Morgunblaðið - 07.06.1988, Page 47

Morgunblaðið - 07.06.1988, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 1988 47 það var ekki um að villast að nú var hásumar í ranni hins unga manns. Konan hans, Lalla, eins og við köll- uðum hana, varð einnig góður vinur okkar. Þau voru mjög samhent og elskuleg hjón og nutum við oft greiðasemi þeirra og hlýhugar. Þau Lalla og Þórður eignuðust sitt fyrsta bam 29. nóvember 1943, dreng, sem skírður var Erlendur, mikið efnis- bam og sjálf sólin í lífi hinna unga hjóna. En skyndilega syrti að, dreng- urinn veiktist af heilahimnubólgu og dó aðeins tæplega tveggja ára, þann 15. júlí 1945. Því áfalli verður ekki með orðum lýst. En í lífi hvers og eins fylgjast að ljós og skuggar og ljósið braust fram á ný þegar þau eignuðust annan dreng 11. október 1945. Erlendur heitir hann og er bifreiðastjóri hér í Reykjavík. Hann var kvæntur Ólafíu Guðnadóttur og eiga þau 3 böm, Þórð,, Guðlaugu og Maríu Dröfn. Þau hjónin skildu og býr nú Erlendur með Unu Hlíf Gunn- arsdóttur. Þórður var í Oddfellow-reglunni í 40 ár í stúkunni Ingólfi. Og nú er aftur vor, en komið að leiðarlokum hjá Þórði í okkar veröld. Ég bið góðan Guð að blessa og varð- veita hann í síðustu ferðinni. Við systumar þökkum honum samfylgd- ina og sendum innilegar samúðar- kveðjur elskulegri vinkonu okkar, Guðlaugu, syni og barnabörnum. Blessuð sé minning hans. Svanlaug Böðvarsdóttir Ég, sem þessar línur rita, fyrir hönd nokkurra starfsfélaga Þórðar Sigurðssonar hjá Olíufélaginu hf., var staddur erlendis er ég frétti að vinur minn Þórður hefði fengið hjartaáfall og lægi helsjúkur á sjúkrahúsi og væri vart hugað líf. Þar lést hann fáum dögum síðar án þess að komast til meðvitundar. Þórður Sigurðsson fæddist í Reykjavík 13. ágúst 1917, sonur hjónanna Kristjönu Erlendsdóttur og Sigurðar íshólms. Þórður ólst upp hér í Reykjavík til 13 ára aldurs en þá fór hann til vinnu á búi Böðvars Magnússonar á Laugarvatni þar sem hann vann næstu árin að öllum hefð- bundnum bústörfum. Á Laugarvatni kynntist Þórður Ólafí Ketilssyni, sér- leyfishafa, sem þá var farinn að aka milli Laugarvatns og Reykjavíkur og réðst til hans til aksturs og viðgerða á bflum hans. Um 1941 fluttist Þórður til Reykjavíkur og vann við akstur og bflaviðgerðir, meðal annars á bfla- verkstæðinu Þrótti og síðar Stefni, en ók sérlejrfis- og hópferðabflum á summm. Árið 1954 réðst Þórður til Olíufélagsins hf., sem lagerstjóri á bflalager félagsins þar sem hann starfaði til ársins 1975, er hann flutt- ist á aðalskrifstofu félagsins þar sem hann sá um útréttingar skjala í tolli og bönkum ásamt flutningi fjármuna milli afgreiðslustaða og aðalskrif- stofu. Öll þessi störf vann Þórður af mikilli árvekni og samviskusemi og vann sér traust yfirmanna sem annarra samstarfsmanna. Þegar Þórður varð 70 ára, fyrir tæpu ári, lét hann af störfum og hugðist njóta ellinnar við ýmis hugðarefni sín. 31. maí 1941 kvæntist Þórður eft- irlifandi eiginkonu sinni, Guðlaugu Erlendsdóttur, og taldi Þórður það sitt mesta gæfuspor, enda reyndist Guðlaug manni sínum mikil stoð og stytta í gegnum þeirra löngu sambúð allt þar til yfír lauk. Þau eiga einn son á Hfi, Erlend Þórðarson, leigubif- reiðarstjóra, fæddan 11. október 1945. Þau hjón vom miklir unnendur íslenskrar náttúm og ferðuðust mik- ið, og hygg ég að þeir staðir séu fáir hér á landi sem þau hafa ekki augum litið. Sérstakt dálæti höfðu þau á Þórsmörk og Þingvöllum, þar sem þau staðsettu hjólhýsi sitt í nokkur sumur. Þá vom ferðir þeirra á Vatnajökul ófáar og starf þeirra í þágu Jöklarannsóknafélagsins mikið í fjölda ára. Þá naut Flugbjörgunar- sveitin í Reykjavík starfskrafta þeirra í fjölda ára. Virkur þátttak- andi í mannúðarstarfi Oddfellow- reglunnar á íslandi var Þórður í fjölda ára. Við starfsfélagar Þórðar hjá Olíu- félaginu þökkum honum að leiðarlok- um samfylgd liðinna ára og biðjum honum blessunar guðs. Eftirlifandi eiginkonu, syni og öðmm aðstand- endum sendum við innilegar samúð- arkveðjur og biðjum Guð að styrkja þau í sorg sinni. Samstarfsmenn LANDSPITALi BLÓDBANKI RANNSÓKNARSTOFA HÁSKÓLANS SKRIFSTOFUR 60 10 00 GEDDEILDIR DALBRAUT 60 25 00 KLEPPSSPÍTALI 60 26 00 KÓPAV0GSHÆLI 60 27 00 VÍFILSSTADASPÍTALI 60 28 00 Hin nýja símstöd Landspítalans verður með beinu innvali. Það þýðir að aðilar utan spítalans geta hríngt beint í innanhússnúmer, í stað þess að fara í gegnum skiptiborð. Þetta gerist með því móti að 60 er bætt fyrir framan viðkomandi innanhússnúmer. Dæmi: Innanhússnúmer 22 51 Beint innval 60 22 51 Vinsamlegast léttið á skiptiborðinu og nýtið beina innvalið. RÍKISSPÍTAÍAR essemm/slA 19.12

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.