Morgunblaðið - 19.04.1988, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 19.04.1988, Blaðsíða 56
?3 56 sspr nSn> P! vrn?itrr<nmvti miw wiflirmnu MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. APRÍL 1988 Virðisaukaskattur leiðir til 1 % lækkunar vöruverðs — sagði Jón Baldvin Hannibalsson í framsöguræðu á Alþingi Hér fer á eftir siðari hluti framsöguræðu Jóns Baldvins Hannibalssonar, fjármálaráð- herra, fyrir frumvarpi ríkis- stjórnarinnar um virðisauka- skatt, sem flutt var á Alþingi sl. miðvikudag. Frumvarpi þessu fylgir ítarleg greinargerð, þar sem útlögð eru efnisatriði frumvarpsins og ein- stakra greina þess og gerð grein fyrir forsendum þess og áhrifum á þjóðhagsstærðir og ríkisútgjöld. Með hliðsjón af því, að frumvarpið liggur nú hér fyrir í lítt breyttri mynd frá því sem var á árinu 1986 og öll meginatriði greinargerðarinn- ar hin sömu tel ég ekki ástæðu til þess að fjalla ítarlega um einstakar greinar eða einstök efnisatriði, en drep á helstu þeirra og geri grein fyrir megináhrifum frumvarpsins. Eins og áður segir er frumvarpið í aðalatríðum hið sama ogþað frum- • varp sem lagt var fram á Alþingi 1986. Nokkrar veigamiklar breyt- ingar eru þó gerðar og eru þessar helstu: 1. Lagt er til að skatthlutfallið verði 22% í stað 24%, sem áður var gert ráð fyrir. 2. I stað sérreglu um lægra hlut- fall í viðskiptum milli bænda og afurðastöðva, sem þó hafði eng- in áhrif á endanlega skattlagn- ingu eða verð, er í frumvarpinu nú gert ráð fyrir sama skatthlut- falli i þessum viðskiptum og öðrum. Hins vegar er miðað við, að almennt uppgjörstímabil í landbúnaði verði 6 mánuðir í stað 12 mánaða í fyrra frum- varpi. Bændur geta þó valið reglulegt 2 mánaða upp- gjörstímabil eins og aðrir at- vinnurekendur eiga jafnframt kost á sérstöku uppgjöri innan 6 mánaða timabilsins, ef um er að ræða stórfelld innkaup fjár- festingarvöru eða rekstrarað- fanga. Þá er gert ráð fyrir, að um skil afurðastöðva á virðis- auka af kaupum þeirra á land- búnaðarvörum verði settar sér- stakar reglur, sem afstýra því að þörf verði á mikilli hækkun afurðalána vegna upptöku virð- isaukaskatts. 3. f stað sérstakrar úrskurðar- nefhdar í tilteknum málum varð- andi skattskyldu og framkvæmd er í þessu frumvarpi gert ráð fyrir, að slíkir úrskurðir verði í höndum ríkisskattanefndar eins og nú er varðandi söluskatt. 4. Heimild til að veita gjaldfrest á virðisaukaskatti í innflutningi er vfkkuð frá því að taka einungis til hráefnís og fjárfestingarvöru, þannig að hún taki einnig til almennrar vöru. Miðað við, að heimild þessi verði takmörkuð á sama hátt og heimild til að veita gjaldfrest á aðflutningsgjöldum. Samtök innflytjenda hafa bent á að verðhækkunaráhrif af því að greiða virðisaukaskatt í tolli án gjaldfrests gætu orðið 2—4%. 