Morgunblaðið - 19.04.1988, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 19.04.1988, Blaðsíða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. APRÍL 1988 ÞINGBRÉF STEFÁN FRIÐBJARNARSO N Fimmtugur þingheimur Sætaskipan í Sameinuðu þingi á 110. löggjafarþinginu, 1987-1988. Gluggað í Hand- bók Alþingis Meðalaldur þingmanna, kjör- inna 1987, var 49,8 ár. Þetta er rúmlega fimm ára hærri meðalaldur þingmanna en árið 1934, fimmtiu og þrem árum fyrr. Lægstur er meðalaldur þingmanna Kvennalistans, 44,7 ár, en hæstur Samtaka jafnrétt- is og félagshyggju, sem hafa raunar aðeins einn-þingmann; 68,5 ára, þá kjörinn var. Þessar upplýsingar og fjöldi annarra koma fram i Handbók Alþingis 1987, sem hér verður lítillega gluggað í. I Handbók Alþingis 1987 geymir margháttaðan fróðleik um Al- þingi, gamlan og nýjan, en einkum um þing það er nú situr. Fyrst er kafli um skipan þingsins. Þar er að fínna upplýsingar um emb- ættismenn þess. Listi er yfír al- þingismenn, með og ásamt stutt- um æviskrám. Þeir eru og dregn- ir í dilka eftir flokkum og kjör- dæmum. Þá eru stjómir þing- flokka tíundaðar. Loks er greint frá fcLstanefndum Alþingis. Því næst er kafli um kosnin- gaúrslit í öllum kjördæmum og úthlutun kjördæmis- og jöfnunar- sæta. Þá eru ýmsar upplýsingar um þingmenn, meðalaldur, fæð- ingarár, þingaldur, lengstu þing- setu, yngstu þingmenn, sem og hverjir hafí oftast gegnt forseta- störfum. Skrá er um forseta þingsins, tölu þinga og fleira. Listi er yfír ráðuneyti og ráð- herra 1904-1987. Þá er að fínna upplýsingar um skrifstofu Al- þingis, starfsmenn þingflokka, sætaskipan í þingdeildum og sitt hvað fleira. Sem sagt fjölþættur fróðleikur um Alþingi, framsettur vel og smekklega. Helgi Bemódusson, deildarstjóri á skrifstofu Alþingis, og Láms H. Blöndal, fyrrverandi bókavörður Alþingis, tóku hand- bókina saman. II Meðalaldur karla í hópi þing- manna er sagður 50,4 ár en kvenna 47,5 ár. Meðalaldur þing- manna í efri deild er 48,7 ár en neðri deildar 50,3. Meðalaldur nýrra þingmanna (kjörinna í fyrsta sinni 1987) er 44,3 ár en endurkjörinna 52,5 ár. Það ve'kur athygli að meðalaldur ráðherra (47,7 ár) er rúmlega tveimur ámm lægri en meðalaldur þingmanna (49.8 ár). Ríkisstjómin er sum sé yngri en þingið í meðalaldursárum einstaklinga mælt. Meðalaldur þingmanna eftir kjördæmum er frá 45,3 ámm upp í 55,2. Meðalaldur þingmanna Suðurlandskjördæmis er lægstur. Hæstur er meðalaldur þingmanna Vestfirðinga. Meðaldur þingmanna eftir flokkum er þessi: Samtök um jafn- rétti og félagshyggju 68,5 ár, Sjálfstæðisflokkur 54,8 ár, Fram- sóknarflokkur 48,4 ár, Borgara- flokkur 48,2 ár, Álþýðubandalag 47,2 ár, Álþýðuflokkur 47,0 ár og Samtök um kvennalista 44,7 ár. Miðað er við aldur er kosning- ar fóm fram. Ár segja að vísu ekki alla sögu um „aldur". Sumir em gamlir frá unga aldri. Aðrir ungir fram á efri ár. Þetta verður að hafa í huga þegar gluggað er í þá kafla handbókarinnar, sem fjalla um aldur þingmanna, enda skipta þeir engu meginmáli í þessu vand- aða, fróðlega og læsilega upplýs- ingariti. m Á árabilinu 1904-1917 gengdu fímm menn embætti ráðherra ís- lands: Hannes Hafstein, Bjöm Jónsson, Kristján Jónsson, Hann- es Hafstein (öðm sinni), Sigurður Eggerz og Einar Amórsson. Fyrsta ríkisstjómin, ráðuneyti Jóns Magnússonar, sat frá 4. jan- úar 1917 til 25. febrúar 1920. Ráðuneyti Þorsteins Pálssonar, sem skipað var 8. JÚ1Í 1987, er hið 28. í röðinni. Á rúmlega 70 áram hafa sezt að völdum 28 ríkisstjómir. Meðalstarfsævi þeirra hefur verið um tvö og hálft ár. Lengsta starfsævi ríkisstjómar á lýðveldistímanum (frá 1944) er ellefu ár. Það var samstjóm Sjálf- stæðisflokks og Alþýðuflokks (viðreisnarstjómin). Hún var mynduð 1959 og sat samfleytt til ársins 1971, fyrst undir forsæti Ólafs Thors, síðan Bjama Bene- diktssonar (lengst af) og loks Jó- hanns Hafsteins. Á starfstíma hennar var horfíð frá höftum heimsstyrjaldaráranna til svipaðs frjálsræðis og verið hafði aflgjafí framfara og velmegunar í V- Evrópu og N-Ameríku. í lqölfarið sigldu alhliða framfarir. Ríkisstjóm Þorsteins Pálssonar er Jórtánda ríkisstjóm lýðveldis- tímans. Á árabilinu 1944-1987 sátu fímm tveggja flokka stjómir, sex fjölflokkastjómir og tvær minnihlutastjómir. — Tveggja flokka stjómir sátu