Morgunblaðið - 06.08.1988, Side 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST 1988
íkliigfeð EnáQ
Umsjónarmaður Gísli Jónsson 447. þáttur
Miðmynd hefur þrenns konar
merkingu. Hún táknar í fyrsta
lagi hvað menn gera við sjálfa
sig („afturbeygileg" merking).
Dæmi: Maðurinn klæddist, þ.e.
hann klæddi sjálfan sig.
Miðmynd táknar í öðru lagi
hvað menn gera hvor við annan
(gagnvirk merking). Dæmi:
Mennimir börðust, þ.e. þeir
börðu hvor annan.
í þriðja lagi er miðmynd til í
þolmyndarmerkingu. Dæmi:
Samningamir byggðust (=
voru byggðir) á gagnkvæmu
trausti. Bréfíð barst ekki (= var
ekki borið) á réttum tíma.
Þessi fátæklega upprifjun er
sett hér í tilefni af athugasemd
í bréfí frá Bemharð Haraldssyni
á Akureyri. Eins og ljóst má
vera af inngangsorðum umsjón-
armanns telur hann athugasemd
Bemharðs réttmæta, en flokkar
hana ekki undir nöldur. Bem-
harð skrifar:
„Nokkrar nýjar útvarpsstöðv-
ar hafa skotið upp kollinum
síðustu ár. Ungt fólk, margt af
því sérfrótt um dægurtónlist,
stýrir þar dagskrá og ferst það
oft vel úr hendi. Þó kann ég
hálfílla við, að einhver yngis-
mærin tilkynni hlustendum að
hún ætli að „vera með“ þeim
næstu stundimar, og ekki bætir
úr skák, ef hún kveður með orð-
unum „heyrumst". Þar fínnst
mér vanta gagnkvæmni, því að
þó ég heyri til hennar heyrir hún
ekki í mér. Má þó vera, að þetta
sé nöldur í mér.
Gaman þætti mér að heyra
þitt álit.“
★
Sögnin að þyrja (þát. þurði)
merkir að þjóta áfram með háv-
aða. Sá, sem böðlast áfram með
fyrirgangi, er þurs eða þursi.
Or, sem flýgur af streng, heitir
þura í gömlum kveðskap. Ég
ítreka því stuðning minn við til-
lögu Tryggva Helgasonar á Ak-
ureyri, þess efnis að „hljóðfrá"
þota kallist þura. Upplagt er að
fá orðinu þetta nýja merkingar-
hlutverk. „Hljóðfrá" þota er
hálfgert klúður. Concorde-vélin
ensk-franska er þura. Hún þyr
= þýtur áfram með hávaða.
Þessu skyld er líka sögnin að
þurla = velta áfram (nýn. turla
= hringsóla), sbr. þyrill og
þyrla.
★
Hlymrekur handan kvað:
Þeir sðgðu um Glaumbæjar-Geira:
það er giatað að Ijá honum eyra;
undir hælinn er lagt þá
(með hðfuðið skakkt á)
að menn megi fá meira að heyra.
★
Jakob Bjömsson í Reykjavík
skrifar mér enn um „róbótann"
og fleira. Ég mun um sinn ekki
deila frekar við hann um það
efni, eða nýyrðasmíð yfírleitt,
en sjálfsagt þykir að leyfa hon-
um að svara fyrir sig. Mál hans
er nokkuð langt, og kemur því
ekki allt í einu. En nú hefur
Jakob Björnsson orðið:
„Ég þakka birtingu orðsend-
ingar minnar frá 20. febrúar sl.
um róbótann og fleira í þáttum
þínum hinn 30. apríl sl. (434.
þáttur). og umfjöllun þína um
hana viku síðar (í 435. þætti).
Ég sé að þú ert mér ekki sam-
mála um róbótann. Við því er
ekkert að gera annað en að vera
sammála um að vera ósammála.
Hins vegar verð ég að vísa alger-
lega á bug getgátum þínum um
að mér sé ekki alvara.
í orðsendingu minni tók ég
dæmi um hljóðasambandið —
óbót — sem fyrir kemur í orðinu
róbóti í því skyni að sýna fram
á að það væri síður en svo fram-
andi í íslensku. Þú kallar þessi
dæmi „tyllirök“ vegna þess að
þau eru úr samsettum orðum
og „þar að auki í eignarfalli"!
Ég fæ með engu móti skilið
þessa mótbáru þína. Hvaða máli
skiptir fallmynd orðs, eða hvort
það er samsett eða ekki, fyrir
þau hljóðasambönd sem koma
fyrir í því, svo framarlega sem
þetta samsetta orð, og þessi fall-
mynd þess, er almennt íslenskt
mál? Én svo tel ég vera um
dæmi mín.
