Morgunblaðið - 07.06.1988, Page 2

Morgunblaðið - 07.06.1988, Page 2
2 ~ ~áí(3RGUNBLÁÐÍÐ, ÞRÍÐJÚt)ÁGÍ)R"7.''jÚNf 1988 Tók út af litl- um gúmmíbátí Djúpavogi. MANN tók út af litlum gúmmíbáti seint á laugardagskvöldið í mynni Hamarsfjarðar skammt frá Djúpavogi. Mikil leit hefur staðið alla helgina og gærdaginn að manninum en án árangurs. Sterkur útstraum- ur var í firðinum er óhappið átti sér stað. Maðurinn fór ásamt vini sínum og flölskyldum þeirra um kvöldmatar- leytið á laugardag út í Eskilsey í mynni Hamarsfjarðar til þess að huga að æðarvarpi sem þeir hafa haft í eynni. Ágætisveður var og gott í sjóinn. Fólkið var í Eskilsey framundir kl. 23 um kvöldið en þá fór maðurinn í land með konumar og yngstu bömin, en eftir í eynni vom vinur mannsins og flögur eldri bömin. Eftir að hafa skilað fólkinu af sér við Búlandshöfn hélt maðurinn aftur út í Eskilsey en þangað er 5-10 mínútna sigling á þessum báti. Eftir nokkra stund fór fólkið í eynni að svipast um eftir honum og sá þá hvar gúmmíbáturinn sigldi í hringi, stjómlaus. Fimm neyðarblys vom í eynni og skaut sá sem í eynni var öllum á loft. Fimmta blysið kveikti í sinu í eynni og magnaði fólkið eld- inn eins og mögulegt var, svo af varð mikill reykur. Fólk í landi sá reykinn og brá skjótt við, þegar var haft samband við slysavamasveitina Bám á staðnum og fóm menn úr henni á bát út á Hamarsfjörð. Er björgunarsveitarmenn komu að gúmmíbátnum var hann mannlaus, vélin í gangi og eldsneytisgjöfin í botni. í honum áttu að vera fimm björgunarvesti, vom flögur enn í bátnum en eitt fannst rekið á fjörur við flugvöllinn. Hafði bátinn rekið langleiðina út undir Sandey en sem fyrr segir var sterkur útstraumur í firðinum er óhappið átti sér stað. Á sama tíma og óhappið varð var sjómannadagsdansleikur í félags- miðstöðinni á Djúpavogi. Var dans- Ríkislögmaður: Alverssamn- ingar kannaðir ÞORSTEINN Pálsson, forsætis- ráðherra, hefur óskað eftir því við rikislögmann að hann kanni hvort samningarnir sem gerðir voru I álverinu i Straumsvík á fimmtudaginn var séu i samræmi við bráðabirgðalög ríkisstjórnar- innar, sem sett voru 20. maí síðastliðinn. í lögunum em launahækkanir takmarkaðar og gildandi og síðast- gildandi kjarasamningar fram- lengdir til 10. apríl á næsta ári. Þorsteinn sagði í samtali við Morg- unblaðið að hann vonaðist eftir svari fljótlega í vikunni. leikurinn stöðvaður og allir sem vettl- ingi gátu valdið kallaðir út til leitar. Einnig var haft samband við björgun- arsveitarmenn á Homafirði, sem komu á góðum bát um kl. 6 á sunnu- dagsmorguninn. Þyrla Landhelgis- gæslunnar var einnig kölluð til, kom hún kl. 5 um morguninn og leitaði til kl. 8. Fjöldi trillubáta úr Djúpa- vogshöfn hélt einnig til leitar. Fjömr vom gengnar í utanverðum Hamars- firði og í nærliggjandi eyjum og þær kannaðar á tveimur fjórhjólum. Einn- ig var haft samband við bæi í næsta firði, Álftafirði, og fjörur gengnar þar. Leitin bar engan árangur og kl. 16 á sunnudag var gert hlé á henni en aftur tekið til við leit þremur tímum seinna. í gær vom flömr gengnar og kannaði björgunarsveitin í Breiðdalsvík svæðið frá Streitis- hvarfí og Berufjarðarströndina aust- an megin. — Ingimar Morgunblaðið/KGA Grappelli vel fagnað Jassfiðluleikarinn Stéphane Grappelli hélt tónleika í gærkvöldi í Háskólabíói á Listahátíð. Húsfyllir var og rúmlega það því 100 sæt- um hafði verið komið fyrir á sviði hússins. Grappelli