Morgunblaðið - 07.04.1988, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 07.04.1988, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 1988 27 Eþíópía: Starfsmenn hjálp- arstofnana fluttir frá átakasvæðum Addis Ababa, Reuter. ÖLLUM erlendum starfsmönnum hjálparstofnana i Eþíópíu var í gær gert að hafa sig á brott af þurrkasvæðunum i norðurhluta landsins. Að sögn kommúnista- stjórnarinnar í Addis Ababa er ástæðan sú, að ekki er hægt að tryggja öryggi þeirra vegna vax- andi umsvifa uppreisnarmanna í Erítreu og Tigray. í tilkynningu frá Hjálpar- og byggðastofnun Eþiópiu sagði að þessi ráðstöfun væri til bráðabirgða „þar til glæpamenn á svæðinu hafa verið upprættir og daglegt líf alþýðunn- ar komið á réttan kjöl“. Erlendar hjálparstofnanir voru hvattar til þess að eftirláta Hjálpar- og byggðastofnuninni aðstöðu sina svo hægt væri að sinna hjálpar- starf i á meðan ástand þetta varir. Undanfamar sex vikur hafa fregn- ir borist af stórsókn uppreisnar- manna í norðurhluta Eþíópíu og kommúnistastjómin hefur tilkynnt enn frekari hervæðingu landsins undir kjörorðunum „Allt til vígstöðv- anna“. Frelsisfylking Tigray (TPLF) til- kynnti á þriðjudag að allt héraðið væri nú á þeirra valdi utan höfuð- borgin Mekele og tveir bæir suður af henni. Frelsisfylking Erítreu (EPLF) hefur einnig unnið umtals- verða sigra að undanfömu. Kommúnistastjómin, sem studd er með ráðum og dáð af Sovétríkjun- um, hefur ekkert viljað láta uppi um gang mála á átakasvæðunum, en samkomulag, sem gert var við Só- malíu síðastliðinn sunnudag þykir benda til þess að stjómin hafi aukn- ar áhyggjur af stöðunni þar nyrðra. Starfsmenn hjálparstofnana hafa til þessa verið helstu boðberar stríðsfrétta af hinum hijáðu svæðum. Að sögn starfsmanna hjálpar- stofnana hafa bardagamir í norður- hluta landsins nær stöðvað neyðarað- stoð til þriggja milljóna fómarlamba þurrka, sem geisað hafa á þessum slóðum að undanfömu. Talið er að alls kunni sjö milljónir að þola hung- ursneyð ef aðstoð berst ekki í tæka tíð. Panama: Viðræður stjórnar- andstöðu off Noriega Ponomohnro Snnfn Rnrhnrn Rpntor Panamaborg, Santa Barbara. Reuter. MANUEL Noriega, hershöfðingi og ráðamaður i Panama, hefur fallist á að eiga viðræður við stjórnarandstöðuna í landinu fyr- ir milligöngu kirkjunnar. Banda- ríkjastjórn hyggst grípa til nýrra aðgerða í baráttunni fyrir því að Noriega láti af völdum. 800 bandarískir landgönguliðar voru sendir í gær til æfinga í Panama. í tillkynningu frá kirkjunni sagði, að Noriega hefði fallist á það við Marcos McGrath erkibiskup að eiga viðræður við stjómarandstöðuna en beðið er eftir, að hann staðfesti það bréflega. Þjóðlega borgarahreyfíng- in, samtök 200 hópa, stjómmála- flokka og annarra, sem berjast gegn Noriega, og stjómarandstaðan á þingi féllust á það í síðustu viku að ræða við Noriega og gerðu það fyrir orð Oscars Ariasar, forseta Costa Rica, og Felipes Gonzalesar, forsæt- isráðherra Spánar. Guillermo Cochez, leiðtogi sam- takanna og Kristilega demókrata- flokksins, fagnaði í gær ákvörðun Noriegas um viðræðurnar en lagði áherslu á, að þær myndu fyrst og fremst snúast um valdaafsal Norieg- as sjálfs. Einnig tók hann fram, að stjómarandstaðan viðurkenndi ekki starfandi forseta, Manuel Solis Palma. Colin Powell, ráðgjafi bandaríska þjóðaröryggisráðsins, sagði í gær, að til athugunar væm efnahagsleg- ar, hemaðarlegar og stjómmálalegar aðgerðir til að koma Noriega frá völdum og eftir öðmm embættis- manni var haft, að Bandaríkjastjóm vildi gera allt til að herinn í Panama steypti Noriega. Dró embættismað- urinn síðar í land með þessa yfírlýs- ingu og sagði, að ekkert hefði verið gert til að ýta undir herbyltingu í Panama. Bandaríska vamarmálaráðuneytið tilkynnti í gær, að 800 landgöngulið- ar hefðu verið sendir til Panama til æfinga í frumskógarhemaði og tók fram, að þessir liðsflutningar væm ekkert tengdir ástandinu í landinu. Svíþjóð: Setið um mann sem drap fé- lagsráðgjafa Gavle í Svíþjóð, Reuter. SÆNSKIR lögregluþjónar sátu um vopnaðan mann sem hafði skotið félagsráðgjafa til bana og sært þijá aðra eftir að hafa tapað dómsmáli um yfirráðarétt yfir ættleiddum syni á miðvikudag. Talsmaður lögreglunnar sagði að fímmtugur maður hefði komið inn í félagsmálaskrifstofu bæjarins Gavle og skotið á félagsráðgjafa sem hefðu komið við sögu í máli hans. Lögregl- an umkringdi íbúð mannsins í gær, um hundrað lögregluþjónar lokuðu svæðinu í kring og herþyrla var til taks. Maðurinn sagðist vera vopnað- ur dínamítsprengju, auk byssu. Einn félagsráðgjafanna sem hann