Morgunblaðið - 19.04.1988, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 19.04.1988, Blaðsíða 28
1 28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. APRÍL 1988 Heimavist Fjölbrautaskólans á Sauðárkróki. Sauðárkrókur: Morgunblaðio/Björn Björnsson Viljum gefa Islendingum tækifæri á að njóta skagfirskrar náttúru og sögu — segir Jón Gauti Jónsson um starfsemi nýstofnaðs fyrirtækis, Áning — ferðaþjónusta hf. Sauðarkróki. Á SÍÐASTA ári stofnuðu fimm fjölskyldur á Sauðárkróki hluta- félag undir nafninu Áning — ferðaþjónusta hf. Þetta hlutafé- lag, þó ungt sé að árum, mun þegar í sumar hasla sér völl á Sauðárkróki í sambandi við gist- ingu og veitingar fyrir ferðafólk. Hefur Áning tekið á leigu heima- vist fjölbrautaskólans til rekst- urs sumarhótels, en einnig kennslustofur í grunnskólanum til svefnpokagistingar svo og mun Áning annast tjaldsvæði bæjarins. I kynningarbæklingi um starf- semina kemur meðal annars frarn að ýmislegt er innifalið f gistingu á hótelinu og svefnpokagistingunni sem ekki mun tíðkast annars stað- ar, svo sem frír aðgangur að golf- velli Sauðárkróks og sundlauginni, veiði og óvæntar uppákomur undir borðhaldi. Þá verður ávallt hægt að fá leigða hesta til þess að bregða sér á bak eftir kvöldmat, eða til lengri útreiðartúra. Til að fræðast litlu nánar um starfsemi þessa n#ja fyrirtækis var leitað til Jóns Gauta Jónssonar leið- beinanda við Pjölbrautaskólann, en hann hefur einkum séð um undir- búningsstarfið og kynninguna það sem af er. Náttúru verndarráð og Ferðaraálaráð góðir skólar En í uppafi: Hver er Jón Gauti Jónsson? „Ætli sé ekki fyrst að geta þess að ég er Þingeyingur, nánar tiltek- ið eru foreldrar mínir Jón Sigur- geirsson frá Helluvaði í Mývatns- sveit og Ragnhildur Jónsdóttir frá Gautlöndum. Eftir stúdentspróf frá Menntaskólanum á Akureyri lá leið- in í Bændaskólann á Hvanneyri í almennt búfræðinám en síðan í Háskóla íslands, þar sem ég lauk BS-prófi í landafræði og sögu árið 1978. Síðustu árin í námi var ég farinn að vinna hjá Náttúruverndar- raði, þar sem ég ílengdist síðan og starfaði meira og minna til ársins 1985, þar af síðustu þrjú árin sem framkvæmdastjóri. Á þeim tíma sat ég einnig í Ferðamálaráði Islands. Báðar þess- ar stofnanir voru mér mjög góður skóli, varla hægt að hugsa sér hann betri. Á þessum tfma ferðaðist ég mikið, bæði innanlands og utan og kynntist ótölulegum fjölda af góðu fólki, sem ég veit að á eftir að koma mér til góða hvað varðar þessa starfsemi. Ég hætti síðan, eins og áður sagði hjá Náttúruvemdarráði og fluttist til Sauðárkróks, þar sem ég hef siðan verið leiðbeinandi við Fjölbrautaskólann auk ýmissa ann- arra hjáverka." íslendingar geta tekið við fleiri ferðamönnum Nú ert þú farinn að vinna að ferðamálum. Er það ekki í vissri andstöðu við þitt fyrra starf að náttúruverndarmálum? „Hrein, óspillt náttúra er auðlind, auðlind sem langflestir eru sam- mála um að eðlilegast sé að nýta til hagsbóta, bæði fyrir þjóðfélagið i heild og emstaklinginn með þvi að gefa honum tækifæri á því að ferðast um landið. Það er þó alveg ljóst að viss takmörk eru fyrir því hvað þessi auðlind þolir, eða getur tekið við. Ferðalög og útivera eru því alls ekki í andstððu við náttúru- vemd, þvert á móti. Það mun hins vegar ávallt. verða deiluefni hvenær fullri nýtingu er náð á