Morgunblaðið - 14.06.1988, Side 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 1988
LISTAHÁTÍÐ í REYKJAVÍK H
í brúðuheiminum
Brúftuleikhús
Jóhanna Kristjónsdóttir
íslenska brúðuleikhúsið sýndi í
Lindarbæ á Listahátíð:
Maður og kona, byggt á skáld-
sögu Jóns Thoroddsens.
Jón E. Guðmundsson er merkis
brautryðjandi í að kynna og koma
brúðuleikhúsinu á framfæri til
íslenskra áhorfenda. Hann hefur
unnið við þetta svo skiptir mörgum
árum. Lengi framan af var Jón
nánast einn til þess að sýna brúðu-
leiki hér, en síðan hafa fleiri kom-
ið til skjalanna og brúðuleikhús
hefur smám saman öðlast rétt-
mætar vinsældir og hrifningu hjá
ungum áhorfendum. Brúðuleik-
flutningur er þó engan vegin ein-
skoraður við að böm hafi gaman
af, fullorðnir njóta góðs brúðuleik-
húss ekki síður.
Brúðurnar í leikgerðinni hér eru
ákaflega haglega gerðar og aug-
sýnilega mikil og snjöll vinna í þær
lögð. Sviðið er einfalt og laglegt
og smásviðsbreytingar taka ekki
nokkra stund, svo að allt gengur
vel og snurðulaust fyrir sig.
Empire Brass kvintettinn
Empire Brass Quintet
TÓNLIST
Egill Friðleifsson
Háskólabíó 12.6. 1988. Flytjend-
ur: Empire Brass Quintet. Efnis-
skrá: Verk eftir Bach, Hándel,
Kreisler, Rossini, Albenez, Cop-
land, Bozza, Gershwin og Bem-
stein.
Einn af liðum listahátíðar um helg-
ina voru tónleikar Empire Brass
Quintet frá Bandaríkjunum sl.
sunnudag. Þessi ágæti kvintett var
stofnaður fyrir tilstilli Leonards
Bemsteins árið 1971 og hefur öðlast
mikla frægð fyrir óvenju fágaðan og
góðan leik. Kvintettinn skipa þeir
Rolf Smedvig, trompet, Jeffrey
Cumow, trompet, Martin Hacklman,
básúnu, og J. Samuel Pilafian túbu.
Það virðist svo sem ýmsir tónlista-
runnendur hafi allt að því hom í síðu
homaflokka, a.m.k. vantaði þá
marga sl. sunnudag, sem var verst
fyrir þá sjálfa, því þessi stund með
Empire Brass Quintett var alveg
sérstaklega skemmtileg. Tónleikam-
ir vom þó allvel sóttir og undirtektir
að vonum stórgóðar. Þegar blásið er
í lúðra með slíkum ágætum og hér,
standast gæði flutningsins saman-
burð við hvaða kammermúsíkhóp
sem er. Þama er valinn maður í
hveiju rúmi og samspil þeirra félaga
svo gott að þar finnst næstum hvergi
blettur né hrukka.
Efnisskráin var fjölbreytt og
spannaði tímann allt frá Bach og
Hándel til Gershwins og Bemsteins.
Það virtist sama hvað þeir félagar
tóku sér fyrir hendur, allt var
þrautæft sem m.a. sést á því að stór-
an hluta efnisskrárinnar spiluðu þeir
utanbókar, sem er óvenjulegt með
kammerhópa, og leikur allur vel og
músíkalskt útfærður. Reyndar kom
ágætur leikur þeirra ekki á óvart.
Þeir voru hér á ferðinni fyrir þremur
ámm og vöktu óskipta athygli þeirra,
sem á hlýddu. Það tekur því varla
að gera upp á milli verka á þessum
tónleikum, hvort það voru þættir úr
Vatnasvítu Hándels, umritanir á ljúf-
lingslögum Kreislers, sálmforleikjum
Bachs eða eitthvað annað, öllu skil-
uðu þeir drengimir í Empire Brass
Quintett af stakri prýði. Að lokum
bmgðu þeir á leik með léttri sveiflu
við mikla hrifningu áheyrenda. Þeim
félögum í Empire Brass Quintett er
þökkuð koman á listahátíð 1988.
Leikgerðin af Manni og konu
er auðvitað mikið stytt, og snýst
í kringum ástir þeirra Þórarins og
heimasætunnar frá Hlið og makki
séra Sigvalda er hann reynir að
fá ungsveininn til að ganga að
eiga Staða-Gunnu systur sína, sem
er ekki beint frýnilegt fljóð og
sömuleiðis beitir hann ýmsum
klækjum til að íéfletta fósturfor-
eldra heimasætunnar fögm — sem
er nú raunar eina brúðan sem
mætti vera snotrari ásýndum. En
svo sigrar ástin að lokum og allt
fer vel, eins og á að vera í góðum
sögum.
