Morgunblaðið - 07.06.1988, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 07.06.1988, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 1988 15 það tónskáld máli að verkin séu flutt, ekki bara að þau séu samin? „Verkið verður ekki til fyrr en það hefur verið flutt. Þó ég semji verk og hafí skoðanir á hvemig það sé og svo framvegis, þá skynja ég það á allt annan hátt í flutningi. Samvinnan við Þorgerði er líka sér- stök, því hún hefur fyrir löngu sýnt og sannað að hún er miklu meira en kórstjóri. Hún er listamaður.“ Hvemig berðu þig að við tónsmíðamar? „Ég syng . . . en ekki endilega upphátt. Mér er sagt að ég hafi haft mikla náttúmrödd. Ætli ég hefði ekki átt að verða söngvari, líklega gott að hafa eitthvað til að sjá eftir . . . Ég lærði reyndar svo- lítið í söng, ekki þó til að verða söngvari og er alinn upp við al- þýðulög og þjóðlög. Fyrsta hljóð- færið, sem ég lærði á var orgel, lærði á það af sjálfum mér. Það var alltaf notað við söng og söngurinn er mér hið uppmnalega. Hef líka samið mikið af söngverkum. Þegar ég er að semja, hugsa ég fyrst og fremst um hvemig ég upp- lifí verkið, ekki um einhveija ákveðna byggingu. Allt, sem ég hef lært, hjálpar auðvitað, en það er erfitt að átta sig, fóta sig og finna leið, sem maður trúir á tilflnninga- lega. Mér hefur aldrei fundist skipta máli að fylgja nýjustu tísku. Ég vil flnna til í því, sem ég er að vinna í. Auðvitað hefur það tekist misjafn- lega, en mér hefur fundist það skipta meira máli en fræðileg for- skrift. Maður eins og Penderecki, sem heimsækir okkur á þessari lista- hátíð, hefur að nokkm losað sig undan forskrift tólftónatækninnar og farið að búa til tónlist, án þess að hugsa um hvort hann tengist ákveðinni tækniforskrift eða ekki. Áhrifín em mjög sterk. Hann beitir tónlistinni til að túlka tilflnningar sínar til fyrirbæra eins og nasism- ans eða mannlegra samskipta. Ég hef aldrei getað litið svo á, að það sé listsköpun að búa eitthvað til, heldur að hún sé fyrst og fremst tilfinningatjáning." Eins og áður er sagt er það Þor- gerður Ingólfsdóttir, sem stjómar Hamrahlíðarkómum í flutningi verksins nú. Þau em ekki ófá verk- in, sem kórinn hefur fmmflutt og nú bætist enn einn frumflutningur- inn við. Hvað hefur stjómandinn um verkið að segja? „Það er með þetta verk eins og alla góða hluti að það leynir k sér, en opnast við frekari kynni. í upp- hafl var það að ýmsu leyti óaðgengi- legt, einkum vegna þess hve ljóðið er torskilið. Flókinn texti, sem vinn- ur á í kynningu. Við fengum til okkar bókmenntafræðing til að fara í gegnum textann með okkur. Eins hefur tónskáldið sagt okkur frá til- urð ljóðsins og þeim skilningi, sem hann leggur í það. Þessi ígmndun textans var okkur mikil hjálp. Jón kemur til móts við torræðni ljóðsins, í því era ákveðnar svipting- ar, sem koma kannski fram í tónlist- inni sem tempó- og blæbrigða- skipti. Jón leggur mikla áherslu á að kvæðið sé ástarljóð og við viljum gjaman upplifa það þannig. En ég vona að við getum komið biæbrigð- um þess áleiðis, komið því til skila, að þama er margt að fínna. Eins og alltaf, þá er það mikil vinna að æfa og flytja svo viðamik- ið verk með áhugafólki. En kórfólk- ið mitt þefur staðið sig alveg prýði- lega. Ég er undrandi, að verkið skuli ekki hafa verið flutt áður. Mér er minnisstætt, þegar Pólýfón- kórinn flutti fyrsta hluta þess undir stjóm föður míns á sínum tíma. Kvæði Steins hafa lengi verið mér hugleikin. Lærði mörg þeirra utan að sem unglingur, því foreldrar mínir lögðu ríka áherslu á, að það gæti enginn talið sig menntaðan Islending, án þess að þekkja kvæði Steins vel. Það er alltaf mikið gleðiefni, þeg- ar ný íslensk tónverk verða til. Og í þessu tilfelli hefur tónskáldið valið eitt af stórverkum íslenskrar ljóð- listar til að búa í tónverk og gert það á afar áhrifamikinn hátt. Von- andi verður þessi flutningur okkar nú til þess að verkið verði skoðað." Texti: Sigrún Davíðsdóttir SIEMENS Fullkomið símakerfi frá SIEMENS fyrir lítil fyrirtæki: SATURN12 Stærð: 4 bæjarlínur og 8 innanhússnúmer. Dæmi um möguleika kerfisins: • Innbyggt innanhússkallkerfi • Handfrjáls notkun • Tónlistá biðlínu • Næturtenging • Valeftirlit • Símafundur Hringivörn Eltisími Skammval Eins númers minni Svaraðfyrirannan Bókun bæjarlínu Leitið nánari upplýsinga hjá símatæknideild okkar. SMUH& NORLAND Nóatúni 4 - Sími 28300 Libby> Stórgóða tómatsósan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.