Morgunblaðið - 07.06.1988, Qupperneq 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 1988
i
Hamrahlíðarkórinn á æfingn í íslensku óperunni undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur.
„Ég vil finna til í því,
sem ég er að vimia að“
Rætt við Jón Ásgeirsson tónskáld og Þorgerði Ingólfsdóttur
kórstjóra um kórverk Jóns, Tímann og vatnið, sem verður frum-
flutt á Listahátíð í kvöld, ásamt ballett eftir Hlíf Svavarsdóttur
Á dagskrá Listahátíðar í kvöld frumflytur Hamrahlíðarkórinn
undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur verkið Tímann og vatnið eftir
Jón Ásgeirsson. Textinn er auðvitað samnefnt kvæði Steins Stein-
ars. Síðari hluti dagskrárinnar er svo ballettinn Af mönnum eftir
Hlíf Svavarsdóttur, ballettinn sem vann verðlaun í fyrstu norrænu
danshöfundakeppninni í Ósló um daginn. Þó verið sé að flytja
Tímann og vatnið í fyrsta sinn nú, þá er það ekki nýtt frá hendi
tónskáldsins, því hann lauk þvi sumarið 1979. Nú er það flutt að
beiðni Listahátíðar. En hvað segir tónskáldið um tilurð verksins,
hvers vegna varð ljóðaflokkur Steins fyrir valinu?
„Ég þekkti Stein ekki mikið, ugg vegna þess hve hann gat verið
hann var maður, sem vakti mönnum óvæginn í orðum. Gat jafnvel gert
vini sína gáttaða með orðum sínum.
Svo vikið sé að ljóðaflokknum sjálf-
um, þá er oft einblínt á þá formbylt-
ingu, sem felst í ljóðinu, sem er
vissulega rétt, og bent á að þama
sé að fínna þá abstrakt-hugsun,
sem myndlistarmenn leituðu svo
mjög eftir á sínum tíma. „A poem
should not mean but be“ og allt
það. Náinn vinur Steins áleit að
þama lægju í raun sterkar tilfinn-
ingar á bak við og að ljóðið væri
ástarljóð, uppfullt af trega og eftir-
sjá. Eftirsjá, sem er miklu sterkari
en í venjulegu tregaljóði, fyrst og
fremst vegna þess hve skáldið vill
dylja sjálft sig. Óvægni hans í garð
annars fólks er kannski skiljan-
legri, sé hún skilin sem vöm hans
og aðferð til að dyljast."
Þú velur að gera kórverk. Hvers
vegna það?
„Þessi ljóðaflokkur hefur alltaf
verið tónlist fyrir mér. Það er reynd-
ar sagt að Steinn hafí sagt það
vera ballett, en kannski var það
bara útúrsnúningur á hans vísu.
Það er hins vegar vitað að Atli
Heimir hefur samið ballett við þetta
sama kvæði og raunar hneyksli að
ekki skuli búið að flytja hann, þó
verkið sé kannski dýrt í uppfærslu.
Mér fannst mannsröddin ein eiga
hér við, en ákvað að nota ekki ein-
söngvara, því einsöngur gæti verið
of opinská tjáning fyrir svo dulinn
kveðskap. Hljóðfæri vildi ég ekki
nota, því þau gefa allt annan blæ
en söngur. Þá var kórinn eftir og
hann varð fyrir valinu. Þó túlkun í
kórsöng sé persónubundin og komi
frá hveijum einstaklingi, þá er hún
samt ekki njörvuð við einstakar
persónur. Hún er mannleg, fremur
en persónuleg. En samt býður kór
upp á mýkt, upp á ótrúlega við-
kvæmnislega túlkun.
Ég skipti flokknum í þrjá kafla,
sjö ljóð í hveijum. Það em mest
átökin í miðkaflanum, en í síðasta
hlutanum er fjallað um þögnina,
þar sem skáldið sættist endanlega
við þögnina, þennan liðna atburð,
kveikjuna að ljóðinu. Ég gerði fyrst
tilraun til að semja tónlist við ljóðin
eftir fyrstu útgáfu þeirra, þar sem
ljóðin vom aðeins þrettán, urðu
ekki 21 fyrr én seinna. Þessi sjö
ljóð frumflutti Pólýfónkórinn undir
stjóm Ingólfs Guðbrandssonár
1973.
Hvað varðar tónlistina sjálfa, þá
reyni ég auðvitað að tjá sjálfan
mig, en láta ekki formúlur binda
mig niður. í þessu verki nota ég til
dæmis fimmundir, án þess að úr
verði kvintsöngur. Það em viss stef,
sem ganga í gegnum allt verkið,
Jón Ásgeirsson tónskáld.
en það er ekki byggt upp á andstæð-
um, heldur hugsað sem heild.
Fimmundamotkunin á ekki að
minna á gamla, íslenska tvísönginn,
heldur gefur hún ákveðinn lit. Verk-
ið er tónalt í uppbyggingu, ekki þó
tóntegundabundið. Það er engin ein
tóntegund, sem ræður þar, þó það
byiji á f og endi á f.
Eg vann verkið í þremur atrenn-
um, en endanlegri gerð lauk ég 29.
júlí 1977, samtals 561 taktur, sé
ég stendur aftast. Annars var ég
farinn að halda að það yrði aldrei
flutt. Listahátíð vildi minnast átt-
ræðisafmælis Steins á þessu ári
með Steins-kvöldi á Kjarvalsstöð-
um. Láta flytja tónlist og fá rithöf-
unda til að flytja kvæðin hans. En
það datt allt upp fyrir nema kór-
verkið stendur eitt eftir. Því var þá
slegið saman við ballettinn hennar
Hlífar við tónlist Þorkels Sigur-
bjömssonar, sem ég hlakka til að
sjá og heyra, og er sáttur við sam-
fylgdina við þau. Ég er afar hrifínn
af ballett, kannski vegna þess að
ég kann ekki að dansa og er svo
luralegur . . .“
Þú segist hafa verið orðinn ugg-
andi um flutning á verkinu. Skiptir
gmmI gmmm gmmmm
crörör
r' JMB Ætm
(T
V S* V