Raddflutningurinn af segul-
bandi tókst vel, að undanskilinni
byijuninni, sem var óskýr. Senni-
lega er Maður og kona þó nokkuð
þungmelt fyrir yngstu kynslóðina
og hélt ekki áhuga krakkanna
nægilega vel. En fullorðna fólkið
skemmti sér prýðilega. Því hefur
kynningin á sýningunni kannski
Jón E. Guðmundsson ásamt
nokkrum ótal mörgum brúðum
sínum.
ekki verið alveg nógu pottþétt og
á frumsýningunni vom áhorfendur
raunalega fáir. Sýningin er svo
vel unnin og skemmtileg, að hún
verðskuldar langtum meiri at-
hygli.
Morgunblaðið/Ól.K.M.
Frá frumsýningu verðlaunakvikmynda Listahátíðar í Regnbogan-
um.
V erðlaunakvik-
myndir Listahátíðar
Á síðastliðnu ári efndi Listahátíð
í Reykjavík til verðlaunasamkeppni
um handrit að stuttum kvikmynd-
um og voru úrslitin tilkynnt við
setningu Kvikmyndahátíðar í haust
sem leið. Verðlaunin hlutu Erlingur
Gíslason fyrir handritið Símon Pét-
ur fullu nafni, Lárus Ýmir Óskars-
son fyrir Kona ein og Steinunn
Jóhannesdóttir fyrir Ferðalag
Fríðu.
Verðlaunin voru í því fólgin að
veittar voru 850 þús. krónur til
gerðar hverrar myndar. Kvik-
myndasjóður íslands veitti Lista-
hátíð stuðning til að hrinda keppn-
inni af stokkunum og hefur auk
þess veitt nokkum beinan styrk til
hverrar myndar, sömu upphæð til
myndanna allra.
Dómnefnd mun velja bestu
myndina og verður tilkynnt um
úrskurð hennar í lokasamkvæmi
Listahátíðar 19. júní.
Myndimar eru sýndar í Regn-
boganum og gefst sýningargestum
færi á að láta í ljós álit sitt á mynd-
unum með því að fylla út atkvæða-
seðil sem fylgir hveijum aðgöngu-
miða og leggja hann í kassa við
anddyri kvikmyndahússins.
Vistaskipti
Kvikmyndir
Amaldur Indriðason
Ferðalag Fríðu. Leikstjóri:
María Krístjánsdóttir. Hand-
rít: Steinunn Jóhannesdóttir.
Aðalhlutverk: Sigríður Hag-
alín, Ólöf Andra Proppé, Arn-
ar Jónsson og Ólafía Hrönn
Jónsdóttir. Kvikmyndataka:
Arí Kristinsson. Leikmynd og
búningar: Þórunn S. Þorgrí-
msdóttir. Tónlist: Hjörtur
Howser.
Smámyndin Ferðalag Fríðu,
sem Steinunn Jóhannesdóttir
skrifar handrit að og María
Kristjánsdóttir leikstýrir, gerist
á mörkum lífs og dauða á legu-
deild sjúkrahúss.
Sigríður Hagalín leikur aldr-
aða, dauðvona konu, Fríðu, sem
ekið er eins og alla morgna fram
á gang en ferðin endar ekki þar
í þetta skiptið nema fyrir líka-
mann því andinn leysist úr læð-
ingi og mætir löngu gengnum
samferðamanni, sem Fríða kallar
Leif (Amar Jónsson). Vistaskipti
sálarinnar tengjast hræðslu
Fríðu við dauðann frá því hún
var bam og stóð í annarskonar
og hættulegra ferðalagi.
Það er einkum hið blíðlega
andlit Sigríðar Hagalín sem
verður eftirminnilegt úr mynd-
inni. Hún segir næsta fátt en
það býr heilmikil frásögn í hinu
smáa, svipbrigðum og blæbrigð-
um andlitsins.
Þeim Steinunni og Maríu tekst
að blanda á skynsaman hátt
fortíð og nútið í draumkenndum
heimi svo úr verður samstæð
heild og hin kaldranalega og
vatnsríka leikmynd Þórunnar S.
Þorgrímsdóttur (sem einnig
gerði leikmyndina í mynd Lárus-
ar) gefur myndinni kalt og hrá-
slagalegt yfirbragð dauðans.
Einsemd
Kvikmyndir
Amaldur Indriðason
Kona ein. Leikstjóri, handrits-
höfundur, framleiðandi og
klippari: Lárus Ýmir Óskarsson.
