Morgunblaðið - 07.06.1988, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 1988
45
HANDAVINNUPOKINN
Lauflétt
„lukku-tröll“
Ég ætla nú að byrja á því að
þakka fyrir öll bréfin sem mér
bárust vegna Tínu og Tuma í
síðasta mánuði, að ógleymdum
góðum kveðjum og vinsamleg-
um óskum. Það er áberandi
hvað þið lesendur Dyngjunnar
eruð hrifnir af handavinnu og
föndri. En sumir vilja þó ein-
göngu matar- og bökunar- upp-
skriftir og svo eru enn aðrir
sem helzt vilja bara létt mas,
heilræði eða góð ráð. Ég reyni
að gera sem flestum til hæfis,
og í dag eru það lesendur
Handavinnupoka Dyngjunnar
sem fá lauflétt verkefni til að
dunda við.
Ég kalla þetta „lukku-tröil".
Sumir eiga lukkupeninga, aðrir
lukkubein, lukkuhringi eða lukku-
steina, sérstaklega ef þeir eru frá
Austfjörðum. En semsagt: lukku-
tröll, sem má búa til úr stórum
vasaklút (til dæmis „tóbaksklút")
eða ferhymdu stykki, um 30x30
sm. Litaval skiptir litlu máli, þið
getið notað einlitt, kö-
flótt, rósótt, röndótt eða
hvað sem ykkur dettur í
hug. Lukkutröllið á
myndinni er gert úr vasa-
klút, smávegis af bómull
eða fyllingarefni, þremur
hnöppum, silkibandi og
útsaumsgami.
Svona förum við að:
ingarefni inn um opið, ekki of
miklu, því lukkutröllið á að vera
mjúkt.
4. Saumið opið saman með
stuttum, þéttum sporam.
5. Saumið á eyra með tveimur
skásaumum gegnum efni og fyll-
ingu, og saumið fætur á sama
hátt.
6. Saumið hnappa á fyrir nef
og augu.
7. Saumið veiðihár á við nefið
og bindið silkiband með slaufu um
hálsinn.
Þetta er nú svo auðvelt að ekki
ætti að vera þörf fyrir frekari
útskýringar. En ef einhver á í
vandræðum þá má alltaf skrifa
til Dyngjunnar, Morgunblaðinu,
Aðalstræti 6, 101 Reykjavík. Ég
á einnig stærri skýringarmyndir
sem auðvelt er að fara eftir við
gerð lukkutröllsins, en þær getið
þið fengið ef þið óskið.
Góða skemmtun,
Jórunn.
1. Leggið klútinn á
borð, bijótið vinstri og
hægri kant inn að miðju
og heftið saman með títu-
pijónum. Saumið þvert yfír
að ofan og neðan.
2. Takið títupijónana úr
og snúið við þannig að
saumarnir snúi inn.
3. Troðið bómull eða fyll-
m itripw á
£ in OO Góðan daginn!
AF ERLENDUM VETTVANGI
eftir PÉTUR PÉTURSSON
Sænskir jafnaðarmenn í
uppnámi út af bankamálum
Erik Penser er ósköp venjulegur maður að sjá, en sennilega
óvenjulega óframfærinn. Ávallt vel en látlaust klæddur að
minnsta kosti af sjónvarpinu að dæma. Undanfarnar vikur
hefur hann verið einna mest umtalaði maður hér í Svíþjóð. í
þinginu var fyrir skömmu löng dagskrá þar sem aðaliega var
fjallað um siðferðilegt réttlæti viðskipta hans við PK-bankann
sem er í ríkiseign.
Penser hefur í fjölmiðlum verið
talinn dæmið um kapítalista
af verstu tegund, skattsvikari
o.s.frv. Hann er aðaleigandi Bo-
fors-vopnaverksmiðjanna og hef-
ur af „skattatæknilegum" ástæð-
um, eins og það heitir hér, flutt
fjölskyldu sína til Englands, en
hefur miðstöð sína í Belgíu þar
sem hann dvelur að öllu jöfnu
virka daga vikunnar. Auður hans
er þó allur í Svíþjóð. Hann er tal-
inn einn af fjóram ríkustu mönn-
um Svíþjóðar. Þekktastur er hann
í fjölmiðlum fyrir góðlátlegt og
dálítið stríðnislegt bros þar sem
hann skálmar sína leið án tillits
til allra fréttamanna sem ota að
honum hljóðnemum og ljósmynd-
ara og sjónvarpstökumanna sem
trítla kringum hann bognir við
myndatökuvélar sínar. Hann hef-
ur ekki veitt blaðaviðtal í þijú ár,
þangað til nú fyrir nokkram dög-
um, og er því einn af huldumönn-
um sænskra fjármála. Hann lýsti
því yfir í viðtalinu að hann myndi
ekki ræða við blaðamann aftur
fyrr en árið 1991.
