Morgunblaðið - 19.04.1988, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 19.04.1988, Blaðsíða 44
Morgunblaðið/RÞB Frá sýningu Gallerí Allrahanda í Gamla Lundi þar sem um tuttugu listamenn sýna verk sín. Bókval-Tölvutæki: Fyrsti beini sölu- aðili IBM úti á landi Bókval-Tölvutæki á Akureyri hefur nú fengið umboð frá IBM til sölu á IBM-vörum og er versl- unin þar með orðin viðurkenndur söluaðili IBM. Áður seldi Bókval IBM-vörur í gegnum Skrifstofu- vélar. Þegar IBM markaðssetti fyrst IBM PS einvalatölvur, voru þrír við- urkenndir söluaðilar á landinu, Skrif- stofuvélar, Gísli J. Johnsen og Ört- ölvutækni, en þegar Gísli J. keypti Skrifstofuvélar, voru þeir aðeins tveir. Nokkrum mánuðum síðar §ölg- aði IBM söluaðilum sínum og út- neftidi fyrirtækið Magnús sf. í Reykjavík og Hjama hf. í Hafnar- fírði sem beina söluaðila og er Bók- val því sjötta fyrirtækið á landinu sem fær beint umboð frá IBM og eina fyrirtækið á landsbyggðinni sem slíkt. Eigendur Bókvals eru bræðumir Jón Ellert og Unnar Þór Lárussynir og hafa þeir nýlega innréttað hús- næði fyrir tölvudeild sína sem er til húsa á annarri hæð Kaupvangsstræt- is 4, þar sem bóka- og ritfangaversl- un er á neðri hæð. Jón Ellert ságði í samtali við Morgunblaðið að tölvu- markaðurinn fyrir norðan væri mun minni en sunnanmenn gjaman álitu.„Því vill oft brenna við að opin- berar stofnanir og stærri fyrirtæki senda vörur að sunnan til sinna útibúa hér fyrir norðan svo sem trygg>nKafélaga, olíufélaga og banka -og ríkið til sinna stofnana, til dæmis til skólanna. Þetta fínnst okkur hér á landsbyggðinni síst til fyrirmyndar fyrir uppbygginguna þegar litið er á að hið opinbera þykist reka ákveðna byggðastefnu. Fyrirtæki og stofnanir vilja fá okkar þjónustu og okkar við- skipti ,“ sagði Jón Ellert. Gamli Lundur: Sýning 20 listamanna ÁKVEÐIÐ hefur verið að fram- lengja kynningar- og sölusýn- ingu sem nú stendur yfir í Gamla Lundi á Akureyri. Það er Gallerí Allrahanda sem stendur að sýningnnni og eru þar verk eftir ýmsa listamenn að sunnan. Um tuttugu listamenn eiga verk á sýningunni. Skúlptúr og silfur- munir eru eftir Jens Guðjónsson, Hansínu Jensdóttur og Jón Snorra Sigurðsson. Myndvefnaður er eftir þær Ásu Ólafsdóttir og Guðrúnu Gunnarsdóttur, leirmuni gerðu þær Kogga, Kolbrún S. Kjarval, Lísbet Sveinsdóttir, Guðný Magn- úsdóttir og Bryndís Jónsdóttir. Textílverk eru e'ftir Valgerði Torfadóttur, ínu Salóme Hallgrí- msdóttur, Steinunni Bergsteins- dóttur, Jónu S. Sigurðardóttur og Heiðu Björk Vignisdóttur. Grafík- verkin em eftir Þórð Hall, Hörpu Bjömsdóttur, Jenný Guðmunds- dóttur og Guðrúnu G. Ólafsdóttur. Sýningin verður opin í dag og á morgun, þriðjudag og miðviku- dag, frá kl. 17.00 til 21.00 og á fímmtudaginn, sumardaginn fyrsta, frá kl. 14.00 til 21.00. Morgunblaðið/RÞB Jón Eilert og Unnar Þór Lárussynir eigendur Bókvals. Matf iskeldi mun í aukn- um mæli flytjast í land - segir Guðmundur Valur Stefánsson fram- kvæmdastjóri Fiskeldisþjónustunnar hf. EKKI er vitað nákvæmlega hversu góðar aðstæður eru til fiskeldis í Norður-Þingeyjar- sýslu. Samkvæmt niðurstöðum Orkustofnunar hafa athuganir við Oxarfjörð á síðustu árum sýnt að úr jörðu má sækja hita- orku, ferskt vatn