Morgunblaðið - 19.04.1988, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. APRÍL 1988
39
Eyjólfur Konráð Jónsson
„Sjálfstæðisflokkurinn
er í miklum vanda. Ef
hann lætur enn neyða
sig til að hverfa frá
skoðunum flokks-
manna og markaðri
stefnu, eins og gerðist
sl. haust, hlýtur það að
leiða til stórfelldra
vandræða innan flokks
og utan, enda „stjórnar-
stefnan“ þá endanlega
gengin sér til hóðar.“
fastari tökum, þ.e.a.s. herða enn á
„aðgerðum" og „ aðhaldi" — með
öðrum orðum að efla enn þá óskyn-
samlegu kollsteypu sem kunngerð
var 10. október og kveikti kaup-
æði, meiri ríkissjóðshalla og óða-
verðbólgu. Og ekki láta kratar á
sér standa þegar stjómljmdið ber á
góma og eru þeir þegar famir að
gæla við nýja skatta og minni pen-
inga í eigu almennings og atvinnu-
vega. Gott ef þeir efna ekki bráðum
til samkeppni um hugsanlega
skatta og fiöimlegar nafngiftir.
Sjálfstæðisflokkurinn er í mikl-
um vanda. Ef hann lætur enn neyða
sig til að hverfa frá skoðunum
flokksmanna og markaðri stefnu,
eins og gerðist sl. haust, hlýtur það
að leiða til stórfelldra vandraeða
innan flokks og utan, enda „stjóm-
arstefnan" þá endanlega gengin sér
til húðar.
Þetta tel ég mér skylt að segja
nú þegar, því að aðrar leiðir eru
ekki einungis færar heldur augljós-
ar, ef menn hætta að láta stjómast
af tölvuútreikningum sem sýna
bara annan dálkinn. Mannleg við-
brögð reikna tölvumar ekki þótt
kerfiskratar og framsóknarmenn
haldi sig skilja þau — eða varðar
þá kannski ekkert um þau.
„(Og allt með glöðu geði
er gjaman sett að veði)!
Höfundur er aiþingiamaður Sjálf-
atæðiaflokks fyrir Reykjavíkur-
kjördæmi.
Gangtruflanir í flugvél:
Lending undirbúin
á Suðurlandsvegi
MINNSTU munaði að flugmaður lítillar flugvélar þyrfti að lenda
henni á Suðurlandsvegi við Sandskeið síðdegis á sunnudag vegna
vélartruflana. Lögreglan í Reykjavík gerði ráðstafanir tíl þess að
loka veginum, en tíl þess kom þó ekki þar sem hreyfiU flugvélar-
innar tók við sér á ný og flugmaðurinn lenti heUu og höldnu á
ReýkjavikurflugveUi.
„Þetta var ekkert mál, svona álíka
og ef það hefði sprungið dekk á
bíl hjá gamalli konu,“ sagði Eirík-
ur Haraldsson, flugmaður vélar-
innar. „Ég var á sveimi við Sand-
skeið þegar mótorinn fór að hiksta,
en hann drap þó aldrei alveg á
sér. Ég ætlaði að lenda á Sand-
skeiðsvellinum, en það var ófært
vegna snjóa, og ég fékk þá ábend-
ingu frá flugtuminum um að lenda
á veginum ef mótorinn tæki ekki
við sér aftur. Það gerði hann þó
sem betur fór, líklega var þetta
aðeins smávægileg ísing.“
Eiríkur sagðist hafa verið salla-
rólegur allan tímann og aldrei
haldið sig í verulegri hættu. „Þetta
eru viðbrögð, sem okkur eru kennd
í flugnáminu, að halda rónni og
gera hlutina rétt,“ sagði hann.
Hjá lögreglunni í Reykjavík
fengust þær upplýsingar að fjórir
lögreglubílar og sjúkrabíll hefðu
verið sendir að Litlu kaffistofunni
við Suðurlandsveg og lögreglu-
menn hefðu verið í viðbragðsstöðu
að loka veginum. Ekki kom til
þess og lenti flugvélin í Reykjavík
rúmum tuttugu mínútum eftir að
lögreglan var kölluð út.
