Morgunblaðið - 14.06.1988, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 14.06.1988, Blaðsíða 62
62 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. JUNI 1988 Sex ára bifreiðareigandi Hildur Viggósdóttir, 6 ára.með vinningin góða. Sex ára stúlka, Hildur Viggós- dóttir, vann sér inn bifreið, Skoda Rapid 130, að verðmæti 280.000 í getspá sem Félagsheimili tónlistarmanna efndi til í samvinnu við Rás 2 um úrslit Söngvakeppn- innar. Ellefu voru með rétt svör og var j^regið úr réttum lausnum í beinni útsendingu á Rás 2 og þá kom nafn Hildar upp úr pottinum. Hildur var að vonum glöð, en að sögn for- eldra hennar tók hún það algjörlega upp hjá sjálfri sér að spá um úrslit- in og var allan tímann nokkuð viss um að fá bílinn. Verðlaunaafhend- ingin fór fram þann 16. maí þannig að talan 16 heldur áfram að koma við sögu Söngvakeppninnar. Allur ágóði af getspánni rennur í nýstofnaðan sjóð Félags tónlistar- manna til uppbyggingar félags- heimilis þeirra og styrktar tónlistar- mönnum, semn stuðla að kynningu á landi þjóð á erlendum vettvangi með tónlist sinni. Nýr flug- völlur í Skafta- felli Morgunblaðið/Steinar Garðarsson ÁSTARSORG Barbara Streisand ösku- vond út í Don Johnson Nú hefur slitnað upp úr ástar- sambandi þeirra Börbru Streis- and og Don Johnson. Ástæðan er sú, að hann mun vera byijaður að vera með 17 ára gamalli ljósmyndafyrir- sætu, sem heitir Lara Pole. Sú gerir óspart grín að Börbru, og þá helst vegna aldurs hennar, en hún er nú 46 ára gömul. Það fylgir ekki sögunni hvort Don er ástfanginn af Löru Pole, en aftur á móti virðist hann kæra sig kollótt- an um það, að samband hans við Börbru er farið út um þúfur. Þetta frétti Barbra og brást ókvæða við. „Hvernig getur hann gert þetta? Hann sem hefur beðið mig að giftast sér, og sagt að ég sé stóra ástin í lífi hans,“ sagði Barbra æst við vini sína. „Ég fyrirgef honum þetta aldr- PETER O’TOOLE Missti forræði yfir syni sínum Enski leikarinn Peter O’Toole lék nýlega sitt erfiðasta hlutverk til þessa. Leiksviðið var réttarsalur í London, og þar reyndi hann allt hvað hann gat til að sannfæra áhugalausa kviðdómendur um, að honum bæri að öðlast forræði yfir fímm ára gömlum syni sínum. Leik- arinn beitti öllum hugsanlegum brögðum, en allt kom fyrir ekki, og sonurinn, Lorcan að nafni, var sendur til móður sinnar, sem býr í Bandaríkjunum. Stríðið um forræði yfír drengnum hófst fyrir tveimur árum síðan, þeg- ar slitnaði upp úr hjónabandi leikar- ans og hinnar 37 ára gömlu Karen- ar Sommerville. Hann reyndi allt sem hann gat til þess að fá forræði yfir syni sínum, og hætti til dæmis allri áfengisneyslu í þeim tilgangi, en hann var orðinn hinn mesti vínsvelgur. Þá lét hann af sambönd- um við aðrar konur, og reyndi til hins ýtrasta að vera fyrirmynd- arfaðir hinn mesti. En allt kom fyr- ir ekki. Forræðinu yfir drengnum var deilt á milli foreldranna, og Lorcan var á sífelldum þeytingi á milli Englands og Bandaríkjanna. Fyrir einum mánuði síðan tók Peter síðan til sinna ráða, og skil- Peter O’Toole ásamt Lorcan syni sínum, sem hann hefur nú misst forræði yfir. aði drengnum ekki aftur til móður sinnar, eins og um var samið. Hann fór í felur með drenginn, og lét þau boð út ganga, að ekkert fengi slitið hann frá honum. Hann varð þó að láta undan að lokum, og dómstólar dæmdu hann til þess að láta móðurinni barnið í té, og auk þess varð hann að greiða henni háar fjárhæðir í skaðabæt- ur,- Omar Ragnarsson fréttamaður og Stefán Benediktsson þjóð- garðsvörður í Skaftafelli standa hér og ræða málin á nýjum flugvelli í Skaftafelli. Ómar kom til þess að reyna völlinn á „mjólkur- flugunni“ sinni. Þessi flugvöllur er ætlaður fyrir flugvélar sem flytja skíðafólk upp á jökul, svo að það geti rennt sér niður aftur með ævintýrabrag. Morgunblaðið/Ámi Helgason María Guðnadóttir íþróttakennari og langstökkshópurinn taka sér hlé frá æfingum. STYKKISHÓLMUR Yngsta kynslóðin æfir langstökk Stykkishólmi. „Það er um að gera að taka daginn snemma," sögðu yngstu íþrótta- mennirnir í Hólminum þegar frétta- ritara Morgunblaðsins bar þar að sem þeir voru í hamagangi við að æfa langstökk undir stjórn íþrótta- kennara síns, Maríu Guðnadóttur. Seinasta törnin var að byija. Þeir hlupu til og hertu svo á og stukku og duttu af og til, enda gerði það ekkert því fyrir þeim varð kassinn með mjúkum sandinum. „Þetta er agalega spennandi," sagði einn, „ég náði hérumbil alla leið,“ og „ég marga metra, er það ekki,“ sagði lítil telpa. Svo stukku þau í einni bendu hvert á eftir öðru. — Arni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.