Morgunblaðið - 14.06.1988, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 14.06.1988, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 1988 Sovétríkin: Vasílí Shípílov reynd ist ekki vera prestur Hafði verið boðið starf í klaustri í New York Reuter Allir um borð í Douglas DC-9 þotu flugfélagsins Austral létust þeg- ar vélin brotlenti á sunnudag í skógarþykkni í norðausturhluta Arg- entínu. Argentína: TAittugu ogtveir farast í flugslysi Buenos Aires, Reuter. TUTTUGU og tveir menn biðu bana þegar Douglas DC-9 þota fórst á sunnudag nærri borginni Posadas, í norðausturhluta Arg- entínu. Vélin brotlenti í svarta- þoku í skógarþykkni þegar flug- maðurinn bjóst til að lenda á flugvellinum í Posadas. Um borð voru 15 farþegar og sjö manna áhöfn. Flugvélin var í eigu flugfélagsins Austral sem fæst einkum við innanlandsflug í Argentínu. Flugvélin var á leið frá Buenos Aires og hafði millilent í borginni Resisteneia þar sem tekið hafði verið eldsneyti. Þegar flug- vélin brotlenti sprakk hún í tætlur og dreifðist brak úr henni um stórt svæði. Moskvu, Reuter. VASÍLÍ Shípílov, sem talinn var hafa verið prestur í rússnesku rétttrúnaðarkirkjunni og beittur ofsóknum í sovéskum þrælkunar- búðum vegna trúarskoðana sinna, reyndist leikmaður eftir allt saman. Enskur prestur hafði barist fyrir því að hann yrði leystur úr haldi með því að fasta í búri um páskaföstuna. Shípílov var leystur úr haldi á föstudag og mun fyrst hafa verið hand- tekinn fyrir flökkulíf. Enski presturinn Dick Rodgers hóf baráttuna fyrir því að Vasílí Shípflov yrði leystur úr haldi eftir að sovéskir innflytjendur á Vestur- löndum höfðu tjáð honum að Shípflov væri prestur og beittur ofsóknum vegna trúarskoðana sinna. Shípílov sagði í samtali við Rodgers að hann hefði aldrei verið vígður prestur, að hann væri ekki viss hvort hann hefði nokkurn tíma verið skírður og að hann hefði ver- ið barinn í þrælkunarbúðunum fyrir að vilja ekki þvo sér. Aður hafði Shípílov lýst því á blaðamannafundi hvemig hann hefði verið barinn í hvert sinn sem hann hefði gert krossmark fyrir sér á meðan hann hefði verið í haldi. Rodgers hafði túlkað lýsingu hans þannig að Shípílov hefði verið barinn vegna trúarskoðana sinna. Shípílov sagð- ist vera kristinn og hafa frelsast árið 1951 þegar hann hefði komist að raun um að hann losnaði við martraðir, þar sem kona reyndi að kyrkja hann, með því að krossa sig. Shípílov sagði að foreldrar sínir hefðu hafnað sér og hann hefði þurft að betla fyrir mat og sofa i lestarstöðvum þangað til hann hefði verið handtekinn fyrir flökkulíf árið 1949. Hann hefði verið leystur úr haldi eftir tveggja ára dvöl í þrælk- unarbúðum, en verið handtekinn aftur á árunum 1953 og 1954 fyrir að standa ekki við vinnusamninga. Hann hefði verið í útlegð í Síberíu frá árinu 1956, og þar hefði hann skrifað bréf til að krefjast þess að honum yrði veitt sakaruppgjöf og að allir kommúnistar yrðu hengdir. KGB hefði handtekið hann árið 1958 og sent hann á geðveikrahæli. Áður en það upplýstist að Shípflov væri ekki prestur hafði honum verið leyft að ferðast til Bretlands sem gestur Rodgers og boðið starf við klaustur rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar í New York. Alnæmi: Leiftursókn írana: Sækja á eftir tveggja mánaða undanhald ERLENT Nikósíu, Reuter. ÍRANIR segja að hermenn þeirra hafi fellt eða sært rúmlega fjög- ur þúsund íraska hermenn á mánudag í leiftursókn sem mið- aði að landvinningum í suð-aust- urhluta íraks. Að sögn útvarpsins í Teheran er nú hart barist í Shalamcheh-héraði austur af borginni Basra í írak. Fyrir þremur vikum hrakti íraski V estur-Þýskaland: Minnast fjörutíu ára af- mælis þýska marksins UM þessar mundir eru liðin 40 ár frá því að hafist var handa við að endurreisa efnahagslif Þýskalands eftir hörmungar seinni heimsstyijaldarinnar. Upphaf þessarar endurreisnar hefur gjarnan verið tímasett 20. júní 1948 þegar Bandaríkja- menn, Bretar og Frakkar geng- ust fyrir gjaldmiðilsskiptum á þeim svæðum í V-Þýskalandi sem þeir höfðu umsjón með. Við gjaldmiðilsbreytinguna tók þýska markið við af ríkismark- inu svokallaða, sem vegna striðsins og óðaverðbólgu var orðið verðlaust. Efnahagsum- bætur sem Ludwig Erhard stóð að samtimis gjaldmiðilsbreyt- ingunni tryggðu frá upphafi kaupmátt nýja gjaldmiðilsins. Gjaldmiðilsskiptin fóru fram á sunnudegi. Þau voru einkum verk Bandamanna og má þá sérstak- lega nefna bandaríska herforingj- ann Lucius C. Clay og ráðgjafa hans, Edward A. Tenenbaum lautinant, sem nú er orðinn kunn- ur hagfræðingur. Við skiptin átti hver íbúi rétt á að fá afhent 40 þýsk mörk og í seinni greiðslu 20 þýsk mörk. Lánum og skuldum var komið yfir í þýsk mörk í hlutföllunum tíu á móti einum (RM 10 : DM 1). Fólki sem hafði undir höndum hærri upphæð en sem nam 5000 ríkismörkum var gert að gera sérstaka grein fýrir henni. Gjaldeyrisbreytingin hefði án efa verið dæmd til að mistakast ef nýi gjaldmiðillinn hefði, líkt og forveri hans, aðeins verið ávísun á áframhaldandi vöruskort. Svartamarkaðsbraskið hefði þá haldið áfram að blómstra í rústum þýskra borga. Af þessu varð þó ekki því Ludwig Erhard, yfírmað- ur efíiahagsráðs vestrænu svæð- anna þriggja, gerði viðeigandi varúðarráðstafanir. Þann 21. júní afnam hann skömmtun sem náði yfír margvíslega hluti, allt frá saumavélum og hjólum til hús- gagna og hjólbarða. Sex mánuð- um seinna afnam hann einnig matarskömmtunina. Með þessum aðgerðum tók Erhard mikla áhættu; áhættu sem hinir þrír yfirforingjar Bandamanna voru alls ekki sammála um hvort ætti að taka en prófessor Erhard,sem á þeim tíma var lítt þekktur hag- fræðingur í Miinchen, trúði því að efnahagskerfið myndi lækna sig sjálft um leið og jafnvægi yrði komið á vörur og eftirspurn. Það kom í ljós að Erhard hafði rétt fyrir sér. Gjaldeyrisbreyting- inn og endurbætumar í efnahags- málum mörkuðu upphaf mikilla uppgangstíma í landir.u. Innan þriggja ára þrefaldaðist t.d.