Morgunblaðið - 07.04.1988, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 07.04.1988, Blaðsíða 54
 GG 8861 .IIH1A .T HUDAaUTMMr'l ,ai<3AJaHU0H0M 54 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 1988 „ Af hverju setfci ég at> ha-ftv {e)£\b pípuria. þirxa ? Ertu bdiir\A oi> leito. i eldhásina ?" Ást er ... að slá honum við. TM Rðg. U.S. Pat. Dff.—all rights reservðd 01986 Los Angeies Times Syndicate Hann afkastar mestu ef eitthvað þrýstir á — Með morgunkaffínu Ég tala ekki við sjálfan mig lengur og vil ekki tala við ykkur. — Er það skilið? HÖGNI HREKKVÍSI „GAMUK 8EKKjMRBR/EPur kO/HNJU? AÐ hei-visækm Þig." Áfram Sverrir Stormsker Til Velvakanda. Sverrir Stormsker gaf út plötuna Stormskers guðspjöll um jólin, eins og allir vita, og er þar góður gripur á ferðinni. Gagnrýnendur hafa ekki tekið þessari plötu vel og komið fram með naumast sagt ónákvæma og ómaklega gagnrýni. Það er aug- ljóst að gagnrýnendur eru heimskt og áhrifagjarnt fólk. Þeir virðast ekki hlusta eftir tónlistinni af sann- gimi, heldur röfla þeir af heimsku og sjálfstæðisleysi. Það dylst eng- um sem hefur venjulegan tónlistar- smekk að meistari Sverrir Storm- sker hefur snillingshæfileika til að semja lög. Og ekki nóg með það heldur virðist hann frábær túlkari með yfirburða tónlistargáfu. Öll hans lög em góð, hvert einasta, og öll ólík. Fram að þessu héf ég ekki fattað snilld hans, vegna textanna. En á Guðspjöllunum sýnir hann og sannar, að hann er öðruvísi, gáf- aðri og ólíkari flestum textasmiðum hér á landi. Það dytti engum í hug að fjalla um sum mál eins og Sverri. Þessir gagnrýnendur virðast ekki þola að sjá snilling og skilja þá ekkert. Þeir em með það á heilanum að sleppa fullt af lögum, minnsta kosti annarri plötunni. Þeim finnst þijár plötur á ári of mikið. Hvílík vitleysa. Þeir vilja slípa textana, og gera allt að sömu lágkúmnni. Meg- as er gjam á fjölbreytileysi í lögum, en gagnrýnendur hlaða lofí á hann Kæri Velvakandi. 30. mars síðastliðinn svaraði mér kona undir nafninu Kona sem varð einstæð móðir 18 ára. Svaraði hún sendingu sem ég fékk birta í Vel- vakanda nokkmm dögum áður. í bréfi mínu var inntakið að mér fyndist að bamsfeðrum óskil- getinna barna væri gert skylt að reiða fram helming þeirrar upphæð- ar sem það kostaði að sjá barni fyrir þannig lífi að það gæti talist mannsæmandi. Ég sé nefnilega ekkert gott við það að þröngt sé í búi þegar bam er í uppvexti. Orð mín um næga dagvistun standa óhögguð, enda fetti þessi kona ekki sem fjölbreytilegan lagasmið. Og Sverri telja þeir ekki nógu fjöl- breytilegan. Það er engum nema snillingum kleift að vera með aðra eins hugkvæmni og í Stormskers guðspjöllunum, og ætti að verð- launa menn fyrir að auðga markað- inn svona. En gagnrýnendur rakka hann niður! Mönnum er það alveg frjálst að hafa misjafnar skoðanir og tala samkvæmt sinni eigin sann- færingu, og sanngjarnt væri ef gagnrýnendur væru svoleiðis, en gagniýni á þessum plötum er gerð af forheimsku, skilningsleysi og fingur út í þau. Þessi kona hefur greinilega ekki skilið eitt einasta orð sem ég var að segja. Að segja að það hafí verið mér einhver kvöl að eiga mitt bam er óskiljanlegur misskilningur hjá henni. Og hún brigslar mér um kaldlyndi. Hún má svo sem kalla það kaldlyndi fyrir mér að ég skuli vilja að óskil- getnum börnum hérlendis sé tryggt sæmilegt líf, og þau verði a.m.k. jafn rétthá og önnur börn með til- liti til þess sem ég ræddi um, þ.e.a.s. þáttar