5. Þá er lögð til sú breyting, að gildistaka laganna miðist ekki við áramót heldur 1. júlí 1989. Kostir virðisaukaskatts Eins og að framan getur er meg- inástæðan fyrir upptöku virðisauka- skatts fólgin í eiginleikum þessa skatts og kostum hans umfram söluskatt. Þessa kosti má fyrst og fremst rekja til þess aðaleinkennis virðisaukaskattsins, að hann leggst í raun aðeins einu sinni á sama verðmæti, hversu oft sem það geng- ur á milli viðskiptastiga. Skatturinn er því hlutlaus í þeim skilningi, að hann verður sama hlutfall af endan- legu söluverði vöru hvernig eða hvar sem hún er framleidd svo fremi að hún falli undir skattskyldusvið laganna. Virðisaukaskatturinn fell- ur til á hverju og einu viðskipta- stigi og er ætíð sama hlutfall af virðisaukanum sem fram kemur á viðskiptastiginu. Virðisaukinn, þ.e. skattstofhinn hjá hverju og einu fyrírtæki, er verðmæti vörunnar eins og það birtist í söluverði henn- ar, að frádregnu verðmæti allra aðfanga, sem aflað var til þessarar framleiðslu. Skattstofh virðisauka- skatts á tilteknu tímabili er þess vegna mismunurinn á söluverði vöru og þjónustu á tímabilinu og keyptra aðfanga og fjárfestingar- vöru á sama tímabili, óháð því hvort að þau hafa beinlínis verið notuð til framleiðslu á söluvöru sama tímabils eða liggja í birgðum eða varanlegum rekstrarfjármunum. Til lengri tíma litið er virðisaukinn eða skattstofninn því hið sama og sam- tala launagreiðslna til starfsmanna og eigenda, hagnaðar og eigna- aukningar. Framangreindir eiginleikar virð- isaukaskattsins gera það að verk- um, að honum fylgja ekki uppsöfn- unaráhrif líkt og koma fyrir í sölu- skatti. Með uppsöfnunaráhrifum er átt við það, að söluskattsgreiðsla fyrirtækja af ýmsum aðföngum og fjárfestingarvörum, sem dæmi má nefna rafmagn, kaup á fjárfesting- arvörum, kaup á viðhaldsþjónustu, skrifstofuvörum o.s.frv., hleðst upp og verður hluti af þeirri verðmynd- un sem verður að söluskattsstofni. Þannig leggst söluskattur á sölu- skatt ofan og í lokaverði vörunnar er heildarskattgreiðslan meiri en nemur skatthlutfallinu einu. Með afnámi uppsöfnunaráhrifa nást fram mikilvægir kostir virðis- aukaskatts umfram söluskatt: Hann mismunar ekki framleiðslu- greinum eða framleiðsluaðferðum. Hann bætir samkeppnisstöðu íslenskra fyrirtækja gagnvart er- lendum aðilum hvort sem litið er til innflutnings eða útflutnings. Hann hefur ekki áhrif á val neyt- enda á neysluvörum eða þjónustu. Hann veldur ekki tilviljanakenndri hækkun framleiðslukostnaðar eftir því hvort framleiðslustig eru fleiri eða færri á sömu vöru né heldur því hvort sölustaður er fjarri eða nærri upprunastað vörunnar. Auk þessara kosta virðisauka- skattsins umfram söluskatts að þvi er varðar efnahagsleg og viðskipta- leg áhrif má gera ráð fyrir, að inn- heimta og eftirlit með álagningu verði öruggara en nú er í sóluskatti. Þrjár röksemdir Af þrennum ástæðum má ætla, að virðisaukaskatti fylgi bætt inn- heimta. í fyrsta lagi dreifist inn- heimtan á fleiri aðila, sem hver um sig innheimtir minni hluta skatts- ins. Ætla má, að freisting til undan- skots verði minni, þar sem fjár- hæðin er lægri og f þeim tilvikum að undanskot fer fram nær það ein- ungis til þess hluta virðisaukaskatts sem ætti að falla til í viðkomandi fyrirtæki en ekki skattsins alls. í öðru lagi byggist kerfið á því, að á hverju viðskiptastigi kemur til frádráttar þeim skatti sem reiknast