út- flutningur á iðnaðarvörum. Erhard, verðandi kanslari Sam- bandslýðveldisins en þáverandi viðskiptaráðherra, þróaði á þess- um tíma kenningar sínar um markaðinn en í samræmi við þær voru völd stórfyrirtækja takmörk- uð með lögum og Seðlabankinn, vörður hins nýja gjaldmiðils, naut óskoraðs sjálfstæðis gagnvart stjómvöldum. Gengi þýska marksins var hækkað nokkmm sinnum á þeim tíma þegar stuðst var við Bretton Woods-kerfíð og fasta gjaldeyris- skráningu og nokkmm sinnum síðar án þess að valda erfíðleikum í útflutningi. Samkeppnisgetan hefur ekkert minnkað síðustu 10 ár þótt gjald- miðillinn hafi í raun styrkst um 28 prósent ef miðað er við gjald- miðla 14 helstu viðskiptaþjóð- anna. Eina undantekningin frá þessum gengishækkunum er smá- vægileg gengisfelling marksins gagnvart jeni og svissneska frankanum. Þýska markið hefur staðið sig best ef miðað er við ítölsku límna (+ 90%) og franska frankann (+58%) og hefur það sem stöðugasti gjaldmiðill evr- ópska myntbandalagsins (EMS) hjálpað til við að halda í við verð- bólgu í löndum bandalagsins. Heimild: German Features herinn írani á braut úr bækistöðv- um í suð-austurhluta íraks, sem þeir höfðu haldið í rúmt ár. Talsmaður íraska hersins sagði að verið væri að undirbúa gagn- sókn. Hann sagði að árás Irana hefði beinst gegn landamærabæj- unum Bubyan og Kut al-Suwadi, austur af Basra. Árásin í gær er sú viðamesta af hálfu írana síðan þeir misstu fót- festuna í Shalamcheh þann 25. maí. Um miðjan apríl höfðu íranir hrakist brott af Faw-skaga, sem er suð-austur af Basra, þar sem þeir höfðu hafst við í tvö ár. Frétta- skýrendur útvarpsins í Teheran segja þetta sýna að ekki sé allur kraftur úr íranska hernum þrátt fyrir undanhaldið í apríl og maí. Einnig sýni sigurinn í gær að mannabreytingar innan herstjóm- arinnar hafi borið árangur. í byrjun mánaðarins gerði Ayatollah Khom- eini erkiklerkur Ali Akbar Rafsanj- ani, talsmann þingsins, að yfir- manni hersins. Mílljónmanna gæti smitast næstuárin Stokkhólmi, Reuter. ALÞJÓÐLEG ráðstefna um al- næmi hófst í Stokkhólmi á sunnu- daginn. Þar kom fram að búast mætti við milljón nýjum alnæm- istilfellum á næstu fimm árum. Við opnun ráðstefnunnar til- kynntu Svíar að 60 milljónum sænskra króna yrði varið til vamar útbreiðslu alnæmis. Búast má við því að á næstu fímm árum muni ein milljón manna smitast af HIV vírusnum sem veld- ur alnæmi. Að minnsta kosti fimm milljónir manna hafa þegar þennan vírus í sér. Þetta kom fram í máli Jonathans Manns, framkvæmda- stjóra Alþjóðaheilbrigðismálastofn- unarinnar, WHO, í upphafi ráð- stefnunnar sem nú er haldin fjórða árið í röð. Hana sækja um 7000 fulltrúar hvaðanæva úr heiminum, m.a. frá íslandi. Ingvar Carlsson, forsætisráð- herra Svíþjóðar sagði við setningu ráðstefnunnar að Svíar myndu veija 60 milljónum sænskra króna (440 milljónum ísl. kr.) á næstu þremur árum, til að beijast gegn útbreiðslu alnæmis. Hann lagði áherslu á mik- ilvægi alþjóðlegrar samvinnu á þessu sviði. í gær var upplýst að tilraunalyf- ið AZT hefði gefið góða raun við meðferð á alnæmissjúklingum. Robert Gallo, sem var einn af þeim sem uppgötvaði HIV vírusinn, sagði að AZT markaði þáttaskil við með- ferð alnæmissjúklinga. Lyfíð getur lengt líf sjúklinganna og gert líðan þeirra bærilegri, en læknar þá ekki. Lampi seldur á metverði Reuter Lampi, hannaður af bandaríska arkitektinum Frank Lloyd Wright árið 1903, var seldur á uppboði hjá Christies á laugardaginn fyrir 704 þúsund dali, eða sem svarar 31 milljón íslenskra króna. Ekki hefur áður fengist jafnhátt verð fyrir 20. aldar bandarískan Iistmun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.