Aðalhlutverk: Guðrún S. Gísla-
dóttir. Kvikmyndataka: Karl
Óskarsson. Tónlist: Hilmar Örn
Hilinarsson. Leikmynd og bún-
ingar: Þórunn S. Þorgrímsdótt-
ir. Hljóð: Þorbjörn Erlingsson.
Heitið á smámynd Lárusar Ýmis
Óskarssonar, Kona ein, segir
kannski allt um hið sérkennilega,
kyrrláta og fallega verk hans sem
lýsir í nokkrum atriðum og vand-
lega hugsuðum uppstillingum konu
einsamalli inní lokuðu herberginu
sínu. Kona ein er í senn afar ljóð-
rænt og dulúðugt verk sem Guðrún
S. Gísladóttir í algjörri þögn (fyrir
utan nokkur mæðuleg andvörp)
gæðir hljóðlátum mannlegum til-
finningum umkomuleysis og ein-
semdar.
Ofhlaðið
Kvikmyndir
Arnaldur Indriðason
Símon Pétur fullu nafni. Leik-
stjóri: Brynja Benediktsdóttir.
Handrít: Erlingur Gísiason.
Aðalhlutverk: Erlingur Gísla-
son, Freyr Ólafsson og Helga
Jónsdóttir. Kvikmyndataka:
Baldur Hrafnkell Jónsson.
Tónlist: Hjálmar H. Ragnars-
son. Leikmynd: Gunnar Bald-
ursson. Búningar: Andrea
Oddsteinsdóttir. Hljóðupp-
taka: Böðvar Guðmundsson.
Framleiðandi: Kvikmyndafé-
lagið Kerúb hf.
Erlingur Gíslason er einn okk-
ar voldugasti leikari og hann ljær
smámyndinni Símon Pétur fullu
nafni hijúfan kraft og húmor en
annars er verkið samhengislaust,
ruglingslegt og illa framsett.
Það er meira í myndinni en
hún lengdarinnar vegna ræður
með nokkru móti við. Aðalper-
sónumar týnast í fjölda aukaper-
sóna sem maður þekkir engin
deili á eða veit hvaða tilgangi
þjóna. Erlingur, sem skrifar
handritið og leikur Elias (það er
leikfangasmiður stendur i leik-
Það er auðvitað undir hveijum
og einum komið hvemig hann túlk-
ar myndina en það er í henni þrúg-
andi einmanaleikakennd og von-
leysi og hryggð. Konan stígur innf
þetta herbergi og leggst uppf rú-
mið eða dregur frá glugganum eða
sest á rúmbríkina og kveikir sér í
vindilstubbi og starir hugsandi í
gegnum þig. Allt er þetta í smáum
fíngerðum hreyfíngum sem líða hjá
í mjúku blandi ljóss og skugga.
Hver er þessi kona sem snýr aftur
og aftur heim í herbergið sitt, heim
í ekki neitt? Heim í tímann og el-
skrá), er í einu atriði að monta
sig á því að geta búið til bein-
lausan plokkfisk, í því næsta að
spila póker útí bæ og loks er
hann að læðast heim til sín og
passar að enginn sjái til sín
(hvers vegna?); í framhaldi af
því manar hann lítinn dreng, sem
á líklega að vera önnur aðalper-
sónan og sérstakur vinur leik-
fangasmiðsins, til að saga sig í
löppina en það er partur af veð-
máli hans við þijá menn sem
þenja sig og teygja inná herbergi
hjá honum (hann vill sanna hvað
Maðurinn er tilbúinn að ganga
langt í auðtrú sinni og sakleysi).
Það liggur hér metnaður að baki
og viss frumleiki, það er ljóst,
en þetta er meira en 20 mínútur
þola.
Maður þarf að leggja talsvert
á sig til að greina hvað persón-
urnar segja (stundum nær maður
því ekki) og það er hvimleitt að
í næstum hvert skipti sem hin
ágæta leikkona Helga Jónsdótt-
ir, sem leikur móður drengsins,
fer með sínar setningar, snýr hún
annað hvort baki í myndavélina
eða er ekki sýnileg.
Vel hefur tekist til með leik-
mynd og búninga, en sögusviðið
er seinni heimsstyijöldin. Það er
greinilegt að mikið hefur verið
lagt í gerð þessarar myndar.
lina.
Kona ein er fullkomlega yfirlæt-
islaus og einföld bæði að efni og
formi til og kvikmyndataka og lýs-
ing Karls Oskarssonar er með ein-
dæmum góð, nærfærin og hlýleg
og sterk. _
Lárus Ýmir nýtir til hins ýtrasta
hið knappa smámyndaform sem
hann veit að getur varla rúmað
meira en eina hugmynd eða
ákveðna stemmningu eða lýst
meira en einni tilfinningu. Hann
hefur gert hjartnæma og eftir-
minnilega perlu.