Morgunblaðið - 07.04.1988, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 07.04.1988, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. APRIL 1988 43 STRIÐS VETUR Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson REGNBOGINN: BLESS KRAKKAR - „AU REVO- IR LES ENFANTS" Leikstjóri og handrit: Louis Malle. -~ Kvikmyndatökustjóri: Renato Berta. Tónlist: Jean- Claude Aðalleikendur: Gaspard Manesse, Raphael Fejtö, Fran- cine Racette, Stanislas Carre, Philippe Morier, Francois Berle- and, Francois Negret. Líkt og í Lacombe Lucien (1973) greinir Malle hér frá nöturlegum bernskuminningum sínum frá stríðsárunum. Sögusviðið er ka- þólski skólinn í Fontainebleau, hvar leikstjórinn stundaði nám á kalárum hersetu Þriðja ríkisins. Janúar 1944, stríðið stendur sem hæst. Þýski herinn er tekinn að hörfa á austurvígstöðvunum og á ftalíu, Gestapo herðir þrælstök sín á hinni undirokuðu, frönsku þjóð. Matar- skömmtun og skortur, svartamark- aðsbrask og gyðingaofsóknir myrkva sjóndeildarhring skólapil- tanna, sem í ofanálag þurfa að þreyja óvenjulega kaldan vetur. Manesse leikur 12 ára dreng, gáfað- an og forvitinn, leiðtoga sem fær mikinn áhuga á nemandanum Fejtö, sem hefur nám um miðjan vetur, umvafinn dularhjúpi. Þessir efnis- drengir verða góðir vinir þó bak- grunnurinn sé ólíkur, Manesse kom- inn af efnuðu millistéttarfólki en dulúðin sem umleikur hinn dökka Fejtö er varnarveggur lífshættulegs MYRKRAMAGT A MANHATTAN Ungir aðalleikarar í Bless Krakkar, Gaspard Manesse og Raphael Fejtö, sýna eftirminní- legan og aðdáunarverðan leik. leyndarmáls - gyðinglegs uppruna hans. Frásögn Malle af þessum ógnar- legu æskuminningum er hljóðlát en grípandi og segir mikið meira en háværar, velkunnar tugmilljóndoll- aramyndir og sjónvarpsþættir um hryllinginn sem fylgdi þýsku her- námi einsog dauðinn sjálfur upp- málaður. Þar sem gyðingaofsókn- irnar og taumlaust ofbeldi „herra- þjóðarinnar" voru skelfilegustu þættirnir. Með því að lýsa ástandinu í hnotskurn skólalífsins tekst Malle að draga upp ljóslifandi mynd af hryllingnum. Hverníg slíkir voða- tímar gera suma að hetjum en aðra að armingjum. Hvernig þeir sem minna mega sín brotna undan farg- inu en þeir sterku styrkjast við hveija raun. AUir eru fórnarlömb stríðsins sem engu eirir og kæfir bernsku nokkurra skólapilta á ein- um, köldum vetrarmorgni árið 1944. Geysilegur styrkur myndarinnar felst í raunsæi skýrra minninga Malles, meitluðu handriti og ekki síst óvenjulega næmum leik hinna ungu og óreyndu aðalleikara, Gasp- ard Manesse og Rapahael Fejtö. Maður hefur sjaldan, eða aldrei, upplifað jafn sannan dóm yfir stormsveitarböðlunum né fundið jafn afdráttarlaust fyrir sekt þeirra. Förðunar námskeið Öll undirstööuatriði dag- og kvöldförðunareru kennd á eins kvölds námskeiðum. AÖeins 10 eru saman í hóp og fær hver þátttakandi persónulega tilsögn. Innritun og nánari upplýsingar í símal 9660 eftirkl. 10:00. Kennari: A&Sg£ot Kristín Stefánsdóttir Snyrti- og förðunarfræðingur Laugavegi 27 • Sími 19660 Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson TRÚFÉLAGIÐ - „THE BELIEVERS" Leikstjóri: John Schlesinger. Handrít: Mark Frost, byggt' á skáldsögunni The Religion, e. Nicholas Conde. Kvikmynda- tökustjórí: Robby Muller. Tónlist: J. Peter Robinson. Aðalleikend- ur: Martin Sheen, Helen Shaver, Robert Loggia, Richard Masur, Harley Cross, Jimmy Smiths. Bandarísk. Oríon Pictures 1987. Sögusviðið er Manhattan sam- tímans. Sálfræðingurinn Martin Sheen, sem býr ásamt ungum syni sínum í hinni heldur óyndislegu spönsku Harlem, er fenginn til að hjálpa lögreglunni við að upplýsa morð ungra drengja sem virðast hafa orðið fórnarlömb kuklara. Viss trúarsöfnuður dregst inní málið og virðast sumir meðlimirnir hafa sitt- hvað gruggugt í pokahorninu. Og skyndilega lendir sonur Sheen í höndum þeirra . . . Schlesinger er skolli mistækur. Maður hélt að karl væri kominn á strik eftir hina ágætu Fálkinn og snjómaðurinn, en hér tekur hinn slyngi leikstjóri Midnight Cowboy og Maraþon-mannsins enn eina Þessir feðgar eiga svo sannarlega við djöful að etja í myndinni Trúfélagið. dýfuna á litrikum, mishæðóttum ferli. Ekki jafn slæma og Honky Tonk Freeway en maður væntir svo sannarlega meira af manni sem á jafn miklar úrvalsmyndir að baki og raun ber vitni. Polanski hefði örugglega ekki misst hér allan kraftinn útí soðið. Schlesinger virð- ist ekki lagið að meðhöndla þetta ósennilega efni, sem minnir örlítið á Rosemary's Baby. Ekki svo að skilja að Trúfélagið sé alvond mynd, öðru nær. Keyrslan er hröð frá upphafi til enda og margir kaflar hennar bráðspenn- andi. Gallinn er sá að heildin er einum um of subbuleg og sum atrið- in næsta ósmekkleg vegna þess neyðarúrræðis leikstjórans að sýna áhorfendum ofaní sárin. Þá er á mörkunum að Sheen hafi til að bera þann nauðsynlega stjörnukraft sem með þarf til að bera uppi mynd- VORNÁMSKEIÐ HEFST 11.APRÍL & KERFI LIKAMSRÆKT OG MEGRUN fyrir konur á öllum aldri. Flokkar sem hæfa öllum. FRAMHALDSFLOKKAR Þyngri timar, aðeins fyrir vanar. RÓLEGIR TÍMAR fyrir. eldri konur eða þær sem þurfa að fara varlega. MEGRUNARFLOKKAR 4x i viku fyrir þær sem þurfa og vilja missa aukakílóin núna. FYRIR UNGAR OG HRESSAR Teygja- þrek - jazz. Eldfjörugir timar með léttri jazz-sveiflu. Morgun- dag- og kvöldtímar, sturta — sauna — Ijós. Innritun hafin. Suðurver, sími 83730. Hraunberg sími 79988. A/lir finna flokk við sitt hæfi hjá JSB 0 Suðurveri, sfmi 83750 Hraunbergi, sími 79986
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.