Morgunblaðið - 07.06.1988, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 07.06.1988, Blaðsíða 72
■g^r^pQR1 £5 jltilf lirir (söií ÍSirit Á GRÆ/V/VIGREÍN MEÐ 1 40&&S&' ÞRIÐJUDAGUR 7. JUNI 1988 VERÐ í LAUSASÖLU 60 KR. Verðlagsráð sjávarútvegsins: Fundur án full- trúa sjómanna Framkvæmdastjóm Sjó- mannasambands Islands ákvað í gær að draga fulltrúa sinn úr Eltu uppi stolinn leigubíl ► •» LÖGREGLAN á Selfossi elti í gærkvðldi uppi ökumann stolinn- ar leigubifreiðar úr Búðardal. Auk tveggja bíla Selfosslögregl- unnar tók lögreglubifreið úr Reykjavfk þátt í eftirförinni frá Hveragerði. Ökumaðurinn lét ekki staðar numið fyrr en á Eyrar- bakka þar sem hann var króaður inni. Eigandi leigubifreiðarinnar, sem er nýr Mercedes Benz, uppgötvaði hvaifið þegar hann ætlaði til vinnu sinnar á mánudagsmorgun. Lýst var eftir bifreiðinni í hádegisútvarpi og hafði lögreglan síðar fregnir af henni á leið í austurátt. Það var svo um kvöldmatarleytið að lögregluþjónar frá Selfossi mættu bifreiðinni við Hveragerði og reyndu að stöðva hana. Ökumaðurinn sinnti ekki merkjum þeirra en reyndi að komast undan. Hann ók afleggjarann niður á Eyrarbakka, en virtist ekki þeklga staðháttu betur en svo að hann lenti í blindgötu. Bílinn er óskemmdur. Ökumaður- inn og farþegi hans voru fluttir í fangageymslur lögreglunnar í Reykjavík. Þeir mun báðir hafa kom- ið við sögu lögreglunnar áður. Morgunblaðið/Sigurgeir Sprangaðá sjómannadegi Hátíðarhöld Sjómannadagsins í Vestmannaeyjum hófust á laugardag. Á meðan fólk var að koma sér fyrir og beðið var eftir að dagskráin byijaði sýndu nokkrir ungir peyjar fimi sína í „Spröngunni". Þessi sýn- ir hér glæfrastökk á annarri hendi í 20 metra hæð. Sjá ennfremur bls. 28, 29 og 39. Verðlagsráði sjávarútvegsins fram í september, en þá mun þing Sjómannasambandsins taka afstöðu til setu fulltrúans í ráð- inu. Verðlagsráð kemur saman í dag kiukkan 15 til að fjalla um verð á rækju og hörpudiski. Hólmgeir Jónsson, framkvæmda- stjóri Sjómannasambandsins, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að nú væri verið að athuga með hvaða hætti væri hægt að vísa físk- verðsákvörðuninni síðastliðinn fostudag til gerðardóms, en lög- fræðingur Sjómannasambandsins hefur það mál nú til athugunar. Sjómenn telja fiskverðsákvörð- unina brot á bráðabirgðalögunum, þar sem segir að laun, þar á meðal kauptrygging sjómanna, skuli hækka hinn 1. júní um það sem kann að vanta upp á 10% hækkun frá 31. desember 1987. Fiskverð hækkaði sem kunnugt er um 5% að meðaltali, gegn atkvæðum full- trúa seljenda. í 6. grein bráðabirgðalaganna segir að rísi ágreiningur um túlkun á ákvæðum laganna geti verkalýðs- félög og félög vinnuveitenda vísað honum til sérstaks gerðardóms og á þessa grein vilja sjómenn nú láta reyna. Gerðardómurinn skal skipað- ur þremur fulltrúum; einum frá hvorum aðila kjarasamnings og þeim þriðja frá Hæstarétti. Úr- skurður þessa gerðardóms er fulln- aðarúrskurður. Penderecki, söngvarar og hljóðfæraleikarar í lok tónleikanna á laugardag. Morgunblaðið/Þorkell Sálumessan „stórvirki í alþjóðlegum skilningi“ ÁHEYRENDUR á sálumessu Pendereckis í Háskólabíói á laugardaginn fögnuðu tón- skáldinu og stjórnandanum mjög að flutningi loknum. „Hann er snillingur . . . requi- em Pendereckis er stórvirki í alþjóðlegum skilningi, furðu- legur millivegur auðveldrar áhrifatækni og dýpstu sann- inda,“ segir Leifur Þórarinsson tónskáld í DV í gær. í Morgun- blaðinu i dag segir Egill Frið- leifsson: „Við urðum vitni að glæsilegum flutningi á einu at- hyglisverðasta tónverki, sem fram hefur komið hin siðari ár.