af sölunni sá skattur sem það fyrir- tæki greiddi við kaup á aðföngum sínum. Til þess að framkvæma þennan frádrátt og fá hann viður- kenndan þarf þajmig greiddur skattur af aðföngum að vera sér- greindur og koma fram á reikning- um. Með þessu skapast sjálfvirkt eftirlitskerfi vegna viðskipta milli skattskyldra aila, sem gera mun auðveldara en nú er að rekja við- skipti og fylgjast með hvort skatt- skil eru með eðlilegum hætti. Það er því hagur fyrirtækjanna og reynsla fyrir því að þau ganga mjög hart eftir þvf að skattur sé reiknað- ur og tilgreíndur í viðskiptum við þau. I þriðja lagi má nefha, að með heilsteyptu og rökréttu skattkerfi verður auðveldara að beita virku eftirliti. Nútímatækni við skrán- ingu, vörslu og samanburð upplýs- inga munu gera það kleift, t.d. með samanburði skila á virðisauka- skatti, tekjuskattsskila og ársreikn- inga að gera með skjótvirkum hætti samanburð, sem gefur haldgóðar vísbendingar um hvort skattskil eru í lagi eða ekki. Ahrif á verðlag Óhjákvæmilegt er, að jafn stór- felld breyting og upptaka virðis- aukaskatts er hafi áhrif á verðlag, enda er það beinlínis hluti af til- gangi með upptöku kerfisins, þar sem sú röskun verðhlutfalla, sem stafar af uppsöfnun söluskatts, verður ekki íeiðrétt nema með breytingu þessara verðhlutfalla. Ennfremur breytast verðhlutföll af þeim sökum að virðisaukaskattur mun ná til sölu einhverrar þjónustu, sem ekki er skattlögð nú eða bera ekki fullan söluskatt og muni hún þá að sjálfsögðu hækka í verði. Á móti þessu koma áhrif af lækkun skatthlutfallsins og lækkun verðs vegna þess, að uppsðfnunaráhrif hverfa. Eins og áður hefur komið fram er gert ráð fyrir, að skatthlutfallið verði 22%. Með því hlutfalli er fyrir- sjáanlegt, að tekjur'af virðisauka- skatti verða allmiklu lægri en tekjur af 25% söluskatti eins og hann er nú. Þessi lækkun skattsins kemur að sjálfsöðgu fram í vöruverði og er áætlað, að þessi munur einn sér svari til um 1% lækkunar á vöru- verði almennt. Þessi áhrif eru þó mismunandi eftir vörutegundum og öðrum forsendum. Gera má ráð fyrir, að þær vörur, sem nú bera fullan skatt, lækki vegna þessara beinu áhrifa um 2,4% á meðan verð á sumum þáttum einkaneyslu hækki um nokkuð. Þessu til við- bótar koma áhrif af brottfalli upp- söfnunar á skatti. Þau áhrif hafa verið metin til 2% í lækkun vöru- verðs, þegar fram í sækir. Gangi þessi áætlun eftir, sem væntanlega mun taka nokkurn tíma, er gert ráð fyrir, að vísitala framfærslukostn- aðar lækki um 3%, vísitala bygging- arkostnaðar Iækki um 1% og láns- kjaravísitala um 2,3%. Eins og að framan greinir er um 1% af lækkun framfærsluvísitölunnar að rekja til lægrí skattheimtu í heild og því ekki afleiðing sjálfrar kerfisbreyt- ingarinnar. Að gefnu tilefni vil ég undirstrika að hér er alls staðar átt við áhrif þessarar kerfisbreytingar á verð- Íagsþróun, þegar litið er til lengri tíma en ekki skyndilegrar verð- breytingar, eða að tiltekin vara lækki svo og svo mikið þar sem aðrir þætti verðmyndunar en skatt- ar eru sífellt að breytast. Breytt áhrif skatta á verð koma fram í því að