Morgunblaðið - 07.04.1988, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 07.04.1988, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 1988 17 Það sem hér hefur verið upp talið er ærið nóg, en einn merkasti þáttur- inn í langri og farsælli sögu Pólýfón- kórsins er ekki síst fólginn í þeirri nýbreytni, sem kom fram í vali verk- efna og flutningi stærri tónverka. Að velja sér viðfangsefni jafngildir raunverulega yfirlýsingu þess sem stendur fyrir valinu, hver hann er og hverju hann treysi sér að standa undir. Fullkominn flutningur einn og sér er mikils virði, en hann fær enn sterkara vægi ef viðfangsefnið sjálft er listaverk. Ef valið stendur aðeins um þau viðfangsefni sem lfklegt er að njóti vinsælda, getur það haft í för með sér algera listræna stöðnun og þess vegna er sérhverjum lista- manni nauðsynlegt að sækja sífellt á, til átaka við ný og erfiðari verk- efni, því þar af sprettur virðing hans og reisn, ekki síður en fyrir ágætan flutning. Þegar litið er yfir verkefnalista Pólýfónkórsins kemur f ljós að við- fangsefnin eru ýmist sótt til höfunda sem voru uppi á gullöld kórtónlistar- innar og barokkmannanna (tímann frá 15. öld til fyrri hluta 18. aldarinn- ar, 1750) og þar á móti til manna sem teljast til 20. aldarinnar, þ.e. höfunda nútímatónlistar. Klassík og rómanttk er þar vart að finna. Gullaldartónskáldin eru; H. Isaac, J. Després, Orlando Lasso, C Gesu- aldo, G. Frescobaldi, G. Gastoldi, H. L. Hassler, C. Jannequin, L. Mar- enzio, C. Monteverdi, J. H. Schein, H. Schutz, J. P. Sweelinck, O. Vecc- hi, T. L. Victoria og G. P. da Palestr- ina. Fulltrúar ensku madrigalistanna eru; W. Byrd, J. Dowland, T. Mor- ley, T. Tomkins og T. Weelkes, en barokkmennirnir, A. Scarlatti, J. S. Bach, M. Praetorius, D. Buxtehude, A. Vivaldi og F. Hándel. Helstu nútímatónskáldin eru; M. Tippet, F. Poulenc, B. Bartók, W. Burkhard, J. Nepomuk David, H. Distler, P. Hindemith, C. Orff. íslensk nútímatónverk voru ekki meðal vinsælustu verkefha íslenskra kóra á þessum tíma og á Pólýfónkór- inn því nokkurn hlut að því máli er varðar þróun nútfmakórtónlistar, bæði með flutningi erlendra og íslenskra kórverka. Má þar til nefha verk eftir höfunda eins og Jón Leifs, Hallgrím Helgason og fleiri, en Þor- kell Sigurbjörnsson, Gunnar Reynir Sveinsson og Páll P. Pálsson sömdu nokkur trúarleg kórverk sérstaklega fyrir Pólýfónkórinn. Á fimmta starfsári kórsins, 196Í, var á efnisskrá tónverkið Dauða- dansinn eftir Hugo Distler, en upp- lesari var Lárus Pálsson leikari. Þrátt fyrir að kórinn hafi áður flutt nokkur lög eftir Distler, Bartók og Orff, markar flutningur þessa verks tíma- mót í flutningi nútímatónlistar hér á landi. Næsta ár var svo frumflutt messa eftir Gunnar Reyni Sveinsson. 1963 voru fluttir fimm hlutar úr „Barni vorra tíma" eftir Michael Tippet og frumflutt sérstætt tónverk eftir Þorkel Sigurbjörnsson er hann nefnir Hvískur. Teimur árum síðar var það „Þýsk messa" eftir Johann Nepomuk David sem vakti mesta athygli og flutningur hennar talinn mikill listasigur fyrir Pólyfónkórinn og stjórnanda hans. Árið áður, eða 1964, flytur kórinn Jólaóratoríuna eftir J. S. Bach og þar með tekur stjórnandinn stefnu á flutning stærri tónverka, þó enn um sinn flytji kórinn einnig „hreina" kórtónlist. 