í orðsendingu minni frá 20.
febrúar ræddi ég nokkuð um þá
tísku sem mér virðist alltof áber-
andi, að velja hlutum og hugtök-
um heiti án tillits til merkingar-
legs innihalds; án tillits til þess,
hvort orðin væru réttnefni eða
ekki, hvort þau gætu talist rétt
hugsuð eða ekki, heldur eftir
áferð, útliti og atkvæðafjölda.
Ég taldi það áhyggjuefni ef
menn gleymdu því í ásókn sinni
í „útlitsfalleg“ orð að tilgangur
mannlegs máls er framar öllu
sá, að tjá mannlegar hugsanir.
Orð verður því að fela í sér hugs-
un, ekki bara útlit; hugsun sem
er í einhveiju skynsamlegu sam-
hengi við það sem orðinu er
ætlað að merkja.
Ég get alveg fallist á það hjá
þér að orðið merkingarskýrleiki
sé heppilegra heiti á því sem ég
nefndi gegnsæi í orðsending-
unni. Aðalatriðið er þó að ein-
hver skynsamleg hugsun sé
fínnanleg í orði; hugsun sem
hefur afmörkuð, helst hnitmið-
uð, tengsl við það sem orðið á
að tákna, jafnvel þótt leita verði
í erlend mál til að fínna slík
tengsl. Auðvitað er betra að
ekki þurfí að fara út fyrir
íslenskuna; orðið sé „gegnsætt"
í þeim skilningi að ekki þurfí
kunnáttu í öðrum málum til að
geta séð hvers vegna orðið er
haft um það sem það er notað
um.“
Þetta voru orð Jakobs Björns-
sonar, og í næsta kafla bréfsins
fjallar hann um orðið eyðni (höf.
Páll Bergþórsson). Bíður sá kafli
birtingar í næsta þætti.
★
Auk þess legg ég enn til að
„púsluspil" kallist raðspil.
Norrænir geðlæknar þinga um þunglyndi:
Sexhundruð o g fimmtíu þátt
takendur hafa skráð sig
ÞING norrænna geðlækna verð-
ur haldið í Reykjavík dagana
10.-13. ágúst. Þingsetning verður
í Listasafni íslands, en fundir
verða haldnir í Háskólabíói og í
byggingum háskólans. Yfir 650
þátttakendur hafa þegar látið
skrá sig á þingið, en auk þeirra
er von á annað hundrað föru-
nautum.
Þetta er 22. þing norrænna geð-
lækna, en þingið er haldið á þriggja
ára fresti. Norðurlöndin skiptast á
um að annast þinghald og var það
síðast haldið á íslandi árið 1973.
Aðalefni þessa þings snýr að kvíða
og þunglyndi. Flutt 230 erindi um
það efni og ýmsa aðra þætti geð-
læknisfræðinnar.
Þingsetning verður í Listasafni
íslands miðvikudaginn 10. ágúst
kl. 19.00. Stórfundir verða haldnir
í Háskólabíói fyrir hádegi 11. og
12. ágúst, en seinni hluta dags
verða 13-15 minni fundir samtímis
í Odda, Lögbergi og Ámagarði og
fyrir hádegi þann 13.
Fleira verðum um að vera í tengl-
um við þingið, s.s. skoðunarferð
fyrir þátttakendur og förunauta
þeirra. Tæplega 200 þátttakendur
hafa tilkynnt sig í „Fun run“, föstu-
daginn 12. ágúst, þar sem hlaupinn
verður 5 km hringur frá Sundlaug
Vesturbæjar. _ Hátíðarkvölverður
verður á Hotel íslandi á föstudags-
kvöld, en þingslit eru á laugardag
kl. 12.30 að loknum þingstörfum.
Þau fara fram í skeifunni fyrir
framan aðalbyggingu háskólans ef
veður leyfír. Skrifstofa þingsins
verður í herbergi 105 í Odda þing-
dagana.
21150-21370
LÁRUS Þ. VALDIMARSSON sölustjori
LÁRUS BJARNASON HDL. LÖGG. FASTEIGNASALI
Til sýnis og sölu auk annarra eigna:
Góð eign á góðu verði
Steinhús, hæð og rishæð, samtals 184,2 fm nettó. Á hæðinni er 4ra
herb. rúmgóö íb. Á rishæðinni geta verið 4 íbherb. m.m. Endurnýjun
ekki lokið. Fallegur trjágaröur á 1150 fm lóð. Góö lán. Eignask. Verð
aðeins 7,7 millj. Húslö stendur austast i Fossvogi, Kópavogsmegin.
