Morgunblaðið - 14.06.1988, Qupperneq 66

Morgunblaðið - 14.06.1988, Qupperneq 66
66 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNl 1988 ,, Hva& er PcÁ nákvaemlega senq Þó ger\r hérrxa, HrócSmundlur ?<l' Það er hér sem ung kona, með sjálfstæðan atvinnu- rekstur, getur fengið leigt? Með morgunkaffinu tfc) Ég setti varalitinn hennar mömmu óviljandi í lita- kassann minn og fór með hann í teiknitíma ... HÖGNI HREKKVÍSI * éC HEy(?OI H/AMN PLA-MRA MIE>0« STlGAVW AlEfi> pi’pUNA lpÍNA OG IMMIöKÓNA." Yemdum einstæða náttúm íslands Til Velvakanda „Enginn er búmaður nema berji sér“, segir máltækið. Það kunnum við Islendingar svo sannarlega. Þótt allir séu ropandi af offylli kvartar hver sem betur getur um kjör sín, þó eiga flestir nýja bíla og skreppa til útlanda svona tvi- svar á ári. Ef til vill er þetta vegna þess að við erum farin að miða allt við alls kyns gervilífsgæði og glingur, fólk vill komast yfir allt og eiga allt, og ef það tekst ekki er allt ómögulegt. Þetta lífsgæða- kapphlaup fer illa með margan og er fáum til ánægju þegar allt kemur til alls. Við íslendingar eigum mikla auðlegð sem ekki verður metin í peningum þ.e. hina stórbrotnu náttúru landsins. Það gefur meira í aðra hönd að litast um úti í náttú- runni heldur en góna í sjónvarps- skjá og það jafnvel þótt hann sé tengdur rándýru myndbandstæki. Hvort skyldi eftirsóknarverðara, tjaldferð í Þórsmörk eða sólar- landaferð með tilheyrandi bjór og brennivínsþambi. Eg er ekki í vafa. Að lokum. Vemdum hina ein- stæðu náttúru landsins. Hún er okkar mesta auðlind þegar allt kemur til alls. Útilegumaður Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 10 og 12, mánudaga til föstudaga, ef þeir koma þvi ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábend- ingar og orðaskiptingar, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þáttarins, þó að höfundur óski nafnleyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum. Yíkveiji skrifar eglur um hundahald eru m.a. á þann veg, að bannað er að hundur gangi laus utan dyra. Þessar reglur eru þverbrotn- ar á hveijum einasta degi á höfuð- borgarsvæðinu - og einmitt þar sem sízt skyldi - á útivistarsvæð- um borgarbúa. Fólk, sem er á ferð á þessum svæðum, t.d. í Foss- vogsdalnum, gengur daglega fram á vegfarendur, sem eru á gönguferð með hunda sína og nær undantekningarlaust ganga hund- arnir lausir. Hundahald í þéttbýi hlýtur að byggjast á því, að þær reglur, sem settar hafa verið, séu haldnar. Hundar eru falleg dýr og í langf- lestum tilvikum láta þeir fólk í friði. En dæmi eru um annað og þau eru vond. Hundaeigendur verða að skilja, að þótt þeir þekki hundana sína á hið sama ekki við um ókunnugt fólk. Sumum er líka lítið um hunda gefið og þeir eiga fullan rétt á því að ganga um útivistarsvæði borgarinnar án þess að hafa áhyggjur af því að hitta fyrir hunda, sem ganga laus- ir. xxx IFossvogsdalnum eru nokkrar göngubrýr, sem liggja yfir skurði á þessu svæði. Ein þeirra - sú stærsta og veigamesta - er að falli komin. Hún liggur yfir djúpan skurð, sem töluvert vatn getur ver- ið í. Á þessu svæði er mikið um smáböm að leik. Brúin getur verið þeim hættuleg og þess vegna er nauðsynlegt, að þessi brú verði lag- færð þegar í stað. Víkvetja er ekki ljóst, hvort hún er í landi Reykjavík- ur eða Kópavogs. XXX Víkveiji var nýlega farþegi í þotu frá Pan Am flugfélaginu í innanlandsflugi í Bandaríkjunum. í þeirri flugvél var almenningssími þannig að farþegar gátu hringt, ef nauðsyn bar til, meðan á ferðinni stóð. Hvenær taka íslenzku flugfé- lögin upp þessa þjónustu? xxx Annars virðist stundum skorta á venjulegt símasamband á milli skrifstofa Flugleiða hér og erlendis! Víkveiji kom nýlega á skrifstofu Flugleiða á Kennedyflug- velli á leið heim til íslands. Þar fengust upplýsingar um nokkurra klukkutíma seinkun á flugi og út af fyrir sig ekkert við því að segja, enda ástæður eðlilegar. Hitt var óeðlilegt, að á sama tíma og þessar upplýsingar lágu fyrir á Kennedy- flugvelli, voru þær upplýsingar gefnar hér á Íslandi, að flug þetta væri á áætlun. Starfsfólk Flugleiða fór á sl. ári á sérstök námskeið til þess að bæta þjónustu við viðskipta- vini. Er ekki hægt að koma þjón- ustu af þessu tagi í betra horf?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.