Morgunblaðið - 19.04.1988, Blaðsíða 31
31
þröngum alþjóðlegum markaðs-
homum fyrir hátækniafurðir, þar
sem hvorki er að vænta samkeppni
þróunarlandanna né stóru fjöl-
þjóðlegu fyrirtækjanna. Slík stefna
felur í sér val á mjög sérhæfðum
framleiðsluafurðum á mjög af-
mörkuðum framleiðslusviðum.
Hins vegar sérhæfing á sviðum
þar sem Finnar hafa sterka stöðu
miðað við aðrar þjóðir (know how).
Þessi stefna tekur mið af undir-
stöðugreinum fínnsks atvinnulífs.
Fyrri leiðin er áhættusamari og
landið verður háðara innfluttri
grundvallartækni. Annmarki þeirr-
ar síðari er að hún kann að leiða
til minni hreyfanleika í hagkerfínu.
Tæknistefna Finna er blanda af
báðum sjónarmiðum.
R&Þ-stefna fyrirtækjanna
Rannsókna- og þróunarstarf
fyrirtækjanna hefur á síðustu
árum aukist hraðar en opinberra
aðila. Tjltölulega fá stór fyrirtæki
I afmörkuðum geirum eru virkust
og veija jafnvirði 0,72% heildar-
framleiðslu til rannsókna og þróun-
ar á móti 0,12% hjá fyrirtækjum
með minna en 100 starfsmenn.
Rannsókna- og þróunarstarf
fyrirtækjanna hefur aukist á
síðustu árum, eins og raunar
R&Þ-framlög í heild. Framlag fyr-
irtækjanna hefur aukist hraðar en
opinberra aðila (sjá töflu 18) — en
R&Þ-framlög fínnskra fyrirtækja
eru þó tiltölulega lág borið saman
við t.d. sænsk fyrirtæki (sbr. töflu
18).
Athyglisvert er að skoða hvert
rannsóknirnar beinast í iðnaðinum.
Aherslan á vöruþróun og nýja
framleiðslutækni er mjög skýr á
meðan umbætur á eldri fram-
leiðslutækni sem fyrir er í fyrir-
tækjunum fara minnkandi. Ljrfja-
fyrirtækin og raftækja- og verk-
færaframleiðendumir leggja mest
kapp á rannsóknarstarfið. Áhersl-
an á nýsköpun og tækni er farin
að skila sér.
Umsvif erlendra fyrirtækja eru
tiltölulega lítil í finnsku efna-
hagslífí (7-8% af heildariðnaðar-
framleiðslu) og það sama gildir um
hlut þeirra í R&Þ Finna (1981 3%
af heildarframlagi einkageirans til
R&Þ, sbr töflu 19). Hins vegar
Jón Þorvarðarson —
Guðni Sigurbjamarson 1182
Ásgeir P. Asbjömsson —
' Hrólfur Hjaltason 1181
Aðalsteinn Jörgensen —
Ragnar Magnússon 1176
Hörður Amþórsson —
Jón Hjaltason 1176
Kristján Már Gunnarsson —
Vilhjálmur Þór Pálsson 1173
Varapör:
Guðni E. Hallgrímsson —
Gísli Ólafsson 1172
Vilhjálmur Sigurðsson-—
Þráinn Sigurðsson 1172
Næstu pör:
Guðjón Einarsson —
Runólfur Jónsson 1171
Hermann Lárusson —
Ólafur Lárusson 1168
Ragnar Bjömsson —
Sævin Bjamason 1168
Frímann FVímannsson —
Pétur Guðjónsson 1166
Anton R. Gunnarsson —
Jörundur Þórðarson 1165
Jón Ingi Bjömsson —
Hrannar Erlingsson 1159
Gissur Jónasson —
Öm Einarsson 1139
Brynjólfur Gestsson —
Þráinn Ó. Svansson 1136 .
