þjóðfélagi en í dag: Víðsvegar í sveitum landsins bjó fólk þá enn í torfbæjum. Sam- göngur á landi voru lélegar. Útgerð- in á bemskuskeiði tækniframfara og togaramir ófullkomnir á nútímavísu, þótt þeir væru bylting í fiskveiðum þeirra tíma. Sum hinna bestu fiskimiða við ísland þekktust varla, sem og þær hættur, sem gátu steðjað að á djúpmiðum í hörð- um vetrarveðrum. Hurð skall oft nærri hælum við veiðarnar. í árs- byrjun 1925 er Hilmar loftskeyta- maður á togaranum Agli Skalla- grímssyni frá Reykjavík. Egill Skallagrimsson var ásamt nokkrum öðrum togurum við veiðar á svo- nefndum Halamiðum út af Vest- fjörðum, þegar aftakaveður brestur á fyrirvaralaust 7. febrúar. í veður- hamnum leggst skipið á hliðina, en fyrir harðfylgi skipstjórans, Snæ- björns Stefánssonar, og áhafnar tekst að koma Agli aftur á réttan kjöl eftir 36 klukkustunda samfellt björgunarstarf. Var það mikið þrek- virki, því þegar þetta gerðist fórust tveir aðrir togarar á sömu miðum með 68 manns. Önnur skip komust að landi við illan leik. Halaveðrið var mikil lífsreynsla fyrir þá togara- sjómenn, sem lentu í því, og hafði einnig mikil áhrif á sjómannastétt- ina og landsmenn í heild. Þarna var enn á ný undirstrikað hversu miklar hættur fylgdu fiskvejðum við ís- land, jafhvel þótt þær væru stund- aðar á rammbyggðum togurum. Hilmar flíkaði ekki með þennan atburð er að framan greinir, en engum gat dulist, að hann haft mikil áhrif á lífsviðhorf Hilmars. En menn létu ekki deigan síga. Háldið var til veiða á ný og björg sótt í bú. Á næstu áratugum færðu togararnir ómældan afla á land. Ekki er orðum aukið þótt sagt sé, að áhafnir íslenska togaraflotans, yfirmenn sem undirmenn, hafí á fyrri hluta aldarinnar lagt grunninn að þjóðarauði íslendinga með störf- um sínum. Þeir ruddu nýrri tækni braut í fiskveiðum, sem skilaði margföldum árangri borið saman við fyrri vinnubrögð. Þeir hófu nýt- ingu nýrra áður óþekktra auðugra djúpmiða við landið. íslenskir sjó- menn voru sannir vormenn íslands í nútíma atvinnuháttum. Þeir skópu þann auð, sem var forsenda fram- fara og velmegunar. Veigamikill hlekkur í þessari starfsemi var starf loftskeytamannsins. Góðir skip- stjórar kappkostuðu að hafa góðar áhafnir. Góðir loftskeytamenn voru gullsígildi. Samskipti við önnur skip, upplýsingar um veiðar, veður- far og fleira skipti sköpum hvað árangur við veiðar snerti. Þá má ekki gleyma hinum veiga- mikla öryggisþætti. Það var á þess- um vettvangi, sem Hilmar starfaði í tvo áratugi á togurum hjá Kveld- úlfsfélaginu. Hélt hann mikið upp á þá Thorsbræður, sem góða hús- bændur og höfðingja mikla. Lét hann oft góð orð falla um sam- skipti sín við þá. Kynslóðir koma og kynslóðir fara. Hver kynslóð hefur sín sér- kenni og gegnir veigamiklu hlut- verki í framþróun mannkynsins. Hilmar Norðfjörð lagði grundvöll að íslensku nútímalegu þjóðfélagi. Einkenni þessarar kynslóðar var óbilandi trú á ísland og því að vera íslendingur. Þessi afstaða byggðist ekki á þjóðernishroka eða stæri- læti, heldur væntumþykju á því landi, sem fóstraði landsins börn í friði og farsæld. Metnaður Hilmars Norðfjörðs og þeirrar kynslóðar er hann tilheyrði var að byggja upp þjóðfélag umburðarlyndis og vel- vilja. Arfur þessa fólks