Morgunblaðið - 07.06.1988, Page 66

Morgunblaðið - 07.06.1988, Page 66
HLÍBARDALSSKÓLA Innritun stendur yfir fyrir 8-13 ára gömul börn, drengi og stúlkur samtímis til lOdaga dvalar. T í M A B I L 20. júní - 29. júní 1. júlí- 10. júlí 12. júlí - 21. júlí íþróttir (útisundlaug og íþróttahús), fræðslu- og söngstundir, náttúruskoðun, föndurkennsla, söngstundir, kvöldvökur o.m.fl. Verð 10 dagar kr. 12.000,- INNRITUNARSÍMI91-13899 Hittumst heil! Ég fæ fa/leg og góð föt á góðu verðiá mig og börnin VAXTAOKUR Til Velvakanda. Vísitölumafían, sem brenndi upp peningana á svokölluðum vaxta- aukareikningum 1980, ætlar ekki að gera það endasleppt við okkur, sem enn erum að tapa, því það er ekki ólíklegt að fleiri en ég, einstæð amma, hafl léð afkomanda sínum, sem búinn er að missa ofan af sér, veð í skjólinu sínu. Ég segi nú bara — Guð hjálpi þeim elliþegum sem standa undir milljónaláni þegar ég svitna yfír skitnum hundrað þúsund krónum, sem vaxið hafa frá 1983 í 700 þúsund krónur! Og af hveiju? Ég skal segja ykkur það, lesendur góðir, sem ekki eruð enn orðnir skuldþegar. Arleg afborgun fímm þúsund krónur. Vextir 45 þúsund krónur. Verðbótaauki 700 þúsund krónur (frá 1983). Eftir lánstímabilið skulda ég margfalt húsverð! Og hvar eigum vér „skuldþegar" að fá heilt hjólböruhlass af peningum til að varpa í þennan botnlausa okur- haug? Á ég til dæmis að líftryggja mig hjá lífseigustu tryggingafélögunum í Reykjavík og kasta mér síðan fyr- ir næsta bíl sem ekur á ofsahraða fyrir götuhomið — eða auglýsa eft- ir trúverðugum meðbróður til að kveikja í velvátryggðu draslinu eins og hveiju öðru gjaldþrota frysti- húsi, meðan ég bregð mér í kaffí niðrá Hressó? Spyr sá sem ekki veit. í Litlu gulu hænunni sögðu allir — Ekki ég, ekki ég. Svo litla gula hænan var ein um að baka kökuna, en hún var líka ein um að éta hana. í dag bakar litla gula hænan og bakar. Hún bakar baki brotnu — en hveijir eta? Mig langar að slá botninn í þetta með smá reikningsdæmi, þó ég þakki reyndar forsjónunni fyrir hvem þann dag, sem ég kann bara að leggja saman tvo og tvo. Lesend- ur geta þá velt yfir því vöngum hvemig hægt er að láta fé hverfa, jafnvel sporlaust, þegar þeir fara að kneyfa bjórinn dýra á næsta ári. Einhveiju sinni vom þrír kotlaus- ir bamingsmenn á ferð seint um kvöld. Vom þeir orðnir hraktir og lúnir er þeir komu að bæ einum og beiddust því gistingar. Var það auðsótt mál, nema hvað húsráð- andi, bóndinn á bænum, krafði þá að morgni um þrjátíu krónur fyrir næturgreiðann. Áttu þeir tíu krónur hver, svo þama misstu þeir aleigu sína. Konu bónda, sem bæði var góð og guðrækin, fannst þetta svívirðilegt athæfí af bónda sínum svo hún laumaðist í pyngju hans, tók þaðan fímm krónupeninga, og bað son þeirra hjóna að hlaupa á eftir ferðalöngunum og láta þá hafa krónumar. En nú vom gistivinimir ekki samferða lengur, heldur komnir sitt í hveija áttina, svo strákur hugsaði sem svo: „Það er ómögulegt að skipta fimm krónunum milli þeirra þriggja. Ég læt þá bara fá hvem um sig eina krónu en hirði sjálfur tvær krónur fyrir hlaupin." Síðan elti hann þá uppi hvem af öðmm og lét þá hafa eina krónu hvem. Nú er spumingin sú, að ef ferða- langamir þrír hafa í reynd greitt níu krónur hver (þar sem hver þeirra fékk krónu til baka) eða sam- tals 27 krónur, strákur stelur tveim krónum, 27+2=29 en upphaflega vom þetta 30 krónur. Hvað varð þá um eina krónu? Guðrún Jacobsen Köttur týndist Kötturinn Keli, sem er brún- bröndóttur með ljósan kvið, fór að heiman frá sér að Kjartansgötu 5 sl. þriðjudag. Ef einhver hefur orð- ið var við Kela er sá hinn sami vin- samlegast beðinn að hringja í Jens í síma 15036 eða Emu í síma 22783. Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 10 og 12, mánu- daga til föstudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskiptingar, fyrirspumir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þáttarins, þó að höfundur óski naftileyndar. Víkverji skrifar Heimsókn pólsku tónlistar- mannanna hingað til lands er eftirminnileg. Flutningur þeirra á pólskri sálumessu eftir Penderecki er ógleymanlegur, þeim, sem á hlýddu og þá ekki sízt að hlusta á þennan flutning undir stjóm tón- skáldsins sjálfs. Einn gesta á þess- um tónleikum sl. laugardag sagði við Víkveija, að sér fyndist þetta eitthvað svipuð tilfinning og ef hann hefði verið á tónleikum, þar sem Brahms stjómaði flutningi á eigin verkum. Pólski píanóleikarinn Piotr Paleczny sýndi, að til em miklir píanósnillingar aðrir en þeir, sem hafa orðið “heimsfrægir" á Vesturl- öndum. Fflharmóníukórinn frá Var- sjá var stórkostlegur bæði í sálu- messunni og ekki síður í Stabat Mater eftir Szymanowsky. Síðast en ekki sízt ber að nefna Eldglær- ingadans eftir pólska tónskáldið Wojclech Kilar. Það er ekki hægt að lýsa því verki með nokkrum orð- um. Verkið býr yfir ótrúlegum kynngikrafti. Það var bæði skemmtilegt að hlusta á þetta verk og að fylgjast með stjómandanum Wojciech Michniewski meðan á flutningi þess stóð. Slík vom til- þrifin! Pólveijarnir sýndu íslendingum og íslenzkum tónlistarmönnum þá virðingu að flytja eitt verk eftir íslenzkt tónskáld, Choralis Jóns Nordals. Þetta verk var flutt í Kennedy Center í Washington árið 1982 og fékk þar betri viðtökur en menn gerðu sér grein fyrir hér heima, enda ákaflega fallegt tón- verk. Þessi heimsókn pólsku tónlistar- mannanna á að vera okkur hvatning til þess að fá fleiri listamenn frá Austur-Evrópu hingað til lands. í Ungveijalandi t.d. er geysilega blómlegt tónlistarlíf. Víkvetji hefur sótt tónleika í Búdapest og fer ekki á milli mála, að þar er tónlistar- menning á svo háu stigi, að eftir- sóknarvert er fyrir okkur að fá lista- menn þaðan í heimsókn til okkar. XXX Víkveija hefur borizt svohljóð- andi bréf frá Bergljótu Ingólfs- dóttur: Reykjavík í maí 1988 „Góði Víkveiji. Um leið og þakkað er fyrir skrif 26. apríl sl. um þá undarlegu áráttu skipulagsyfirvalda borgarinnar að þrengja svo að stómm nýbygging- um, eins og raun ber vitni um Borg- arleikhús, vill sú er þetta ritar benda á að sömu sögu er því miður að segja í eldri hverfum borgarinnar. Gott dæmi þar um er fyrirhugað ráðhús við Tjörnina. Borgarbúar em á móti byggingu hússins á þess- um stað af fleiri en einni ástæðu, ein er einmitt sú að allt of þröngt verður þar um sjálft húsið um leið og þrengt er að þeirri byggð sem fyrir er. Við teljum það óbætanlegt skipulagsslys að eyðileggja ásjónu miðbæjarins með húsi sem hvort eð er verður ekki nógu stórt til framtíðar nota. Það virðist ekki vera hin sterka hlið skipuleggjenda að hugsa fram í tímann og sorgleg dæmi skamm- sýni em sjáanleg allt í kringum okkur. Engu er líkara en landrými hér sé af skomum skammti líkt og í Hong Kong og Singapore. Mikið hefði munað um þó ekki nema einn víkveiji Morgunblaðsins benti á í dálkum sínum að þröngt geti orðið um ráðhús þar sem fyrir- hugað er að byggja það. Þakklætis- kveðjur yrðu sendar frá í það minnsta þeim 10 þús. borgarbúa (og rúmlega það) sem bám fram þá beiðni til borgaryfirvalda að leyni- leg atkvæðagreiðsla yrði viðhöfð um ráðhúsbyggingu við Tjömina. Með vinsemd. Bergljót Ingólfsdóttir. Sunnuveg 29. Rvík.“ Bergljót sendi kort með þessu bréfí, sem sýnir hugmynd eins borg- arbúa um gróðurlund með bekkjum á Bámlóð í stað þess að „reisa þar heilt hús“, eins og segir í eftirmála með bréfi hennar. Því miður er ekki hægt að birta þessa mynd í dálkum Víkveija, þar sem plássið leyfir það ekki, en sjálfsagt að birta kortið annars staðar í Morgunblað- inu, ef höfundur óskar eftir því.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.