Morgunblaðið - 19.04.1988, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 19.04.1988, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐEB, ÞRIÐJUDAGUR 19. APRÍL 1988 2K*Y0miÞIafrife Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fróttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, ÁrniJörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringian 1, sími 83033. Áskríftargjald 700 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 60 kr. eintakið. Offramboð og verðfall Lífríki sjávar gerir landið byggilegt. Það er meginauð- lind þjóðarinnar. í hana sœkjum við bróðurpart þjóðartekna; lífskjör fólks, verðmætin í sam- félagi okkar — og efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinnar. En nytja- stofnar sjávar hafa sín nýtingar- mörk, sem ekki má yfir fara, ef varðveita á höfuðstólinn. Þess- vegna á það að vera keppikefli að ná þeim afla, sem fiskifræðileg- ar niðurstöður standa til, með sem minnstum kostnaði og vinna í sem verðmætasta vöru. Offramboð fslendinga á fiski á mörkuðum í Hull og Grimsby, með tilheyrandi verðfalli, skýtur skökku við framansagt. Morgun- blaðið greinir frá því um helgina að verð á þorski hafi fallið um 50% á þessum mörkuðum síðustu vikurnar vegna offramboðs frá íslandi. „íslendingar moka inn fiskinum án tillits til þess hve mikið markaðurinn þarf og allir tapa, ekki aðeins þeir sjálfir held- ur enskir og skozkir fiskimenn. Þeir einu sem græða eru frysti- húsin. Réttast væri að sett yrði bann á íslendinga haldi þeir áfram að haga sér svona," sagði William Hay, forseti skozka fiskimanna- sambandsins, í viðtali við frétta- mann Morgunblaðsins. „Æskilegast er að útflutningur- inn sé frjáls," segir Kristján Ragn- arsson formaður LÍÚ í viðtali við Morgunblaðið. Hann segir jafn- framt: „en það hefur sýnt sig að það er ekki hægt, öll rök mæla með því að við stýrum framboð- inu." Þetta eru eftirtektarverð ummæli í ljósi verðfallsins í Bret- landi. Eðlilegt verður að telja að sjáv- arútvegurinn leiti eftir sem hæstu verði fyrir ferskfisk og sjávarvöru, til að tryggja rekstrarlega stöðu sína. Þessvegna er sjálfsagt að mæta erlendri ferskfiskeftirspurn meðan hátt verð er í boði, að minnsta kosti að vissu marki, þótt ekki megi horfa fram hjá mikil- vægi þess að vinna hráefnið sem mest í íslenzkum fiskvinnslufyrir- tækjum. Offramboð, sem endar í verðhruni, eins og gerðizt í Grims- by og Hull, er hinsvegar víti til varnaðar. Það kemur engum til góða nema samkeppnisaðilum okkar í brezkum fiskiðnaði. Og það stóð aldrei til að beita kvótan- um — veiðirétti á íslandsmiðum — til að setja fætur undir erlenda samkeppni í fiskvinnslu. Fiskmarkaðir í Bretlandi verða háðir fiskútflutningi héðan á nædtunni. Vertíð er að Ijúka við Trlajid og í Eystrasalti. „Það er því lykilatriði fyrir okkur," segir Kris ^ján Ragnarsson formaður LÍl| „að ná einhverri stýringu á [r 3Í]magni til að fá eðilegt verð". Hann leggur til að sjávarútvegs- ráðuneytið hafi frumkvæði að því að kalla hagsmunaaðila saman til að leita samstöðuleiða um fersk- fjskframboð, bæði á þýzkan og brezkan markað. Vel fer á því að íslenzkur fersk- fiskur og sjávarvörur hafi sem frjálsastan aðgang að Evrópu- mörkuðum, sem eru okkur mjög mikilvægir. Hinsvegar verður að vænta þess að útgerðarmenn og fisksöluaðilar haldi þann veg á málum, að heildarhagsmunir