yfírleitt heilt kjörtímabil. Viðreisnarstjómin gott betur, sem fyrr segir. Engin ríkisstjóm sem fleiri en tveir flokkar hafa staðið að hefur lifað heilt kjörtímabil. Spuming er, hvort ríkisstjóm Þorsteins Páls- sonar verður fyrsta „fjölflokka- stjómin" sem það gerir. IV Forsetar þingsins, Þorvaldur Garðar Kristjánsson (sameinað þing), Jón Kristjánsson (neðri deild) og Karl Steinar Guðnason (efri deild) hafa á hendi hús- bóndavald og verkstjóm í Al- þingishúsinu. Stjómarandstaðan hefur fyrsta varaforseta bæði í sameinuðu þingi og þingdeildum. Hún hefur því allnokkur áhrif á verkstjómina. Vinnulag þingsins mótast þó máske fyrst og fremst af því, hvem veg ríkisstjóm og þingflokkar raða málum á starfs- tíma og þingdeildir Alþingis. Veigamikill þáttur þingstarfa fer fram í þingflokkum, einkum þingflokkum ríkisstjómar á hverri tíð. Þar — og raunar í ráðuneytum — er bróðurpartur þingmála frum- og fullunninn til flutnings í þing- inu. í þingflokkum stýra þing- flokksformenn störfum. Ólafur G. Einarsson er formaður þing- flokks sjálfstæðismanna, Páll Pét- ursson formaður þingflokks fram- sóknarmanna, Eiður Guðnason formaður þingflokks jafnaðar- manna, Steingrímur J. Sigfússon formaður þingflokks Alþýðu- bandalagsins, Þórhildur Þorleifs- dóttir formaður þingflokks Sam- taka um kvennalista og Júlíus Sólnes formaður þingflokks Borg- araflokksins. Fastanefndir Alþingis gegna og stóm hlutverki í þingstörfum, enda ganga öll eða flest þingmál til gagngerðrar skoðunar og um- fjöllunar í einhverri þingnefnd. Hver nefnd kýs sér formann sem jafnframt er verkstjóri hennar. Helztu nefndir sameinaðs þings em fjárveitinganefnd (fjárlög), utanríkismálanefnd, allsheijar- nefnd, félagsmálanefnd og at- vinnumálanefnd. í þingdeildum starfa fjárhags- og viðskipta- nefndir, sjávarútvegsnefndir, landbúnaðamefndir, iðnaðar- nefndir, samgöngunefndir, fé- lagsmálanefndir, menntamála- nefndir, heilbrigðis- og trygginga- nefndir, auk allsheijamefnda. Sá hluti þingstarfa sem mótað- ur er og unninn á fundum forseta þingsins, á fundum þingflokka og þingnefnda fer ekki fram fyrir opnum tjöldum, það er ekki í fréttaljósi fjölmiðla. Það er aðeins sá „hluti ísjakans sem upp úr stendur", það er fundir í samein- uðu þingi og þingdeildum sem speglast út í þjóðfélagið — í fjöl- miðlum. Stundum er sá spegill spéspegill, ekki sízt þegar pólití- skir fjandvinir em leiddir til fjöl- miðlaats um hitamál. Stundum sést aðeins hluti raunvemleikans í spegilmjmdinni. Flestir frétta- menn vinna þó starf sitt trúverð- uglega. V Handbók Alþingis veitir þeim, sem kynna sér hana, margvísleg- an fróðleik um Alþingi íslendinga á 1057. ári frá stofnun þess. Alþingistíðindi, sem geyma þingslqöl og ræður þingmanna, em og ómissandi þeim sem hafa vilja „það sem sannara reynist" um þing og þjóðmálin. Útgáfumál Alþingis hafa breytzt mjög til hins betra hin síðari árin. Vonandi heldur sú þróun áfram. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Eigendaskipti á Aþenu Eigendaskipti urðu nýlega á hárgreiðslustofunni Aþenu, Leiru- bakka 36 t Breiðholti. Hinn nýi eigandi er Hrafnhildur Magnús- dóttir og með henni á myndinni er Alda Kristinsdóttir. Hár- greiðslustofan Aþena býður upp á alhliða hársnyrtingu fyrir dömur og herra. —- Stykkishólmur: Endurbyggingu Egilsenshúss senn lokið Stykkishólmi. NÚ ER senn lokið endurbyggingu á Egilsenshúsi f Stykkishólmi og er það á ný orðið prýði við aðal- götu bæjarins. í húsinu hefur verið rekin veitinga- þjónusta o.fl. frá því í júní sl. en hún hefur verið til húsa á neðstu hæð. Þá er fyrirhugað að tvær efrí hæðir hússins verði teknar í notkun í byijun júní nk. og þar er verið að innrétta 10 herbergi til gistingar í svefnpoka- plássum. Afgreiðsla Eyjaferða sf. er í Egilsenshúsi og er rekstur hússins því samtengdur Eyjaferðum. Með þessu húsi og þeirri þjónustu sem það verður er mikill vandi leyst- ur fyrir þá sem þurfa á svefnpoka- plássi að halda, en þeim fer Qölg- andi ár frá ári, með því að fólk er farið í ríkara mæli að nota sumar- leyfi sitt til að skoða sitt eigið land og kynnast því nánar. Einnig hafa erlendis gestir sóst eftir slíkum pláss- um. - Arni Egilsenshús i Stykkishólmi. Morgunblaðið/Ámi Helgason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.