Morgunblaðið - 19.04.1988, Blaðsíða 48
48
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. APRÍL 1988
Kveðjuorð:
Ásgeir Benedikts-
son. Þorlákshöfn
Kveðja frá Kiwanis-
klúbbnum Ölver
Með þessum fátæklegu orðum
er ekki meiningin að rekja ævi og
störf Ásgeirs Benediktssonar, held-
ur að þakka góðum félaga sam-
starfið í Kiwanisklúbbnum Ölver í
Þorlákshöfn.
Þegar farið var að ræða stofnun
klúbbs í Þorlákshöfn, var Ásgeir
ásamt fjölskyldu sinni nýlega flutt-
ur til Þorlákshafnar, þó hann hefði
ekki búið hér lengi, var það eðlileg-
ur hlutur að hann var einn af þeim
sem stóðu að stofnun Ölvers, þar
sem hann hafði mikinn áhuga á
félagsstörfum, og vildi hafa áhrif á
mannlífíð í kringum sig og breyta
því til betri vegar.
Ásgeir heitinn varð því einn af
stofnendum Ölvers og starfaði í
klúbbnum til dauðadags.
Hann setti oft svip á fundi
klúbbsins með ræðum sínum um
hin ýmsu málefni sem þar voru
rædd, því ekkert mál var svo
ómerkilegt að hann hefði ekki skoð-
un á því, og skoðunum sínum hélt
Ásgeir alltaf fram með einurð og
festu, en blandaði mál sitt oft með
kímni sem honum lá svo létt á
tungu, og vakti hlátur og létti lund
okkar félaganna. Ekki má gleyma
þeim stundum sem ástæða var til
að taka fram harmonikuna, var þá
Ásgeir hrókur alls fagnaðar.
Um störf Ásgeirs fyrir Kiwanis-
hreyfinguna þarf ekki að fjölyrða,
þau voru mörg, og þeir sem þekktu
*
Asgeir Benediktsson vita að hann
tók aldrei að sér starf, nema vinna
það vel.
Við kveðjum góðan félaga með
söknuði og þakklæti fyrir samstarf-
ið.
Eiginkonu og öðrum aðstand-
endum viljum við votta samúð okk-
ar og hluttekningu, þó erfítt sé að
orða þær tilfínningar sem við vild-
um koma á framfæri.
Félagar í Kiwanis-
klúbbnum Ölver.
t
Móðir mín, tengdamóðir og amma,
GUÐMUNDA SIGRÚN SIMONARDÓTTIR,
andaðist 4. apríl á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund. Jarðarförin
hefur farið fram í kyrrþeý að ósk hinnar látnu.
Steinunn Gisladóttir,
Sigurður Guðjónsson,
Björgvin Sigurðsson,
Alda Sigurðardóttir,
Sigriður Rúna Sigurðardóttir.
t
Faðir okkar,
ERLENDUR SIGURJÓNSSON,
Viðivöllum 2,
Selfossi,
lést á Rauða krossheimilinu í Reykjavík sunnudaginn 1 7. þ.m.
Jarðarförin verður auglýst siðar.
Fyrir hönd aðstandenda,
Erla Erlendsdóttir,
Gísli Erlendsson,
Jóhannes Erlendsson.
t
Móðir okkar, tengdamóðir og amma,
DAGNÝ HALLDÓRSDÓTTIR
frá Syðri-Steinsmýri, Meðallandi,
Sólvallagötu 42, Keflavík,
lést 7. apríl.
Útförin hefur farið fram i kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Ingveldur Halla Sigurðardóttir, Sigurður G. Gestsson,
Jóhann Grétar Sigurðsson,
Hlöðver Sigurðsson,
Valdís Sigurðardóttir,
Halldór Sigurðsson,
Lísa Dóra Sigurðardóttir,
Linda Sjöfn Sigurðardóttir
Þóra Karlsdóttir,
Sigurður Bjarnason,
Bryndís Víglundsdóttir,
Páll Sigurbjörnsson,
og barnabörn.
t
Móðir okkar, systir, tengdamóðir og amma,
SVANHVÍT ÞORBJARNARDÓTTIR BENNETT,
Faxabraut 31D, Keflavík,
áður búsett í Flórida,
lést í Landspítalanum 17. apríl.
Þorbjörn Datzko, Sigurlaug Kjartansdóttir,
Robert Bounds, Sara Bounds,
Katrín Þorbjarnardóttir
- og barnabörn.
t
Eiginmaður minn og faðir,
BERGURLÁRUSSON,
Vanabyggð11,
Akureyri,
andaðist í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri sunnudaginn 17.
apríl. Jarðarförin auglýst síðar.
Ásta Tryggvadóttir,
. Gisli Bergsson.
radauglýsingar — raöauglýsingar — raöauglýsingar
Rangæingar
Árshátíð sjálfstæðisfélaganna verður hald-
in í félagsheimilinu Skógum miövikudaginn
20. apríl nk. kl. 21.00. Húsið opnað kl.