1967 er það Jóhannesarp- assían, H-moll messan árið eftir og Jólaóratorían aftur 1969. Árið eftir var mjög viðburðaríkt, en kórinn tók þátt í norrænu tónlistarmóti og flutti Mótettu eftir Hallgrím Helgason yfir sálmalagið „Grátandi kem ég nú Guð minn til þín," sem er frábærlega fal- lega unnið verk og frumflutti Requi- em eftir Pál P. Pálsson. Aðalvið- burður þessa árs var ferð kórsins á Europa Cantat-mót sem haldið var í Graz og var það þriðja utanferð kórsins. Ferðir þessar höfðu mikla þýðingu og á þeim fengu kórfélagar að upplifa sig sem gjaldgenga félaga í kórsamfélagi Evrópu. Tveimur árum síðar, 1972, var Mattheusar- passían frumflutt hér á landi og Messías 1975. Margt fleira mætti telja, t.d. utanlandsferðir, en látið verða nægja að Ijúka þessari upptaln- ingu með því að geta þess sérstæða viðburðar er kórinn frumflutti þrjá þætti úr Eddu Jóns Leifs árið 1982. Þegar vinnusaga Pólýfónkórsins er gerð upp, er rétt að hafa í huga að um er að ræða áhugamannakór og trúlega hefur stjórnandi hans ekki verið oflaunaður frekar en félag- arnir í kórnum. Þetta er rétt að hafa í huga, því varla þætti gerlegt þó víðar væri leitað en um ísland að skila þvílíku starfi, sem hér liggur að baki og það nærri því án allra styrkja eða hjálpar hins opinbera. Maðurinn sem stýrt hefur þessu starfi og fengið til samstarfs það fólk, er ekki hefur talið eftir sér stundirnar, hlýtur að vera all sér- stæður og það er rétt. Hvort sem barið er í brestina eða haldið á lofti þeim eiginleikum sem lofsverðir þykja, þá ber allt að sama brunni, að ef eitthvað hefði skort á þá agnúa eða misfellur, sem mðrgum kann nú að þykja vera áberandi í myndinni af Ingólfi Guðbrandssyni, hefði sá agnúalausi Ingólfur, sem fólk vildi sjá í staðinn, lfklegast verið harla litlaus og trúlegast sáttur við hlutina eins og þeir eru. Það eru nefnilega margir af þeim eiginleikum, sem trufla menn í þægingum þeirra og friðsæld sem eru éinmitt sá drifkraft- ur, er knýr afburðamanninn til átaka við samfélag sitt. Persónuleg kynni mfn af Ingólfi Guðbrandssyni hafa verið allra veðra, en aldrei hef ég getað misst niður fyrir honum „hlut" þann, sem hann gaf mér og er „saga" Pólýfónkórs- ins. Þar í er að geyma djásn, sem ekki verða vegin né mæld og þaðan af sfður brennd með visnuðu þyrna- kuli, sem f gleymdum tfma særði einhvern. Því söngurinn hefur fyrir löngu sefað sviðann, og þeir sem fyrrum hrukku við, hafa gleymt hvað truflaði þá og allir óska Pólýfónkórn- um og Ingólfi Guðbrandssyni til ham- ingju, þakka fyrir glæsilegt þrjátfu ára langt „söngfestival", sem kallað hefur þjóðina saman til söngs og blómstrar nú í glæsilegu kórstarfi er á sér enduróman langt út f lönd. Gömul sögn segir: „Syngir þú vel, mun verða tekið undir söng þinn," og það eru þær þakkir sem söng- manninum eru kærastar og það er sú uppskera sem Ingólfi Guðbrands- syni og Pólýfónkórnum hlotnast dýr- ust að eiga. Jón Ásgeirsson Dr. Sigurbjörn Einarsson, biskup kvöldstund f Þjóðleikhúsinu sumarið 1964. Þá var hér í Reykjavík fundur Lútherska heimssambandsins. Efnt var til hátfðar m.a. til kynningar á íslensku kirkju- og menningarlífi. Ingólfur Guðbrandsson varð ljúflega við beiðni minni um að koma með kór sinn á þessa samkomu. Þarna voru margir staddir, sem voru miklu og góðu vanir á sviði tónlistar og manna best dómbærir. Söngur kórs- ins vakti óskoraða hrifningu. Ýmsir höfðu orð á þvf, að þeir hefðu ekki vænst þess að þetta fámenna, af- skekkta land gæti kynnt svo ágæta sönglist, er stæðist allan samanburð við hið besta í sömu grein hver sem er í heiminum. Þá þótt mér gott að vera íslendingur og gestgjafi. Þökk sé stofnanda og stjórnanda þessa merkilega kórs. Þökk sé þeim óllum, sem