Við Efstasund með góðum bílskúr
2ja herb. íb. 66,5 fm nettó á 1. hæð. Nýtt eldhús, nýtt gler, bað endur-
bætt. Góð geymsla í kjallara. Nýr bílsk. 28,1 fm. Góð lán.
Ódýr íbúð í gamla bænum
2ja herb. samþykkt lítil kjíb. við Lindargötu. Stór eignarlóö. Góð lán
fyigja.
Einbýlishús um 200 fm
óskast til kaups á góöum stað í borginni eöa nágrenni. Sklpti möguleg
á glæsilegu steinhúsi um 300 fm á útsýnisstað í Garðabæ. Stór lóö
með skrúðgarði fylgir.
Helst í Laugarneshverfi
Til kaups óskast 3ja herb. góð íb. á 1. eða 2. hæð. Skipti möguleg á
5 herb. sérhæð í hverfinu með bílsk.
Opið ídag kl. 11 til kl. 16.
Fjöldi fjársterkra kaupenda.
Margskonar eignask. mögul.
ALMENNA
FASTEIGNASALAN
LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370
Pönnukökur
með góð-
gætií
Heimiiishorn
Bergljót Ingólfsdóttir
Pönnukökur með góð-
gæti í
Þegar bera á fram léttan máls-
verð er af mörgu að taka, ekki
síst. á þessum árstíma þegar völ
er á grænmeti af ýmsu tagi. Það
er t.d. hægur vandi að baka góð-
ar ósætar pönnukökur, setja inn
í þær fyllingu úr grænmeti, kjöti
eða físki og bera fram einhvem
daginn. Gott hrásalat og brauð
er sjálfsagt með.
Pönnukökudeig
2 egg,
8 dl mjólk,
V2 tsk. salt,
4 dl hveiti.
Egg og mjólk er þeytt vel sam-
an, salati bætt í og síðan hveit-
inu. Gott er að láta deigið bíða
um >/2 klst. fyrir bakstur, hrært
í við og við á meðan. Bakaðar
þunnar pönnukökur og geymdar
þar til rétt áður en neyta á en
þá er heit fyllingin sett í og kök-
unum vafið utan um.
Pönnukökur með kjöti
og grænmeti
1 stór laukur,
smjör eða smjörlíki til að
steikja úr,
250 gr hakkað kjöt,
1 eggaldin,
1—2 hvítlauksrif,
1 ds. niðursoðnir tómatar (400
g).
steinselja,
salt og pipar eftir smekk,
1 tsk. paprika.
Laukurinn brytjaður smátt og
brúnaður i smjörinu, sömuleiðis
hvítiaukurinn, hakkið sett út í,
losað í sundur á meðan það brún-
^st. Eggaldin skorið í bita (hægt
er að hafa annað grænmeti ef
vill), sett út á kjötið ásamt tómöt-
unum og leginum af þeim. Látið
malla saman í smástund, kryddað
að smekk og steinselja klippt yfir.
Fyllingin sett í heitar eða kaldar
pönnukökumar. Ætlað fyrir
fjóra.
Pönnukökur með skinku
og rækjum
400 gr skinka,
3 ananashringir,
1 púrra,
1 dl. soðin laus hrísgijón,
3 matsk. smjör,
V2—1 tsk. karrí,
2 matsk. hveiti,
3'/2dl mjólk,
100 gr rækjur,
salt og pipar eftir smekk.
Skinkan skorin í teninga, anan-
asinn í bita og púrran í þunnar
sneiðar. Smjörið brætt í potti,
karrí sett út í og látið hitna með.
Hveitinu er síðan hrært út í og
þynnt með mjólkinni. Látið sjóða
við vægan straum í 4—5 mín. en
þá er rækjunum bætt í og hitaðar
með. Bragðbætt að smekk og
blandan sett vel heit í pönnukök-
umar. Ætlað fyrir fjóra.
Gratineraðar pönnukökur
Það getur verið gott að eiga
bakaðar pönnukökur í frysti, það
flýtir fyrir matargerðinni. Ef nýta
þarf afganga af soðnu eða steiktu
kjöti eða öðru sem til fellur er
það góður kostur að setja það
innan í pönnukökur ásamt til-
heyrandi kryddi. Pönnukökumar
er síðan hægt að setja í ofnfast
fat, strá ríflegum skammti af
rifnum osti yfir og bakað síðan í
ofni, 225°—250°C heitum, þar
til rétturinn er orðinn gegnum
heitur og kominn er gylltur litur
á.
anna
DRATTARVELAR
\Mest seldar í V-Evrópu
G/obusp
LÁGMÚLA 5. S. 681655.