Morgunblaðið - 06.08.1988, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST 1988
7
Veislu- og matargerð Axels Jónssonar veitingamanns í
Keflavík var skoðuð, en þar eru útbúnir 600 matar-
skammtar á dag fyrir flugfarþega.
Morgunblaðið/Björn Blöndal
Frá hádegisverðarfundinum á Glóðinni. Þar flutti iðnað-
arráðherra framsöguræðu og svaraði siðan fyrirspurn-
um.
Ofnasmiðja Suðurnesja skoðuð, Jón William Magnússon
framkvæmdastjóri útskýrir starfsemina fyrir ráðherra
og fylgdarliði hans.
Friðrik Sophusson iðnaðarráðherra á Suðurnesjum:
Anægjulegt að sjá hinn öra
vöxt í ferðamannahiónustu
Kpflnvík ■*-
Keflavík.
„MÉR sýnist gróandi í atvinnulíf-
inu hjá þeim fyrirtækjum sem
ég heimsótti," sagði Friðrik Sop-
husson iðnaðarráðherra i samtali
við Morgunblaðið að lokinni
heimsókn í nokkur iðnfyrirtæki
í Keflavík og Njarðvík á miðviku-
daginn. Friðrik sagði það
ánægjuefni hversu ör vöxtur
væri í ferðamannaþjónustu á
Suðurnesjum og benti i því sam-
bandi á þijú hótel sem tekið
hefðu til starfa í Keflavík og
Njarðvik á siðustu tveim árum.
Friðrik sagði að vandi fyrirtækj-
anna væri sá sami og blasti við
i atvinnuvegunum almennt, en
það væri hár fjármagnskostnað-
ur.„Við erum hér til að kynnast
vandamálum fyrirtækjanna og
jafnframt að segja frá því sem
ríkisstjórnin hefir á prjónunum,"
sagði Friðrik Sophusson enn-
fremur.
Með iðnaðarráðherra í ferðinni
voru Ólafur G. Einarsson formaður
þingflokks Sjálfstæðisflokksins,
Guðrún Zoéga aðstoðarmaður ráð-
herra og Bragi Michaelsson formað-
ur kjördæmaráðsins, en að heim-
sókninni stóðu kjördæmisráð og
miðstjóm Sjálfstæðisflokksins.
Heimsókn ráðherra hófst með há-
degisverðarfundi í Glóðinni i
Keflavík. Þar flutti hann framsögu-
erindi og að því loknu svaraði hann
fyrirspumum. Meðal þeirra sem
komu með fyrirspumir til ráðherra
vom Vilhjálmur Grímsson sveitar-
stjóri í Vogum, Ellert Eiríksson
sveitarstóri í Gerðahreppi, Finnbogi
Bjömsson, stjórnarformaður Hita-
veitu Suðumesja, Halldór Guð-
mundsson framkvæmdastjóri í
Njarðvík og Ólafur B. Ólafsson
framkvæmdastjóri í Keflavík. Einn-
ig talaði Ólafur G. Einarsson form-
aður þingflokks Sjálfstæðisflokks-
ins. Fundarstjóri var Ámi Ragnar
Ámason formaður fulltrúaráðs
Sjálfstæðisflokksins í Keflavík.
Að loknum hádegisverðarfundi
skoðuðu ráðherra og fylgdarlið
hans nokkur iðnfyrirtæki, fyrst lá
leiðin í Ofnasmiðju Suðumesja,
Hótel Keflavík, Veislu og matar-
gerð Atxels Jónssonar í Keflavík og
í Njarðvík voru heimsótt fyrirtækin
Glugga- og hurðaverksmiðjan,
Rammi hf. og Stapaprent. Síðan
var iðnaðarráðherra með við-
talstíma í Sjálfstæðishúsinu í
Njarðvík og að honum loknum átti
hann rabbfund með trúnaðarmönn-
um Sjálfstæðisflokksins á Suður-
nesjum.
Um ástæðuna fyrir heimsókninni
sagði Friðrik Sophusson iðnaðar-
ráðherra að ráðherrar Sjálfstæðis-
flokksins hefðu ákveðið að heim-
sækja öll kjördæmi landsins í sumar
og væri markmiðið tvíþætt. Annars-
vegar að tala við flokksmenn á sem
flestum stöðum og stuðla þannig
að vexti Sjálfstæðisflokksins. Gott
hljóð væri í mönnum og skoðana-
kannanir bentu til að flokkurinn
væri nú í sókn. Hinsvegar væri
þetta kærkomið tækifæri til að
heimsækja hin ýmsu fyrirtæki í
kjördæmunum og kynnast starf-
semi þeirra af eigin raun.
Heimsókn iðnaðarráðherra um
Reykjaneskjördæmi heldur áfram
mánudaginn 8. ágúst og þá fer
hann um Kjalameshrepp, Garðabæ
og Hafnarfjörð og daginn eftir
heimsækir hann Kópavog. Með ráð-
herra í ferðinni verður Salome Þor-
kelsdóttir alþingismaður.
- BB
í Njarðvík var glugga- og hurðaverksmiðjan Rammi hf. skoðuð og
þar tók Einar Guðberg Gunnarsson framkvæmdastjóri á móti ráð-
herra og fylgdarliði og útskýrði gang verksmiðjunnar.
Komið - Skoðið
- Reynsluakið
z Ingvar
i Helgason hf.
m Syningarsalurinn,
Rauöageröi
Sími: 91 -3 35 60