Morgunblaðið - 19.04.1988, Page 52

Morgunblaðið - 19.04.1988, Page 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. APRÍL 1988 Ofnæmisprófuðu buxnableiurnar eru þynnri og þurrari en áður og taka ennþá beturá móti vætu. Hagstætt verð. Mölnlycke 1 Ortega y Gasset Erlendar bækur Siglaugur Brynleifsson José Ortega y Gassett: Psyc- hological Investigations. Trans- lated by Jorge García-Gómez. New York — London — W.W. Norton & Company 1987. Ortega y Gasset (1883-1955) var prófessor við háskólann f Madrid frá I9ll til 1954. Hann var merkasti essayisti spænska menningarheims- ins og áhrifa hans gætir langt út fyrir þann málheim. Hann skrifaði um heimspeki, sagnfræði, bókmennt- ir, listir og sálfræði. Frægasta rit hans er „La rebelion de la masas" 1929. Grundvöllur heimspeki hans var „persónuleg skynjun hvers ein- staklings, tími, rúm, samfélag og saga, einstaklingurinn er nafli heims- ins og skynjun hans lykillinn". Öll viðleitni mannanna beinist að því að forða því að maðurinn hrapi niður í dýraheima, hvatameðvitund dýrsins. Ortega y Gasset telur að öll sköpun mannsins, það sem nefnt er menning og mótun hans á samfélögum, þar sem manninum gefst val, miði að því að forða manninum frá kyrrstöðu og sljóleika lokaðs náttúrukerfis. Maðurinn er hluti lífheimsins, náttú- runnar, en jafnframt utan hennar og er aðeins „homo sapiens" sem slíkur. Þráin eftir að hverfa inn í móðurdjúpið inn f samlífíð, sníkjulíf- ið, er afneitun á allri baráttu manns- ins sem skapara, sem fyrirbæris sem er ábyrgt og gætt eigin viija. Ortega y Gasset lifði fullkomnun hugmyndafræðanna í fullvissu kerf- issmiðanna um að kerfi þeirra bygg- ist á vfsindalegri þekkingu á gerð mannsins og samfélaganna. „Fram- farimar er lög samfélagsins" og „mannkynssagan er saga stéttabar- áttunnar." Fullvissa kerfissmiðanna um „þjóðfélagsvísindi" höfðu þrengt svo að þekkingarleitinni og efanum um daga Gassets, að brýnasta verk- efnið var að sýna fram á haldleysi einfeldninglegustu staðhæfínga kerfislokaðra hugmyndafræðinga. Heimspekin var svar hans við þesari þröngu meðvitund, þróun, útlistun og réttlæting hugmyndainnsæis. Þaðan kom honum sýn þess sem vænta mátti í „La rebelion..." og ritun hans um tæknivæðinguna og um afmennsku listanna og um sagn- fræði sem kerfis. Gagnrýni hans á algildi efnisvísinda í hugvísindum kemur heim og saman við rit og skoðanir Thomasar S. Kuhns um vísindi sem þátt heimsmyndar hvers tíma (The Structure of Sientific Re- volutions, 1962), og er sú kenning þar, bundin hreinum efnisvísindum. Hugmyndafræðingurinn er full- komlega öruggur, vegna þess að „hann trúir á það, sem hann er full- viss um og veit, þar kemst engin efí að. Trúaður maður gerir sér grein fyrir því, að vissa hans byggist á trú og efinn er þar engan veginn útlæg- ur“ (Alain Besancon): Efinn og opinn hugur einkenndi skrif Gassets. Hann játaðist hvorki guðstrú né freðinni hugmyndafræði, viðfangsefni hans var eðli og grundvöllur þess sem leit- ast er við að nefna „sannleikanna" inntak merkinganna og þeirra efna sem Heidegger rýndi í „Sein und Zeit“. í þessum fyrirlestrum fjallar höf- undinn um heimspeki og sálfræði, kenningar Husserls um fyrirbæra- fræði og greiningu og útlistun vit- undarlffsins. Han ræðir um andleg raunsvið, efann, sannleikann, af- stæðishyggju í sálfræði og tungumál og merkingu. í bókarlok Qallar höf- undurinn um þau hugtök, sem hann notar í fyrirlestrunum. Aðgreiningin milli sálfræði og heimspeki er oft óþörf eins og kemur fram í þessum fyrirlestrum. Þýðandinn ritar inn- gang að fyrirlestrunum og þýðingar þeirra og tengsl við önnur rit höfund- arins. Hjá Ferðaskrifstofu FÍB sérhæfum við okkur í flugi og bíl, einfaldlega vegna þess að þar getum við boðið þér vel. tengsla okkar við ýmis systursamtök í þér hagstæð bílaleigukjör eðaflutning á eigin vandaða gistingu og skemmtilegar ökuleiðir. Viljirðu njóta frísins í flugi og bíl, hafðu þá fyrst samband við okkur. Við finnum með þér ik vænlegustu kostina, - í ánægjulegt frí, W nákvæmlega að þínum óskum. Þjónusta okkar er öllum opin. FERÐASKRIFSTOFA FIB BORGARTÚNI 33 SÍMAR 29997 & 622970

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.