Pólitískt viðkvæmt
fyrir kosningur
Nú er hann orðinn eitt aðalbit-
bein stjórnmálanna hér og um-
deilt nafn í stjómmálabaráttunni
sem nú er að heijast hér í Svíþjóð,
en þingkosningar verða í sept-
ember nk.
Þannig er mál með vexti að
Penser keypti 20% hlutabréfa í
PK-bankanum, sem er ríkisbanki
eins og áður segir, en í staðinn
fékk bankinn hlutabréf í sérstök-
um verðbréfasjóðum Camegie-
samsteypu þeirrar sem Penser
ræður yfír. Ríkið á enn stærsta
hlutann í PK-bankanum eða 65%
eftir þessi kaup, ef af þeim verður
á annað borð, en Penser verður
næststærsti eigandinn. Penser
hefur áður átt viðskipti við ban-
kann og hefur trú á forystu hans
og vill tengja hagsmuni fyrirtækja
sinna við þennan banka sem er
tiltölulega nýr og framsækinn.
Þessi viðskipti hafa komið jafn-
aðarmönnum illa, en þeir sitja við
stjómvölinn í ríkisstjóminni. Þetta
mál er nú sérstaklega viðkvæmt
vegna komandi kosninga. Hávær-
ar raddir innan flokksins gagn-
rýna harðlega að ríkisbanki á
ábyrgð fjármálaráðherrans, jafn-
aðarmannsins Kjells Olofs Felts,
eigi viðskipti við kapítalista af
þeirri tegund sem Penser er, Al-
þýðusambandsforystan er á sömu
nótum og leiðarahöfundar í blöð-
um jafnaðarmanna taka í sama
streng. Við það bætist að komm-
únistar, sem jafnaðarmenn verða
oft að styðjast við í þinginu til
að fá meirihluta fyrir framvörpum
sínum telja, það fyrirlitningu við
sósfalismann og velferðarríkið að
hleypa Penser að þessum banka.
Þvf er haldið fram að þar með sé
einkakapítalið komið með kraml-
umar sínar inn í banka sem átti
að þjóna því hlutverki að vera
efnahagslegt stjómtæki í al-
mannaþágu. Þingmenn úr borg-
araflokknum hafa einnig tekið
málið upp og telja að þingið hefði
átt að vera með í ráðum. Margir
nota þetta til marks um tvöfeldni
jafnaðarmanna í efnahagsmálum.
Fyrsta maí sl. töluðu margir leið-
andi jafnaðarmenn digurbarka-
lega um að slá fætuma undan
ævintýragosum, eins og þeir kalla
þá, sem hagnast á því að spekúl-
era í verðbréfum, með því að
kaupa og selja á réttum tíma. Það
varð svo aðeins nokkram dögum
seinna ljóst að sjálfur fjármála-
ráðherrann hafði lagt blessun sína
yfír þessi viðskipti ríkisbankans
við einn allra frægasta spekúlant-
inn.
Jafnaðarmenn tvöfaldír
í roðinu
Tvöfeldni jafnaðarmanna virð-
ist ætla að verða eitt af aðalslag-
orðum borgaraflokkanna í kosn-
ingabaráttunni, og þá er auk
þessa máls vísað til vopnasölu-
málsins og afstöðunnar til Evr-
ópubandalagsins. Á alþjóðavett-
vangi era sænskir jafnaðarmenn
þekktir fyrir að halda uppi áróðri
fyrir friði og afvopnun en komið
hefur í ljós að sænsk vopnafyrir-
tæki, ekki síst Bofors, sem Penser
er einn aðaleigandinn að, eins og
áður segir, hafa selt vopn til landa
sem samkvæmt sænskum lögum
mega ekki fá sænsk vopn. Gagn-
rýnisraddir segja að hann hljóti,
sem aðaleigandi, að hafa haft
vitneskju og e.t.v. verið með í
ráðum varðandi þessa ólöglegu
vopnasölu. En lög kveða á um að
ekki megi setja vopn frá Svíþjóð
til landa sem eiga í ófriði eða
þeirra landa þar sem yfírvofandi
hætta er á stríðsátökum.