einhveru afmörkuðu svæði. Að mínu mati þurfum við í því sambandi að vera örugglega vel réttu megin við strik- ið, og gæta þess eins og kostur er að íslensk náttúra spillist ekki meira en orðið er, vegna átroðnings, eða hún menguð. Það verður því miður að viður- kennast að við höfum ekki sýnt fulla aðgætni í þessum efnum fram til þessa. Það er staðreynd, sem ég held að allir viðurkenni, að sumar af okkar hálendisvinjum hafa látið verulega á sjá á liðnum árum, og þar er ekki lengur að finna þá kyrrð og ró sem margir sækjast eftir. Við þessu verðum við auðvitað að bregðast á viðeigandi hátt, og það má vart dragast lengur. Þetta þýð- ir það hins vegar ekki að við höfum þar með náð þeim ferðamannafjölda sem landið í heild sínni þolir, síður en svo. ísland getur tekið á móti fleirum en hingað koma nú, en til þess að svo megi verða þarf einkum tvenní að koma til. í fyrsta lagi stóraukin uppbygging a móttöku ferðamanna hér innanlands, og í öðru lagi ákveðin skipulagning, sem felur meðal annars í sér aukna dreifingu á því ferðafólki sem vill sækja okkur heim. Þetta hvoru- tveggja kostar fjármuni og þá tals- verða. Þær stofnanir sem falið hefur verið að sinna þessum málum, Nátt- úruverndarráð og Ferðamálaráð, eru báðar ríkisstofnanir og þeim hefur verið haldið í því fjársvelti vegna skilningsleysiis stjórnvalda, að við þurfum að horfa upp á árin renna hjá og ákveðna staði halda áfram að spillast. Auðvitað má færa rök að því að hagsmunaaðilar eigi að sjá um aukna dreifingu ferðamánna um landið, og vissulega hafa þeir verið að gera það á und- anförnum árum, en fremur ómark- visst og hefur alls ekki leitt til þess að átroðningi hafi létt af hálend- inu." Drangey seiðir, en ekki má ofbjóða henni _ Komi ferðamannastraumur til með að aukast í Skagafirði, eru þá engin svæði eða staðir í hættu? „Þau svæði eru ekki mörg, því að Skagafjörður er láglendur og gróðursæll, og þolir því vel tals- verða umferð. Vissulega eru þeir staðir til sem gætu látið á sjá við verulega aukningu umferðar. í því sambandi má nefna Drangey, en þangað eru nú farnar fastar ferðir yfír sumartímann. Er mjög vaxandi áhugi fyrir eyjunni, enda held ég að allir sem þangað fara séu sam- mála um það að sú ferð er með öllu ógleymanleg. Þama þurfum við að vera vel á verði, því að mjög er auðvelt að fylgjast með og grípa í taumana ef hætta vofir yfir. Með góðri skipu- lagningu er ég þó viss um að eyjan þolir talsvert fleiri en þangað koma nú." Ahersla lögð á afþreyingu sem ábót á kvöldverðiim En um ykkar starfsemi, verður þar um einhverja sérstöðu að ræða? „Þungamiðja starfsemi okkar er gisting og veitingar. Eins og fram kom áðan eram við með auk hótels- ins svefhpokagistingu í Grunnskóla Sauðárkróks og tjaldsvæði bæjarins sem eru norðan sundlaugarinnar. f veitingasal hótelsins munum við bjóða upp á almennan matseðil auk sérrétta, sem ennþá hvílir leynd yfir hvernig verða. Við gerum okk- ur hins vegar mjög vel grein fyrir, að Sauðárkrókur er ekki á hring- Fjörutíu lóðir í boði í Vogum; Kappsmál hvers sveitafélags að íbúarnir starfi Ínnan marka þess - segir Vilhjálmur Grímsson Vatnsleysustrandarhreppur hefur auglýst um 30 lóðir í Vog- um og eru þær við fullgert gatna- kerfi með bundnu slitlagi og gangstéttum. Lóðirnar eru ætl- aðar fyrir einbýlis-, rað- og lítil fjölbýlishús