Morgunblaðið - 07.04.1988, Side 24

Morgunblaðið - 07.04.1988, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 1988 Vegagerðin: Tímabært að endur- skipuleg'gja þjónustuna - segir Reinhard Reynisson, sveitarstjóri Reykhólahrepps „ÞAÐ er orðið tímabært að endurskipuleggja þjónustu Vegagerðar- innar á landsbyggðinni, einkum með tilliti til snjómoksturs, en þessi mál hafa verið í ólestri, að minnsta kosti hér um slóðir ,“ sagði Reinhard Reynisson, sveitarstjóri í Reykhólahreppi í Austur-Barða- strandasýslu, í samtali við Morgunblaðið. Reynir nefndi nýlegt dæmi frá því á skírdag síðastliðinn, en þá fórst fyrir að moka veginn um Gilsfjörð, þrátt fyrir fyrirheit Vegagerðarinnar þar að lútandi. Reynir sagði að því hefði verið um til snjómoksturs, voru í Gilsfirði lýst yfir af hálfu Vegagerðarinnar að mokað yrði í Gilsfírði fram til kiukkan 19.00 á skírdag. Veghefill sem var í Gilsfírði hefði hins vegar bilað og vegna snjókomu hefði veg- urinn lokast. Reynir taldi að þó hefði verið hægt að halda veginum opnum, eins og lofað hafði verið, þar sem tvær bifreiðar í eigu Vega- gerðarinnar, sem útbúin eru tækj- umræddan dag. Reynir sagði að tímabært væri að endurskoða fyrirkomulag snjó- moksturs á vesturleiðinni, meðal annars með því að viðkomandi aðil- ar, sem annast snjómoksturinn, mokuðu suður fyrir sig, í stað norð- ur, þar sem meira væri í húfí að halda veginum opnum til suðurs, og því ættu menn meiri hagsmuna að gæta með því fyrirkomulagi. Þá taldi Reynir að það fyrirkomulag, að moka aðeins á ákveðnum dögum og á ákveðnum tímum dagsins, óraunhæft. „Færðin er oft góð á þessum ákveðnu snjómoksturs- dögum, en svo er kannski ófært á öðrum dögum. Hins vegar virðist útilokað að hnika nokkru til í þess- um efnum og því þarf að breyta," sagði Reynir. Þessar elskulegu kisur virðast ekki líklegar til að standa í stórfelldu smáfugladrápi, en raunin er ef til vill önnur, ef marka má fréttir af frændum þeirra á Bretlandi. Stærsti kórlands- ins á Hótel Islandi Sönglistahátíð Pólýfónkórsins lýkur með hófi á sunnudagskvöld Lítið um kvartanir vegna veiðiglaðra heimiliskatta STÆRSTI kór landsins mun að öllum líkindum syngja á Hótel íslandi á sunnudagskvöld en þá lýkur Sönglistahátið Pólýfón- kórsins með hófi. Hátíðin er haldin í tilefni 30 ára hþ'ómleika- halds undir nafninu Pólýfón og um 220 manns, söngvarar og hljóðfæraleikarar, munu koma fram á Sönglistahátíðinni. Alls hafa rúmlega 1000 manns sungið með kómum frá upphafí og tekið þátt í um 400 opinberum hljómleikum hans í 10 löndum. Um 60 einsöngvarar, innléndir og er- lendir, hafa komið fram með kóm- um og eru meðal þeirra mörg þekkt nöfn í tónlistarheiminum. Sönglistahátíðinni lýkur með af- mælishófí á Hótel íslandi á sunnu- dagskvöldið og þar mun stærsti kór landsins taka lagið ef að líkum lætur, þvi að hófið verður opið eldri kórfélögum og öllum sem á einn eða annan hátt hafa tengst starfí kórsins í 30 ár, svo og velunnurum sem óska að taka þátt { hátíðinni og heiðra stjömandann, Ingólf Guð- brandsson. Veisluréttir verða bomir fram og skemmtiatriöi og ávörp meðan á borðhaldi stendur en mik- ið sungið og dansað. Heiðursgestir kvöldins verða borgarstjórinn f Reylq'avík Davíð Oddsson og frú og ítalska stórsöng- söngkonan Eugenia Ratti sem eitt sinn raddþjálfaði kórinn og er nú stödd hér á landi að halda nám- skeið með fyrrverandi nemendum sfnum. Aðgöngumiðar að Sönglistahá- tíðinni era senn uppseldir en ósóttar pantanir og aðgöngumiðar að hóf- inu fást í Gimli við Lælg'argötu. Stærð kattastofnsins íslenska óþekkt Ekki mun vera mikið um kvartanir vegna fugla- eða smádýra- dráps íslenskra heimiliskatta, að því er fram kom hjá ýmsum aðUum sem Morgunblaðið hafði samband við vegna fréttar á forsiðu blaðs- ins i gær. Þar segir að sex milljónir breskra heimiliskatta valdi miklum usla í fuglastofnum og drepi hundrað milljónir fugla og smádýra árlega. Fjöldi heimiliskatta á landinu virðist þó mjög á reiki. Að sögn Soffíu Siguijónsdóttur, kvarti yfír köttum sem óhreinka gjaldkera Kattavinafélagsins, ber- ast félaginu stundum kvartanir vegna veiðiglaðra heimiliskatta. „Það er hins vegar alveg fáránlegt hvað