Morgunblaðið - 02.06.1988, Qupperneq 63

Morgunblaðið - 02.06.1988, Qupperneq 63
 TBVUTOHOM MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. JÚNÍ 1988 63 Morgunblaðið/Bjami SA sveit Taflfélags Reykjavíkur sem hlaut fyrstu verðlaun í deildakeppni. Frá vinstri: Þráinn Guðmundsson forseti S.I., Jón Briem formaður Taflfélags Reykjavíkur, Ríkharður Sveinsson, Sig- urður Daði Sigfússon, Þröstur Árnason, Jóhannes G. Jonsson, Tómas Björnsson, Andri Áss Grétars- son og Þröstur Þórhallsson. Skákmenn verðlaunaðir SKÁKSAMBAND íslands veitti þann 20. maí s.l. skák- mönnum og Skáksveitum verð- laun fyrir góðan árangur. Veitt voru verðlaun fyrir deilda- keppni, Skákþing íslands og í opnum flokki. Einnig voru verðlaunaðir FIDE-meistarar og Alþjóðlegur meistari. Fyrstu verðlaun í deildakeppni, fyrstu deild, hlaut SA sveit taflfé- lags Reykjavíkur, önnur verðlaun fékk NV sveit Taflfélags Reykjavíkur og þriðju verðlaun hlutu Skákfélag Hafnarfjarðar og Skáksamband Vestfjarða. í ann- arri deild varð UMSE í efsta sæti, Skákfélag Akureyrar, B sveit í öðru og B sveit Skáksambands Vestfjarða og C sveit Skákfélags Akureyrar í því þriðja. Fyrstu verðlaun í þriðju deiid fékk B sveit Skákfélags Hafnarfjarðar, önnur verðlaun Skáksamband Vest- fjarða B sveit og þriðju verðlaun hlaut Skákfélag Akureyrar C sveit. í áskorendaflokki á Skákþingi íslands hlaut Elvar Guðmundsson fyrstu verðlaun, Róbert Harðar- son önnur verðlaun og Þráinn Vigfússon þriðju, allir frá Taflfé- lagi Reykjavíkur. I opnum flokki fékk Jónas Jons- son frá Taflfélagi Kópavogs fyrstu verðlaun, Ingimundur Sig- urmundsson frá Taflfélagi Ámes- inga önnur verðlaun og Geirlaug- ur Magnússon úr Taflfélagi Sauð- árkróks hlaut þriðju verðlaun. Einnig hlutu verðlaun FIDE- meistaramir Hannes Hlífar Stef- ánsson og Ingvar Ásmundsson og sömuleiðis hlaut Þröstur Þórhalls- Elvar Guðmundsson tekur við fyrstu verðlaunum í áskorenda- son Alþjóðlegur meistari verðlaun flokki úr hendi Þráins Guðmundssonar forseta Skáksambandsins frá Skáksambandi íslands. Morgunblaðið/Magnús Reynir Jónsson Eldri borgarar á Seyðisfirði vinna að undirbúningi basars, talið frá vinstri: Guðmunda Guðmundsdóttir, Anna Guðmundsdóttir, Kiddý Jóhannsdóttir, Sveinveig Sigurðardóttir, Elín Frimann, Erla Blöndal_ leiðbeinandi, Sigrún Sigurðardóttir og Bergljót Kristinsdóttir. Seyðisfjörður: Eldri borgarar í vorferð til Akureyrar og Hríseyjar Seyðisfirði. MIKIL félagsstarfsemi hefur verið hjá eldri borgurum á Seyð- isfirði í vetur. Hafa þeir hist reglulega sér til ánægju og dægrastyttingar. Á laugardög- um hafa verið spilakvöld þar sem spiluð hefur verið vist og á fimmtudögum hefur verið föndr- að undir leiðsögn Erlu Blöndal, sem hefur verið aðalhvatamann- eskjan í þessu starfi ásamt Krist- jönu Bergsdóttur félagsmálafull- trúa. Basar var haldinn nú fyrir skömmu þar sem margt eigulegra muna var til sölu og safnaðist tölu- vert fé í ferðasjóð eldri borgara. Þessi sjóður er ætlaður til að greiða niður kostnað af fjögurra daga ferð eldri borgara til Akureyrar í lok maí. í þessari ferð ætla þeir að skoða sig um á Akureyri og í ná- grenni, meðal annars verður farið út í Hrísey til að borða úrvals nautasteik af Galloway-nautunum þar. Svo á að fara í leikhús og sjá Fiðlarann á þakinu. Ekki er að efa að þessi vorferð eldri borgara á Askriftarsiminn er 83033 Seyðisfirði verður hin skemmtileg- asta. - Garðar Rúnar . SPARAÐU SPORIN ÞU ÞARFT EKKILENGUR AÐ UMSKRÁ Frá 1. júní þarf ekki lengur að umskrá bifreið þegar hún er seld úr einu umdæmi í annað eða eigandi flytur á milli umdæma. Umskráningar verða þó heimilar til 31. desember n.k. Við sölu á bifreið þarf því eftirleiðis einungis að senda nákvæmlega útfyllta sölutilkynn- ingu ásamt eigendaskiptagjaldi kr. 1.500.- til Bifreiðaeftirlits ríkisins, eða fógeta og sýslumanna utan Reykjavíkur. Dómsmálaráðuneytið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.