og er hugsanleg bygging um 50-70 íbúða sem hefðí í för með sér íbúafjölgun aílt að 200 manns. Um 450 manns bua í þéttbýliskjarnanum í Vog- um og gætí fjölgun íbúanna því numið rumum 40%. Einnig eru 10 lóðir í boði ætlaðar undir at- vinnustarfsemi. Morgunblaðið ræddi við Vilhjálm Grímsson, sveitarstjóra um fyrirhugaðar framkvæmdir. Vilhjálmur var fyrst inntur eftir hvað ylli þessu mikla framböði núna? Hann sagði ástæðuna marg- þætta en þó fyrst og fremst þá stað- reynd að gatna- og holræsagerð væri lokið. Enn væri töluvert af óbyggðum lóðum inn á milli og það væri dýrt fyrir sveitarfélagið að liggja með tilbúnar lóðir sem ekki væra greidd gjöld af. Hér væri því ekki úm að ræða lóðir utan bæjar- kjarnans, heldur stakar lóðir hér og þar um bæinn, t.d. nokkrar sjáv- arlóðir. „Nú eru teikn á lofti um að hér skapist góð atvinnutækifæri sérs- taklega í laxeldi. Reksturinn horfir vænlega hjá Vogalaxi, sem hefur verið starfræktur hér í nokkur ár og hefur átt við töluverða byrjunar- örðugleika að stríða. Annað fyrir- tæki í laxeldi mun væntanlega bætast við og yerða þau meðal stærstu laxeldisfyrirtækjum í heimi með fleiri tugi manna í vinnu. Þá er hugsanleg stóriðja á svæðinu, t.d. eru uppi hugmyndir um að stofna nýtt Stálfélag við Kúagerði. Auk þessa verður sjálfsagt ein- hvers konar atvinnustarfsemi á þeim lóðum sem við bjóðum núna. Við erum opnir fyrir hvers konar starfsemi, svo fremi sem hún er þrifaleg." Vilhjálmur sagði að það hlyti að Morgunblaðið/Bjami Vilhjálmur Grimsson sveitarstjóri bendir á hluta þeirra lóða sem lausar eru í Vogum. Þær eru rétt ofan fjörunnar og víst er að sjávar- lóðirnar freista margra. Nýja þjónustumiðstöðin i Vogum verður tekin i notkun i ár. Þar verður til husa á 600 fm, mestöll þjónusta við bæjarbúa; banki, hreppsskrifstofur, heilsugæsla, ap6tek, bókasafn og verslun. vera kappsmál hvers sveitafélags að íbúamir ynnu innan marka þess. „Sveitarfélag sem þarf að búa við það að vera svefnbær hefur mjög litlar tekjur. Útsvarstekjur íbúanna standa vart undir kostnaði sveitar- félagsins við þá. Þess vegna þurfum við að fá atvinnurekstur sem borgar aðstöðu- og fasteignagjöld. En við höfum ekkert á móti því að hluti þeirra sem hingað flytjist, starfi utan svæðisins, t.d. í Reykjavík. Hér búa þegar nokkrir sem það gera. Þessi staður er góður kostur vegna nábýlisins við þéttbýlið. Leið- in til Reykjavíkur er greiðfær, tæp- ur hálftími í keyrslu. „Við bjóðum upp á ókeypis 16u- konsert og sveitasælu," sagði Vil- hjálmur er hann var inntur eftir því hvað Vogar hefðu væntanlegum íbúum upp á að bjóða. „Hér er einn- ig mjög fallcgt á sumrin og gaman fyrir böm að vera hér. Þá eru vet- umir snjóléttir. Frístundamöguleik- ar eru margskonar; áætlað er að byggja hesthús í nágrenni bæjarins og hér er smábátaaðstaða sem er kjörin fyrir trilluútgerð. í næsta mánuði flytur kaupfélag- ið inn f 600 fm þjónustumiðstöð staðarins og seinna á árinu flytja þangað hreppsskrifstofur, banki, apótek, heilsugæsla og bókasafn. Hitunarkostnaður hér er hag- stæður, um 30-35% hærri en í Reykjavík og mun lægri en víðast hvar á landsbyggðinni. Hitáveita Suðumesja sér okkur bæði fyrir hita og rafmagni. Grunnskólinn hér er nú tvísetinn með um 150 böm en við höfum þegar hafið undirbún-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.