verðið er á hverjum tíma hærra eða lægra en ella hefði verið. Nauð- synlegt er að taka þetta sérstaklega fram þar sem í Ijós kom um sl. áramót að ýmsum gekk erfiðlega að átta sig á þeim mun sem vera kann á verðbreytingum á stuttu tímabili og áhrifum á verðlagsþróun á löngum tima. Á bekk með öðrum þjóðum Með 22% virðisaukaskatti skipar ísland sér á bekk með öðrum Norð- urlandaþjóðum, bæði hvað skatt- hlutfall varðar, og eins það að í þeim löndum er skatthlutfall eitt og hið sama fyrir alla sölu á vöru og þjónustu með örfáum undan- tekningum. í töfiu á bls. 25 í grein- argerðinni er yfirlit yfir skattþrep í aðildarríkjum Efnahags- og þróun- 'arvinnustofnunar Evrópu. í þessari töflu vekur athygli sú sérstaða norðurálfuþjóða að hálda skattkerfi sínu hreinu og nota að- eins eitt skattþrep. Þessar þjóðir eru þó öðrum fremur þekktar fyrir að leggja áherslu á jöfnuð og félags- leg viðhorf. Þetta kemur að sjálf- sögðu ekki á óvart með hliðsjón af því sem ég hef áður sýnt fram á í ræðu minni. Þessar þjóðir hafa val- ið að halda þessum ' mikilvæga tekjuöflunarþætti hreinum og und- anþágulausum og sinna jöfnunar- markmiðum með skilvirkari og ör- uggari leiðum en undanþágur geta nokkurn tíma orðið. Sérstaða þess- ara þjóða kann einnig að tengjast, því að þar er almenningur allur upplýstari en víðast annars staðar og því meiri líkur á, að þar verði skynsamleg rök lýðskrumi yfir- sterkari. Undanþágur Frumvarp þetta gerir ráð fyrir, að virðisaukaskattur verði lagður á nær alla sölu á vöru og þjónustu. Undanþágum er haldið í lágmarki. Þ6 reyndist nauðsynlegt að gera nokkur frávik af ýmsum ástæðum. Ástæður þessar eru af ýmsum toga, en eiga þó sammerkt, að þær hafa leitt til sömu niðurstöðu í flestum ríkjum, sem hafa virðisaukaskatt. Frávik þessi eru af tvennum toga. annars vegar er um það að ræða, að tiltekin vinna og þjónusta — ekki vörusala — er undanþegin skattskyldu. Um það er fjallað í 2. grein frumvarpsins. Hins vegar eru frávikin þau, að sala á tilteknum vörum og þjónustu telst ekki til skattskyldrar veltu. A þessu tvennu eru verulegur munur. í fyrra tilvikinu nýtur sölu- aðilinn ekki frádráttar á þeim virð- isaukaskatti, sem hann kann að hafa greitt við kaup á aðföngum eða greiðslu á þjónustu. Þetta þýð- ir, að sú þjónusta, sem hann selur, ber virðisaukaskatt að öðru leyti en því, að skattur af siðasta við- skiptastiginu fellur hiður. Þegar sala telst ekki til söluskattsskyldrar veltu, gildir hins vegar það, að við- komandi fyrirtæki nýtur fullrar heimildar til þess að draga frá greiddan skatt af öllum kaupum á aðföngum og þjónustu. Sala þess á þeim tilteknu vörum sem um er að ræða er þvi að fullu skattfrjáls. Gildir þetta meðal annars um allan útflutning. Sú vinna og þjónusta sem er undanþegin skattskyldu og fjallað er um í 2. grein, er þríþætt. í fyrsta lagi þjónusta á sviði heilbrigðis- og félagsmála, sem að meirihluta til er rekin af opinberum aðilum. í öðru lagi fólksflutningar, póstþjón- usta, vátryggingastarfsemi, banka- þjónusta og þjónusta ferðaskrif- stofa. Þessi síðasttalda starfsemi á það raunar sammerkt