Morgunblaðið - 07.06.1988, Page 56

Morgunblaðið - 07.06.1988, Page 56
56 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 1988 GuðmundurR. Brynj- ólfsson fv. lögreglu- varðsljóri — Minning Fæddur 18. mars 1912 Dáinn 26. maí 1988 Árið 1910 hófu búskap á jörðinni Gelti í Grímsnesi hjónin Brynjólfur Þórðarson frá Sumarliðabæ í Ása- hreppi, Rang., og Sigríður Guð- mundsdóttir ljósmóðir frá Efra- Apavatni, Laugardal. Systir Brynj- ólfs frá Sumarliðabæ var Borghild- ur móðir Sigurjóns Sigurðssonar bónda í Raftholti sem er nú nýlát- inn. Jörðin Göltur er fremur landstór, 36 hundruð að fomu mati, liggur að Hestvatni vestan undir Hest- §alli. Bærinn stendur ofan í kvos skammt frá vátninu og er þaðan því útsýni lítið nema fjallahringur til vesturs og norðurs. Ekki sést bærinn en komið er á grjóthól fyrir ofan tún. Landið er að mestu leyti mýrlendi, fremur graslítið en fjár- beit góð og hagstæð á vetrum. Sil- ungsveiði hefur verið stunduð í Hestvatni sem og er höfuðprýði staðarins. Túnið var grýtt og erfitt í ræktun þar heima. Þau Galtarstaðahjón eignuðust íjögur böm. Elstur var Guðmundur Ragnar, sem hér er minnst; Kristinn bóndi að Gelti; Borghildur og Elín- borg sem báðar eru þar til heimilis. Guðmudnur ólst upp við öll venju- leg sveitastörf en hugur hans stefndi ekki til hefðbundins búskap- ar. Áhugi hans beindist snemma- að vélum og allri véltækni. Náttúru- fræðingur var hann svo mikill að eðli að hann sló stundum lærðustu mönnum við. Jarðrækt var honum í fyllsta máta hugleikin, enda tók hann ungur að sér voijarðvinnslu í sveitinni með þeirri atorku og vand- virki svo að aðrir fóru vart í slóð hans með þeim verkfærum og áhöldum sem þá vom notuð og þekkt. Guðmundur vann nú í nokkur ár að jarðabótum í Grímsnesi og við bar að hann væri fenginn í aðrar sveitir. Árið 1940 hóf hann sambúð með konu, Jónínu Bjamadóttur, norðan úr Skagafirði. Gengu þau í hjónaband tveimur árum síðar, eða 1942. Þau settust að í Reykjavík þar sem Guðmundur fékk atvinnu og gekk í lögregluna. Þann starfa hafði hann á hendi meðan heilsa hans leyfði og varð síðast varðstjóri. Þau Guðmundur og Jónína eign- uðust þijú böm: Bjama f. 1941; Sigríði f. 1942; og Ragnhildi f. 1948. Auk þeirra átti Guðmundur dóttur, Þóra að nafiii, f. 1959. Guðmundur var framan af ævi heilsuhraustur maður en lögreglu- starfíð er á margan hátt erfítt og áhættusamt og geta menn þar án fyrirvara orðið fyrir áföllum og mun hann ekki hafa farið varhluta af því. Fyrir ári fékk hann áfall, blæddi á heilann og lamaðist hann öðra megin, komst á fætur og keyrði sinn bíl en náði sér aldrei að fullu. En í síðasta mánuði tók hann hita- veiki (inflúensu) og var fremur þungt haldinn en virtist þó vera kominn yfir það versta, þar til að- ÁVÖXTUNARBREF skila miklu! faranótt hins 26. maí, að hjartað bilaði og hann var allur. Alúðar þakkir sendi ég fyrir hönd fjölskyldu minnar til fjölskyldu hans fyrir áratuga trygga og einstaka vináttu. Guðmundur Brynjólfsson var vel meðalmaður á hæð og samsvaraði sér vel. Svipurinn bar vott um vilja- styrk, festu og heiðarleika. Óll framkoman traustvekjandi og gaf til kynna að orð hans stæðu. Skoð- anir hans ákveðnar og fastmótaðar en ekki alltaf auðvelt að sveigja þær til. Allur málflutningur hans undir- byggður af rökum. Rómurinn sterk- ur, málfar hans hreint og kjam- mikið, féll með ágætum að lögmál- um íslenskrar tungu. Hann var prýðilega verki farinn að hveiju sem hann gekk, burðarmaður sem meira gildi hafði fyrr á tímum en nú. Handbrögð hans sýndu greinilega afl hans, leikni og vandvirkni svo eftirminnilegt var. Guðmundur var maður gestris- inn, ræðinn og skemmtilegur heim að sækja. Hann var áhugamaður um stjómmál og bar þau oft á góma. Hann kvikaði ekki frá flokki sínum en lét þó aldrei nein flokks- fyrirmæli villa sér sýn þegar rétt- lætiskennd hans var annars vegar. Guðmundur sóttist ekki eftir margmenni. „Við hallarglaum var mitt hjarta fátt,“ sagði skáldið. Hann var að því leyti einfari að sækja ekki mannfagnaði né félags- skap yfirleitt. Vildi heldur kætast með fáum og þekkja þá betur. Að þræða sinn einstíg á alfarabraut. Að eilífu er listanna göfuga þraut. Að aka seglum á eigin sjó, einn meðal þúsunda fylgdar. (EB) Straumur tímans líður hratt fram, nú á tímum tækni og véla- Auðvelt að eignast auðvelt að innleysa! ÁVÖXTUNARBRÉF eru óbundin og hægt aö öllu jöfnu, að innleysa hvenær sem er án alls aukakostnaðar. ÁVÖXTUNARBRÉF VEXTIR UMl FRAM VERÐBÓLGU: SÍÐUSTU 3 6 12 MÁNUÐI 14,7% 15,4% 14,9% REKSTRARBRÉF - MEÐ 6 MÁN. UPPSAGNARFR. VEX" riR UMFRAM VERÐBÓLGU: SlÐUSTU 3 19,1% MÁNUÐI Fjármálaráðgjöf - Ávöxtunarþjónusta - Verðbréfamarkaður LAUGAVEGI 97 - SÍMI 621660 VR mótmælir bráðabirgða- lögunum STJÓRN Verslunarmannafélags Reykjavíkur hefur mótmælt harðlega setningu bráðabirgða- laga ríkisstjórnarinnar frá 20. maí siðastliðnum, „sem afnema þann grundvallar rétt stéttarfé- laga að semja um kaup og kjör umbjóðenda sinna,“ eins og segir í frétt sem Morgunblaðinu hefur borist. Ennfremur segir: „Með þessum lögum leggst ríkisvaldið enn einu sinni á sveif með samtökum vinnu- veitenda, sem telja það allra meina bót að halda umsömdum launatöxt- um sem lægstum, sem leitt hefur til þess að félagsfólk hefur misst tiltrú á verkalýðsfélögunum. Stjóm Verslunarmannafélags Reykjavíkur mótmælir því, að umsamdir launa- taxtar, sem nú era á bilinu 38 til 52 þúsund krónur, séu orsök efna- hagsvandans, sem nú steðjar að þjóðinni, enda hefur stór hluti vinnuveitenda ákveðið einhliða miklu hærri launagreiðslur en fram- angreindir samningar segja til um. Nær væri að leita orsaka vandans í hinni gengdarlausu óarðbæra fjár- festingu og skipulagsleysi í atvinnu- rekstrinum, sem leitt hefur til þenslu og óráðsíu í þjóðfélaginu."

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.