fólk, sem hringir í okkur, læt- ur út úr sér,“ sagði Soffía. „Fólk vill láta drepa ketti, sem stunda fuglaveiðar, spyr hvort ekki séu til lög sem banna útivist veiðikatta og fleira í þeim dúr. En þetta era fá tilvik, og það er meira um að fólk þvott eða gerast óboðnir gestir í íbúðum þess," sagði Soffía. „Ann- ars er það auðvitað eðli kattarins að veiða sér til matar," sagði Soffía. „Það er nú einu sinni gangur nátt- úrannar." Soffía sagðist engar tölur hafa um fjölda heimiliskatta á höfuð- borgarsvæðinu, en félagar í Katta- vinafélaginu væra um níu hundrað og margir ættu fímm ketti eða fleiri. Hjá Dýraspítalanum í Víðidal fengust þær upplýsingar að þar væra á skrá á að giska þijú þúsund kettir, sem notið hefðu læknisþjón- ustu þar, en það væri þó aðeins brot af heildarfjölda katta á höfuð- borgarsvæðinu. Varðstjóri hjá lögreglunni í Reykjavík sagði að þangað bærast engar kærar eða kvartanir á hendur köttum, einu afskipti löggæslu- manna af köttum væri að tilkynna lát katta, sem orðið hefðu fyrir bif- reið eða aflífa slasaða ketti. Vand- ræði af völdum villikatta munu hafa minnkað mjög á síðustu áram, Soffía hjá Kattavinafélaginu sagði að félagið hefði beitt sér fyrir því að villtir kettir væra svæfðir á Dýraspítalanum. BREYTINGAR A REYKINGAVENJUM ÍSLENDINGA FRÁ 1985 TIL 1987 (18-69 ÁRA) 1985 1986 1987 Reyklaus dagur í dag: Reyklausir hvatt- ir tíl að„ættleiða“ reykingamenn Félag einstæðra foreldra: Fundur til að kynna Kvennaráðgj öfina Stefna Krabbameinsfélagsins er reyklaust ísland árið 2000. Hér má sjá breytingar á reykinga- veiyum á undanförnum 3 árum. REYKLAUS dagur er haldinn i fjórða sinn í dag, 7. april. í til- efni dagsins eru þeir sem ekki reykja hvattir til að „ættleiða" reykingamann í einn dag og að- stoða hann við að hætta að reykja. Þá verður almenningi boðið upp á fræðslu um skaðsemi reykinga og námskeið kynnt fyr- ir þá sem vilja hætta að reykja. Að sögn Þorvarðar Örnólfsson- ar, formanns Krabbameinsfélags Reykjavíkur, verður starfið FÉLAG einstæðra foreldra held- ur fund í Skeljanesi 6 f dag, fimmtudaginn 7. aprfl kl. 20.30 og fer þar fram kynning á Kvennaráðgjöfinni. í Kvennaráðgjöfínni era starf- andi 4 hópar. Ein kona úr hveijum hópi á svo sæti í miðstjórn. Þær konur sem starfa hjá Kvennaráð- gjöfínni era félagsráðgjafar og fé- lagsráðgjafarnemar, lögfræðingar og lögfræðinemar. Tvær konur frá Kvennaráðgjöf- inni koma á fund hjá FEF til að kynna Kvennaráðgjöfma og svara spumingum. Enginn vafi er á þvl að margir félagsmenn innan FEF hafa hinar ýmsu spumingar til kvennanna, bæði hvað varðar fé- lagslegu hliðina og hina lögfræði- legu. Þó verið sé að kynna Kvennaráö- gjöfína þýðir það engan veginn að karlmenn séu ekki velkomnir. Síður en svo, við hvetjum alla til að fjöl- menna á fundinn. (Fréttatilkynninjf) REYKINGAVENJUR ÍSLENDINGA 1987 (18-69 ÁRA) REYKJA DAGLEGA HAFA ALDREI REYKT REYKJA STUNDUM HÆTTIR AÐ REYKJA Skífurit er sýnir reykingavenjur fslendinga á sfðasta ári. meira og víðtækara en áður, ekki sfst vegna þess að nú er þáttur heilbrigðisyfirvalda meiri en áð- ur vegna tilmæla Alþjóðaheil- brigðisstofnunarinnar. „Átakið er fyrst og fremst bund- ið heilsugæslu og við væntum þess að það verði sem víðast um land. Þannig nýtist. það best til áfram- haldandi ráðgjafar við þá sem vilja hætta að reykja," sagði Þorvarður. f Reykjavík verður Krabbameins- félagið með ráðgjöf við þá sem vilja hætta að reykja I veitingahúsinu Lækjarbrekku milli kl. 12 og 18 og fluttir fyrirlestrar kl. 15 og 17.15. Einnig verða fulltrúar félagsins upplýsingar I Kringlunni frá kl.13- 18. Það sama er uppi á teningnum f heilsugæslustöðvum, þar sem veitt verður fræðsla auk þess sem farið verður af stað með námskeið. Veggspjöldum og áskorunum hefur verið dreift á alla vinnustaði sem skráðir era hjá Vinnueftirliti ríkisins. Þá verður dregin út bekkj- arferð reyklauss 9. bekkjar I Þórs- mörk I beinni útsendingu á Rás 2 og dregið f vísna- og slagorðasam- keppni sem Tóbaksvamamefnd stendur fyrir. Að reyklausum degi standa Heil- brigöÍBráðuneytið, Landlæknisem- bættið og Tóbaksvamamefnd.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.