at- vinnugreinarinnar séu sem bezt tryggðir. En til þess þarf að haga framboði á þessa markaði með þeim hætti að sem hæst verð fá- izt fyrir fiskinn. Úrvinnsla aflans Framleiðsluhættir í fiskiðnaði breytast lítt og hægt. Aðlög- un að nýjum mörkuðum hefur verið þung í vöfum. Nokkur dæmi eru þó um athyglisverða vöruþró- un í þessari annars hefðbundnu atvinnugrein. Þar ber hæst tand- urfiskinn, sem náð hefur miklum vinsældum á saltfiskmörkuðum. Sitthvað bendir til þess að vinnslugreinar verði sérhæfðari og sjálfvirkari í náinni framtíð, en mikilvægt er að bæta og auka nýtingu véla og hráefhis. Sigurjón Arason hjá Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins telur í erindi, sem frá er sagt hér í blaðinu sl. laugar- dag, að það megi gera með því að hafa vaktavinnu í fiskvinnsl- unni. Lenging vinnslutímans lækki þunga kostnaðarliði, eins og fjármagnskostnað og raforku. Sigurjón telur og mikilvægt að nýta hráefhið betur. Við fram- leiðslu fiskflaka fellur um það bil 60% af þunga fisksins undir skil- greininguna aukaafurð — og 75% við vinnslu rækju. Nokkur hluti þessara aukaafurða er þegar nýtt- ur, einkum í dýrafóður. „Alltof mikið er þó meðhöndlað sem úr- gangur og annað hvort kastað í sjóinn eða ónýtt á annan hátt." „Fiskvinnslustöðvar eiga eftir að breytast og verða að fjol- vinnsluverum," segir Sigurjón, „þar sem hægt er að vinna fisk í fjölbreyttar afurðir. Vinnsluverin breyta um vinnsluferil eftir hag- kvæmni og breytingu á mörkuð- um." Mikilvægt er að efla hverskonar rannsóknir í þágu íslenzks sjávar- útvegs, meðal annars vöruþróunar í fiskvinnslu, ef hún á að halda velli f harðnandi samkeppni á næstu áratugum. „- Því það er nefni- lega vitlaust gefið" eftirEjýólfKonráð Jónsson Að sigra heiminn er eins og að spik á spil með spekingslegum svip og taka í nefið. (Og allt með giöðu geði er gjama sett að veði). Og þótt þú tapir, það gerir ekkert til, því það er nefnilega vitlaust gefið. (Steinar Steinar.) Þegar ríkisstjórn var loks rekin saman á liðnu sumri gerðist það með þeim hætti að Sjálfstæðisflokk- urinn lét af þeirri meginkröfu sinni, að engir skattar yrðu hækkaðir og féllst á skattauka um einn milljarð króna. Fjárlög voru gerð og ákveð- ið að ná svokölluðum halla á fjárlög- um niður á þremur árum. í þingbyrjun tilkynnti ríkisstjórn- in að hún hefði ákveðið að kollvarpa fjárlögunum sem þingflokkar stjórnarsinna höfðu samþykkt og leggja fram ný fjárlög þar sem gífurlegum nýjum sköttum skyldi slengt jrfir þjóðina. Þetta væru neyðarráðstafanir, þar sem þjóðin væri rétt einn ganginn gengin af göflunum og nú þyrfti sko að koma vitinu fyrir hana og bjarga með :fjár- munum hennar gjaldþrota rikissjóði og koma í veg fyrir viðskiptahalla við útlönd. Lái mér hver sem vill að ég gagn- rýni þessa skyndiákvörðun. Hún kom mér gjörsamlega á óvart og var það þó ég sem hjó á hnútinn fáum mánuðum áður með flutningi tillögunnar um takmarkaðar skattahækkanir. Þar að auki hef ég nú í heilan áratug, og rúmlega það, í ræðu og riti bent á, að goð- sögnin um hallalausan ríkissjóð og nauðsyn peningaskömmtunar væri orsök verðbólgunnar en ekki leið til að forðast hana. Þetta hefur gerst nú, eins og fyrri daginn, því miður! Skattahækkanirnar síðasta misserið hafa valdið verðspreng- ingu og stórfelldum kauphækkun- um, eins og hver sá maður sem fylgst