Morgunblaðið - 19.04.1988, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.04.1988, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. APRIL 1988 Nýi tónlistarskólinn 10 ára: Alltaf þörf fyrir tónlistarskóla - segirRagnar Björnsson skólastjóri Nýi tónlistarskólinn heldur um þessar mundir upp á 10 ára starf saf mæli sitt. í tílef ni af þvf verða haldnir tónleikar f Bú- staðakirkju í Reykjavík i kvöld, þríðjudagskvöld, og á sumar- daginn f yrsta halda nemendur ásamt nokkrum kennurum sínum norður i land tíl tónleika- halds á Akureyrí, Hvamm- stanga og í Hrafnagilsskóla. Ragnar Björnsson er stofnandi Nýja tónlistarskólans og hef ur veríð skólastjorí frá upphafi. Hann var spurður um tíldrög að stof nun þessa skóla: „Eftir að ég hætti sem organ- isti við Dómkirkjuna var mér boð- ið að starfa í Svíþjóð og þegar ég var á heimleið eftir að hafa kann- að málið ákvað ég að hafna því. Ég taldi mig heldur jafnvel vilja svelta á íslandi en starfa erlendis. Fljótiega kom upp þessi hugmynd að stofna nýjan tónlistarskóla og ég hóf að vinna að undirbúningi þess." Alltafþörf — Var ljóst að þörf væri á nýj- um skóla? „Það er alltaf þörf fyrir tónlist- arskóla því það er eins og þeir geti aldrei annað eftirspurn. Ég hafði lengi starfað við tónlistar- kennslu, var skólastjóri Tónlistar- skólans í Keflavfk og vissi að það yrði ekki vandamál að fá nemend- ur. Eftir að ríki og borg höfðu samþykkt stofnun skólans og að taka þátt í kostnaði eins og gert er ráð'fyrir í lögum var mér ekk- ert að vanbúnaði. Ég fékk nokkra reynda kennara til liðs við mig og skólinn fékk inni í þremur stofum í Breiðagerðisskóla. Nýi tónlistarskólinn var fyrstu þrjú árin í Breiðagerðisskóla en flutti síðan í nærri 500 fermetra húsnæði við Armúla þar sem eru 7 kennslustofur og allstór salur, sem notaður er til hljómsveitaræf- inga." Segir Ragnar húsnæðið vel nýtt enda nemendur tæplega 300 og stundum þarf að kenna á skrif- stofu skólastjórans. Kennarar eru 24 og fer mikið af kennslunni fram á eftirmiðdögum og einnig er kennt á laugardögum. Yfirkennari píanódeildar er Rögnvaldur Sigur- jónsson, Pétur Þorvaldsson og Árni Arinbjarnar eru yfirkennarar strokdeildar og Sigurður Demetz yfirkennari söngdeildar. „Við höfum kennt á flest hljóð- færi nema hvað nokkuð hefur vantað á blásturshljóðfærin. í haust verður þeim hins vegar bætt við og þá getum við smám saman bætt þeim í hljómsveit skól- ans. Fram að þessu höfum við lagt áherslu á að byggja upp strok- hljóðfæradeild sem nú er orðin nokkuð' öflug." Píanóið áhugavert Tveir nemendur Ragnars Björnssonarí píanóleik eru þeir Arinbjörn Árnason og Friðrik Guðnason. „Ég er búinn að læra í nærri 10 ár," segir Arinbjörn, sem er 17 ára, „og tek ég burt- fararpróf í vor og á tónleikaferða- laginu norður spila ég eitt verk af þeim sem ég leik á burtfarar- prófstónieikunum." „Ég tek í vor próf upp í 7. stig," segir Friðrik, sem er 14 ára og hefur verið 6 ár í Nýja tónlistar- skólanum. „Ég valdi píanóið af því að mér fannst það áhugavert hljóðfæri og það verður bara að koma í ]jós hver ferillinn verður." Nýi tónlistarskólinn starfar þannig á svipaðan hátt og aðrir tónlistarskólar, tekur nemendur inn á byrjunarstigi eða lengra komna og kennir þeim allt fram á háskólastig og reyndar áfram ef svo ber undir. Skólinn hefur þó lagt sérstaka áherslu á eitt atriði umfram önnur Áhersla á hópkennslu „Það er hópkennslan. Við tók- um strax upp nýtt form í kennsl- unni — það að hafa nokkra nem- endur saman