Morgunblaðið - 19.04.1988, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 19.04.1988, Blaðsíða 62
62 4 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. APRÍL 1988 Halldór Runólfs- son — Minnmgarorð Fæddur 24. júlí 1939 Dáinn 20. apríl 1988 Fyrir utan gluggann minn sendir sólin vermandi geisla sína á síðustu leifamar af skaflinum sem lengi vetrar hefur haft þar bólfestu. Vor- ið er á næsta leiti, en Dóri, vinur minn, mun ekki líta það með mér. Hann er nú lagður af stað í ferðina miklu, þá ferð sem við öll munum takast á hendur fyrr eða síðar. Þegar góður vinur er svo skyndi- lega hrifinn á brott í blóma lífsins er sem kvamist úr múrum þeirrar byggingar er geymir þau djásn okk- ar er mölur og ryð fá ei grandað. Þrátt fyrir að Dóri hafi um skeið verið haldinn þeim sjúkdómi sem svo margan hefur lagt að velli kom kallið mér á óvart. Nokkrum dögum áður, á föstudaginn langa, komu þau hjónin í heimsókn til okkar hér í Borgarfjörðinn. Dóri, glettinn að vanda, vildi ekki gera of mikið úr veikindum sínum og lagði að mér, er við kvöddumst á hlaðinu að koma með sér á vorfagnaðinn í félaginu okkar. Ekki gmnaði mig þá að þetta yrði okkar kveðjustund. En fljótt skipast veður í lofti og enginn veit fyrir sinn næturstað. Dóri var borinn og bamfæddur Reykvíkingur. Foreldrar hans voru þau Runólfur Runólfsson, leg- steinasmiður, og Magdalena Bjamadóttir og var hann næst yngstur fjögurra systkina. Þann 1. maf 1959 gekk hann að eiga eftirlifandi konu sína, Björgu Stefánsdóttur. Voru þau hjónin mjög samrýnd og saman gengu þau þá götu sem forlögin buðu þeim. A heimili þeirra þótti mér ávallt gott að koma og fór ég þaðan jafn- an ríkari en ég kom. Þeim varð tveggja bama auðið, en þau eru: Stefán, fæddur 16. mars 1959, og Jóhanna Sigríður, fædd 20. mars 1961, og bamabömin eru þijú. Fyrstu kynni mín af Dóra vom er ég gekk í JC-hreyfínguna 1974. Hann var þá félagi í JC í Kópavogi en ég í JC-Reykjavík. Svo ötull JC-félagi sem Dóri var fór ekki hjá þvi að leiðir okkar lægju fljótlega saman innan JC. Mér virtist Dóri vera allstaðar nálægur þar sem eitt- hvað var um að vera, hvort heldur námskeið, fundir eða mannfagnað- ur. Fljótlega fómm við að starfa saman að ýmsum verkefnum innan hreyfíngarinnar og lærðist mér þá að meta mannkosti þessa snaggara- lega félaga er jafnan tókst á við sérhvert verk af þeirri elju og sam- viskusemi sem einkenndi hann svo mjög. Hann var góður ræðumaður, hvassyrtur andstæðingur í kapp- ræðum, snöggur til svars og orð- heppinn enda vel fróður og kunni ógrynni gamansagna er hann gjam- an nýtti sér í andsvömm. Margar ferðir fómm við Dóri saman til námskeiðahalds, oft landshorna á milli og betri ferðafé- laga varð ekki á kosið. Hressileiki hans, glettni og mikil lífsorka gerðu löng og oft erfíð ferðalög okkar að sannkölluðum skemmtiferðum. Já, þetta vom gáskafullar stund- ir fullar af ævintýmm sem dregin vom fram úr fylgsnum hugans og færð í þann búning að ekki mátti greina hvar draumurinn tók við af raunvemleikanum. Dórí var frábær leiðbeinandi, hann undirbjó sig jafnan af mikilli nákvæmni og lagði metnað sinn í að sérhvert námskeið sem hann leiðbeindi á mætti skila þeim er það sóttu sem bestum árangri. Fjöldi þeirra námskeiða sem hann hefur leiðbeint á, bæði innan JC svo og á öðmm vettvangi, er orðinn æði mikill. Fyrir mikil og vel unnin störf innan JC hlaut hann margar viður- kenningar. Hann var m.a. senator og einn af fyrstu heiðursfélögum hreyfíngarinnar. Eftir að störfum hans innan JC lauk tók hann að starfa af fullum krafti á öðrum félagslegum vett- vangi, og veit ég að þar lagði hann ekki síður áherslu á að skila góðu starfí. Dóri var mikill áhugamaður um stangveiði og kunni hann vel að njóta þess að standa hvort heldur var í ólgandi straumiðu laxár eða á bökkum heiðarvatns þar sem sil- ungurinn leyndist í djúpinu. Þá var hann í essinu sínu fjarri skarkala- heimsins, í snertingu við náttúm þessa lands sem hann unni