og sjó, en ekki vitað hversu mikið magn af hveiju. Þetta kom meðal annars fram i máli Guðmundar Vals Stefánssonar framkvæmdastjóra Fiskeldisþjónustunnar hf. á ráð- stefnu um atvinnumál á Raufar- höfn fyrir skömmu. Guðmundur Valur sagði að ýmis- legt benti til þess að strandeldi sé besti kosturinn í fiskeldi miðað við þær aðferðir sem þekkjast nú. Norðmenn eiga um 700 sjókvíaeld- isstöðvar sem framleiddu um 47.000 tonn af laxi í fyrra. Samt sem áður er vaxandi áhugi fyrir strandstöðvum 1 Noregi. Til marks um þennan áhuga má nefna að fé- lag norskra verkfræðinga hefur tvö sl. ár verið með fjórar til sex ráð- stefnur varðandi strandeldisstöðv- ar, þar sem mætt hafa 100 til 300 manns í hvert skipti. Talið er að eldistækni sé í mikilli þróun og muni breytast mikið fyrir árið 2000. Líklegt er að matfískeldi muni í v&xandi mæli flytjast á land, vegna vaxandi erfíðleika í sjókvíaeldi og aukinnar tækni við strandeldi. Þeir þættir sem mæla með strandstöð framyfir sjókvíar eru m.a. þeir, að sögn Guðmundar, að minni smithætta er við strandeldið, betra umhverfi eldisfísksins, auð- veldari stjómun umhverfísþátta, minni afföll, aukin framleiðslugeta, lægri rekstrarkostnaður, betri gæði, meiri sveigjanleiki með tilliti til eldistegunda og möguleiki á að yfirmetta vatnið með súrefni, en eftir því sem yfírmettun _er meiri verður vatnsþörfín minni. í strand- eldisstöð þar sem hægt er að velja hita, seltu og súrefnismagn er hægt að velja á milli ýmissa eldisteg- unda. Þær sem helst koma til greina að frátöldum laxi eru bleikja í fersku vatni eða sjóblöndu, sand- hverfa í fullsöltum sjó og áll í fersku vatni. Heimskautadrottningin Bleikja fínnst við og á íslandi, Norður-Noregi, Grænlandi, Sval- barða, Bjamarey, Novaja Zenilja, Síberíu, Alaska og Kanada. Fyrstu tvö til fjögur árin lifír hún í fersku vatni en fer svo í sjó snemma að vori þar sem möguleikar em til þess. Hún heldur sig í nágrenni við árósinn og fer sjaldan lengra þar frá en 80 km. í sjónum dvelst hún í einn til tvo mánuði og fer svo f ána aftur. Bleikjan hrygnir í októ- ber og nóvember. Erfítt er að stað- hæfa um markaðshorfur fyrir eldis- bleikju. Villt 200 til 500 gramma bleikja hefur verið markaðssett í Evrópu og skilaverð hennar hefur Verið um 120 krónur kg. Útflutn- ingsfyrirtækin Stefnir hf., Mar- bakki hf. og fleiri hafa markaðssett villta bleikju. Norðmenn eru þegar bytjaðir að markaðssetja eldis- bleikju til fyrsta flokks veitingahúsa undir nafínu „Artic queen" eða Heimskautadrottningin fyrir svipað skilaverð og fyrir lax. Guðmundur sagði að Fiskeldisþjónustan hefði látið senda fyrirspumir varðandi markaðshorfur á eldisbleikju til dreifíngaraðila í Bandarílgunum, á Norðurlöndum og víðar í Evrópu. Eftir þeim viðbrögðum að dæma má búast við að skilaverð liggi á bilinu 250 til 440 krónur fyrir kg. Sandhverfueldi er nú í mikilli þróun. Heildar matfískframleiðslan 1987 var 200-300 tonn, framleidd að mestu í flórum löndum. í Noregi og Skotlandi er notast við kælivatn úr málmbræðsluverksmiðjum en í Suðvestur-Frakklandi og á Norð- vestur-Spáni er náttúrulegt hitastig sjávar, 13-18 gráður, hagstætt fyr- ir sandhverfueldi. í Galiciu á Norð- vestur-Spáni er búist við mikilli