Morgunblaðið - 19.04.1988, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 19.04.1988, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. APRÍL 1988 Ofnæmisprófuðu buxnableiurnar eru þynnri og þurrari en áður og taka ennþá betur á móti vætu. Hagstætt verð. MötnlyckeK Ortega y Gasset Erlendar bækur Siglaugur Brynleifsson José Ortega y Gassett: Psyc- hological Investigations. Trans- lated by Jorge García-Gómez. New York - London - W.W. Norton & Company 1987. Ortega y Gasset (1883-1955) var prófessor við háskólann í Madrid frá 1911 til 1954. Hann var merkasti essayisti spænska menningarheims- ins og áhrifa hans gætir langt út fyrir þann málheim. Hann skrifaði um heimspeki, sagnfræði, bókmennt- ir, listir og sálfræði. Frægasta rit hans er „La rebelion de la masas" 1929. Grundvöllur heimspeki hans var „persónuleg skynjun hvers ein- stakíings, tími, rúm, samfélag og saga, einstaklingurinn er naíli heims- ins og skynjun hans lykillinn". ÖU viðleitni mannanna beinist að því að forða því að maðurinn hrapi niður f dýraheima, hvatameðvitund dýrsins. Ortega y Gasset telur að öll sköpun mannsins, það sem nefnt er menning og mótun hans á samfélögum, þar sem manninum gefst val, miði að því að forða manninum frá kyrrstöðu og sljóleika lokaðs náttúrukerfis. Maðurinn er hluti lífheimsins, náttú- runnar, en jafnframt utan hennar og er aðeins „homo sapiens" sem slíkur. Þráin eftir að hverfa inn í móðurdjúpið inn i samlífið, sníkjulíf- ið, er afneitun á allri baráttu manns- ins sem skapara, sem fyrirbæris sem er ábyrgt og gætt eigin vilja. Ortega y Gasset lifði fullkomnun hugmyndafræðanna í fultvissu kerf- issmiðanna um að kerfi þeirra bygg- ist á vfsindalegri þekkingu á gerð mannsins og samfélaganna. „Fram- farirnar er lög samfélagsins" og „mannkynssagan er saga stéttabar- áttunnar." Fullvissa kerfissmiðanna um „þjóðfélagsvísindi" höfðu þrengt svo að þekkingarleitinni og efanum um daga Gassets, að brýnasta verk- efnið var að sýna fram á haldleysi einfeldninglegustu staðhæfinga kerfislokaðra hugmyndafræðinga. Heimspekin var svar hans við þesari þröngu meðvitund, þróun, útlistun og réttlæting hugmyndainnsæis. Þaðan kom honum sýn þess sem vænta mátti f „La rebelion..." og ritun hans um tæknivæðinguna og um afmennsku listanna og um sagn- fræði sem kerfis. Gagnrýni hans á algildi efnisvísinda í hugvísindum kemur heim og saman við rit og skoðanir Thomasar S. Kuhns um vfsindi sem þátt heimsmyndar hvers tfma (The Structure of Sientific Re- volutions, 1962), og er sú kenning þar, bundin hreinum efnisvísindum. Hugmyndafræðingurinn er full- komlega öruggur, vegna þess að „hann trúir á það, sem hann er ftill- viss um og veit, þar kemst engin efi að. Trúaður maður gerir sér grein fyrir því, að vissa hans byggist á trú og efinn er þar engan veginn útlæg- ur" (Alain Besancon): Efinn og opinn hugur einkenndi skrif Gassets. Hann játaðist hvorki guðstrú né freðinni hugmyndafræði, viðfangsefni hans var eðli og grundvöllur þess sem leit- ast er við að nefna „sannleikanna" inntak merkinganna og þeirra efna sem Heidegger rýndi f „Sein und Zeit". í þessum fyrirlestrum fjallar höf- undinn um heimspeki og sáifræði, kenningar Husserls um fyrirbæra- fræði og greiningu og útlistun vit- undarlffsins. Han ræðir um andleg raunsvið, efann, sannleikann, af- stæðishyggju f sálfræði og tungumál og merkingu. í bókarlok fjallar höf- undurinn um þau hugtök, sem hann notar f fyrirlestrunum. Aðgreiningin milli sálfræði og heimspeki er oft óþörf eins og kemur fram í þessum fyrirlestrum. Þýðandinn ritar inn- gang að fyrirlestrunum og þýðingar þeirra og tengsl við önnur rit höfund- arins. FERÐASK5IFST0FA FIB itmsutnfHii, IHI 1,1001111! Hjá Ferðaskrifstofu FÍB sérhæfum við okkur í flugi og bíl, einfaldlega vegna þess að þar getum við boðið þér vel. Vegna traustra tengsla okkar við ýmis systursamtök í Evrópu getum við boðið £ þérhagstæðbílaleigukjöreðaflutningáeiginbH^séþessóskað; vandaða gistingu og skemmtilegar ökuleiðir Viljirðu njóta frísins í flugi og bíl, hafðu þá fyrst samband við okkur. Við finnum með þér vænlegustu kostina, -íánægjulegtfrí, nákvæmlega aðþínumóskum. Þjónusta okkar er öllum opin. FERÐASKRIFSTOFA FIB BORGARTÚNI 33 SÍMAR 29997 & 622970 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.