Morgunblaðið - 07.04.1988, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 07.04.1988, Blaðsíða 34
Gunnar Örn sýnir í Gallerí Glugganum GUNNAR Örn heldur málverka- sýningu í Gailerí Glugganum við Glerárgötu 34 á Akureyri dag- ana 8. tál 17. apríl. Sýningin er opin daglega frá kl. 14 til 18 nema mánudaga. Gunnar Öm hélt fyrstu mál- verkasýningu sína árið 1970 í Unu- húsi. Síðan hefur hann haldið 20 einkasýningar, meðal annars í Reylqavík, Kaupmannahöfn, New York og tekið þátt í samsýningum víða, meðal annars á Norðurlöndun- um, Evrópu, New York, Chicago, Sao Paulo og Tokyo. Verk Gunnars Arnar eru víða í söfnum, Listasafni íslands, Lista- safni ASÍ, Listasafni Háskóla ís- lands og Listasöfnum Akureyrar, Borgamess og Keflavíkur. Einnig í Guggenheim safninu í New York. v (Fréttatilkynningj Gunnar Örn Einvígi Jóhanns og Karpovs á Akureyri? Akureyrarbær býður 3,2 millj. kr. verðlaunafé Skáksamband íslands hefur fyrir hönd Akureyrarbæjar sent Karpov boð um að einvígi hans við Jóhann Hjartarson verði haldið á Akureyri í ágúst eða septembermánuði. Akureyrarbær bauð 80.000 dollara verðlaunafé, eða sem svarar til 3,2 milljónum króna. Auk þess mun bærinn þurfa að greiða ferðir og uppihald fyrir keppend- ur og aðstoðarmenn þeirra. Sigfús Jónsson bæjarstjóri sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að Friðrik Ólafsson hefði flogið til Bmssel á skírdag til viðræðna við Karpov og Campomanes formann FIDE. Friðrik er nýkomin úr þeirri för og eru þeir Campomanes og Karpov nú staddir í Moskvu þaðan sem vænta má niðurstöðu innan skamms. „Ég bara bíð eftir því að heyra í FIDE, annaðhvort beint eða í gegnum Friðrik. Mér skilst að við eigum góða möguleika á því að halda mótið og stöndum við fremst- ir af þeim sem boðið hafa í það. Vissulega er Akureyri einskonar heimavöHur fyrir Jóhann, en ég held að Islendingar hafi það mikið traust á erlendum vettvangi, að það sé eftirsótt hjá alþjóðlegum skák- meisturum að koma hingað til að tefla. Mikil virðing er borinn fyrir Islendingum í skákheiminum, bæði hvað varðar framkvæmd móta og eins hvað áhorfendur eru tillits- samir. Ég held að af þeim stöðum, sem buðu verðlaun, lítist Karpov best á Akureyri," sagði Sigfús. Hann sagðist gera sér góðar von- ir um að einvígið gæti hafist um mánaðamótin ágúst/september, en því þyrfti að vera lokið áður en ólympíuleikamir hæfust í Seoul vegna erlendra sjónvarpssendinga. Sigfús sagði að meiningin væri að láta mótshaldið standa undir sér enda hefði bæjarsjóður engin ráð á greiða með sér. Meiningin væri að selja sjónvarpsréttindi, auglýsingar og annað það sem mótshaldi fylgir. Keppendumir sjálfir munu ákveða hvernig verðlaunaféð skiptist á milli þeirra, en Sigfús taldi ekki ósenni- legt að sigurvegarinn fengi 50.000 dollara og hinn 30.000 dollara. Atvinnuleit fyrir fatlaða: Jákvæð viðbrögð atvinnu- rekenda mest um verð segir Inga Magnúsdóttir Atvinnuleit fyrir fatlaða hef- ur formlega verið komið á fót á Akureyri. Inga Magnúsdóttir hefur verið ráðinn forstöðumað- ur og hefur hún aðstöðu á Fé- lagsmálastofnun Akureyrarbæj- ar. Skrifstofan opnaði nú eftir páskana og er stofnun hennar til komin samkvæmt lögum um málefni fatlaðra sem gera ráð fyrir að fatlaðir komist út á hinn almenna vinnumarkað. Slíkum skrifstofum hefur verið komið fyrir í ýmsum stærri byggð- arkjömum landsins svo sem í Garðabæ, Kópavogi, Hafnarfirði, Keflavík og Reykjavík. Akureyrar- skrifstofan er því sú eina sem opn- uð hefur verið utan stór-Reykjavík- ursvæðisins. „Mitt hlutverk er að aðstoða andlega eða líkamlega fatlaða einstaklinga við að leita að heppilegu starfi auk þess að aðstoða þá við að komast í endur- hæfíngu því vissulega má gera ráð Keppni verður haldið áfram á föstudag kl. 10.00 með stórsvigi karla og svigi kvenna og seinnipart- inn verður keppt í stökki og göngu. Á laugardag fer svigkeppni fram auk lengri skíðagangna og á sunnu- dag verður keppt í paragöngu og boðgöngu. Lokahófið og verðlauna- afhending fer fram í Sjallanum á sunnudagskvöld og hefst kl. 19.00. Alls hafa 35 keppendur verið skráð- ir í keppni í .alpagreinum, þar af 23 karlar og 12 konur. Tólf kepp- endur taka þátt í lengri og styttri skíðagöngum. Sjö keppendur verða í skíðastökki, sem má teljast óvenju- góð þátttaka. Flestir stökkvaranna koma frá Ólafsfirði, auk Akur- eyringa og ísfírðinga. Heildarkepp- endatala á Skíðamóti íslands verður því 54. Styrktaraðili