aukningu í sandhverfueldi í náinni framtíð. Ár hvert má ætla að 10.000 tonn af sandhverfu séu sett á markað. í London er markaðsverð sandhverfu 440-620 krónur, í París 620-990 krónur og í Madrid 500-760 krónur. Þess má geta að markaðsverð er hærra yfír veturinn en á sumrin. Markaðshorfur áls góðar Markaðurinn fyrir ál er talinn góður og ekkert bendfr til að eftir- spum minnki á næstu árum. Sölu- verð á stórál er um 435 krónur hvert kg. Að mörgu leyti er létt að vinna með álinn. Hann þolir að vera án vatns í langan tíma, súrefnis- magn í vatninu getur verið lítið án þess að hann saki og ásetning get- ur orðið mikil. Evrópski állinn geng- ur í ferskvatn í Skandinavíu, á meginlandi Evrópu og Norður- Afríku. Hingað til hefur ekki tekist að láta álinn hrygna í eldi, eins og gert er t.d. við laxfíska, þorskfíska og flatfíska. Hrygningin fer fram á 100-200 metra dýpi í Saragosahaf- inu. Þaðan rekur ungviðið með Golfstraumnum til baka til Evrópu. Þegar seiðin ná ströndinni hafa þau þroskast mikið og kallast þá gler- áll. Glerállinn andar einnig með húðinni og getur þess vegna skriðið tímum saman á rakp jörð. Við flutn- ing getur glerállinn verið allt að sólarhring án vatns, ef húðinni er haldið rakri. Stærsta vandamálið við álaeldi t.d. í Noregi og Svíþjóð er að geta tryggt sér glerál. Reynsl- an hefur leitt í ljós að miklar sveifl- ur eru í göngum gleráls til Skand- inavíu frá ári til árs. Einnig er ótryggt að reiða sig á innflutning gleráls því yfírvöld geta breytt inn- flutningsreglum með litlum fyrir- vara. Vaxtarhraði álsins er mjög háður hitastigi og miðað við t.d. lax þá vex állinn hægt. Við kjörhita, 25-27 gráður, vex állinn einungis um 0,5% til 0,7% á dag. Einnig er viðnáms- kraftur gegn sjúkdómum háður hitastigi, en hann minnkar verulega þegar hitastig fellur niður fyrir 20 gráður. Alheimsframleiðsla Búist er við að heimsframleiðslar. í fískeldi muni ná 30 milljónum tonna árið 2000, en núverandi framleiðsla er 10 til 12 milljón tonn. Hjá mörgum þjóðum er fískeldi í miklum vexti og framleiðslan vex víða um 10-15% á ári. Stærsti hluti eldis í heiminum fer fram með ein- földum eldisaðferðum, í skurðum og tjömum þar sem ásetning er lítil. Umhirða er oft lítil og fóður er oftast áburður til þörunga, t.d. húsdýraáburður eða tilfallandi gróður. Þannig eru t.d. oft alin sam- an endur, svín og fískar. í Evrópu eru fáar tegundir í eldi miðað við Asíulönd. Japanir ala 40 til 60 teg- undir. Þar af eni um 15 þeirra umfangsmiklar. í Evrópu eru ein- ungis 5 til 6 umfangsmiklar tegund- ir í eldi. Evrópskar eldistegundir em með hlutfallslega litla fram- leiðslu í dag, en spáð aukinni fram- leiðslu á nokkmm tegundum í framtíðinni svo sem bleikju, ál, sandhverfu, þorski og fleiri tegund- um. Ýmislegt bendir til þess að markaður fyrir eldisfísk, t.d. fyrir Atlantshafslax, muni aukast jafnt og þétt í framtíðinni og em ástæð- umar fyrir því minnkandi fískur í hafínu, heilsu- og hollustuástæður þar sem fískur er hollur matur, eldi á Atlantshafslaxi er á uppleið en erfíðlega hefur gengið með hafbeit á Kyrrahafslaxi vegna þurrka og markaðssetning á Atlantshafslaxi virðist ganga vel.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.