“ Á tónleikum Fílharmóníuhljóm- sveitarinnar frá Poznan á Lista- hátíð á sunnudag lék píanóleikar- inn Piotr Paleczny undir stjóm Wojcieh Michniewskis. Leifur Þórarinsson segir svo meðal ann- ars um leik Palecznys í fyrsta píanókonsert Chopins: „Slíka músíkinnlifun og fullkomnun í túlkun er sjaldgæft að heyra, þar sem hver frasi er fluttur af svo sannfærandi frumleika að áheyr- endur sundlar næstum við flugið." Sjá ennfremur bls. 12, 13 og miðopnu. Efnt til viðræðna í Lund- únum um stækkun álversins Alusuisse o g þrjú önnur stórfyrirtæki ræða samstarf VIÐRÆÐUNEFND íslenskra stjómvalda mun um miðjan mán- uðinn eiga fund i Lundúnum með fulltrúum Alusuisse og þriggja stórfyrirtælqa um hugsanlega stækkun álversins i Straumsvík. Hugmyndin er að stækka álverið um helming og hefja verkið á næstu þremur ámm. Að sögn Jóhannesar Nordal oddvita nefndarinnar hrekkur orka Blönduvirkjunar ekki til og þyrfti að virkja meira á Búrfelli og Sultartanga ef af fram- kvæmdum yrði. Álverð í heiminum er nú hærra en nokkru sinni. Að sögn Ragnars Halldórssonar forstjóra ÍSAL var verðið í lægð um fímm ára skeið en rauk síðan skyndilega upp og var orðið viðunandi um mitt síðasta ár. Þegar verðbréfahrunið varð í október lækkaði álverðið nokkuð en tók síðan við sér og sveiflast þriggja mánaða verðið nú á milli 80.000 og 100.000 króna tonnið. „Sökum mikilla fjárhagsörðug- leika á sínum tíma varð Alusuisse afhuga hugmyndum um stækkun álversins en staða fyrirtækisins hefur batnað mjög að undanfömu og því hefur það tekið afstöðu sína til endurskoðunar,“ sagði Jóhannes Nordal í samtali við Morgunbiaðið. Hann kvað fundinn í Lundúnum fyrst og fremst haldinn til að kanna hvort af samvinnu þessara aðila gæti orðið. Fyrirtækin sem sýnt hafa áhuga eru auk Alusuisse Alumined Beheer í Amsterdam, Austria Metall í Ran- eshofen í Austurríki og Gröanges Aluminium í Stokkhólmi. Þau tvö fyrmefndu reka álver og úrvinnslu- stöðvar en sænska fyrirtækið sem er dótturfyrirtæki Electrolux hefur byggt upp úrvinnsluiðnað úr áli á undanfömum árum. Friðrik Sophusson iðnaðarráð- herra sagðist vera bjartsýnn á árangur í viðræðunum, en nokkur tími kynni að líða þar til hann kæmi fram. Meðal óvissuþátta væri hvort þessi þijú fyrirtæki væru fús til samvinnu við Alusu- isse. „Ég tel að góður árangur geti orðið af slíkri samvinnu. Alusu- isse er að því leyti betur sett en hinir aðilamir að það þekkir að- stæður hér mætavel en íslensk stjómvöld þekkja svo aftur á móti best til þess fyrirtækis. Það væri því hugsanlega hægt að nota samn- ingsform frá fyrri tíð,“ sagði Frið- rik Sophusson. Flugleiðir funda með flugmönnum: Tafír á irnianlandsfíugi FLUGMENN og forsvarsmenn Flugleiða funduðu í gær um kjara- mál og er það fyrsti fundur þessara aðila eftir setningu bráðabirgða- laga ríkisstjórnarinnar hinn 20. maí síðastliðinn. Fundinum, sem haldinn var að beiðni flugmanna, lauk án niðurstöðu og honum frestað um óákveðinn tíma. Síðasti gildandi kjarasamningur flug- manna rann út um áramótin. Einar Sigurðsson, blaðafulltrúi Flugleiða, sagði að á fundinum hefði flugmönnum verið kynnt sú afstaða félagsins að bráðabirgða- lögin byndu hendur þess í kjaramál- um, þar sem þar hefðu ákveðnar hækkanir verið lögboðnar og síðustu gildandi kjarasamningar framlengdir. Minniháttar tafir hafa orðið á innanlandsflugi Flugleiða undan- farið og hefur reynst nokkrum erf- iðleikum bundið að halda settri áætlun. Að sögn blaðafulltrúa Flug- leiða má að hluta til rekja tafimar til veðurskilyrða. Baldur Oddsson, varaformaður Félags íslenskra at- vinnuflugmanna, sagði aðspurður að hann vissi ekki til þess að flug- menn færu sér hægt við störf sín, hins vegar gættu þeir fyllsta örygg- is eins og þeir gerðu raunar alltaf. Um bráðabirgðalögin sagðist hann búast við að menn ættu erfítt með að sætta sig við að vinna undir þvingun og það væri mat félagsins að hægt væri að gera kjarasamn- inga innan ramma bráðabirgðalag- anna. Búið hefði verið að halda sárafáa stutta fundi, þegar kom til lagasetningarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.