Lýsi hf.:
Sjálfboðaliða leitað
tU rannsókna á lýsi
LÝSI hf. leitar eftir sjálfboðaliðum til að taka þátt í tilraun þar
sem rannsökuð verða áhrif lýsis á vítamínbúskap. Óskað er eftir
einstaklingum sem annars vegar hafa tekið ufsa- eða þorskalýsi
daglega í 5-10 ár og hins vegar þeim sem ekki taka lýsi. Æskilegt
er að þátttakendur séu á aldrinum 45-65 ára. Rannsókn þessi er
gerð í samvinnu við háskólann í Wisconsin og með aðstoð Hjarta-
vemdar.
í frétt frá Lýsi hf. segir að á
undanfómum árum hafi töluverð
umræða átt sér stað hér á landi
sem annars staðar um hollustu
þorskalýsis. Rannsóknir hafí leitt
í ljós að iýsi vinni gegn kransæða-
og hjartasjúkdómum auk þess að
hafa jákvæð áhrif á kvilla s.s.
liðagigt. Það sem hafí opnað augu
vísindamanna fyrir eiginleikum
lýsis voru rannsóknir á fítusam-
setningu þess. Lýsi innihaldi mikið
magn fjölómettaðra fitusýra af
svokölluðum Omega-3 flokki sem
gegni mjög mikilvægu hlutverki í
vömum líkamans gegn hjarta- og
æðasjúkdómum.
Lýsi inniheldur einnig A og D
vítamín, sem eru fituleysanleg.
A-vítamín er nauðsynlegt fyrir
sjón og heilbrigði húðar, D-vítamín
stuðlar að nýtingu kalks og fos-
fórs auk þess sem það stuðlar að
vexti og viðhaldi beina. En þó
þessi vítamín séu nauðsynleg
mannslíkamanum, geta þau verið
hættuleg í of mikiu magni. Hyggst
Lýsi hf. kanna frekar áhrif lýsis
á vítamínbúskap með áðumefnd-
um tilraunum.
AF ERLENDUM VETTVANGi
eftir LARS LUNDSTEN
0
Alandseyjar:
Hægri flokkar mynda fyrstu
pólitísku landsljórnina
í ÞESSARI viku tekur fyrsta þingræðislega landstjórnin við
völdum á Álandseyjum. Eyjaskeggjar hafa búið við sjálfsstjórn
áratugum saman, en samkvæmt lagabreytingu, sem nú hefur
öðlast gildi, er gert ráð fyrir að landstjómin verði mynduð
þingræðislega. f fyrstu landstjórninni sitja fulltrúar úr þremur
flokkum: hægri flokknum „Frisinnad samverkan,“ Miðflokkn-
um og Frjálslynda flokknum. í stjómarandstöðu em jafnaðar-
menn, græningjar og óháðir. Stjórnin er tiltölulega sterk meiri-
hlutastjóra, nýtur stuðnings 22 þingmanna af 30 á landsþingi
Álendinga.
Landsþingið hefur umboð til
að selja lög um ýmis mál sem
varða Álendinga. Álensku um-
ferðarlögin eru til að mynda frá-
brugðin þeim finnsku. Á meginl-
andinu má til dæmis aka á 60,
80, 100 eða 120 kílómetra hraða,
en á Álandseyjum er hámarks-
hraðinn 50, 70 eða 90 kílómetrar
á klukkustund. Álenska skóla-
Með brejdingunum á heima-
stjómarlögunum, sem nú
hafa gengið í gildi, er gert ráð
fyrir að Álendingar fái aukið
ákvörðunarvald og að áhrif ríkis-
stjómarinnar í Helsinki minnki.
Líta má á þessa eyþjóð sem litla
bróður Finna, og eyjaskeggjar
virðast nokkuð ánægðir með
það. Fáir þeirra vilja sænsk yfirr-
áð á eyjunum, og álenska sjálf-
stæðishreyfingin hlaut mjög lítið
fylgi í þingkosningunum í haust.
Deila Svía og Finna
um Alandseyjar
Álendingar fengu sjálfsstjóm á
þriðja áratugnum, en þá ákvað
Þjóðabandalagið að Finnar skyldu
halda yfirráðum á eyjunum. Éftir
að Finnar hlutu sjálfstasði árið
1917 gerðu Svíar tilkall til
Álandseyja og margir eyjaskeggj-
ar voru hlynntir því að Álandseyj-
ar yrðu hluti Svíaríkis. Þar sem
Álendingar höfðu sænsku að móð-
urmáli þótti þeim ekki við hæfi
að þurfa að lúta jrfirráðum finn-
skumælandi yfírvalda. Deilan um
eyjamar olli mikilli spennu milli
Finna og Svía, en rfkisstjómir
þeirra féllust á að fela Þjóða-
bandalaginu að úrskurða í málinu.