og félagar hans Marc Fosset gítarleikari og Jack Sewing bassaleikari fóm vítt og breitt í lagavali. í lok tónleikanna risu áhorfendur úr sætum og hylitu Grappelli. Sjá ennfremur blaðsíðu 30. Steingrímur Hermannsson: Ætti að skerða hækk- un lánskjaravísitölu „ÉG FYRIR mitt leyti tel að það ætti að skerða þessa hækkun, en það er álit lögfræðinga að það sé afar erfitt á þegar gerðum skuldbindingum," sagði Steingrimur Hermannsson, formaður Framsóknarflokksins, er hann var spurður álits um spá Fjárfestingarféiagsins um að lánskj araví sitala muni hækka um tæp 5% um næstu mánaðamót, sem myndi samsvara um 70-80% verðbólgu yfir heilt ár. „Ef við emm að tala um að af- nema rauðu strikin þá getum við ekki látið lánskjaravísitöluna leika lausum hala. Það er vandlega bent á þetta af Alþjóðagjaldeyrissjóðn- um, sem vekur athygli á að hér er um verðbólguvald að ræða. Sumir telja fjármagnið svo heilagt að það megi ekkert hrófla við því þó það megi hrófla við launum. Ég er ekki sammála því,“ sagði Steingrímur. Aðspurður um hvaða leiðir væm hugsanlegar til að skerða hækkun lánskjaravísitölu sagðist Steingrím- ur ekki vilja segja neitt um það fyrr en niðurstaða nefndar um málið lægi fyrir, en hún ætti að skila áliti um næstu mánaðamót. Ari Skúlason, hagfræðingur ASÍ, sagði að ef hækkun framfærsluvísi- tölunnar yrði eins mikil og spá Fjár- festingarfélagsins, benti það til að verðhækkun á innfluttum vamingi vegna gengisfellingarinnar hefði einnig verið látin ganga yfir þær birgðir sem til hefðu verið í landinu. Afli togaranna: Breki með 2.598 tonn TOGARINN Breki frá Vest- mannaeyjum var aflahæstur islenzku togaranna að loknum fyrstu fjórum mánuðum ársins með 2.598 tonn. Hann skilaði einnig mestum verðmætum á land af minni togpirum eða 80 milijónunr samtals. Aðeins 6 frystiskip og einn stór togari, sem byggir afkomu sína á sölu aflans erlendis skiluðu meiri verðmætum á land þetta tímabil. Þess skal getið að Breki hefur verið gerður út af miklnm krafti þennan tíma, þar sem framundan er mikil og timafrek viðgerð á skipinu. Þijú skip öfluðu meira en 2.000 lesta þessa mánuði, Breki var með 2.598, Örvar frá Skagaströnd með 2.359 og Haraldur Böðvarsson frá Akranesi með 2.054 tonn. Fimm frystiskip öfluðu fyrir meira en 100 milljónir og var þar Örvar fremstur í flokki með 149,5 milljónir í 6 sjó- ferðum. Akureyrin EA var í öðru sæti með 116 milljónir, 1.828 tonn, næstur var Sjóli frá Hafnarfirði með 104 milljónir, 1.722 tonn, þá Freri frá Reykjavík með 102,5 millj- ónir, 1.782 tonn, og loks Sléttbakur frá Akureyri með 102 milljónir, 1.768 tonn. Alls öfluðu frystitogar- amir fyrir rúman milljarð króna. Af stærri togurum öfluðu fimm fyrir meira en 50 milljónir króna og grundvallast afkoma þeirra á sölu aflans erlendis. Hæstur var Vigri frá Reykjavík með 83 milljón- ir, 1.336 tonn, næstur kom Víðir frá Hafnarfirði með 67,8 milljónir, 1.488 tonn, og loks Viðey RE með 61,3 milljónir, 1.412 tonn. Breki var aflahæstur minni tog- ara og skilaði mestum verðmætum á land. Annar var Júlíus Geir- mundsson ÍS með 60,6 milljónir, 1.625 tonn, og þriðji Bessi ÍS með 59,7 milljónir, 1.460 tonn. Alls náðu 11 minni togarar 50 milljóna króna markinu á þessu tímabili. Þrír þeirra voru frá Suður- og Vestur- landi, fjórir frá Vestfjörðum, einn frá Norðurlandi og þrír frá Aust- fjörðum. Grimsby: Löndunargjöld lækka Hugað að mögnlegri löndun allan