Morgunblaðið - 07.04.1988, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 07.04.1988, Blaðsíða 55
t MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. APRIL 1988 55 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691282 KL. 10-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS MJáá i*-\ HJat 'l) II .......^3 - m Um snjóhreinsun - svar við grein Gunnars Björnssonar Til Velvakanda. í Morgunblaðinu 29. þ.m. birtist grein í Velvakanda eftir Gunnar Björnsson undir fyrirsögninni „Snjónum mokað upp á gangstétt- ir". Mörgu af því sem fram kemur í greininni er oft búið að svara, og tekið skal fram að heyra má til undantekninga, ef undirritaður svarar ekki greinum í Velvakanda varðandi embættið, þðtt greinar- höfundur sé á öðru máli. Um snjóhreinsun gilda þær regl- ur að aðalumferðargötur og tengi- brautir eru fyrst hreinsaðar, þannig að strætisvagnar og almennings- vagnar geti gengið milli borgar- hluta, síðan er farið að huga að hinum hluta gatnakerfisins og eru íbúðargöturnar aftastar í röðinni. Til að snjóhreinsunin geti gengið sem hraðast fyrir sig eru notaðir bílar með ýtutonnum. Ekki verður hjá því komist að snjór frá þeim hrannist út að kantsteini og upp á hluta gangstéttanna og — einnig fyrir innkeyrslur hjá fólki. í öðrum áfanga er reynt að hreinsa fjölförn- ustu gangstéttarnar með traktor búnum ýtutönnum. Engin tök eru á því að hreinsa allar gangstéttir, bæði vegna umfangs og kostnaðar. Gangandi vegfarendur verða því að sætta sig við tímabundna erfiðleika hvað þær varðar. í seinni tíð hefir hreinsun á ak- brautum íbúðargatna mikið til verið látin sitja á hakanum með tilliti til versnandi færðar fyrir gangandi af framangreindum orsökum en oft er vandratað meðalhófið í þessum efum. Gangstéttar eru sandbornar eftir því sem við verður komið til að draga úr hættu af völdum hálku. Sanndinum er dreift með vél- knúnum sanddreifurum og með handafli eftir atvikum. Snjóhreins- un tilheyrir starfssviði gatnamála- stjóra og er vélhreinsuninni um alla borgina stjórnað frá Þjónustumið- stöðinni, Hverfisbækistöðvarnar sjá síðan um fínhreinsunina, hver innan síns hverfis, sjá meðfylgjandi hverfaskiptingu. Ingi U. Magnússon, gatnamálastjóri. Um tví- skinnung Velvakandi góður. Margir eru fullir efasemda um heilindi ýmissa stjórnmálamanna og e.t.v. ekki að ástæðulausu. Dæmi: Hvað skal segja um konu, sem talar innfjálgum orðum á Al- þingi um jafnlaunabaráttu, en í læknisstarfi sínu á sjúkrahúsum heyrist aldrei minnst á lág laun gangastúlkna og ræstingakvenna þar á bæ? Var þó sjálf á margföld- um launum miðað við hinar síðar- nefndu. Eða konur af sama báti sem ekki mæta í þingveislur, en fara á kostnað þingsins til Mexíkó og fleiri fjarlægra landa þegar færi bjóðast(?) Eða hvað um þingmann sem flytur harðar ræður um bindindi og vondar afleiðingar vínneyslu, en er sjálfur í hópi stærstu innflytj- enda (umboðsaðila) hjá ÁTVR? Ellegar þingmann sem heldur langar ræður um að hjálpa þurfi þeim lægstlaunuðu, en hefur sjálf- ur (þrátt fyrir andstöðu í eigin flokki) náð að komast í hálaunuð bankaráð (Búnaðarb.) og í enn hálaunaðri stjórn Byggðastofnun- ar, og bætir þessu ofan á þingfar- arkaupið? Nei. Hvort hér ekki eiga við ljóðlínur Stefáns frá Hvítadal: ég hét svo góðu, en hélt það ekki. Ef af mér bráir um eina stund, þá held ég óðar á heimsins fund. Sigurður Sigurðsson Um kindakjöt og BSRB Til Velvakanda. Þrátt fyrir að Reykvíkingar reki annað slagið upp mikið ramakvein og kvarti sárlega undan ójafnrétt- inu í þessu landi, sem auðvitað bitn- ar allt á þeim, þá held ég að í raun sé öll jafnréttisbarátta milli lands- hluta utangátta við áhugasvið þeirra. Sést þetta hvað best á því að þeir telja þá rangsleitni versta, og gott ef ekki þá einu sem brenn- ur á landanum, að atkvæði til al- þingiskosninga vega ekki allsstaðar nákvæmlega jafnþungt. Nú er mér spurn: Hvað myndu Reykvíkingar segja við því ef fá mætti kindakjöt á tombóluprís norður á Akureyri eða austur á Egilsstöðum en ekki í höfuðborginni sjálfri? Kindakjöt sem væri þó nið- urgreitt af allri þjóðinni og kæmi í