skaut lést samstundis, annar særðist alvar- lega og tveir lítilsháttar. Reuter Reuter Jesse Jackson má hafa sig allan við eigi hann að halda hlut sinum í kosningabaráttunni. Dukakis vaxm sigur í Wisconsin og takist honum að leika sama leik í New York á hann útnefningu flokks síns vísa. Hér sést hann útbúa mjólkur- skammt fyrir vistfólk á elliheimili í Milwaukee. Forkosningar í Bandaríkjunum: Dukakis vinnur stundar- sigur, en úrslit ráðast vart fyrr en í New York Milwaukee, Reuter. ___________ MICHAEL Dukakis, ríkisstjóri Massachusetts, er á ný orðinn forystusauður þeirra demó- krata, sem sækjast eftir útnefn- ingu flokks síns til forsetafram- boðs. Þá stöðu tryggði hann sér með sigri í forkosningunum í Wisconsin, en þær fóru fram á þriðjudag. Blökkumannaleið- toginn Jesse Jackson mátti á hinn bóginn þola ósigur þar. Atkvæði féllu þannig að Dukak- is hlaut um 47% atkvæða, Jack- son um 27%, Albert Gore um 17%, en Paul Simon rak lestina með um 5% atkvæða. Dukakis tapaði fyrir Jackson í forkosningunum í Michigan hinn 26. mars síðastliðinn og hafði þar áður lent í þriðja sæti í Illinois. Eftir sigurinn á þriðjudag gerir hann sér hins vegar vonir um að verða fremstur meðal jafningja í New York-ríki, Pennsylvaníu og Ohio. Er það mál manna að sá frambjóðendanna sem vinni í New York megi heita næsta viss um útnefningu flokksins. Forkosning- ar í New York eru hinn 19. þessa mánaðar. „Vitaskuld er ég í sjöunda himni vegna úrslitanna," sagði Dukakis á fréttamannafundi í New York- borg, en hinn mikli sigur hans kom fréttaskýrendum nokkuð á óvart. Forðast skítkast og sameinast gegn Bush Bæði Dukakis og Jackson hafa heitið því að forðast persónulegar árásir hvor á annan, en um leið þykir mönnum ólíklegt að fram- bjóðendunum takist að byggja upp þá spennu, sem fréttaskýrendur segja að demókratar þurfí svo mjög á að halda eigi þeir að geta lagt George Bush að velli þegar Forkosningar í Wisconsin DEMÓKRATAR Atkvæöa- hlutfall Dukakis 47% Jackson 28% Gore 17% Simon 5% (95% kjördeilda) REPÚBUKANAR Atkvæða- hlutfall Bush 84% Dola 8% Robertson 7% (95% kjördeilda) HEIMILD: Associated Press KRGN / Morgunblaðifi / AM til alvörunnar kemur í nóvember, en Bush á útnefningu Repúblik- anaflokksins vfsa. í viðtali við sjónvarpsstöðina CBS sagði Jackson að hann hefði mun meiri áhuga á að sigra Ge- orge Bush heldur en Dukakis. „Barátta okkar snýst í raun ekki um hvom annan. Hún snýst um George Bush og við munum ekki missa sjónar á aðaltakmarkinu." Sigur Dukakis hefur róað „flokkseigendafélag" demókrata, því þeir vom famir að óttast að Jackson kynni að hljóta útnefningu flokksins, en myndi svo tapa sjálf- um kosningunum allhressilega; meðal annars vegna kynþáttafor- dóma, en ekki síður vegna hinna sérdeilis fijálslyndu skoðana hans, sem menn telja að eigi ekki upp á pallborðið hjá hinum almenna kjós- anda. Hefur verið minnt á orð Richards Nixons, fyrrverandi for- seta, sem sagði að Jackson myndi tapa kosningum fyrir nær hvaða mótframbjóðanda sem væri — ekki vegna þess að hann væri svartur heldur vegna „þriðja heims-stjórn- málaskoðana" hans, sem hann vildi heimfæra upp á Bandaríkin. Á brattann að sækja fyrir Jackson í New York Samkvæmt skoðanakönnunum, sem gerðar hafa verið í New York, hefur Dukakis talsvert forskot á Jackson, en á hinn bóginn má minna á að um fjórðungur at- kvæðabærra demókrata í New York eru negrar, sem ætla má að styðji sinn mann. í Wisconsin fékk Jackson um 25% atkvæða hvítra manna og takist honum að halda því hlutfalli í horfínu þegar leikur- inn berst til New York á hann ágæta möguleika á að bera sigur úr býtum. Það mun þó vafalítið spilla fyrir Jackson, að í New York eru gyð- ingar innan Demókrataflokksins álíka margir og svertingjar. Gyð- ingar hafa hom í síðu Jacksons, bæði vegna stuðnings hans við Frelsissamtök Palestínu (PLO) og vegna þess að í kosningabarát- tunni 1984 talaði Jackson um New York sem ,júðabælið“. Ekkert fær nú stöðvað George Bush, varaforseta Bandaríkjanna, en hann fékk um 87% atkvæða í forkosningum repúblikana í Wis- consin. Síra Pat Robertson fékk aðeins um 8% atkvæða, sem er um einu prósenti minna en Robert Dole fékk, enda þótt hann hefði hætt þátttöku í síðustu viku. Vegna breytinga á versluninni höldum við stórútsölu á Laugavegi 91 (áður Domus) 2. hæð. Dæmi um verð: Síðbuxur allar stærðir kr. 1.000, pils kr. 1.000, ullarjakkar kr. 1.500, sumarjakkar, blússur og bolir frá kr. 500. Útsalan verður opin virka daga frá kl. 1 -6, laugardagafrá kl. 10-2.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.