Sumir hafa fullyrt að Álandseyja-
málið sé í raun eina deilumál
tveggja þjóða sem Þjóðabandalag-
ið hafi getað leyst.
Sérstök réttindi
Alendinga
í úrskurðinum var gert ráð fyr-
ir að Finnar héldu yfírráðum á
eyjunum, en þeim bæri hins vegar
að virða rétt Álendinga til að tala
eingöngu sænsku. Samkvæmt
sjálfsstjómarlögunum eru
Álandseyjar nú eina svæðið í
Finnlandi þar sem ekki ber að
mæla á finnska tungu á vegum
hins opinbera. Finnskumælandi
Finnum rejmist erfitt að setjast
að á eyjunum, meðal annars
vegna þess að böm þeirra þurfa
að ganga í skóla þar sem sænska
er töluð.
Einnig hafa verið settar hömlur
á fasteignakaup Finna á eyjunum.
Álendingar fá ennfremur sjálf-
krafa sérstakan „ríkisborgara-
rétt“, „hemortsrátt", en aðkomu-
menn þurfa að búa á eyjunum í
nokkur ár og uppfylla viss skil-
yrði, meðal annars tala góða
sænsku, til að öðlast þar sömu
réttindi. Mörgum Finnum finnst
þetta bera vott um kynþáttaof-
stæki, en Álendingar segjast að-
eins vilja varðveita menningararf
sinn.
Enginn her
Finnska ríkisstjómin fer með
Frá landsþingi Álandseyja.
utanríkismál Álendinga. Álend-
ingar og Finnar sitja við sama
borð að því lejrti. Einn helsti mun-
urinn á Álandseyjum og Finnlandi
er sá að á Álandseyjum er enginn
her, og Álendingar þurfa ekki að
gegna herskyldu. Ástæðuna má
rekja til Krímstríðsins svokallaða,
sem háð var á árunum 1853-56,
þegar Finnland var sjálfsstjómar-
svæði í Rússaveldi. Eftir að Finnar
höfðu tapað því stríði lögðu sigur-
vegaramir, þar á meðal Bretar,
fram þá kröfu að enginn her jrrði
á Álandseyjum.
Landstjórnin var áður
embættismannanefnd
Álendingar eru um það bil
23.000 talsins, næstum helmingi
færri en _ Færeyingar. Stjómar-
hættir á Álandseyjum og Færeyj-
um eru mjög líkir. Álendingar
kjósa einn þingmann á þjóðþing
Rnna, auk þess sem þeir kjósa
fulltrúa á álenska landsþingið.
Samkvæmt lögunum sem nú öðl-
ast gildi verður landstjómin að
njóta stuðnings meirihluta á
landsþingi. Áður var hún f raun
aðeins embættismannanefnd.
kerfíð er einnig nokkuð frábrugð-
ið því fínnska. Álenskir nemendur
þurfa til að mynda ekki að stunda
jafnmikið finnskunám og sænsku-
mælandi Finnar á meginlandinu.
Vilja álenska fánann
á álensk skip
Álendingar hafa ætíð verið
miklir sjómenn. Fyrrum áttu þeir
stór seglskip sem fluttu hveiti frá
Astralíu til Evrópu, en nú reka
þeir einna helst bílferjur. Feijus-
amgöngur milli Finnlands og
Svíþjóðar er drjúg tekjulind fyrir
Álendinga, og þar að auki koma
margir ferðamenn við á skerja-
garðinum, _sem er undirstaða at-
vinnulífs Álendinga. Álendingar
eiga einnig feijur sem flytja far-
þega og bifreiðar milli Bretlands
og Frakklands, auk skemmti-
ferðaskipa sem sigia um Karíba-
haf. Því er ef til vill skiljanlegt
að þeir vilji fá að nota álenska
fánann á áienskum skipum.
Finnsk stjómvöld hafa hins vegar
hafnað þeirri ósk.
Höfundur er fréttaritari
Morgunblaðsins í Finnlandi.