hefur með íslenskum stjórn- armálum síðustu áratugi átti að sjá fyrir. En ekki nóg með þetta, ríkis- sjóðsgatið sögufræga hefur auðvit- að stækkað en ekki minnkað við aðgerðirnar. (Gjaldahlið fjárlaga hækkar nefhilega meira en ekki minna en tekjuhliðin við þvílíkar afturhalds- og kreppuráðstafanir. Gjöld ríkisins eru ekkert annað en bein og óbein laun og gjaldeyris- notkun þegar upp er staðið. Þegar verð- og kauphækkanir eru knúðar fram og gengið lækkað verða ríkis- fjárlög jafnóviðráðanleg og fjárlög fyrirtækja og heimila.) Við vorum á leið út úr vítahring verðbólgu 1986 og fram á sl. ár vegna þess að ríkið slakaði á skatt- heimtuklónni. Við vorum á réttri leið. Nú boðar framsóknarforustan til sérstaks neyðarfundar um næstu helgi því að allt þurfi nú að taka Morgunblaðifl/Ól.K.M. Bera Nordal, forstöðumaður Listasafns íslands, í ræðustól við opnun sýningarinnar. Aðrir eru f.v.: Jac- ques Mer, sendiherra Frakklands, en sýningin kemur fyrir miliigöngu franska sendiráðsins, Colette Sou- lage, eiginkona listamannsins, Pierre Soulage og frú Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands. Sýning Pierre Soulages í Listasafninu: Mikill f engur fyrir safnið og þá sem ánægju hafa af graf ík - segir Bera Nordal forstöðumaður LISTASAFN íslands opnaði á laugardag sýningu á verkum nfranska lista- mannsins Pierre Soulages að við- stöddu fjölmenni, þar á meðal lista- manninum sjálfum og konu hans. Sýnd- ar verða 34 abstrakt- ætingar, sem spanna stærstan hluta list- ferils hans. Þær eru unnar á árun- um 1952-1980 og eru allar f eigu listamannsins. Bera Nordal, for- stöðumaður Listasafnsins, sagði mikinn feng f þessari sýningu bæði f yrir saf nið og graf íkáhuga- fólk þar sem hún gæfi góða heild- arsýn yfir graffkverk hans. Pierre Soulages er fæddur í Rodez í Suðaustur-Frakklandi árið 1919 og er því tæplega sjötugur að aldri. Eftir stríðslok settist hann að í Forseti íslands og Pierre Soulage • París, þar sem hann hefur búið síðan. Soulages er í hópi þeirra lista- manna sem komu fram á áratugnum eftir síðari heimsstyrjöldina, er París var miðpunktur listalffsins. Lista- mennirnir eru kenndir við Parísar- skólann og er Soulages talinn einn mikilvægasti fulltrúi hans en hann varð þekktur fyrir sérstæðar ab- strakt-myndir sínar. Soulages fasst bæði við málverk og grafíkverk en þó ekki á sama tímabili. Að sögn Beru Nordal er Soulages þekktur og afgerandi listamaður og einn merkasti listamaður Frakka af eldri kynslóðinni. Hefur hann þróað mjög sérstaka tækni við ætingarnar. I verkum hans ræður einfaldleiki, kraftur og innri birta ríkjum og er svartur litur allsráðandi. Hann hefur hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga á starfsferli sínum og má þar nefha Rembrandt-verð- launin og Carnegie-verðlaunin árið 1964 auk þess sem hann er meðlim- ur í frönsku heiðursfylkingunni. Hann hefur tekið þátt í fjölda stórra alþjóðlegra sýninga austan hafs og vestan og á verk á öllum helstu lista- söfnum. Frumkvæði að því að fá verk Sou- lages hingað til lands átti dr. Selma Jónsdóttir fyrrv. forstöðumaður Listasafnsins en hún lést á síðasta ári. Sýningin var fengin hingað fyr- ir miíligöngu franska sendiráðsins og stendur til 15. maí. Hún er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 11-17.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.