Fjármálaráðherrann réttlætti
viðskiptin þannig að hefði PK-
bankinn ekki notað tækifæríð og
tryggt sér verðbréfín í Camegie-
samsteypunni hefði Skandinav-
iska Enskilda-bankinn, sem er
aðalkeppinautur ríkisbankans,
gert það og þar með hefði of mik-
ið efíiahagslegt vald safnast á
fáar hendur. Það vilja jafnaðar-
menn koma í veg fyrir, enda er
það samkvæmt hugmyndafræði
þeirra. Auk þess taldi hann þessi
viðskipti mjög hagstæð fyrir ban-
kann og stöðu hans. Hann sagðist
ekkert hafa á móti Erik Penser
og bauð hann velkominn til sam-
starfs við að byggja upp sænskan
iðnað og efnahag. Það sem gerir
málið enn vandræðalegra fyrir
fjármálaráðherrann er að tals-
menn Skandinaviska Enskilda-
bankans hafa neitað því að þeir
hafí haft í hyggju að kaupa hluta-
bréf í sjóðum þessum.
Vegna þess hve gagnrýnin er
hávær og málið pólitískt og flókið
bauðst Penser til þess að skuld-
Bankaviðskipti sænska fjár-
málamannsms Eriks Pensers,
sem er einn af fjórum ríkustu
mönnum Svíþjóðar, eru við-
kvæmt pólitfskt mál fyrir
sænska jafnaðarmenn.
binda sig að neyta ekki atkvæða
sinna í stjóm bankans. En gagn-
rýnin hefur ekki hjaðnað fyrir
það. Nýjustu fréttir era þær að
fulltrúar Pensers hafa tilkynt að
hann sé reiðubúinn að draga
kaupin til baka, að minnsta kosti
að einhvetju leyti. En málið er
nú komið fyrir þingið og frekari
aðgerðir bíða ákvörðunar þess.
Þar er þó búist við að ákvörðun
fjármálaráðherra fái stuðning
Hægri flokksins, en hann vill að
sem flest ríkisfyrirtæki verði seld
einkaaðilum.
Tromp jaf naðarmanna
Mál þetta er ekkert einsdæmi.
Þvert á móti má segja að mál af
þessu tagi, sem hreyfa við sið-
ferðisvitund manna, séu reglu-
bundin fyrirbæri í opinbera lífí
hér. Rótin liggur sjálfsagt í því
að jafnaðarmenn, sem eiga mest-
an þátt í pólitískri uppbyggingu
sænsks velferðarríkis, hafa ekki
þjóðnýtt efnahagslifíð að sama
marki og hinar menningarlegu og
félagslegu hliðar samfélagsins.
Þeir hafa látið markaðsöflin vera
drifkraft efnahagskerfísins og lá-
tið sér nægja að koma á fót ýmis-
konar varúðarstofnunum sem
tryggja eiga jafnvægi og koma í
veg fyrir miður æskilegar afleið-
ingar óheftra markaðsafla. En sú
hugmyndafræði, sem liggur að
baki þessu velferðarkerfi, byggist
meira eða minna á því að fylkja
liði gegn kapítalistum og þeirri
manngerðarfyrirmynd sem per-
sónugerir kapítalíska markaðs-
hyggju. Þegar kosningar era í
aðsigi er hætta á að ósamræmið
i þessu kerfí komi í |jós. Stjómlist
jafnaðarmanna felst í því að sigla
þama milli skers og bára og
tryggja þar með stöðugleika og
festu sem margir kjósendur meta
mikils. Þetta er tromp jafnaðar-
manna sem þeir tefla fram og
hamra á því aið borgaraflokkamir
geti ekki myndað ábyrga sam-
steypustjóm. Borgaraflokkamir
benda hins vegar á tvöfeldni jafn-
aðarmanna og dæmin era fleiri
en eitt um hana eins og áður segir.
Höfundur er frétt&ritari Morg-
unblaðsins.