Morgunblaðið - 19.04.1988, Blaðsíða 76
ÞRIÐJUDAGUR 19. APRÍL 1988 VERÐ í LAUSASÖLU 60 KR.
Bjórfrtimvarpið samþykkt í neðri deild:
Þjóðaratkvæði
naumlega fellt
Bjórfrumvarpið var samþykkt í neðri deild Alþingis í gær að lok-
inni siðustu umræðu. Allar breytingartillögur að einni undanskilinni
voru felldar og féll tillaga um þjóðaratkvæði naumlega eða með 19
atkvæðum gegn 18. í efri deild Alþingis þarf frumvarpið að hljóta
samþykki óbreytt að loknum þremur umræðum áður en það verður
að lögum. _
Tillaga Áma Gunnarssonar og
fleiri þingmanna um þjóðarat-
kvæðagreiðslu um bjórfrumvarpið
var felld með 19 atkvæðum gegn
18. Tveir andstæðingar bjórsins
greiddu atkvæði gegn þjóðarat-
kvæðagreiðslu, en það voru þeir
Albert Guðmundsson og Friðjón
Þórðarson. Fjórir þingmenn sem
voru fylgjandi bjómum greiddu hins
vegar atkvæði með þjóðaratkvæði
(Guðmundur Bjamason, Guðmund-
ur G. Þórarinsson, Kristín Halldórs-
dóttir og Ragnar Amalds).
Tillaga frá Steingrími J. Sigfús-
syni um 75 milljóna króna framlag
úr ríkissjóði til áfengisvama var
felld með 19 atkvæðum gegn 16,
en hins vegar var samþykkt breyt-
ingartillaga frá Ragnari Amaíds
um skipan fimm manna nefndar til
að gera tiliögur um það hvemig
draga megi úr heildameyslu áfeng-
is.
Að afgreiddum breytingartillög-
um var gengið til atkvæða um sjálft
frumvarpið með áorðnum bréyting-
um. Frumvarpið var samþykkt með
23 atkvæðum gegn 17. Tveir þing-
menn, Málmfríður Sigurðardóttir
og Sighvatur Björgvinsson, voru
fjarstaddir.
í samtali við Morgunblaðið sagði
Karl Steinar Guðnason forseti efri
deildar að hann reiknaði með því
að bjórfrumvarpið kæmist fyrst á
dagskrá deildarinnar næstkomandi
miðvikudag. Þennan dag verður
Karl fjarverandi og mun Guðrún
Agnarsdóttir gegna störfum for-
seta. Guðrún var hins vegar frekar
svartsýn á það í samtali við Morg-
unblaðið að málið kæmist á dag-
skrá í þessari viku, enda væru
mörg mál á dagskrá á undan bjór-
málinu.
Þrír Frakk-
ar sóttir
í Nýjadal
Flugbjörgunarsveitinni á
Hellu barst um klukkan 19.30 i
gær beiðni um að sækja þrjá
franska ferðamenn i skála
Ferðafélags íslands í Nýjadal.
Einn hafði slasast á fæti, annar
hafði kalsár á hné en sá þriðji
var þrekaður og treysti sér ekki
til að halda áfram förinni.
Frá Hellu fóru 7 flugbjörgunar-
sveitarmenn til aðstoðar og klukkan
11 í gærkvöldi voru þeir staddir við
Vatnsfell. Færi var sagt hart og
gott og bjuggust björgunarmenn
við að koma í Nýjadalsskálann um
eða eftir klukkan 1 f nótt og aftur
til byggða um níuleytið í morgun.
Morgunblaðið/Rúnar
Á VEIÐUM
i
Mávurinn átti sér ekki undankomu auðið eftir að fálkinn hafði læst klóm sínum í hann við Leiru-
veginn fyrir innan Akureyri á sunnudaginn. Á minni myndunum sést hvar fálkinn gæðir sér á
bráðinni, en á stóru myndinni situr hann makindalega, mettur og rólegur, á þaki húss við Aðalstræti.
Fundað um fersk-
fiskútflutning
HALLDÓR Ásgrímsson, sjávarút-
vegsráðherra, hefur boðað hóp
manna á sinn fund f dag til að
ræða um stýringu á ferskfiskút-
flutningi á Bretlandsmarkað.
Mikið framboð á ferskum fiski frá
íslandi að undanförnu hefur vald-
ið verðfalli á frystum fiski, þar
sem fiskvinnslustöðvar í Bret-
landi flaka og frysta islenska fisk-
inn og geta boðið hann á lægra
verði en íslendingar.