að vera á alþjóðlegum markaði og er ekki unnt að beita hér öðrum reglum en gilda hjá nágrannaþjóðum okkar. í þríðja lagi leiga á íbúðárhúsnæði skattfrjáls, að undanskilinni leigu á hótel og gistiherbergjum og sam- komuhúsum. í sambandi við þetta síðastnefnda skal það tekið fram, að samtök veitinga- og gistihúsa- eigenda og Ferðaskrifstofa ríkisins hafa sent fjármálaráðuneytinu sér- stðk erindi þar sem lýst er áhyggj- um vegna þessa atriðis frumvarps- ins og þá einkum vegna stððu hót- ela á landsbyggðinni sem er slæm fyrir. Bent hefur verið á það, að ýmislegt mæli með því að líta á leigu gistiherbergja sem útflutning. Talið er, að 70-80% af gistisölu sé til útlendinga og þar af drjúgur hlutur, sem seldur er sem hluti svo- kallaðra pakkaferða. Leigagistiher- Jón Baldvin Hannibalsson . „Á hinum Norðurlönd- unum liggur fyrir sú reynsla, að virðisauka- skattskerfið er rekið fyrir innan við 1% af því sem það aflar. Sú áætlun, sem gerð hefur verið um mannaf laþörf hér á landi bendir til svipaðrar niðurstöðu. Með hUðsjón af mikil- vægi þessa skatts verð- ur varla annað sagt en, að slíkur kostnaður sé mjög viðunandi og að sá kostnaður, sem kann að falla til í atvinnulíf- inu vegna upptöku skattsins, muni fljótt skila sér aftur í bættri samkeppnisaðstöðu íslenskra fyrirtækja, lægra vöruverði, skil- virkara skattkerfi, betri innheimtu og réttlátari niðurstöðu." bergja er einn örfárra þátta, sem er með mismunandi hætti í virðis- aukaskattskerfum Nprðurlanda. Gisting ber fullan skatt í Dan- mörku, en skattlaus í Noregi og í Svíþjóð ber hún svokallað skert skatthlutfall, sem gildir þar fyrir einstakar þjónustutegundir. Ég vænti þess, að hæstvirt þingnefnd taki þennan þátt til sérstakrar at- hugunar og geri tillögur um breyt- ingar í samræmi við þá niðurstöðu, sem hún kemst að. Ákvæði 12. greinar um þá sölu, sem ekki telst til skattskyldrar veltu, lúta fyrst og fremst að út- flutningi svo og sölu, útleigu og viðhald á haf- og loftförum að und- anskildum skemmtibátum og einka- loftförum. Útflutningsvara á sam- kvæmt eðli skattsins ekki að bera skatt og að öðru Ieyti ná ákvæði þessarar greinar til sölu, sem í flest- um tilvikum kæmi, ef skattlögð væri, til frádráttar á síðara við- skiptastigi. Frávik frá þessu er þó sala dagblaða, landsmálablaða og héraðsfréttablaða sem ekki verður talin til skattskyldrar veltu. Hér ráða þau sjónarmið, að verið sé að tryggja eðlilega skoðanamyndun og efla þá þjóðmálaumræðu, sem er nauðsynlegur grundvöllur hennar. Hliðarráðstafanir Þá skal hér getið þess, að í tveim- ur tilvikum hefur verið ákveðið að gera ráðstafanir til þess að hindra það, að verðlagsáhrif af virðisauka- skatti komi fram. Eru það einu hlið- arráðstafanirnar af þeim toga, sem nú er gert ráð fyrir. Aðrar siíkarr ráðstafanir komu til framkvæmda með breikkun söluskattsstofnsins nú í ársbyrjun. Þau tilvik, sem hér um ræðir, snerta annarsvegar byggingarstarfsemi og hins vegar hitun íbúðarhúsnæðis. Eins og kunnugt er hefur vinna á byggingarstað verið undanþegin i_
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.