feðra og dagvistunar á veg- um hins opinbera. Kona sem varð einstæð móðir 17 ára. blindni. Við íslendingar eigum að skilja okkar meistara, Sverrir er greinilega á heimsmælikvarða. Ef nokkur á skilið meistaratignina, þá er það Sverrir. Áfram Sverrir, haltu áfram á sömu braut. Ingólfur Sigurðsson Glötuð helgi Til Velvakanda. Eg hefi verið fastur hlustandi Ríkisútvarpsins á sunnudags- morgnum, það er að segja frá kl. 8, til fjölda ára. Eg hefi haft mikla ánægju af dagskrárþáttunum morgunandaktinni, kirkjutónlist- inni, þáttunum út og suður og mess- unum, svo eg tali ekki um þætti Ólafs Ragnarssonar um þjóðtrú, en þeir voru hrein veisla. Nú hafa hins vegar verið gerðar breytingar, sem eyðileggja þá sunnudagsstemmningu sem var og síðan hefi eg lokað fram að messu á sunnudagsmorgnum. Um leið og eg þakka Ríkisútvarp- inu fyrir ánægjulega sunnudags- morgna á liðnum árum skora eg á stjómendur þess að breyta dag- skránni í fyrra horf. 7637-4198 „Ekki skilið eitt orð“ Víkverji skrifar Dagurinn í dag skal vera reyk- laus og eflaust verða margir til að taka þátt í átaki því sem heilbrigðisráðherra, landlæknir og Tóbaksvarnanefnd standa fyrir hér- lendis. Tilgangurinn með reyklaus- um degi er einkum sá að gefa fólki tilefni og tækifæri til að hvíla sjálft sig og aðra á tóbaki og tóbaksreyk. Mestur árangur næst eflaust með slíkum degi ef hópar á vinnustöðum taka sig saman um að sleppa reykn- um eins og einn dag. Á síðustu þremur árum hefur hlutfall reykingamanna hérlendis lækkað úr 40% niður í 35% þjóðarinnar. Ef svo heldur sem horfir gæti ís- land orðið reyklaust árið 2000 eins og að er stefnt. Víkveiji var á dögunum í Noregi og kom þá inn á nokkra vinnu- staði. Fannst honum með ólíkindum hversu víða var bannað að reykja. Ekki aðeins í afgreiðslusölum fyrir- tækja, heldur einnig á lokuðum svæðum þar sem starfsmenn einir áttu að vera. Fólk virtist mjög sam- taka um að virða reglur um reyk- leysi og þó að einstaka maður væri að þusa var það aðeins í nösum viðkomandi. Reglumar voru virtar. Boð og bönn eru þó engin alls- heijarlausn og geta haft þveröfug áhrif en til er ætlast. Miklu æski- legra er að fyrirtæki og starfs- mannahópar taki sig saman um að hætta að reykja og fái sértil aðstoð- ar lækna og hjúkrunarfólk. Nokkuð mun vera um slík námskeið og þeim farið fjölgandi síðustu misseri. xxx Fyrr í vetur bárust fregnir af því úr Borgarfirði eystra að þar um slóðir hefðu hreindýr fallið úr hor. Sfðar fóru menn að velta því fyrir sér hvort um sjúkdóm í dýrun- um hefði verið að ræðaþví jarðbönn höfðu ekki varað ýkja lengi og ýmsar aðrar skýringar voru uppi um hvað varð dýmnum að aldur- tila. Til stóð að taka sýni úr dýmn- um og senda suður til skoðunar svo fá mætti úr því skorið. Ekkert varð þó úr slíkum rannsóknum og finnst skrifara með ólíkindum að það skuli ekki hafa reynzt mögulegt. Á tyllidögum er talað Qálglega um þessar skepnur og nauðsyn á að viðhalda stofninum og vemda. í raunvemleikanum er hins vegar mörgu ábótavant hvað varðar rann- sóknir á stofninum. Eftirlit með veiðum hefur víða verið í lágmarki, rannsóknir virðast tilviljanakenndar og talning dýranna verið mismun- andi eftir ámm og fjárhag hveiju sinni. Svo þegar hópur dýra fellur þá er ekki einu sinni hægt að koma sýnum suður til rannsóknar svo hægt sé að fá úr því skorið í eitt skipti fyrir öll hvert banamein hreindýranna í rauninni var. 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.