ofanálag af þessari landsbyggð sem sífellt er að krefja Reykvíkinga um styrki. Auðvitað er óþarft að taka það fram að Reykvíkingar eru að verðleikum ríkastir Islendinga, verðmætin verða til í höndunum á þeim sbr. Kringluna og í þeim dreg- ur „landsbyggðarfólkið" svokallaða fram lífið. Þessi mikla ómagafram- færsla er þungur kross að bera, ég neita því ekki. Það er því líklega eftir ástæðunum eðlilegt að þessi breiðu bök íslenskrar menningar og þjóðreisnar fái ekki aðeins ódýra saðningu heldur einnig ódýrari ut- anlandsferðir en gengur og gerist, sérstaklega ef veifað er félagsskír- teini í BSRB. Bjór á barinn Til Velvakanda Ég hef ekki verið fylgjandi því að hér yrði innleiddur og leyfður sterkur bjór, en þegar ég upplifði það í fyrrasumar að útlendingar sem hér voru á ferðalagi söknuðu þess svo mjög að fá ekki keyptan sterkan bjór, datt mér i hug hvort ekki væri hægt að fara þá millileið með bjórinn, að sterkur bjór væri aðeins seldur í glösum í veitinga- húsum sem hafa vínveitingaleyfí. Þá gætu þeir erlendu ferðamenn sem hingað_ koma fengið bjórinn sinn og þeir íslendingar sem annars kaupa sér áfengi gætu þá valið sterkan bjór í staðinn. Mér datt í hug hvort framkvæmanlegt væri að fara þessa millileið 5 svona 4—5 ár og kanna viðbrögð manna áður en farið verður út í að leyfa sterkan bjór hömlulaust, næstum því hvar sem er. Hvað segja bjóráhugamenn um þessa hugmynd? Katrín Einhvern veginn hafði ég fengið þá flugu í höfuðið, guð einn veit hvernig, að þessi skammstöfun (BSRB) stæði fyrir Bandalag ríkis og bæja. Svona getur einföldum skjátlast. Til dæmis ef formaður félagsins segist hafa gert samninga um ódýrar utanlandsferðir fyrir fé- lagsmenn þá á hann vitaskuld að- eins við þá sem geta mætt á skrif- stofuna hans (það er vita gagns- laust að hringja því enginn svarar). En auðvitað er um töluvert skemmri yeg að fara til Reykjavíkur frá ísafirði og Seyðisfirði en frá höfuð- borginni og út á þessa landsbyggð. Er þá nokkuð óeðlilegt við þessa tilhögun? Svari nú hver fyrir sig og þó einkum forsvarsmenn þessa Reykjavíkurfélags sem í daglegu tali er nefnt BSRB. Já, það verður svo sannarlega ekki af okkur íslendingum skafið að við búum best ailra þjóða — það er að segja ef okkur hefur tekist að forðast suðvesturhornið. Akureyri í mars 1988, Jón Hjaltason. Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 10 og 12, mánudaga til föstudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskiptingar, fyrirspurnir og frasagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þáttarins, þó að höfundur óski nafnleyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum. ÁstúÖlegar kveðjur og hugheilar þakkir til þeirra, sem minntust meÖ örlœti og á ýmsa lund afmalis míns 31. mars 1988. Starfsliði á Droplaugarstööum fœri ég ogþakk- ir fyrir alúÖarhlýju og rausn í tilefni dagsins. ÞórÖur Kristleifsson. 68 RETT0'68 GAGNFRÆÐINGAR FRÁ RÉTTARHOLTSSKÓLA 1968! Laugardaginn 7. maí höldum við upp á 20 ára útskriftarafmæli íÁtthagasal Hótels Sögu. Hafið samband við eftirtalda fyrir 15. apríl.: Brósi 34989, Elísabet 77737, Bíbí 74575, Stulli 44814, Sirrý Ben. 622313, Hrafnhildur 685183, Magnea 72824. I Seltjarnarnes I -Vesturbær Mánudaginn 11. apríl hefst 6 vikna námskeið í hressandi og styrkjandi æfingum fyrir konur á öllum aldri. Innritun og upplýsingar ísíma 611459. Guðbjörg Björgvins, íþróttahúsinu, Seltjarnarnesi. Hitamælinga- miðstöðvar Fáanlegar fyrir sex, átta, tíu, tólf, sextán, átján eða tuttugu og sex mælistaði. Ein og sama miðstöðin getur tekið yið og sýnt bæði frost og hita, t.d. Celcius-a-200+850 eða 0-M200 o.fl. Hitaþreifarar af mismunandi lengdum og með mismunandi skrúfgangi fáanlegar. Fyrir algengustu rið- og jafnstraumsspennur. Ljósastafir 20 mm háir. Það er hægt að fylgjast með afgashita, kælivatns- hita, smurolíuhita, lofthita, kulda í kælum, frystum, lestum, sjó og fleira. •fcj. SöytrCgitLogjiUKr <vD<§xri}©©©[ri) <Sí ©@ VESTURGOTU 16 SÍMAR 14680 ?1480 omRon AFGREIÐSLUKASSAR j;v iíininuí:'! i linnKiybni'nfi .flin^fa i m
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.