Morgunblaðið - 02.06.1988, Síða 63

Morgunblaðið - 02.06.1988, Síða 63
 TBVUTOHOM MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. JÚNÍ 1988 63 Morgunblaðið/Bjami SA sveit Taflfélags Reykjavíkur sem hlaut fyrstu verðlaun í deildakeppni. Frá vinstri: Þráinn Guðmundsson forseti S.I., Jón Briem formaður Taflfélags Reykjavíkur, Ríkharður Sveinsson, Sig- urður Daði Sigfússon, Þröstur Árnason, Jóhannes G. Jonsson, Tómas Björnsson, Andri Áss Grétars- son og Þröstur Þórhallsson. Skákmenn verðlaunaðir SKÁKSAMBAND íslands veitti þann 20. maí s.l. skák- mönnum og Skáksveitum verð- laun fyrir góðan árangur. Veitt voru verðlaun fyrir deilda- keppni, Skákþing íslands og í opnum flokki. Einnig voru verðlaunaðir FIDE-meistarar og Alþjóðlegur meistari. Fyrstu verðlaun í deildakeppni, fyrstu deild, hlaut SA sveit taflfé- lags Reykjavíkur, önnur verðlaun fékk NV sveit Taflfélags Reykjavíkur og þriðju verðlaun hlutu Skákfélag Hafnarfjarðar og Skáksamband Vestfjarða. í ann- arri deild varð UMSE í efsta sæti, Skákfélag Akureyrar, B sveit í öðru og B sveit Skáksambands Vestfjarða og C sveit Skákfélags Akureyrar í því þriðja. Fyrstu verðlaun í þriðju deiid fékk B sveit Skákfélags Hafnarfjarðar, önnur verðlaun Skáksamband Vest- fjarða B sveit og þriðju verðlaun hlaut Skákfélag Akureyrar C sveit. í áskorendaflokki á Skákþingi íslands hlaut Elvar Guðmundsson fyrstu verðlaun, Róbert Harðar- son önnur verðlaun og Þráinn Vigfússon þriðju, allir frá Taflfé- lagi Reykjavíkur. I opnum flokki fékk Jónas Jons- son frá Taflfélagi Kópavogs fyrstu verðlaun, Ingimundur Sig- urmundsson frá Taflfélagi Ámes- inga önnur verðlaun og Geirlaug- ur Magnússon úr Taflfélagi Sauð- árkróks hlaut þriðju verðlaun. Einnig hlutu verðlaun FIDE- meistaramir Hannes Hlífar Stef- ánsson og Ingvar Ásmundsson og sömuleiðis hlaut Þröstur Þórhalls- Elvar Guðmundsson tekur við fyrstu verðlaunum í áskorenda- son Alþjóðlegur meistari verðlaun flokki úr hendi Þráins Guðmundssonar forseta Skáksambandsins frá Skáksambandi íslands. Morgunblaðið/Magnús Reynir Jónsson Eldri borgarar á Seyðisfirði vinna að undirbúningi basars, talið frá vinstri: Guðmunda Guðmundsdóttir, Anna Guðmundsdóttir, Kiddý Jóhannsdóttir, Sveinveig Sigurðardóttir, Elín Frimann, Erla Blöndal_ leiðbeinandi, Sigrún Sigurðardóttir og Bergljót Kristinsdóttir. Seyðisfjörður: Eldri borgarar í vorferð til Akureyrar og Hríseyjar Seyðisfirði. MIKIL félagsstarfsemi hefur verið hjá eldri borgurum á Seyð- isfirði í vetur. Hafa þeir hist reglulega sér til ánægju og dægrastyttingar. Á laugardög- um hafa verið spilakvöld þar sem spiluð hefur verið vist og á fimmtudögum hefur verið föndr- að undir leiðsögn Erlu Blöndal, sem hefur verið aðalhvatamann- eskjan í þessu starfi ásamt Krist- jönu Bergsdóttur félagsmálafull- trúa. Basar var haldinn nú fyrir skömmu þar sem margt eigulegra muna var til sölu og safnaðist tölu- vert fé í ferðasjóð eldri borgara. Þessi sjóður er ætlaður til að greiða niður kostnað af fjögurra daga ferð eldri borgara til Akureyrar í lok maí. í þessari ferð ætla þeir að skoða sig um á Akureyri og í ná- grenni, meðal annars verður farið út í Hrísey til að borða úrvals nautasteik af Galloway-nautunum þar. Svo á að fara í leikhús og sjá Fiðlarann á þakinu. Ekki er að efa að þessi vorferð eldri borgara á Askriftarsiminn er 83033 Seyðisfirði verður hin skemmtileg- asta. - Garðar Rúnar . SPARAÐU SPORIN ÞU ÞARFT EKKILENGUR AÐ UMSKRÁ Frá 1. júní þarf ekki lengur að umskrá bifreið þegar hún er seld úr einu umdæmi í annað eða eigandi flytur á milli umdæma. Umskráningar verða þó heimilar til 31. desember n.k. Við sölu á bifreið þarf því eftirleiðis einungis að senda nákvæmlega útfyllta sölutilkynn- ingu ásamt eigendaskiptagjaldi kr. 1.500.- til Bifreiðaeftirlits ríkisins, eða fógeta og sýslumanna utan Reykjavíkur. Dómsmálaráðuneytið

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.