er mikill og vandmeðfarinn. Fyrir þetta er þakkað á kveðjustund. Hilmar Norðfjörð var mikill sjálf- stæðismaður og tók virkan þátt í starfsemi flokksins meðan kraftar og heilsa leyfði. Hugsjónir Sjálf- stæðisflokksins voru honum hjart- fólgnar og lagði Hilmar mikla áherslu á, að Sjálfstæðisflokkurinn starfaði á grundvelli kristilegrar siðfræði og berðist fyrir stöðu þeirra er minna mega sín í lífinu. Umtals- góður var hann með afbrigðum og lagði jafnan öðrum gott til. Með söknuði er því kvaddur góð- ur maður og þökkuð áratuga sam- fylgd. Dóttur Hilmars, Steinunni Margréti, og öðrum vandamönnum eru sendar innilegar samúðarkveðj- ur. Guðmundur H. Garðarsson í gær var til moldar borinn Hilm- ar Norðfjörð, loftskeytamaður. Jón Hilmar, en svo hét hann fullu nafni, var fæddur á Sauðárkróki 2. sept- ember 1906. Foreldrar hans voru hjónin Asa Jónsdóttir og Jóhannes Norðfjörð, úrsmiður og kaupmaður. Hilmar var elstur 6 barna þeirra hjóna. Þegar hann var 7. ári flutti fjölskyldan til Reykjavíkur og sett- ist þar að. Hilmar dvaldi þá um nokkurt árabil hjá móðurforeldrum á Ásmundarstöðum í Presthóla- hreppi og minntist hann þessara æskudaga ætíð með mikilli ánægju. Þegar Hilmar hafði aldur til hóf hann nám í Verslunarskóla íslands og síðan í Loftskeytaskólanum og lauk þaðan prófi árið 1924. Næstu 20 árin starfaði hann sem loft- skeytamaður á togurum Kveldúlfs og síðan á fjarskiptadeild Veður- stofu íslands til ársins 1977, síðustu 3 árin sem deildarstjóri. Hilmar var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Ása Kjartansdóttir. Þau slitu samyistum. Dóttur áttu þau saman. Árið 1941 kvæntist Hilmar í síðara skiptið Vilborgu Oktaviu Grönvold, dóttur hjónanna Margrétar Magnúsdóttur og Gústafs Grönvold, mikilli sóma- konu. Þau hjónin eignuðust eina dóttur, Steinunni Margréti. Heimili þeirra var lengst af við Brávalla- götu. Ég minnist ótal ánægjulegra heimsókna til þessarar elskulegu fjölskyldu. Heimili þeirra var friðar- reitur, áhrifum frá ys og óróa um- heimsins var haldið utan veggja. Hilmar var mikill fjölskyldumaður og undi sér best með sínum, en gladdist yfir heimsóknum góðra vina. Hann var hógvær og orðvar, en undir niðri bjó heitt skap. Hann leitaði ávallt hins góða í fari ann- arra og ég hygg að hann hafi kall- að fram það besta í fari samferða- mannanna. Hann var mannvinur í þess orðs bestu merkingu. Hilmar starfaði nokkuð að fé- Iagsmálum, en störf hans í þágu dýraverndunar stóðu hjarta hans næst. Var hann gerður að heiðurs- félaga Sambands dýraverndunar íslands árið 1976. Konu sína missti Hilmar árið 1977. Það var honum mikill missir, enda var þá heilsu hans tekið að hraka. í nokkur ár bjó hann áfram á Brávallagötunni í skjóli Steinunn- ar dóttur sinnar, sem sýndi honum mikla ástúð og umhyggju. Dótturbörnin, Stella María og Hilmar Þór aðstoðuðu og afa sinn eftir föngum og styttu honum stundirnar. Síðustu æviárin dvaldi Hilmar á Hrafnistu, sáttur við Guð og menn og þakklátur fyrir alla umhyggju sem honum var sýnd. Hann andað- ist á Landakotsspítala 24. mars sl. Ég og fjölskylda mín kveðjum gððan dreng, þðkkum samfylgdina og biðjum honum Guðs blessunar á nýjum vegum. Þ.S.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.