Bragi Erlendsson —
Ámína Guðlaugsdóttir 1134
Úrslitakeppnin fer fram á Hótel
Loftleiðum dagana 30. apríl—1. maí
og munu þá ofantalin pör keppa
ásamt núverandi íslandsmeisturum,
Guðmundi Páli Hermannssyni og
Símoni Símonarsyni, sem unnu titil-
inn í fyrra i hreint ótrúlegri lokaum-
ferð. Undankeppnin fór mjög vel
fram. Áhorfendur voru eðlilega fáir,
keppendur og keppnisstjóri í hátí-
ðarskapi og allt í plús ef notað er
unglingamálfar.
Vigfús Pálsson sá um útreikninga
með aðstoð góðra manna. Keppnis-
stjóri var Agnar Jörgensson.
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. APRÍL 1988
„Finnskur iðnaður þró-
aðist seinna en iðnaður
nágrannalandanna í
vestri og því hefur
vöxtur verið mikill í
iðnaðinum á síðustu
áratugum vegna inn-
f lutnings og aðlögunar
nýrrar tækni að
finnskri framleiðslu.“
flytja þau með sér erlenda tækni
inn í landið að einhveiju marki.
Iðnframleiðsla Finna hefur vax-
ið hraðar undanfarið en í öðrum
OECD-löndum. 1980—85 var hann
3,9% að meðaltali í Finnlandi, en
1,7% í OECD.
Skýringa á velgengninni er m.a.
að leita í sérstöðu finnsks efna-
hagslífs: Finnskur iðnaður þróaðist
seinna en iðnaður nágrannaland-
anna í vestri og því hefur vöxtur
verið mikill í iðnaðinum á síðustu
áratugum vegna innflutnings og
aðlögunar nýrrar tækni að finnskri
framleiðslu, og hefur dregið saman
á tæknisviðinu með Finnum og
helstu samkeppnisþjóðum (catch-
ing-up-process). Samdrátturinn í
vexti iðnaðarframleiðslu Finna að
undanfömu kann að endurspegla
„þroskun“ (maturation) í iðnaðin-
um þegar umbætur í framleiðsl-
unni Verða hlutfallslega dýrari.
Mikilvægustu skýringuna er þá
að fínna í markvissri markaðs-
ogtæknistefnu fyrirtækjanna
sjálfra og þá sérstaklega stórfyrir-
tækja eins og Oy Nokia Ab. í raf-
tækja- og rafeindaiðnaði sem ekki
hófst að marki fyrr en á miðjum
sjöunda áratugnum starfa í dag
um 25.000 manns eða um 4% heild-
armannafia í iðnaði. Þriðjungur
útflutningsins er til Norðurland-
anna og 16% til Sovétríkjanna,
þ.e. „útvíkkaðra heimamarkaða".
Eitt sérkenni þessarar atvinnu-
greinar í Finnlandi er hvað hlutur
vöruframleiðslu fyrir almennan
neytendamarkað er stór, ólíkt þró-
uninni t.d. á hinum.Norðurlöndun-
um. Þróuðustu sviðin eru fram-
leiðsla fjarskiptatækja, fram-
leiðslutækja og framleiðsla fyrir
heilbrigðisgeirann.
Mikilvægi verð-
bréfamark aða
Verðbréfamarkaðir eru að verða
mikilvægari þáttur í rekstri
fínnskra fyrirtækja. Annars vegar
hefur verið um að ræða kaup á
eða yfírtöku skæðra samkeppnis-
fyrirtælqa og/eða stofnun nýrra
fyrirtækja á nýjum áhættusömum
sviðum með þátttöku annarra fyr-
irtækja (joint ventures) og þannig
tryggja fyrirtækin sér aðgang. að
verkþekkingu (know how) og/eða
öflugri markaðssetningu. Hins
vegar er „fjölþjóðavæðing" (intern-
ationalization) fyrirtækjanna á er-
lendum mörkuðum með stofnun
dótturfyrirtækja erlendis eða
stofnun áhættufyrirtækja á nýjum
sviðum með erlendum fyrirtækj-
um. Markmið eru þau sömu í báð-
um tilfellum, að tiyggja fyrirtækj-
unum verkþekkingu, öflugri mark-
aðssetningu og aðgang að vem-
duðum mörkuðum (sbr. Evrópu-
bandalagsmarkaðinn).