svo mjög. Sérstaklega er mér minnisstæð veiðiferð sem við fómm saman að litlu íjallavatni fyrir nokkmm ámm. Veður var milt og stillt, aðeins ýrði úr lofti og þótti okkur félögunum, sem þetta mundi vera hið ákjósan- legasta veiðiveður. Tregt reyndist þó um afla og þegar húmaði að kveldi birti til svo hvergi gat að líta skýhnoðra á himni. Sólroði baðaði vesturlofið og vatnið gárað gullnum vef sólstaf- anna rann saman í eitt við himin og jörð. Kyrrðin var algjör og jók áhrif þessarar ójarðnesku sýnar. Á slíkum stundum hættir maðurinn að vera til, hann verður hluti af þeirri eilífð sem ekki verður mæld í tíma né rúmi. Hversu langan tíma við stóðum þama baðaðir þessu gliti hnígandi sólar veit ég ekki, en skjmdileg sporðskvetta við vatnsbakkann vakti okkur aftur til þeirrar vitund- ar sem tilheyrir þessum heimi. Að upplifa slíkar stundir er sérstök til- fínning sem ekki verður tjáð með orðum, enda töluðum við félagamir ekki margt meðan við tókum saman föggur okkar og lögðum af stað til byggða. Nú hafa leiðir skilist um stund, og ekki fleiri veiðiferðir famar í bráð. Þess vænti ég þó, að þegar við hittumst aftur verði Dóri búinn að setja saman stöngina svo við fáum tyllt okkur á bakka þeirra heiðavatna þar sem sól rennur ei til viðar né váfstur veraldlegra daga heftir hug. Ég er forsjóninni þakklátur fyrir að hafa kynnst Dóra og eignast vináttu hans. Um leið og ég þakka honum sam- fylgdina sendi ég ástvinum hans samúðarkveðju. Og því varð allt svo hljótt við helfregn þína sem hefði klökkur gígjustrengur brostið. Og enn ég veit margt hjarta, harmi lostið. Sem hugsar til þín alla daga sína. En meðan árin þreyta hjörtu hinna, sem horfðu eftir þér í sárum trega, þá blómgast enn, og blómgast ævinlega, þitt bjarta vor í hugum vina þinna. , (T.G.) Bergþór G. Ulfarsson Kveðja frá Kvennadeild Styrktar- félags lamaðra og fatlaðra í minn- ingu Halldórs B. Runólfssonar, hann andaðist á Landspítalanum 10. þ.m. eftir stutta legu. Fyrir fáeinum vikum sátu nokkr- ir fundargestir SLF að spjalli og spilum á Háaleitisbraut 11. Þar á meðal Halldór B. Runólfsson, sem kvaddur er í dag aðeins 48 ára að aldri. Enginn, sem ekki þekkti til og var þar staddur, hefði látið sér detta í hug að hann væri svo veikur og ætti skammt eftir ólifað, því þar var hann kátastur allra, glettinn og ævinlega með gullkorn á vörum og hélt uppi glaðværðinni sem mér hefur alltaf fundist einkenna hann. Hann hefur ásamt eiginkonu t Eiginmaður minn og fósturfaöir, sonur okkar, bróðir og tengdasonur. t Útför KARL GUÐMUNDSSON HILDAR GEIRFINNSDÓTTUR, stýrimaður, Sniðgötu 3, Dalsbyggð 3, Garðabæ, Akureyri, lést sunnudaginn 17. april. sem lést 4. apríl sl., hefur farið fram i kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum auðsýnda samúð. Hólmfriður Sigurðardóttir, Sigurður Karl Magnússon, Hrefna Árnadóttir, Guðmundur Karlsson, Kristófer Vilhjálmsson, Ásdís, Hrefna og Anna Guðmundsdætur, Hildur Friðleifsdóttir, Anna Jónsdóttir, Sigurður Jóelsson. Kristófer Arnar. t Eiginmaður minn, t EINAR ÞORLEIFSSON, Móðir okkar, tengdamóðir og amma, Faxabraut 68, LIUA VIKAR FINNBOGADÓTTIR Keflavík, frá Galtalæk, er látinn. Starmýri 8, Ingibjörg Garðarsdóttir. Reykjavik, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 20. apríl kl. 13.30. + Finnbogi Vikar Guðmundsson, Þúður Guðmundsdóttir, Margrét Vikar Guðmundsdóttir, Edda Vikar Guðmundsdóttir, Sigurgísli Sigurðsson, 1 Móðir mín og tengdamóðir, Sólveig Vikar Guðmundsdóttir, Þorkell P. Pálsson. GUNNHILDUR ODDSDÓTTIR frá Neskaupstað, ■ til heimilis að Vallartúni 1, _L Keflavik, T lést á hjartadeild Landspítalans 17. april sl. 1 Guðrún Ármannsdóttir, Ásgeir Sigurðsson. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi. ALFREÐ ELÍASSON fyrrv. forstjóri, t Faðir okkar, tengdafaðir og afi, BJÖRN FINNBOGASON frá Hítardai, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavik miðvikudaginn 20. april kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlega afþökkuð en þeim sem vilja minnast hins látna er bent á flugbjörgunarsveitina. Kristjana Milla Thorsteinsson, Áslaug Alfreðsdóttir, Ólafur Örn Ólafsson, Haukur Alfreðsson, Anna Lísa Björnsdóttir, Ragnheiður Alfreðsdóttir, Felix Valsson, Katrín Alfreðsdóttir, Árni Snæbjörnsson, Geirþrúður Alfreðsdóttir, Ingvar Kristinsson, er látinn. Pétur Björnsson, Sigrún Jónsdóttir, Guðbrandur Gunnar Björnsson, Erla Sigurðardóttir Elías Örn Alfreðsson og börn. og barnabörn. sinni, Björgu Stefánsdóttur, verið einn ötulasti og bezti stuðnings- maður og hjálparhella okkar í SLF, avallt reiðubúinn, hvort var sem stjómandi eða ráðgjafí og heimili þeirra ætíð opið félagskonum með ýmis vandamál. Það eiga margir eftir að sakna hjálpsemi Halldórs og minnast gamalla fjáröflunar- skemmtana þar sem hann var við stjómvölinn. Við sendum Björgu og bömum þeirra okkar innilegustu samúðar- kveðjur og biðjum þeim blessunar um ókomin ár. Vor ævi stuttrar stundar er stefnd til drottins fundar, að heyra lífs og liðins dóm. En mannsins sonar mildi skal máttug standa í gildi. Hún boðast oss í engils róm. (E. Ben.) F.h. Kvennadeildar Styrktarfé- lags lamaðra og fatlaðra. G.S.J. 10. apríl sl. andaðist á Landspít- alanum vinur okkar og félagi Halld- ór Runólfsson til heimilis á Baldurs- götu 28, Reykjavík. Það er erfítt að trúa því þegar fólk á besta aldri og í blóma lífsins fellur frá en samt verða allir að sætta sig við að ka.ll- ið kemur fyrr eða síðar. JC Kópavogur átti því láni að fagna að Halldór var einn af stofn- endum félagsins, hann var um ára- bil í stjóm þess og einn af fyrstu forsetum JC Kópavogs. Með Hall- dóri er genginn einn af hæfustu leiðbeinendum JC-hreyfíngarinnar sem við í JC Kópavogi nutum f ríkum mæli, hann var góður ræðu- maður og flutti oft smellnar og stór- skemmtilegar ræður við hin ýmsu tækifæri, Halldóri var gefíð að sjá jákvæðu hliðamar á málunum, einnig var hann gæddur ríkri kímni- gáfu og gat bent okkur hinum á broslegar hliðar grafalvarlegra mála, slíkur maður var Halldór. Þó er okkur efst í huga hversu heiðar- legur hann var í samskiptum sínum við annað fólk. Við viljúm þakka Halldóri fyrir samfylgdina og biðj- um Guð að gefa Björgu, Stefáni, Jóhönnu og öðmm ættingjum styrk í þeirra miklu sorg. Guðmundur Þ. Jónasson, Magnús Harðarson. Fyrir rúmum 26 ámm kynntist ég Halldóri Runólfssyni, sem bjó þá ásamt konu sinni, Björgu Stef- ánsdóttur, og tveimur bömum þeirra á Hverfisgötu 40. Á þvf heimili var ákaflega gest- kvæmt, enda staðsett í hjarta mið- bæjarins, og þau hjónin ávallt svo hressileg, með opið hús og bros á vör. Það sem ég tók svo sérlega vel eftir, við fyrstu kynni, var hversu samhent og hamingjusöm þau vom, enda fór það svo að aldrei vom þau nefnd öðm vísi en Lilla og Dóri, því þau vom eitt. Ég minnist þess atburðar, þegar ég eignaðist mitt fyrsta bam. Það ríkti spenna í loftinu, þar sem bam- ið gat fæðzt á afmælisdaginn hans, en fæddist svo ekki fyrr en daginn eftir. Síðar sagði hann við mig: „Jæja, ég ætti ekki að vera upptek- inn á afmælinu hennar, og ætti því að geta mætt í veizluna." Svona vom tilsvör hans 'og hressleiki, full af glensi og gríni. Ef ég kom til þeirra hjóna niður- dregin eða svekkt út í tilvemna, fékk ég ávallt hvatningu og skiln- ing, og fór frá þeim eins og ný og betri manneskja. Fyrir rétt rúmum mánuði frétti ég að Dóri væri búinn að vera mik- ið veikur og ganga í gegnum mikla læknismeðferð. Mér fannst þessi frétt koma eins og þmma úr heiðskíru lofti, og gat ekki trúað þessu. Til að vita vissu mína hringdi ég, og var mér þá sagt, að öll þessi veikindi væm um garð gengin, og batavonir mjög góðar. Mér létti stórlega og hugsaði eftir símtalið: „Guði sé lof, að þetta gekk yfír.“ Éinnig hugsaði ég um það, hvað alltaf væri gaman að heyra frá þeim. Ekkert nema bjartsýnin og hressleikinn, og ósk um að nú ætti ég að koma í héimsókn. Ég var
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.