Morgunblaðið - 19.04.1988, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 19.04.1988, Blaðsíða 70
70 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. APRÍL 1988 flOAAflll „ Au,'2>\jltc&> getur^u vCUi5T Efri lcoju e^a. góificf-" Með morgnnkaffinu Hvenær fluttu þið heita pottinn? HÖGNI HREKKVÍSI Pósthús Kópavogfs: Póstkassinn of lítill Til Velvakanda. í pósthúsinu í Kópavogi er sá ljóður á, þótt annars sé ekkert nema gott um þá stofnun að segja, að póstkassinn, sem aetlaður er al- menningi til afnota um kvöld og helgar er alltof lítill. Iðulega hef ég komið þama að um helgar (og jafnvel á rúmhelgum kvöldum) með bréf, en orðið frá að hverfa vegna þess að kassinn hefur verið yfírfull- ur og fjölmörg bréf, sem fyrir voru hafa staðið að meira eða minna leyti út úr bréfalúgunni svo þétt, að engu bréfí var þar hægt að troða til viðbótar. Til dæmis var svo hátt- að sl. miðvikudag þann 6. apríl, kl. 7.45 um kvöldið. Ég hef meira að segja komið llþama að strákum, sem voru að taka mörg þessara bréfa, sem stóðu út úr lúgunni. Þeir skoðuðu þau og létu þau ganga sín á milli, og höfðu auðsjáanlega hið mesta gaman af þessu. Ég bað þá að láta bréfín tafarlaust aftur inn í lúguna, en ekki sá ég að þeir gerðu sig neitt líklegt til að fara að þeim tilmælum. Ég hef talað við starfsfólk póst- hússins um þetta ófremdarástand, en engar breytingar hafa samt ver^ ið gerðar. Ég á bágt með að skilja, að það sé stjóm póstmála ofvaxið flárhagslega, að setja nægilega stóran kassa innan við bréfalúgu pósthússins, svo að viðskiptavinir þess þurfí ekki hvað eftir annað að „fara bónleiðir til búðar", ef þeir þurfa að koma bréfí í póstkassa um kvöld eða helgi, eða eiga það jafn- vel á hættu að tápa bréfí sínu, ef einhver óvandaður skyldi eiga leið framhjá, og gerir það að gamni sínu að hirða þau bréf, sem iðulega standa hálf út úr bréfalúgunni, hvort heldur hann gerir það af hrekkjum eða af forvitni. Svona ástand er bara til að bjóða hætt- unni heim, því allir vita að leynst getur „misjafn sauður í mörgu fé“, og engum þykir gaman að tapa bréfum, sem skrifuð hafa verið t.d. til vina og vandamanna. Ég vil mælast til þess, að viðkom- andi ráðamenn þessara mála ráði sem skjótast bót hér á. Ingvar Agnarsson Köttur Þessi stóri högni hefur verið á flækingi við Vesturgötu 40 að und- anfömu. Hann er svartur með hvíta bringu, hvítar loppur og hvítan blett neðan á hálsi. Eigandi hans er beð- inn að að hringja í síma 19193 sem fyrst. Athugasemd til Stöðvar 2 Til Velvakanda. Ég er einn þeirra sem horfí tals- vert á sjónvarp þrátt fyrir þunn- metið sem oftast er á dagskrá. Einkum hefur mér þótt íslenskt sjónvarpsefni í lágmarki og margt af því sem sýnt er af afþreyingar- efninu vera hreinasta rusl. Stöð 2 hefur þó bryddað uppá skemmtilegri nýjung sem eru sjón- varpsþættir Ingólfs Guðbrandsson- ar um ferðalög. Að visu sá ég ekki allan þáttinn á annan í pásku því ég rakst á hann af tilviljun en mér fannst framsetning þáttarins með ágætum því texti Ingólfs og tal féll vel að efninu enda veit Ingólfur hvað hann syngur þegar ferðalög eru annarsvegar. Ég var einmitt búinn að líta vel yfír stórar og yfírlætisfullar auglýs- ingar Stöðvar 2 um páskadag- skrána en man ekki eftir að á þenn- an þátt væri minnst. Samt fínnst mér hann merkileg nýjung um efni sem mörgum er hugstætt vegna þess hve ferðalög eru ofarlega í hugum íslendinga. Eg spyr því: Verður þessi þáttur endursýndur og hvað með fram- haldið? Þorsteinn Jónsson Víkverji skrifar Um svipað leyti og krossdauði Krists var hafður í flimtingum í útvarpi Rót var