Morgunblaðið - 19.04.1988, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 19.04.1988, Blaðsíða 31
31 þröngum alþjóðlegum markaðs- homum fyrir hátækniafurðir, þar sem hvorki er að vænta samkeppni þróunarlandanna né stóru fjöl- þjóðlegu fyrirtækjanna. Slík stefna felur í sér val á mjög sérhæfðum framleiðsluafurðum á mjög af- mörkuðum framleiðslusviðum. Hins vegar sérhæfing á sviðum þar sem Finnar hafa sterka stöðu miðað við aðrar þjóðir (know how). Þessi stefna tekur mið af undir- stöðugreinum fínnsks atvinnulífs. Fyrri leiðin er áhættusamari og landið verður háðara innfluttri grundvallartækni. Annmarki þeirr- ar síðari er að hún kann að leiða til minni hreyfanleika í hagkerfínu. Tæknistefna Finna er blanda af báðum sjónarmiðum. R&Þ-stefna fyrirtækjanna Rannsókna- og þróunarstarf fyrirtækjanna hefur á síðustu árum aukist hraðar en opinberra aðila. Tjltölulega fá stór fyrirtæki I afmörkuðum geirum eru virkust og veija jafnvirði 0,72% heildar- framleiðslu til rannsókna og þróun- ar á móti 0,12% hjá fyrirtækjum með minna en 100 starfsmenn. Rannsókna- og þróunarstarf fyrirtækjanna hefur aukist á síðustu árum, eins og raunar R&Þ-framlög í heild. Framlag fyr- irtækjanna hefur aukist hraðar en opinberra aðila (sjá töflu 18) — en R&Þ-framlög fínnskra fyrirtækja eru þó tiltölulega lág borið saman við t.d. sænsk fyrirtæki (sbr. töflu 18). Athyglisvert er að skoða hvert rannsóknirnar beinast í iðnaðinum. Aherslan á vöruþróun og nýja framleiðslutækni er mjög skýr á meðan umbætur á eldri fram- leiðslutækni sem fyrir er í fyrir- tækjunum fara minnkandi. Ljrfja- fyrirtækin og raftækja- og verk- færaframleiðendumir leggja mest kapp á rannsóknarstarfið. Áhersl- an á nýsköpun og tækni er farin að skila sér. Umsvif erlendra fyrirtækja eru tiltölulega lítil í finnsku efna- hagslífí (7-8% af heildariðnaðar- framleiðslu) og það sama gildir um hlut þeirra í R&Þ Finna (1981 3% af heildarframlagi einkageirans til R&Þ, sbr töflu 19). Hins vegar Jón Þorvarðarson — Guðni Sigurbjamarson 1182 Ásgeir P. Asbjömsson — ' Hrólfur Hjaltason 1181 Aðalsteinn Jörgensen — Ragnar Magnússon 1176 Hörður Amþórsson — Jón Hjaltason 1176 Kristján Már Gunnarsson — Vilhjálmur Þór Pálsson 1173 Varapör: Guðni E. Hallgrímsson — Gísli Ólafsson 1172 Vilhjálmur Sigurðsson-— Þráinn Sigurðsson 1172 Næstu pör: Guðjón Einarsson — Runólfur Jónsson 1171 Hermann Lárusson — Ólafur Lárusson 1168 Ragnar Bjömsson — Sævin Bjamason 1168 Frímann FVímannsson — Pétur Guðjónsson 1166 Anton R. Gunnarsson — Jörundur Þórðarson 1165 Jón Ingi Bjömsson — Hrannar Erlingsson 1159 Gissur Jónasson — Öm Einarsson 1139 Brynjólfur Gestsson — Þráinn Ó. Svansson 1136 . Bragi Erlendsson — Ámína Guðlaugsdóttir 1134 Úrslitakeppnin fer fram á Hótel Loftleiðum dagana 30. apríl—1. maí og munu þá ofantalin pör keppa ásamt núverandi íslandsmeisturum, Guðmundi Páli Hermannssyni og Símoni Símonarsyni, sem unnu titil- inn í fyrra i hreint ótrúlegri lokaum- ferð. Undankeppnin fór mjög vel fram. Áhorfendur voru eðlilega fáir, keppendur og keppnisstjóri í hátí- ðarskapi og allt í plús ef notað er unglingamálfar. Vigfús Pálsson sá um útreikninga með aðstoð góðra manna. Keppnis- stjóri var Agnar Jörgensson. MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. APRÍL 1988 „Finnskur iðnaður þró- aðist seinna en iðnaður nágrannalandanna í vestri og því hefur vöxtur verið mikill í iðnaðinum á síðustu áratugum vegna inn- f lutnings og aðlögunar nýrrar tækni að finnskri framleiðslu.“ flytja þau með sér erlenda tækni inn í landið að einhveiju marki. Iðnframleiðsla Finna hefur vax- ið hraðar undanfarið en í öðrum OECD-löndum. 