20.00. Sætaferðir frá Vegamótum kl. 19.30.
Dagskrá:
1. Ávarp forsætisráðherra Þorsteins Páls-
sonar.
2. Slegiö á létta strengi. Hljómsveitin Lög-
menn úr Vik leikur fyrir dansi frá kl.
23.00.
Mætum öll og tökum með okkur gesti.
Stjórnirnar.
Haf narfjörður - árshátíð
Arshátíð sjálfstæðisfélaganna í Hafnarfriöi
verður haldin i Garðaholti föstudaginn 29.
apríl og hefst kl. 19.00. Gestur hátíðarinnar
verður formaður Sjálfstæðisflokksins Þor-
steinn Pálsson. Fjölbreytt skemmtiatriði.
Diskótekið Dísa sér um músík til kl. 02.00.
Aðgöngumiöar seldir hjá Sigurði Þorleifs-
syni, Strandgötu 11.
Fram.
Sjálfstæðisfólk
Laugardaginn 23. april verður Sjálfstæðishúsið, Húnabraut 13,
Blönduósi, tekið í notkun. Mætið öll til fagnaðarins sem hefst kl.
17.00 með ræðu Þorsteins Pálssonar, forsætisráðherra.
Ávörp flytja Pálmi Jónsson og Vilhjálmur Egilsson. Tökum öll þátt i
glæsilegum áfanga sjálfstæðisfólks i kjördæminu.
Sjálfstæðisfélögin.
Frá viðskipta- og neyt-
endanefnd Sjálfstæðis-
flokksins
Almennur kynning-
arfundur um starf
og verkefni nefndar-
innar verður haldinn
í Valhöll miðviku-
daginn 20. april kl.
20.00.
Dagskrá:
★ Markmið og
skipulag nefndar-
starfsins fram að
næsta lands-
fundi. Framsaga: Steingrimur A. Arason, nefndarformaður.
★ Viðskipta- og neytendamál á Alþingi. Framsaga: Guðmundur H.
Garðarson, alþingismaður.
★ Hringborðsumræöur.
Allir sem áhuga hafa á að starfa með nefndinni eru velkomnir og
hvattir til að mæta.
Stjórnin.
Huginn, FUS,
Garðabæ, heldur
Hrafnaþing
Ungir sjálfstæðismenn i Garðabæ ætla að
kveðja Vetur konung á viðeigandi hátt mið-
vikudagskvöldiö 20. april, siðasta vetrardag
kl. 20.00.
Hrafnaþing er nýjung i starfi félagsins, þar
sem málefnastarfi og skemmtun er hrært
saman í góðan kokkteil. Gestir Hrafnaþinga
munu ávallt vera ungir og umfram allt
hressir sjálfstæðismenn, sem eru að gera
góða hluti. Það verður Jón Snæhólm, form-
aöur Týs i Kópavogi, sem ríður á vaðiö.
Dagskráin verður óformleg.
Allir góðir menn velkomnir meðan húsrúm
,Munið okkar sivinsælu léttu veitingar.
Hátiðarnefnd Hugins.
leyfir.
Kópavogsbúar
- Reyknesingar
Borgarafundur um hið nýja dómsmálafrumvarp verður haldinn i
félagsheimili Kópavogs, þriðjudaginn 19. apríl kl. 20.00.
Frummælendur verða: Jón Sigurðsson, dómsmálaráðherra, bæjar-
fógetarnir Ásgeir Pétursson og Már Pétursson og Arnþór Ingólfs-
son, aðstoðaryfirlögregluþjónn. Frummælendur svara fyrirspurnum
fundarmanna.
Fundarstjórar: Arnór Pálsson og Magnús Bjarnfreösson.
Sjálfstæðisfélögin iKópavbgi.
Framsóknarfélögin i Kópavogi.
Frá sjávarútvegsnefnd
Stjórn málefna-
nefndar Sjálfstæðis-
flokksins um sjávar-
útvegsmál boðar
nefndina til fundar
föstudaginn 22.
apríl í Valhöll kl.
15.30. Dagskrá:
Þingmál í vetur tengd
sjávarútvegi: Matt-
hias Bjarnason, al-
þingismaður.
Afkoma sjávarút-
vegsins um þessar
mundir: Sigurður Einarsson, útgerðarmaður.
Núgildandi fiskveiðireglur: Guðjón A. Kristjánsson, skipstjóri.
Markmið og áform nefndarinnar: Björn Dagbjartsson, framkvæmda-
stjóri.
Fundarstjóri: Eövarð Júliusson, útgerðarmaður.
Allir sjálfstæðismenn sem hafa áhuga á þessum málaflokki eru vel-
komnir á fundinn þó að þeir hafi ekki enn skráð sig í málefnanefndina.
Stjórnin.