Bjami Lúðvíksson, framkvæmda-
stjóri Sölumiðstöðvar hraðfrystihú-
sanna, kvað ensku vinnslustöðvam-
ar geta boðið afurðir sínar á 10-15%
lægra verði en íslensk frystihús.
Hann sagði að það yrði að stýra
framboði á ferskum fiski ef halda
ætti hæsta mögulega verði. Sigurður
Á. Sigurðsson, framkvæmdastjóri
Iceland Seafood Limited, dótturfyr-
irtæki SÍS í Bretlandi, tók í sama
streng og sagði brýnt að takmarka
útflutning á ferskum fiski til Bret-
lands, þar sem offramboð á honum
sé að eyðileggja freðfískmarkaðinn
og stríði gegn íslenskum hagsmun-
um.
Á fundinum í dag verða fulltrúar
sjávarútvegsráðuneytisins, utanrík-
isráðuneytisins og Fiskifélags ís-
lands, auk fulltrúa hagsmunaaðiia í
sjávarútvegi, svo sem samtaka út-
vegsmanna og sjómanna og fulltrúar
fískvinnslunnar.
Sjá viðtöl á bls. 7.
Nýr fuiidur ekki boðaður
í deilu verslunarmanna
FUNDI samninganefnda þeirra félaga verslunarmanna, sem felldu
samningana, og viðsemjenda þeirra, lauk hjá ríkissáttasemjara i gær
án þess að til nýs fundar væri boðað og er óvíst hvenær af næsta
fundi verður að sögn Guðlaugs Þorvaldssonar, ríkissáttasemjara.
Átta félög verslunamanna hefja verkfall á föstudaginn kemur og
tvö bætast í hópinn strax eftir helgina, en alls felldu fjórtán félög
samningana, sem gerðir voru fyrir tæpum tveimur vikum.
Magnús L. Sveinsson, formaður
Verslunarmannafélags Reykja-
víkur, og Þórarinn V. Þórarinsson,
framkvæmdastjóri Vinnuveitenda-
sambands íslands, segja að fundur-
inn í gær hafi verið árangurslaus
með öllu og Þórarinn segir þessa
deilu alvarlegustu atlöguna að
þeirri launa- og efnahagsstefnu,
sem mótuð hefur verið í kjarasamn-
ingum undanfama mánuði.
Magnús L. Sveinsson, formaður
Verslunarmannafélags Reykjavík-
ur, sagði að ekkert hefði komið út
úr fundinum í gær og þvf stefndi í
verkfall á föstudaginn. Hann sagði
að vinnuveitendur höfnuðu öllum
kröfum VR, en VR stæði fast við
kröfuna um 42.000 króna mánaðar-
laun, það væru skilaboð félaga til
forystunnar. Magnús sagði að þeg-
ar verið væri að bera saman laun
verslunarmanna við ófaglært
verkafólk láðist oft að geta þess
að meginþorri þeirra sem tækju
laun samkvæmt samningum Verka-
mannasambandsins fengju veru-
lega auknar tekjur í gegnum bónus-
kerfi, sem verslunarmenn fengju
ekki.
„Þessi fundur jók fremur áhyggj-
ur mínar heldur en hitt og mér
sýnist að framundan sé mjög erfið
deila,“ sagði Þórarinn V. Þórarins-
son. „Við horfum til þess að hafa
samið við þorra félaga ófaglærðs
fólks um launabreytingar á bilinu
14-20% mismunandi eftir því hver
Iaunaþróunin var á síðasta ári. Laun
fyrir afgreiðslustörf eru orðin mjög
svipuð því sem gerist í framleiðslu-
iðnaði og ýmsum öðrum greinum.
Við getum ekki horft á kröfu sam-
taka verslunarfólks um upphafs-
hækkun launa um 27% sem sérmál
þeirra heldur lítum við á það sem
kröfu um almenna hækkun þeirra
launa sem við semjum um,“ sagði
Þórarinn.
Hann sagði að það væri tómt
mál að tala um frekari almenna
kaupmáttaraukningu, hækkun um-
fram það sem þegar hefði verið
samið um leiddi til jafnmikillar
aukningar verðbólgu. „Ég á fast-
lega von á því að það komi til verk-
falls og ég get ekki sagt fyrir um
hvað það varir lengi. Ég hlýt hins
vegar að ráðleggja fólki að byrgja
sig vel upp, því það er alveg ljóst
að vörudreifíng lamast að verulegu
leyti,“ sagði Þórarinn.