t tímum en það fer eftir kennurum og nemendum hvernig það er útfært nánar. Allir nemendur fá vissulega einkatima sína eins og jafnan í hljóðfæra- kennslu en hlutfall hóptíma er meira hjá okkur. Ragnar Björnsson skólastjóri Nýja tónlistarskólans. Kostir þess eru einkum þeir að nemandinn fær strax reynslu af því að spila fyrir aðra, hlusta á aðra spila og gagnrýna það og hann lærir líka að venja sig við sviðsskrekk ef svo má segja. Þetta getur líka vakið upp nokkra keppni meðal nemenda sem ég held að sé holl í tónlistarnámi, ekki síst fyrir þá sem ætla að leggja tónlist fyrir sig. Þeir þurfa sífellt að standa í einhvers konar samkeppni þegar þeir koma út á tónlistar- brautina. Hins vegar koma líka þau tíma- bil í náminu að þetta hentar alls ekki fyrir nemandann og þá leggj- um við alla áherslu á einkatímana. í þessu sambandi mætti þó minn- ast á eitt atriði sem mér finnst mikilvægt að nemendur kynnist en það er að kenna sjálfir. Það er holl reynsla fyrir þá að segja yngri nemendum til, á því læra menn mikið og ég reyni að gefa nemendum tækifæri til þess á hentugum tíma í náminu." Tónleikaferðalag Sem fyrr segir minnist Nýi tón- listarskólinn 10 ára afmælisins með tónleikum í Bústaðakirkju í kvöld og hefjast þeir kl". 20.30. Þar koma fram nokkrir nemendur úr framhaldsdeild. Leikin verða verk eftir Mozart, Granados, Beet- hoven, Chopin, Deberiot, Árna Harðarson, Ravel og Vivaldi. Eru þetta bæði einleiks- og kammer- verk, fram kemur strokhljómsveit undir stjórn Árna Arinbjarnar og sinfóníuhljómsveit nemenda og kennara skólans sem Ragnar Björnsson stjórnar. Síðar í vikunni verða síðan haldnir tónleikar á nokkrum stöðum á Norðurlandi. A æfingu. Morgunbiaðíð/Þorkeil Sinfóníuhljómsveit skipuð nemendum og kennurum kemur fram á tónleikunum i kvöld. Grímsnes: Ný kolsýruverksmiðja vígð á Hæðarenda Selfossi. Ný verksmiðja, Kolsýruvinnsl- an hf., á Hæðarenda f Grímsnesi var f ormlega tekin f notkun fyrir skömmu. Arsframleiðsla verk- smiðjunnar er 320-400 tonn og unnt er að auka hana. Kolsýran er unnin úr borholu sem er skammt frá verksmiðjunni og gefur hún um eitt kíló á sólar- hring. Að undangengnum mælingum sem búnaðarfélag hreppsins stóð fyrir var borað á Hæðarenda 1983. Rannsóknir á holunni sýndu að hún gaf mjög hreina kolsýru og var því mjög álitleg til virkjunar. 24. janúar 1987 var stofnað hlutafélag um verksmiðjuna og reist 200 fermetra verksmiðjuhús. Heildarkostnaður við verksmiðjuna er um 15 milljónir króna. Vélabúnaður verksmiðjunnar er þýskur og mjög sjálfvirkur. Við verksmiðjuna mun starfa einn maður í fullu starfi og annar í hálfu starfi. Arsnotkun kolsýru hér á landi er um 450-500 tonn, mest við iðnað. Verksmiðjan á Hæðarenda framleið- ir mjög ódýra kolsýru og getur boð- ið hana á hagstæðu verði. Það getur leitt til þess að gróðurhúsabændur telji hana arðvænlega við gróður- húsaræktun. Verði af því má gera ráð fyrir að ársþörfin á kolsýru verði 1500 tonn. Guðmundur Sigurðsson, Hæðar- enda, er formaður stjórnar Kolsýru- vinnslunnar hf., Birgir Sigurðsson, Hæðarenda, og Böðvar Pálsson, Búrfelli, eru meðsjómendur. Birgir fer með framkvæmdastjórn fyrir- tækisins. — Sig. Jóns. Jón örn Bjarnason efnafrœðing- ur hjá Orkustofnun, Pétur Sig- urðsson efnafræðingur og stjórnarmennirnir Guðmundur Sigurðsson, Hæðarenda, Birgir Sigurðsson, Hæðarenda, og Bððvar Pálsson oddvití, BúrfeUi. Séð heim að Hæðarenda, verk- smiðjan er fremst á myndinni. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.