Morgunblaðið - 19.04.1988, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.04.1988, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. APRÍL 1988 Aðgerðir Greenpeace í Luxemburg: Hefur ekki haft áhrif á afkomu Flugleiða „VIÐ getum ekki merkt að að- gerðir hvalavina hér í Luxem- borg hafi haft áhrif á afkomu Flugleiða," sagði Einar Aakrann, stöðvarstjóri Flugleiða í Lux- emburg, en Greenpeace samtök- in hafa haft sig nokkuð í frammi þar í landi að undanförnu og rekið áróður gegn hagsmunum íslendinga og þar með Flugleiða. Síðastliðinn laugardag voru sam- Miðhúsum, Keykhólasveit. Á BÆNUM Múla f Gufudalssveit er sauðburður f fullum gangi og er Magnús Helgason bóndi þar með 360 fjár. Eru um 90 ær born- ar og er um 90% tvílembt. Sam- kvæmt viðtali við Magnús gengur sauðburðurinn vel, en hann hefur nóg og góð hús fyrir sauðfé sitt. Magnús sagði að á föstudagskvöld tökin með mótmælaaðgerðir í flugstöðinni f Luxemborg, en aðgerðirnar stóðu stutt og beind- ust aðallega að farþegum, sem voru að koma frá Islandi með Flugleiðavél. Að sögn Elínar Hansdóttur, fréttaritara Morgunblaðsins í Lux- emborg, sem kom með vélinni frá íslandi þennan dag, höfðu Gre- enpeace-samtökin strengt borða hefði rafmagnið farið og hefði hann orðið að sinna fénu við vasaljós. Við- gerðarmenn komu frá Búðardal og var rafmagnið komið um hádegið á iaugardag. Eins og er er ófært að Múla en til stóð að opna veginn á þriðjudag. Magnús er með kýr fyrir heimilið og er svo heppinn að þær eru nýbomar svo nóg er af mjólk og nóg að gera. Sveinn eftir flugstöðvarbyggingunni þar sem á var letrað „Ferðist ekki með Flugleiðum því að þeir drepa hvali". Eins var búið að koma fyrir upp- blásnum hval á þaki byggingarinn- ar. „Þetta var vægast sagt óvenju- leg aðkoma því að svona aðgerðir eru mjög fátíðar hér í Luxemborg," sagði Elín. Hún sagði að Green- peace-samtökin hefðu að undanf- ömu sent íslendingum, búsettum í Luxemborg, bréf þar sem vakin er athygli á baráttu samtakanna gegn hvalveiðum íslendinga. Einar Aakrann, stöðvarstjóri Flugleiða, sagði að aðgerðimar á laugardag hefðu varað í um það bil tvær klukkustundir, eða á meðan farþegar í Luxemborg komu til brottfarar og þangað til vélin var aftur farin áleiðis til íslands. Hann sagði að Flugleiðir hefðu borið fram kvörtun við þarlend yfirvöld, sem fara með stjóm flugstöðvarinnar, og skömmu síðar hefðu Greenpe- ace-menn verið horfnir á braut með allt sitt hafurtask. Gufudalssveit: 90% tvílembt á Múla VEÐUR 9 ÍDAGkl. 12.00: Heimild: Veðurstofa islands (Byggl á veðurspá kl. 16.15 í gær) VEÐURHORFUR í DAG, 19.4. 88 YFIRLIT í gær: Yfir Graenlandi er 1040 mb hæð en um 1300 km suðvestur af Reykjanesi er nærri kyrrstæð 970 mb lægð. Hiti verð- ur um frostmark syðst ó landinu yfir daginn en annars frost um allt land. SPÁ: í dag lítur út fyrir austan- og norðaustanátt allhvassa sunnan- til á landinu og á annesjum fyrir norðan. Él verða um austanvert landið og I útsveitum norðvestaniands en bjartviðri á Suövestur- og Vesturlandi. Hiti 0—2° syðst á landinu en 2—7° frost fyrir norðan. I/EÐURHORFUR NÆSTU DAGA HORFUR Á MIÐVIKUDAG OG FIMMTUDAG: Austan- og norðaust- anátt með éljum austanlands og á annesjum nyrðra. Slydduél við suðurströndina en bjart veður vestanlands. Hiti um eða rétt yfir frostmarki á Suöur- og Vesturlandi en annars 2—7° frost. t 1. VEÐUR VÍÐA UM HEIM ~kl. 12:00 ígær að ísl. tíma Hhi veður Akureyri +3 alskýjað ReykjaviV 0 léttskýjað Bergen 7 lóttskýjað Helslnki 2 skýjað Jan Mayen +7 skafrenningur Keupmannah. 