Morgunblaðið - 19.04.1988, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.04.1988, Blaðsíða 2
 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. APRÍL 1988 I Víða eld- ur í sinu VÍÐA um land áttí slökkvilið og lögregla annríkt vegna sinu- bruna í gær. A Akranesi brann járnklædd skemma til kaldra kola er eldur úr sinu læstist f veggi hennar á áttunda tímanum í gærkvöldi. Slökkviliðinu í Reykjavík var tilkynnt um 12 sinuelda f ram til klukkan 22.30. Skemman, sem stóð við Sól- mundarhöfða, var í eigu útgerðarfé- lagsins Heimaskaga og var notuð sem geymsla fyrir veiðarfæri. Hún brann til grunna á klukkutíma ásamt því sem í henni var. Tjónið hefur ekki verið metið til fjár. Alls bárust fjórar tilkynningar um sinu- eld tii lögreglu á Akranesi. í Reykjavík var slökkvilið tilkvatt 12 sinnum vegna sinuelda víðs veg- ar í Reykjavík og í Kópavogi. Mest- ur viðbúnaður var á fjórða tímanum í Vatnsmýrinni en hvergi hlaust af slys eða eignatjón svo vitað sé. Trúnaðarráð Kennarafélags Reykjavíkur: Kennarar hvattírtfla^ kenna ekki í f orf öllum TRÚNAÐARRÁÐ Kennarafélags Reykjavíkur hefur skorað á kenn- ara í Reykjavík að taka ekki að sér forfallakennslu fyrr en samn- ingar hafa náðst. Þessa áskorun samþykkti ráðið á fundi fyrir rúmri viku og Sigrún Ágústs- dóttir, formaður KFR, segir að kennarar hafi tekið þessari áskor- un vel. „Fólk er orðið langþreytt á þv{ að bjarga skólastarfinu með því að bæta á sig yfirvinnu, þannig að fyr- ir suma var þetta kærkomið tæki- færi til þess að segja nei, og kannski með betri samvisku," sagði Sigrún. Hún sagði að álag kennara hefði verið mikið í vetur því mjög illa hefði gengið að útvega -forfallakennara og margir kennarar væru komnir með mikla aukavinnu strax að haustinu. í samþykkt trúnaðarráðsins segir að foreldrar geti vegna þessa búist við því að börn þeirra verði send heim fyrirvaralítið ef kennarí forfall- ist. Mjög þungt hljóðs sé i kennur- um, enda hafi fulltrúar þeirra staðið í samníngaviðræðum frá því um ára- mót án árangurs. Síðan segin „Á þessu skólaári hefur gengið verr en áður að fá kennara til starfa við Grunnskóla Reykjavfkur. Aldrei hafa eins margir réttindalausir starfað við skólana, og óhófleg yfirvinna hefur hlaðist á þá kennara sem fyr- ir eru, bæði vegna þess að kennarar fást ekki til starfa og vegna forfalla sem upp koma á skólaárinu." Seyðisfjörður: Hver með sinn brúsa fyrir mjólk Seyðisfjörður. ÞAÐ KOM berlega í ljós f óveðrinu sem gekk yfir Austur- land f síðustu viku hversu Seyð- firðingar eru háðir sam- göngum yfir Fjarðarheiði. Síðastliðinn fimmtudag urðu snjóruðningstæki að hverfa frá heiðinni vegna veðurs og mjólk- urbíllinn, sem kemur frá Egils- stöðum með mjólk fyrir bæjarbúa, komst ekki yfir heiðina. En þann- ig háttar til, að í sveitinni hér út með Seyðisfirði er stórt kúabú á Hánefsstöðum og flytur þessi sami mjólkurbfll mjólk Hánefs- staðabænda upp í Egilsstaði til vinnslu í mjólkurbúinu þar. Þegar Seyðfirðingar urðu svo mjólkur- lausir komu Hánefsstaðabændur með mjólkina sína á snjósleða inn í bæ og seldu bæjarbúum. Þetta var þá orðið alvég eins og í gamla daga, menn mættu í búðina hver með sinn mjólkurbrúsa og fengu í hann sinn mjólkurskammt. Garðar Rúnar Sjá frétt af ófærðinni og veðrinu fyrir austan á bls. 74-75. Svanh vít Hávarðardóttir eys mjólk úr og í mjólkurhrúsa. Vilhelm Adolfsson bf ður spenntur með sinn brúsa. Leyfi til útflutnings á frystum fiski til Bandaríkjanna: Tíu fyrirtæki til við- bótar sækja um leyfi LEYFI sem Vogar hf., Marbakki hf., G. Ingason hf., Stefnir hf., íslenskur gæðafiskur hf. og ís- lenska útflutningsmiðstöðin hf. fengu í október sl. til að flytja út frystan fisk á Bandaríkja- markað rennur út 30. aprfl nk. Tfu fyrirtæki í viðbót hafa sótt um útflutningsleyfi fyrir fryst- an fisk. Framkvæmda-stjórar fyrirtækjanna sex funduðu með utanrfkisráðherra í gær og sagðist ráðherra stefna að þvf að afgreiða leyfismnsoknirnar fyrir lok manaðarins. Einungis tvö fyrirtækjanna sex hafa nýtt leyfin, Vogar hf. og fslenska útflutningsmiðstöðin hf. Steingrímur Hermannsson utan- ríkisráðherra sagði við Morgun- blaðið í gær að lítil reynsla hefði fengist á þessar leyfisveitingar, þar sem aðeins eitt fyrirtækjanna hefði nýtt leyfið að marki, og það raun- ar staðið sig ágætlega. Hann sagð- ist hafa átt fundi með fulltrúum stóru útflutningsfyrirtækjanna, Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna og sjé.varafurðadeild Sambandsins, og núna með fulltrúum þessara sex fyrirtækja, og síðan byggist hann við að halda stóran fund um þessi mál. Óttar Yngvason, framkvæmda- stjóri íslensku útflutningsmið- stöðvarinnar hf., sagði að fyrirtæk- ið hefði nýlega hafið útflutning á frystum fiski til Bandaríkjanna. Eldur í lest ísbergsins ELDUR kom upp f lest flutn- ingaskipsins ísbergs er það var á siglingu undan Englands- ströndum á laugardagsmorg- uninn. Eldurinn komst f ein- angrun f lest skipsins, sem er frystískip, og var á leið til Grimsby með um 200 tonn af fiski. Slökkvistarf gekk greið- lega, að sðgn Bergs Alfþórsson- ar hjá útgerðarfélagi skipsins, Oki hf., og skaðaðist hvorki áhöfn né farmur. ísbergið hélt áf ram f ör til Grimsby að loknu slökkvistarf i og kom þangað á sunnudag. Nokkrir skipverjar voru að störfum í lestinni, sem fylltist af reyk, en þeir komust klakklaust upp og gátu lokað lestinni. Hún er einangruð með tregtendran- legri úreþankvoöu sem myndar banvænar gufur við bruna. Sjálf- slökkvibúnaður í lest vann á eldin- um á innari við klukkustund, að sögn Bergs. Hann sagði að engar skemmdir hefðu orðið á skipinu, nema einangrun hefði sviðnað á nokkrum fermetrum. Talsverður reykur var í lestinni en engar skemmdir urðu á farmi af hans völdum. Eldsupptök munu ekki vera fullkönnuð, en Bergur Álf- þórsson sagði líkur benda til að þau standi í tengslum við gastæki sem verið var að vinna með í lest- inni. ísberg er 490 tonna flutninga- skip. Eigandi er skipafélagið Ok hf. 11 manns eru í áhöfn skips- ins. Skipstjóri er Stefán Ellerts- son. Skipið losaði og lestaði í Grim8by í gær. Áður höfðu bre- skir sérfræðingar skoðað skipið og gengið úr skugga um að skemmdir væru óverulegar og fulltrúar kaupenda fullvissað sig um að reykur hefði ekki komist í farminn. Þessi útflutningur væri mjög gagn- legur til að styrkja önnur viðskipti fyrirtækisins í Bandaríkjunum en það hefði aðallega selt þar rækju og hörpudisk. Sigurður Garðarsson, fram- kvæmdastjóri Voga hf., sagði að fyrirtækið hefði flutt út smávegis af frystum fiski til Bandaríkjanna frá því í haust en formlega hefði það átt aðild að Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna fram að sl. áramót- um. Jón Gunnarsson, framkvæmda- stjóri íslensks gæðafisks hf., sagði að það borgaði sig ekki fyrir fyrir- tækið að flytja út frystan físk til Bandaríkjanna ef það fengi ein- ungis bráðabirgðaleyfí til þess eins og það hefði fengið í október sl. Jón Guðlaugur Magnússon, framkvæmdastjóri Marbakka hf., sagði að utanríkisráðherra hefði varað þau fyrirtæki, sem hefðu fengið leyfí til útflutnings á fryst- um físki til Bandarikjanna í októb- er sl., við að leggja í mikinn kostn- að vegna útflutningsins. Hann hefði sagt það væri ekki víst að leyfin yrðu endurnýjuð og því hefði fyrirtækið ákveðið að flytja ekki út frystan fisk til Bandaríkjanna að svo stöddu. Eiríkur Hjartarson, fram- kvæmdastjóri Stefnis hf., sagði að fyrirtækið hefði fengið leyfí til að flytja út frystan físk frá þeim fáu framleiðendum sem væru ekki aðil- ar að Sölumiðstöð hraðfrystihús- anna og Sambandinu en það hefði ekki nýtt sér það. Guðmundur Ingason, fram- kvæmdastjóri G. Ingasonar hf., sagði að hann hefði einungis sótt um leyfí til að flytja út flatfisk til Bandaríkjanna en ekki nýtt sér það, enda ætti hann ekki von á að leyfíð yrði endurnýjað. Grandi hf: Launahækk- unum mætt með sparnaði GRANDI hf. f Reykjavfk bregst við auknum launakostnaði vegna sfðustu kjarasamninga með sparn- aðar- og hagræðingaraðgerðum. Þegar hefur verið ákveðið að lækka viðhaldskostnað hjá fyrir- tækinu um 20 ímlljónir króna og önnur eins upphæð verður spöruð á öðruna sviðum. Þessar upplýs- ingar koma fram f nýútkomnu fréttabréfi Granda hf. Auk hins beina sparnaðar í rekstri fyrirtækisins verða gerðar breyting- ar á Norðurgarði. Þær breytingar eiga að leiða til aukinnar hag- kvæmni f fiskvinnslunni. í fréttabréf- inu er haft eftir Svavari Svavarssyni framleiðslustjóra Granda hf., að sparnaðaraðgerðir séu nauðsynlegar þar sem ekki fáist hærra verð fyrir afurðirnar á mörkuðum. Meðalfjöldi starfsmanna hjá Granda hf. var á sfðasta ári 373. Ef meðallaunahækk- unin er 10 þúsund krónur á mánuði þarf Grandi hf. þar af leiðandi að spara yfir 44 milljónir króna til að vega upp á móti þessum hækkunum, miðað við sama starfsmannafjölda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.