sólarhringinn Löndunarkostnaður við fersk- fisksölu f Grimsby fer nú lækk- andi í kjölfar uppstokkunar á fyr- irtæki því, sem sér um landanir þar. Ennfremur er að nást sam- Sæunn bar á sjómanna- daginn Flateyri. KÝRIN Sæunn, sem varð fræg á sfðastliðnu hausti fyrir fræki- iegt sund sitt yfir Önundarfjörð, eignaðist kvígu á sjómannadag- inn. Var henni gefið nafn um leið og hún fæddist og heitir hún Hafdís Sæunnardóttir. Guð- mundur Steinar Björgmunds- son, bóndi á Kirkjubóli í Val- þjófsdal, eigandi Sæunnar, sagði að kvfgan yrði að sjálf- sögðu alin. Eigendur Sæunnar sögðu að þau hefði verið farið að lengja eftir kálfinum, en áttuðu sig á því þegar hún veiktist á sjómannadaginn, að auðvitað var Sæunn bara að bíða eftir rétta deginum, því að sögn Guðmundar Steinars heyrir hún undir sjávarútvegsráðuneytið. — Magnea Morgunblaðið/Magnea Hafdis Sæunnardóttir nj'tur hér atlætis móður sinnar skömmu eftir að hún kom í heiminn að kvöldi Sjómannadagsins. komulag um mögulega löndun afla allan sólarhringinn og notk- un kæligeymslna fyrir fiskinn, fari hann ekki strax á markaðinn. Þórarinn S. Guðbergsson, starfs- maður Fylkis f Grimsby, segir þessar brevtingar til mikilla hags- bóta fyrir Islendinga og vera nán- ast byltingu. í upphafi síðasta vetrar varð lönd- unarfyrirtækið í Grimsby gjaldþrota. Á rústum þess var síðan reist fyrir- tækið Grimsby Port Services Ltd., en Fylkir, sem er í eigu Jóns Olgeirs- sonar, ræðismanns Islands á staðn- um, á tvo sjöttu hluta í því. Hið nýja löndunarfélag hefur lækkað löndun- argjöld talsvert og segir Þórarinn S. Guðbergsson, að löndunarkostn- aður sé nú svipaður eða jafnvel lægri en í Huil. Til skamms tíma var því öfugt farið og meðal annars þess vegna hafði hlutur Hull á kostnað Grimsby í físklöndunum vaxið tals- vert. Þórarinn sagði að með þessu og því, að hægt yrði að landa fiskin- um allan sólarhringinn og ganga frá honum inn á markaðinn, hvort sem hann væri úr gámum eða skipum, væri stigið risastórt skref fram á við. Því mætti stytta viðdvöl meðal- stórra fiskiskipa í höfn niður í allt að hálfan sólarhring. Mikill munur flóðs og fjöru hefði valdið því að skipin hefðu stundum þurft að koma inn nokkuð löngu áður en löndun hefði fengizt. Þórarinn sagði að unnið væri að uppsetningu kæligeymslna á hafnar- svæðinu svo hægt væri að geyma fiskinn um tfma áður en hann yrði seldur. Þannig væri mögulega hægt að ljúka löndun mun fyrr en ella áður en sala hæfist. Ennfremur yrði þá mögulegt að stýra fiskmagninu betur inn á markaðinn með hliðsjón af eftirspum og jafnvel selja oftar en aðeins á morgnana. „Náist allt þetta fram,“ sagði Þórarinn, „má segja að um byltingu verði að ræða.“ Aðalfundur VSÍ í dag Aðalfundur Vinnuveitendasam bands íslands verður haldinn f dag í Súlnasal Hótels Sögu og hefst klukkan 11.30. Gunnar J. Friðriksson formaður VSÍ flytur ræðu í upphafi fundarins. Að loknum hádegisverði aðalfundar- fulltrúa og gesta, verða auk venju- legra aðalfundarstarfa pallborðsum- ræður um atvinnulíf og efnahags- horfur. Þátttakendur í umræðunum verða Kristinn Bjömsson fram- kvæmdastjóri Nóa & Síríus , Ágúst Einarsson framkvæmdastjóri Hrað- frystistöðvarinnar í Reykjavík hf., Jón Ásbergsson framkvæmdastjóri Ilagkaups hf. og Jón Sigurðsson for- stjóri íslenska jámblendifélagsins. Umræðum stjómar Hörður Sigur- gestsson forstjóri Eimskips hf.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.