mótsins að þessu sinni verður Kaupfélag Eyfirðinga og eru verðlaunagripir allir gefnir af styrktaraðila Skíðasambands ís- lands sem er VISA. Verðlaunagrip- ir verða til sýnis í verslunarglugga KEA eftir helgi. Starfsfólk mótsins verður álíka margt og keppendur. Magnús Gíslason verður stökk- stjóri, Hermann Sigtryggsson göngustjóri og leikstjóri í alpagrein- um verður Óðinn Ámason. Skíðaráðsmenn hafa undanfarn- ar vikur og mánuði verið í sam- bandi við júgóslavneska skíðagarp- inn Bojan Krizaj og skíðakonuna frá sama landi Mataya Swet og fyrir að margir þurfí á starfsendur- hæfíngu að halda áður en haldið er út á vinriumarkaðinn," sagði Inga í samtali við Morgunblaðið. Inga sagðist ekki hafa starfað áður að slíkum málefnum þó áhug- inn hefði fyrir fyrir hendi. Hún hóf störf í Utvegsbankanum á Akur- eyri er hún flutti norður frá Hafn- arfírði fyrir níu ámm síðan, en hætti þar í lok síðasta árs. „Mér skilst að aðstaða fyrir fatlaða hér norðanlands sé tiltölulega góð mið- að við aðra staði. Hér er Bjarg á vegum Sjálfsbjargar, Iðjulundur rekinn af svæðisstjóm og tveir nýlegir starfsskólar annar fyrir unglingaög hinn yrir fullorðna sem þurfa á sérkennslu að halda. Þá hefðu allir landsmenn aðgang að Reykjalundi og að Tölvuskólanum, sem er nýlegur skóli fyrir líkam- lega fatlaða.“ Inga sagði að vissu- lega væri þetta nýja starf sitt mjög einstaklingsbundið. Verið væri að vom góðar líkur á að þau kæmu til Akureyrar og kepptu á mótinu sem gestir. Hinsvegar fékkst það endanlega staðfest í gær að þau kæmust ekki sökum anna annars staðar. Tveir sænskir skíðagöngu- menn em væntanlegir, þeir Anders Larson sigurvegari í svokölluðu VASA-móti fyrir skömmu, sem er 90 km ganga með yfir 12.000 kepp- endur, og Lars Holand, einn af efni- legustu göngumönnum Svía af yngri kynslóðinni. Þeir félagarnir verða hér á landi í viku. Þröstur Guðjónsson formaður Skíðaráðs Akureyrar sagði að Krizaj væri að kanna möguleika á komu annarra júgóslavneskra skíðamanna í hans stað, en ekki væri þó bjart yfir því. Morgunblaðið/JI Inga Magnúsdóttir, forstöðu- maður atvinnuleitar fyrir fatl- aða. vinna með og hjálpa einstaklingum sem hefðu allir sín eigin persónu- einkenni og augljóslega þyrfti að taka tillit til hvers þeirra fyrir sig. Inga sagði að öll verksmiðju- vinna væri heppileg andlegum fötl- uðum einstaklingum. Yfirleitt væri þetta fólk mjög samviskusamt ef það kynni ákveðið verk innan framleiðslunnar. Hinsvegar væri óheppilegt fyrir það að hlaupa á milli hinna mismunandi starfa. „Ég hef ekki ennþá gefíð mér tíma til að ræða við atvinnurekendur svo að ég veit ekki nægilega vel hvem- ig þeir taka fötluðu fólki í atvinnu- leit. Stefnan hjá hinu opinbera er sú að koma fötluðum út á hinn frjálsa atvinnumarkað þó til séu ýmsir vemdaðir vinnustaðir.“ Inga á sæti í nýjum starfshóp ásamt aðilum frá Bjargi, Iðjulundi og svæðisstjóm sem ætlað er að hafa með höndum ákvarðanatöku og ráðgjöf varðandi hvem einstakl- ing sem þarf á starfsendurhæfíngu að halda. Hinsvegar mun Inga sjá um það fólk sem er tilbúið út á vinnumarkaðinn án endurhæfing- ar. „Fatlaðir þurfa að vita hvaða valkosti þeir hafa. Árangurinn af starfí mínu hér er undir jákvæðum viðbrögðum atvinnurekenda kom- inn. Fatlaðir em vel hæfir til vinnu og yfirleitt er mjög góð reynsla af störfum þeirra enda vita þeir manna best hvað atvinnuleysi er. Á meðal þeirra ríkir starfsgleði, samviskusemi og vilji til að standa sig. Ég hef ekki minnstu hugmynd um ennþá hve mörg störf ég þarf að fínna. Þetta er ákveðin sölu- mennska og númer eitt er að fólk láti vita af sér ef það heldur að hér sé aðstoð að fá,“ sagði Inga að lokum. Skíðamót íslands 14.-17. apríl: 54 keppendur skráðir til leiks Tveir sænskir göngngarpar væntanlegir til Akureyrar Fimmtugasta Skíðamót íslands verður haldið í Hlíðarfjalli dagana 14.-17. apríl nk. og er þetta i fyrsta skiptið sem mótið er ekki hald- ið um páska. Akureyringar héldu Skíðamót íslands síðast fyrir fjór- um árum síðan og í þetta sinn er búist við 54 keppendum. Mótið hefst um hádegi 14. apríl með skíðagöngu, en setning mótsins fer ekki fram fyrr en um kvöldið i Akureyrarkirkju. Hljóðfæraleikarar frá Tónlistarskólanum leika, sera Pálmi Matthíasson flytur ávarp auk formanns Skíðasambands íslands Hreggviðs Jónssonar og mun forseti bæjarstjórnar Gunnar Ragnars síðan setja mótið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.