Það er sannfæring okkar áð ís-
land og íslenskt atvinnulíf hafí
ekki efni á að vera án skýrrar
stefnu í rannsóknar- og þróunar-
málum. Stefnu sem sé framsýn en
byggi á raunhæfum möguleikum
atvinnulífsins hér og nú. Það er
því tilhlökkunarefni að forstjóri
rannsókna- og þróunardeildar Oy
Nokia Ab skuli hafa séð sér fært
að halda fyrirlestur hér á landi.
Við getum án efa lært mikið af
Finnum varðandi tæknistefnu og
ekki síst af fínnskum fyrirtækjum.
Höfundar: fvar Jónsson vinnurað
doktorsritgerð í félagshagfræði,
en Örn D. Jónsson erfram-
kvæmdastjóri Iðntæknistofnunar
íslands.
RITVÉLAR
REIKNIVÉLAR
PREIMTARAR
TÖLVUHÚSGÖGN
511 blaðsíður
fjarstýringar
mælitæki
hátalarar
tengibúnaður
íhlutir
raðsett (kits)
magnarar
bækur
fjarstýrðir bílar
PÖNTUNARÞJÓNUSTA:_______________________
Galti sf., pósthólf 1029 121 Reykjavík,
sími 611330.
Vinsamlegast sendið mér eintak af nýja
MAPLIN 1988 rafeindavörulistanum.
Nafa
Heimill
Póststöð_______________________________________________
Verð kr. 380 greiðist með:
□ VISA □ EUROCARD □ PÓSTKRÖFU
^^□□□□□□□□□□□□□□□□□. □□□□
Undirskrift____________________________________________
Vinningstölurnar 16. apríl 1988.
Heildarvinningsupphæð: 5.809.448,-
1. vinningur var kr. 2.907.045,- og skiptist hann á milli 3ja
vinningshafa, kr. 969.015,- á mann.
2. vinningur var kr. 871.620,- og skiptist hann á milli 292
vinningshafa, kr. 2.985,- á mann.
3. vinningur var kr. 2.030.783,- og skiptist á milli 8.497 vinn-
ingshafa', sem fá 239 krónur hver.
------- ^ " .... —..... ......... ...-.. "■
nlÐNTÆKNISTOFNUN
ÍSLANDS
Það er dýrt aö
leita nýrra leiöa...
Afmæliráðstefna á vegum Iðntæknistofn-
unar íslands 20. apríl 1988 að Hótel Sögu:
Reynsla iðnfyrirtækja af
rannsóknum og þróun
Ráðstefnan hefst með morgunverði kl. 8.40.
Dagskrá:
• Iðnaðarráðherra Friðrik Sophusson opnar
ráöstefnuna
• Viljo Hentinen forstjóri rannsóknadeildar
Nokia:
Mikilvægi rannsókna- og þróunarstarfs fyrir
Nokia
• Charles F. Sabel, Prófessor, MIT:
Mikilvægi smáfyrirtækja í nýsköpun undan-
farinna ára og sérstaða hátæknifyrirtækja
• Fyrirspurnir Kaffihlé
• Pétur Reimarsson, framkvæmdastjóri
Sæplasts:
Vöruþróun og markaðssókn
• Hallgrímur Jónasson, framkvæmdastjóri
nýiönaðarrannsókna ITÍ:
Hagnýt rannsóknaverkefni og stefnumótun
• Umræður
• Páll Kr. Pálsson forstjóri Iðntæknistofnunar:
Atriði til íhugunar - Samantekt
Ráðstefnunni lýkur með hádegisverði kl. 12.30.
Tilkynning um þátttöku í síma 68-7000.
..en þaö er dýrara
aö gera þaö ekki