13 þokumóða Narssarssuaq +7 léttskýjað Nuuk +2 léttskýjað Osió 7 skýjað Stokkhólmur 6 skýjað Þórshöfn 2 alskýjað Algarve 18 skúr Amsterdam 18 mistur Aþena vantar Barcelona 18 mistur Berlin 16 mistur Chicago 2 alskýjað Feneyjar 16 þokumóða Frankfurt 19 hélfskýjað Glasgow 9 rigning Hamborg 16 skýjað Las Palmas 21 skýjað London 18 skýjað Los Angeles .16 skýjað Lúxemborg 18 léttskýjað Madrld 20 skýjað Malaga 22 skýjað Mallorca 20 hálfskýjað Montreal 8 skúr New York 14 skýjaö Parfs 20 skýjað Róm 18 léttskýjað Vln 17 heiðskfrt Waahíngton 14 alskýjað Wlnnipeg Morgunblaðið/Ingvar Guðmundsson Tveir menn slösuðust þegar mótorhjól, sem þeir voru á, ienti á hesti á Elliðavatnsvegi á sunnudag. Hestinn varð að aflífa, þar sem hann fótbrotnaði. Arekstur mótorhjóls og hests: Tveir slösuðust og hesturinn aflífaður HESTUR og mótorhjól skullu saman á Elliðavatnsvegi siðdegis á sunnudag. Tveir pilt- ar voru á hjólinu og slösuðust báðir. Hestinn varð að aflífa, þar sem hann var fótbrotinn. Slysið varð um kl. 16.30, á Elliðavatnsvegi við Vífílsstaða- vatn. Hópur pilta var þar á ferð á mótorhjólum. Hesturinn fældist vegna hávaðans í hjólunum, hljóp út á veginn og varð fyrir einu þeirra. Tveir piltar voru á hjólinu og fótbrotnaði annar, en hinn meiddist minna. Hesturinn fót- brotnaði illa, svo beinið stóð úti og varð að aflífa hann. Knapinn hlaut lítil sem engin meiðsli. Hjól- ið er mjög mikið skemmt. Þetta er í þriðja sinn á hálfum mánuði sem ekið er á hest á þess- um slóðum. í hinum tveimur til- vikunum urðu hestar fyrir bifreið- um og varð að aflífa annan þeirra. Lögreglan bendir vegfarendum á að fara varlega, því um helgar er einatt margt hesta þarna á ferð. Fiskmarkaðurinn í Hafnarfirði: Lægsta verð á karfa ÓVENJU lágt verð fékkst fyrir karfa á Fiskmarkaðinum hf. í Hafnarfirði í gær, en meðalverð var 12,96 krónur á kílóið. Alls voru seld rúm 43,1 tonn fyrir rúmar 623.500 krónur og var hæsta verð 13,50 krónur og fór allt niður í 12,50 krónur fyrir kílóið. Er þetta iægsta verð sem fengist hefur fyrir karfa sfðan Fiskmarkaðurinn hf. hóf starf- semi. Að sögn Einars Sveinssonar, framkvæmdastjóra Fiskmarkaðar- ins hf., var ástæðan fyrir þessu lága verði sú að fiskurinn var óvenju smár. Hann sagði að hið sama hefði gilt um ufsann, en meðalverð fyrir hann í Hafnarfirði í gær var 13,41 króna fyrir kflóið, lægsta verð var 12 krónur og hæsta verð 15,50 krónur. Alls voru seld rúm 50 tonn af ufsa fyrir rúmar 675.600 krónur. Sjá fiskverð á uppboðsmörk- uðum á bls. 40. Kona í Reykjavík: Fjögurra ára fang- elsisvist fyrir til- raun tíl manndráps KONA í Reykjavík, Þorbjörg Sonja Aðaisteinsdóttir, 39 ára, var á föstudag dæmd f 4 ára fangelsi fyrir tilraun til mann- dráps. Hún stakk fyrrum sambýl- ismann sinn með hnffi f bijóst og háls á heimili sínu að Tryggvagötu 6 f Reykjavík þann 11. febrúar f fyrra. Deilt var um það í málinu hvað fólkinu fór á milli áður en konán stakk manninn. Hún hélt því fram að hann hefði ætlað að leggja á sig hendur, en hann neitaði því. Hún stakk hann með hníf í bijóst, rétt hægra megin við bringubein og í hálsinn, þannig að hann hlaut 1 cm grunnt sár á hálsi við barkann og lífshættulegt stungusár á bijósti, þar sem hnífurinn gekk inn úr bijóstholi í gegnum slagæð og risp- aði lunga. Við komu á Landakots- spítala skömmu síðar "ar maðurinn í losti sökum mikilla innvortis blæð- inga, sem læknum tókst að stöðva með skurðaðgerð. Þorbjörg Sonja var ákærð fyrir tilraun til mann- dráps og til vara fyrir stórfellda líkamsárás. Dómarinn, Sverrir Einarsson sakadómari, dæmdi Þorbjörgu Sonju seka um tilraun til mann- dráps, enda hefði manninum verið bjargað af læknum með snöggum viðbrögðum og leiðin á næsta sjúkrahús hefði verið stutt. Taldi dómarinn refsingu hennar hæfilega 4 ára fangelsi. Frá þeim tíma dregst 33 daga gæsluvarðhald.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.