1980—85 var hann 3,9% að meðaltali í Finnlandi, en 1,7% í OECD. Skýringa á velgengninni er m.a. að leita í sérstöðu finnsks efna- hagslífs: Finnskur iðnaður þróaðist seinna en iðnaður nágrannaland- anna í vestri og því hefur vöxtur verið mikill í iðnaðinum á síðustu áratugum vegna innflutnings og aðlögunar nýrrar tækni að finnskri framleiðslu, og hefur dregið saman á tæknisviðinu með Finnum og helstu samkeppnisþjóðum (catch- ing-up-process). Samdrátturinn í vexti iðnaðarframleiðslu Finna að undanfömu kann að endurspegla „þroskun“ (maturation) í iðnaðin- um þegar umbætur í framleiðsl- unni Verða hlutfallslega dýrari. Mikilvægustu skýringuna er þá að fínna í markvissri markaðs- ogtæknistefnu fyrirtækjanna sjálfra og þá sérstaklega stórfyrir- tækja eins og Oy Nokia Ab. í raf- tækja- og rafeindaiðnaði sem ekki hófst að marki fyrr en á miðjum sjöunda áratugnum starfa í dag um 25.000 manns eða um 4% heild- armannafia í iðnaði. Þriðjungur útflutningsins er til Norðurland- anna og 16% til Sovétríkjanna, þ.e. „útvíkkaðra heimamarkaða". Eitt sérkenni þessarar atvinnu- greinar í Finnlandi er hvað hlutur vöruframleiðslu fyrir almennan neytendamarkað er stór, ólíkt þró- uninni t.d. á hinum.Norðurlöndun- um. Þróuðustu sviðin eru fram- leiðsla fjarskiptatækja, fram- leiðslutækja og framleiðsla fyrir heilbrigðisgeirann. Mikilvægi verð- bréfamark aða Verðbréfamarkaðir eru að verða mikilvægari þáttur í rekstri fínnskra fyrirtækja. Annars vegar hefur verið um að ræða kaup á eða yfírtöku skæðra samkeppnis- fyrirtælqa og/eða stofnun nýrra fyrirtækja á nýjum áhættusömum sviðum með þátttöku annarra fyr- irtækja (joint ventures) og þannig tryggja fyrirtækin sér aðgang. að verkþekkingu (know how) og/eða öflugri markaðssetningu. Hins vegar er „fjölþjóðavæðing" (intern- ationalization) fyrirtækjanna á er- lendum mörkuðum með stofnun dótturfyrirtækja erlendis eða stofnun áhættufyrirtækja á nýjum sviðum með erlendum fyrirtækj- um. Markmið eru þau sömu í báð- um tilfellum, að tiyggja fyrirtækj- unum verkþekkingu, öflugri mark- aðssetningu og aðgang að vem- duðum mörkuðum (sbr. Evrópu- bandalagsmarkaðinn). Það er sannfæring okkar áð ís- land og íslenskt atvinnulíf hafí ekki efni á að vera án skýrrar stefnu í rannsóknar- og þróunar- málum. Stefnu sem sé framsýn en byggi á raunhæfum möguleikum atvinnulífsins hér og nú. Það er því tilhlökkunarefni að forstjóri rannsókna- og þróunardeildar Oy Nokia Ab skuli hafa séð sér fært að halda fyrirlestur hér á landi. Við getum án efa lært mikið af Finnum varðandi tæknistefnu og ekki síst af fínnskum fyrirtækjum. Höfundar: fvar Jónsson vinnurað doktorsritgerð í félagshagfræði, en Örn D. Jónsson erfram- kvæmdastjóri Iðntæknistofnunar íslands. RITVÉLAR REIKNIVÉLAR PREIMTARAR TÖLVUHÚSGÖGN 511 blaðsíður fjarstýringar mælitæki hátalarar tengibúnaður íhlutir raðsett (kits) magnarar bækur fjarstýrðir bílar PÖNTUNARÞJÓNUSTA:_______________________ Galti sf., pósthólf 1029 121 Reykjavík, sími 611330. Vinsamlegast sendið mér eintak af nýja MAPLIN 1988 rafeindavörulistanum. Nafa Heimill Póststöð_______________________________________________ Verð kr. 380 greiðist með: □ VISA □ EUROCARD □ PÓSTKRÖFU ^^□□□□□□□□□□□□□□□□□. □□□□ Undirskrift____________________________________________ Vinningstölurnar 16. apríl 1988. Heildarvinningsupphæð: 5.809.448,- 1. vinningur var kr. 2.907.045,- og skiptist hann á milli 3ja vinningshafa, kr. 969.015,- á mann. 2. vinningur var kr. 871.620,- og skiptist hann á milli 292 vinningshafa, kr. 2.985,- á mann. 3. vinningur var kr. 2.030.783,- og skiptist á milli 8.497 vinn- ingshafa', sem fá 239 krónur hver. ------- ^ " .... —..... ......... ...-.. "■ nlÐNTÆKNISTOFNUN ÍSLANDS Það er dýrt aö leita nýrra leiöa... Afmæliráðstefna á vegum Iðntæknistofn- unar íslands 20. apríl 1988 að Hótel Sögu: Reynsla iðnfyrirtækja af rannsóknum og þróun Ráðstefnan hefst með morgunverði kl. 8.40. Dagskrá: • Iðnaðarráðherra Friðrik Sophusson opnar ráöstefnuna • Viljo Hentinen forstjóri rannsóknadeildar Nokia: Mikilvægi rannsókna- og þróunarstarfs fyrir Nokia • Charles F. Sabel, Prófessor, MIT: Mikilvægi smáfyrirtækja í nýsköpun undan- farinna ára og sérstaða hátæknifyrirtækja • Fyrirspurnir Kaffihlé • Pétur Reimarsson, framkvæmdastjóri Sæplasts: Vöruþróun og markaðssókn • Hallgrímur Jónasson, framkvæmdastjóri nýiönaðarrannsókna ITÍ: Hagnýt rannsóknaverkefni og stefnumótun • Umræður • Páll Kr. Pálsson forstjóri Iðntæknistofnunar: Atriði til íhugunar - Samantekt Ráðstefnunni lýkur með hádegisverði kl. 12.30. Tilkynning um þátttöku í síma 68-7000. ..en þaö er dýrara aö gera þaö ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.