hafa stutt hann og prýtt og veitt okkur þannig ómælda gleði. Verði Pólýfónkórinn langlífur gleði- gjafi og menningarauki á landi hér. Dr. Sigurbjbrn Einarsson, bisfcup SAGANIM HfÓNIN SEM MINNKUÐU VIÐ SIG* Þetta er sagan um hjónin, sem seldu stóru íbúðina sína í Hlíðunum, keyptu sér minni íbúð og töluvert af Tekjubréfum hjá Fjárfestingarfélaginu. Þetta væri svo sem ekki í frásögur færandi, ef þessar framkvæmdir hefðu ekki gjörbreytt láfi þeirra — til hins betra'. En byrjum á byrjuninni. Einu sinni var... Það kannast margir við hjónin. Konan heitir Dóra Guðlaugsdóttir en maðurinn Helgi Kjartansson. Helgi var skrifstofustjóri hjá banka í Reykjavík, en Dóra sá um kaffistofuna í sparisjóðnum. Dóra og Helgi og börnin tvö bjuggu á 185 fermetra sérhæð í Hlíðunum. Það má segja að þetta hafi verið ósköp venjuleg fjölskylda, — tiltölulega ánægð með lífið og tilveruna... En svo... Einn góðan veðurdag, fyrir um það bil ári síðan, kom Helgi heim með bækling frá Fjárfestingarfélaginu. Bældingurinn var um Tekjubréf. í bæklingnum stóð, að með Tekjubréfum gæti venjulegt fólk safnað sér sparifé og jafhvel lifað af vöxtunum — verið þannig á föstum tekjuni hjá sjálfu sér. Helga fánnst þetta vera nákvæmlega það sem þau hjónin ættu að gera, en það verður að segjast eins og er að Dóra var dálítið efins fyrst í stað. .. .tóku þau sig til l-Ielgi tók af skarið. Hann er árinu eldri en Dóra (og töluvert frekari!). í október- mánuði 1986 seldi hann gömlu, góðu íbúðina þeirra í Hlíðunum. íbúðin fór fyrir 5.550.000 krónur, svo að segja á borðið. Hann ætlaði sér aldrei að selja Volvoinn. En kaupandi íbúðarinnar var svo spenntur fyrir honum,, að hann bauð Helga 760.000 krónur, ef hann vildi láta hann. Helgi stóðst ekki mátið. Þetta var líka kostaboð fyrir lítið notaðan Volvo 240 GL 1986 árgerð á þeim tíma. Áfram í vesturbæinn... Nú var Helgi kominn í stuð. Sem gamall KR-ingur kom ekki til greina annað en að kaupa nýja íbúð í vesturbænum, nærri sundlauginni og knattspyrnunni. Aftur fékk hann að ráða. Þau Dóra keyptu sér stóra 3ja herbergja íbúð í fjölbýlishúsi skammt frá lauginni. Dóra hélt því fram að þau hefðu ekkert með bíl að gera á slíkum stað. Þá kom Dóra á óvart... Heldurðað 'ún haf ekki sagt upp vinnunni hjá sparisjóðnum. Ekki nóg með það. Hún lét innrita sig á sundnámskeið. Þær stöllurnar í sundinu ætla síðan á matarlistarnám- skeið hjá Elinu og Hilmari B. í Hafnarfirði í næsta mánuði. Helgi er búinn að minnka við sig vinriuna, „rýma til fyrir yngri manni," segir hann og glottir. Hann vinnur nú hálfan daginn. ... en Tekjubréfin sjá fyrir sínum - Hjónin Dóra Guðlaugsdóttir og Helgi Kjartansson búa í fallegri íbúð í vesturbænum. Það fer vel um þau, þó að plássið sé ekki mikið. Bæði börnin eru flutt að heiman. Dóra og Helgi eru um sextugt. Þau eru við hestaheilsu og njóta þess að vera til. Þau lifa nú þokkalegu lífi á lífeyrissjóðsgreiðslum, sem eru 28.364 krónur á mánuði, og Tekjubréfagreiðslum, sem eru nú 137.900 krónur ársfjórðungslega. Helgi fær 36.318 krónur á mánuði fyrir hálft starf á skrifstofunni. Samtals eru þau hjónin með 110.649 króna mánaðarlaun, tekjuskattfrjálst P.S. Dóra er búin að panta sér Fiat Uno. „Það er svo ágætt að eiga smábíl, til þess að geta heimsótt börnin, sem búa í Mosfellsbæ." * Þetta er alveg satt Sögunni og nöfhum hefur að vísu verið breytt — af augljósum ástæðum. FJARFESTINGARFEIAGID ___Kringlunni 123 Reykjavík © 689700 _
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.