Morgunblaðið - 14.06.1988, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 14.06.1988, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 1988 Eyðni og andvaraleysi Það er hægt að ná árangri í baráttunni við eyðni eftír Ölaf Olafsson Hér á eftir er tafla er sýnir út- breiðslu eyðni (meðaltal skráðra tilfella á mánuði) í heiminum fram til ársloka 1987. Athygli vekur að útbreiðsla eyðni á Norðurlöndum og í nokkrum löndum í V-Evrópu virðist vera hægari en t.d. í Suð- ur-Evrópu, Afríku og í Banda- ríkjunum. Þessar tölur ber að túlka með nokkurri varúð því að enn eru tilfelli vanskráð. Læknar þekkja þó betur sjúkdóminn en áður svo að trúlega er vanskráning sjúk: dómstilfella minni nú en áður. I sumum löndum er ástandið mjög alvarlegt. í nokkrum ríkjum Afríku, t.d. í höfuðborg Uganda, er 40% þungaðra kvenna og 30—40% pilta sem kallaðir eru í herinn smitaðir. Svipaða sögu er að segja frá Zaire, Zimbabwe, Rwanda o.fl. ríkjum. Smittíðni meðal kvenna er svipuð og karla. Á fundi í Genf nýlega taldi fulltrúi Uganda ástæðuna vera að „galdralæknar“ bæru smitið á milli með því að rispa húð sjúkl- inga til blóðs með ósótthreinsuðum áhöldum. Heilbrigðisráðherra Tanzaníu telur að helmingur íbúa í mörgum bæjum landsins séu smitaðir. Hann hefur m.a. varað við að tilkynna eyðnisjúklingum um smit. Ástæðan er sú að þeir smituðu gripa til þess ráðs að smita konur sínar og börn því að þeir kjósa að deyja ekki einir! Þekkingarleysi, fordómar, hjátrú, skortur á fjármunum og góðri tækni valda þessum þjóðum mikl- um erfiðleikum. En maður líttu þér nær Nágrannaland okkar, Græn- land, á í miklum erfiðleikum. Eyðnitilfellum fjölgar þar mjög ört og tíðni kynsjúkdóma er gífurlega há þar (um 8.000 lekandatilfelli 1985). Ef lekandi væri jafn út- breiddur á íslandi og þar, væri fjöldi tilfella hér um 35.000 á ári en er um 700! í Suður-Evrópu fjölgar tilfellum ört, aðallega með- al eiturlyfjaneytenda og vændis- kvenna. Talið er að í sumum hafn- arborgum í Vestur- og Suður- Evrópu séu 20—60% vændis- kvenna smitaðar. Enginn vafi leik- ur á að sumar þjóðir eiga eftir að verða fyrir gífurlegum áföllum. Mismunandi f ræðsluaðf erðir 1. Fræðsla sniðin við hæfi yngra fólks (áhættuhópa) Svo virðist sem fræðsla heil- brigðisyfirvalda á Norðurlöndum og í sumum V-Evrópulöndum sé mun ákveðnari, beinskeittari, op- inskárri og samhæfðari en í ýms- um öðrum löndum enda hafa margir breytt um kynhegðun. Fólki er beinlínis bent á helstu smitleiðir, m.a. kynmök, og rætt er tæpitungulaust um varnir s.s. smokkanotkun. Óhjákvæmilega fer verulegur hluti fræðslunnar fram í fjölmiðlum. Það að erfitt reynist að skýra fyrir 6 ára barni orðið smokkur eða kynmök má ekki koma í veg fyrir að bent sé á smokka sem góða vörn gegn eyðni eða að kynmök geti verið hættuleg. Fræðsla þarf að vera gagnorð og beinast að ungu fólki. 2. Fræðslan frekar sniðin við hæfi eldra fólks í mörgum löndum, t.d. S-Evr- ópulöndum og sumum fylkjum Bandaríkjanna, er fræðslan ekki byggð upp á framangreindan hátt. Smitleiðir og varnir eru ekki nefndar réttum nöfnum. T.d. er orðið smokkur víða bannorð og þar sem smokkar eru ófáanlegir á mörgum stöðum hafa stúdentar gripið til þess ráðs að hefja sjálfir framleiðslu. Kynmök má ekki Ólafur Ólafsson „Engin lækning- er enn- þá til við þessum sjúk- dómi en margt bendir til þess að skipulögð, opinská og beinskeitt skilaboð til unga fólks- ins sem vekja umhugs- un og viðbrögð þeirra geti dregi úr fjölgun tilfella." Ný tilfelli af eyðni (meðalfjöldi á mánuði) Okt. 1986 Apríl 1987 Okt. 1987 Norðurlönd Norðvestur-Evrópa (8 lönd) Mars 1987 16 216 Sept. 1987 19 311 Des. 1987 17 322 1985 1986 1987 Bandaríkin 949 1455 1702 Afríka 17 204 582 Evrópa 116 221 434 Frábær mynd- og tóngæði! Einstök ending! VHS: 60,120,180 og 240 mínútna. Beta: 130 og 195 minútna. ^ .V $5Lo< r .... Æl HANS PETERSEN HF UMBOÐSMENN UM LAND ALLT! aroi n atic nefna réttu nafni. Katólska kirkjan hefur því miður staðið gegn „raun- hæfri fræðslu“. Þrátt fyrir að til- raunir hafi verið gerðar til sam- hæfingar í fræðslunni hefur oft tekist illa til því að miður framsýn- ar ríkisstjórnir hafa skipað fólk í slík ráð sem gefa helst út tilskip- anir um kynhegðun sem virðist ekki ná vel huga unga fólksins en falla betur í geð eldri borgurum sem þó er síður þörf á að fræða. Þetta er mjög viðkvæmt mál því opinskáar umræður um kyn- ferðismál „særa“ ýmsa og vissu- lega snnertir það okkur oft illa að neyðast til þess að ræða kynferðis- mál við böm okkar — en eyðni verður vandamál framtíðarinnar. 3. Engin eða lítil fræðsla I löndum sem búa við fátækt, atvinnuleysi, menntunarskort og stéttamisrétti er ástandið verst. Eflaust mætti fleira telja til. Lokaorð Hér er við illan sjúkdóm að eiga sem án efa á eftir að valda miklu mannfalli. Engin lækning er ennþá til við þessum sjúkdómi en margt bendir til þess að skiþulögð, op- inská og beinskeitt skilaboð til unga fólksins sem vekja umhugs- un og viðbrögð þeirra geti dregi úr fjölgun tilfella. Ánægjulegt er að sjá að á sl. ári varð ekki sú fjölgun á eyðnitilfellum meðal gagnkynhneigðra sem ýmsir höfðu spáð. Fólk sem ekki hefur vanist slíkum umræðum getur fundist þær særandi og óviðeigandi — en vonandi skilja flestir að „oft er þörf“ en „nú er nauðsyn". Við þurfum að gera okkur það ljóst að trúlega er of seint að hefja fræðsluaðgerðir meðal unglinga — þær á að hefja meðal bama. Höfundur er landlæknir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.