þættinum Outlook útvarpað í BBC World Service eða heimsþjónustu breska ríkisútvarps- ins. Aprílgabb þessarar virðulegu útvarpsstöðvar, sem talið er að um 100 milljónir manna hlusti á, snerti ísland á föstudaginn langa. Stjómandi þáttarins kallaði til sín vínkunnáttumann, það er sérfræð- ing í víntegundum og smakkara. Hófst samtal þeirra á umræðum um það, hve víða menn væru fam- ir að rækta og framleiða vín. Þau gæfu hinum frægu vínum ekkert eftir vínin frá lítt kunnum stöðum. Til marks um áræðni manna í vínrækt nefndi kunnáttumaðurinn, að bróðir sinn hefði tekið upp á þeim ósköpum að koma sér upp vínakri í Dumfries á vesturströnd Skotlands, þar sem rigndi 5 daga vikunnar og hlyti hann að hafa tap- að vitinu. Það væri jú sól og hæfí- leg úrkoma ásamt gjafmildum og góðum jarðvegi, sem skipti sköpum í vínrækt. XXX Vínmaðurinn sagðist nýkominn frá Svíþjóð. Þar hefði hann rekist inn í einkasölu sænsku áfeng- isverslunarinnar og fundið fágætt vín. Það væri frá íslandi og væri fáanlegt í Svíþjóð vegna náinnar samvinnu Norðurianda. Fáir gerðu sér ljóst, að íslendingar ræktuðu vín, því að'menn teldu almennt að vínrækt væri bundin við suðlægari slóðir. Menn gleymdu því, að hnatt- staða réði ekki úrslitum heldur sól- far og jarðvegurinn. Taldi kunnáttumaðurinn að sú staðreynd, að í júní og júlí væri sól á lofti á Islandi í 24 tíma á sólar- hring skapaði hinar ákjósanlegustu aðstæður fyrir vínvið í suðurhlíðum íslenskra §alla. Ekki spillti fyrir að jarðvegurinn væri aska og gjall, sem héldi vel í sér hita frá eldgosum og væri þess vegna ylur og hlýja í jörðu sem auðveldaði mjög vínrækt. Minnti hann á, að á fímmta ára- tugnum (hann fór vitlaust með árta- lið, sagði 1945 í stað 1947) hefði Hekla gosið eins og menn hefðu orðið varir við viða um heim vegna öskufalls. Þá heyrðist klingja í glösum í útvarpinu og sérfræðingurinn dró úr pússi sínu flöskuna sem hann hafði keypt í sænsku vínbúðinni. Sagði hann að þar væri komin víntegundin „Lavavin fran Hekla sluttninger" eða Hraunvín úr hlíðum Heklu. XXX Eftir að hafa dregið tappa úr flöskunni var tekið til við að smakka á hraunvíninu í útsendingu BBC. Útvarpsmaðurinn og vínmað- urinn skiptust síðan á orðum um gæði vínsins. Þeir sem hafa kynnt sér hvemig talað er og skrifað um vín af þeim er taka sér fyrir hendur að gagnrýna víntegundir. vita, að þessir gagnrýnendur hafa tileinkað sér næsta tilgerðalegan orðaforða. Hann notuðu þeir í BBC og sögðu að hraunvínið væri „feimið" og „óráðið" en eitt vekti mesta at- hygli og það væri brennisteinsbragð og lykt. Brennisteinn væri óhjá- kvæmilegur fylgifískur víns frá eld- fjallasvæðum svo sem héraðinu í kringum Napólí og þessa Hekluvíns. Þá sagði kunnáttumaðurinn að hann hefði nýlega verið í rannsókn- arleiðangri fyrir tímaritið Business Travelier og kynnt sér þjónustu evrópskra flugfélaga. Um borð í vél Icelandair eða Flugleiða hefði sér verið boðið íslenskt vín og væri sér þetta brennisteinsbragð minnistæð- ast. Raunar væri það þannig að enginn gleymdi því, sem smakkaði vínið. Sagðist hann hafa spurt flug- fólkið, hvort það bæri alltaf fram íslenskt vín fyrir farþega sína og fengið það svar, að birgðir væru ekki meiri en svo, að þær dygðu í mánuð og væri boðið franskt vín hinn hluta ársins. Víkveiji ætlar ekki að hafa fleiri orð um þetta aprílgabb, sem BBC sendi um heim allan á föstudaginn langa. Væri fróðlegt að vita, hvort einhveijar fyrirspumir hefðu borist til Afengis- og tóbaksverslunar ríkisins um Hraunvin úr hlíðum Heklu eftir Outlook-þáttinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.