Morgunblaðið - 19.04.1988, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. APRÍL 1988
33
IÐMAÐARMAMMAHÖSIIIU
HALLVEIQARSTÍQ 1
„Líst mjög vel á að taka
við þessu nýja starfi“
- segir Berglind Ásgeirsdóttir, sem hefur verið
skipuð ráðuneytisstjóri í félagsmálaráðuneytinu
„Mér líst mjög vel á að taka
við þessu nýja starfi. í félags-
málaráðuneytinu eru margir
áhugaverðir málaflokkar og ég
hlakka til að fara að starfa þar,“
sagði Berglind Ásgeirsdóttir,
sendiráðanautur við íslenska
sendiráðið Svíþjóð, en hún hefur
verið skipuð ráðuneytisstjóri í
félagsmálaráðuneytinu frá og
með 1. september næstkomandi
í stað Hallgríms Dalberg, sem
lætur að störfum fyrir aldurs
sakir.
„Ég hef verið innan stjómarráðs-
ins, þó ég hafi starfað erlendis,
Fyrirhuguð sala
Ferðaskrif stofu
ríkisins til starfs-
fólks:
Líklegt að
starfsfólk
hafi áhuga
- segirKjartan
Lárusson for-
sljóri
„Engin afstaða hefur verið
tekin meðal starfsmanna sjálfra
um kaup á hlutafé ferðaskrif-
stofunnar. Það er vegna þess
hversu stutt er síðan frum-
varpið var kynnt okkur í því
formi sem það var lagt fyrir
þingið,“ sagði Kjartan Lárus-
son, forstjóri Ferðaskrifstofu
ríkisins. En Matthías Á. Mathi-
esen samgönguráðherra hefur
lagt fram á Alþingi frumvarp
um sölu á ferðaskrifstofunni
þar sem stefnt er að því að selja
starfsfólki 2/s hlutafjár. Kjartan
taldi starfsfólk hafa áhuga á
kaupunum eins og þau væru
sett fram í frumvarpi ráðherra.
„Ég býstadð að starfsfólk komi
saman fljótlega eftir helgi til að
ræða málin,“ sagði Kjartan. Hann
taldi ekki tímabært að taka loka-
ákvörðun, hvort sem hún væri sam-
eiginleg eða hvers og eins, fyrr en
fyrir lægi í þinginu hvemig frnrn-
varpið yrði afgreitt. Öll nánari at-
riði sölunnar ættu eftir að skýrast
og þangað til biði starfsfólk von-
gott um að málið hefði farsælan
endi. „Ég get ekkert staðfest um
vilja starfsfólks fyrr en það liggur
fyrir í krónum og aurum hvað fyrir-
tækið kostar og hvers konar
greiðslufyrirkomulag verður á
kaupunum. Ýmsir þættir fmm-
varpsins eiga eftir að skýrast og
það gæti tekið breytingum í þing-
inu. Eg held að starfsfólk vilji gjam-
an starfa áfram í þessu fyrirtæki
og vilji veg þess sem mestan. Því
hlýtur að teljast eðlilegt að það vilji
gerast eignaraðilar að þessu fyrir-
tæki, en ég vil taka það fram að
þetta er mín persónulega skoðun,"
sagði Kjartan.
þannig að ég kem ekki alveg ókunn-
ug að þeim málaflokkum sem þarna
em. Erlendis emm við í utanríkis-
ráðuneytinu _að sinna hagsmuná-
gæslu fyrir ísland á hinym ýmsu
sviðum. Málaflokkamir í félags-
málaráðuneytinu em mjög áhuga-
verðir og snerta mikið daglegt líf
fólks, eins og húsnæðismál, sveitar-
stjómarmál, atvinnumál og jafn-
réttismál,“ sagði Berglind ennfrem-
ur.
Berglind er fyrsta konan til þess
að vera skipuð ráðuneytisstjóri á
íslandi. „Ég held að konum hljóti
að fara fjölgandi í ábyrgðarstöðum
og það er alveg greinilegt að konum
er að fjölga í stjómarráðinu. Hvað
þetta snertir hefur mjög merkileg
þróun átt sér stað á síðastliðnum
Ljósmynd Róbert Ágústsson
Berglind Ásgeirsdóttir
tíu ámm. Ég hef mikinn áhuga á
jafnréttismálum og var varafor-
maður Kvenréttindafélags íslands
áður en ég fór erlendis. Það er
ekki auðvelt að koma á fullu jafn-
rétti, en ég held að það byiji inn á
heimilunum í uppeldinu og verka-
skiptingunni þar, því það er auðvit-
að forsenda þess að báðir aðilar
geti notið sín utan heimilisins. Auk
þess gegna skólamir mjög þýðing-
armiklu hlutverki. Þetta gerist ekki
á einum degi, en það hefur geyilega
mikið gerst í þessum efnum á und-
anfömum 25 ámm,“ sagði Berg-
lind.
Hún lauk lagaprófi 1978 og hef-
ur starfað síðan hjá utanríkisráðu-
neytinu, þar af síðastliðin sjö ár
erlendis. Hún sagðist hlakka til
þess að flytjast heim, enda sæi fólk
kostina við heimalandið við það að
búa lengi erlendis, þó eflaust kæmi
hún til með að sakna einhvers.
AÐ NORÐAN
VERKSMIDJUÚTSALA
VÆRÐARVOÐIR - HAMDPRJÓMABAI1D - ULLARPEY5UR
MÚFUR - TREFLAR - VETTLIMGAR - LEÐUR5KÓR
ÍPRÓTTA5KÓR - JOGGIMG-GALLAR OG LEÐURFATMAÐUR
Opið frá Kl. 12 til 18. Laugardaga frá kl. 10 til 16.
Canon
Ljósritunarvélar
FC-3 kr. 36.900 stgr.
FC-5 kr. 39.900 stgr.
Skrifvélin, sími 685277