Morgunblaðið - 07.04.1988, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 07.04.1988, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 1988 3M Diskettur LÍFSTÍOAR ABYRGO ÁRVÍK AHMÚLI 1 - REYKJAVlK - SlMI 667222 -TELEFAX 667295 BV Hcmd lyfri- vognor Eigum ávallt fyrirliggjandi i|' hinavelþekktuBV-hand- lyftivagna með 2500 og 1500 kílóa lyftigetu. UMBODS■ OG HEILD VEBSL UN BÍLDSHÖFDA 16 SÍML6724 44 9^ eðaheilar samstæour Leitið upplýsinga UMBODS OG HEILDVERSL UN BÍLDSHÖFÐA 16 SIMI 6724 44 Atli Heimir Sveinsson _____________Tónlist__________________ Jón Ásgeirsson Sérstæðir tónleikar, eins konar „portrett"- tónleikar, voru haldnir á Kjarvalsstöðum sl. þriðjudag þar sem eingöngu var flutt tónlist eftir Atla Heimi Sveinsson. Flutt voru fjögur kammerverk og það elsta var frá 1976 og nefnist Plutot blanche qu’azurée. Verkið er samið fyrir klarinett, celló og píanó og voru fljTtjendur Sigurður I. Snorrason, Amþór Jónsson og Anna Guðný Guðmundsdóttir. Hér mátti víða heyra fínlega mótuð blæbrigði hjá flytjendum sem Atli er sérlega næmur á að draga fram. Annað verkið á efnisskránni var einleiks- verk fyrir flautu er tónskáldið nefnir Tuttugu og ein tónamínúta. Þættirnir em tuttugu og einn að tölu og tekur hver þáttur því eina mínútu í flutningi. Engin efnisleg tengsl eru á milli þáttanna en hver fyrir sig er byggður á mismunandi leiktæknibrellum er tengjast breytilegum blæhugmyndum, sem tilgreindar eru í nafngiftum kaflanna. Svo nokkur nöfn séu nefnd Fuglatónar, Regntónar, Stormtón- ar, Ástartónar og Næturtónar. Martial Nardeau flautuleikari lék þessar tónaleiks-„etýður“ mjög fallega en að upp- færa þetta verk með tímavörslu truflaði undir- ritaðan. Tímanákvæmni er engin nauðsyn þegar um jafn fallega blæmótun er að ræða eins og hjá Nardeau. Mótun blæbrigða er eitt af því sem Atli leikur sérlega vel með en einn- ig á hann til óvenjulega gamansemi sem birt- ist vel í þriðja verkinu er hann nefnir Fant- astic Rondos og byggt er á taktskiptum og ýmsum tóntiltektum sem einkenna íslensk rímnalög. Fantastic Rondos er bráðsmellið verk og var vel leikið af þeim sömu og léku fyrsta verkið, auk Odds Bjömssonar, básúnu- leikara, er nú bættist í hópinn. Síðasta verkið var svo kvintettinn langi, Fimmhjóladrif, sem fluttur var fyrir stuttu á tónleikum í Hamrahlíð og má láta þá umsögn Atli Heimir Sveinsson nægja er fylgdi þeim tónleikum. Blásarakvint- ett Reykjavíkur flutti verkið einnig að þessu sinni og hafa þeir félagar nú bætt inn ein- staka nýjum atriðum í „revíu“-þáttinn, sem gerðu mönnum gott, braut upp form verksins á þægilegan hátt og kom hljómleikagestum til að hlæja. Þama ástundar Atli í raun sams- konar sjálfsgrín og Chaplin og Þórbergur Þórðarson gerðu af miklu listfengi, með því að gera góðlátlegt grín að yfírmáta alvarleg- um heimsfrelsunarlistamönnum. í heild voru þetta góðir tónleikar þar sem tónlistin spann- aði mjög vítt svið og gaf skemmtilegt yfirlit yfir kammerverk Atla Heimis Sveinssonar, auk þess sem flutningur tónverkanna var vel útfærður. ri Jeep Sigurvegari 4x4 bíla í Ameríku afturog aftur Jeep Cherokee og Wagoneer bíll ársins 1984 og aftur 1987 Jeep Comanche bíll ársins 1986 Jeep EINKAUMBOÐ Á ÍSLANDI EGILL VILHJÁLMSSON HF., Smiðjuvegi 4, Kópavogi. Símar 77200 og 77202.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.