Morgunblaðið - 06.08.1988, Side 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST 1988
Reykjavíkurmaraþonið:
Saga maraþonhlaupa á Islandí
MARAÞON er með erfiðustu
íþróttagreinum sem fyrirfinnast
og varla nema fyrir afreksmenn
á hlaupasviðinu að taka þátt í
slíku. Það er mjög stutt síðan
íslendingar tóku að halda slik
hlaup reglulega, og i raun má
segja að saga samfeilds mara-
þons hér á landi sé ekki nema
átta ára gömul. Það má velta því
fyrir sér hver ástæða þess er en
líklegt er að einfaldlega of fáir
hafi æft langhlaup að einhverju
marki fyrr en skokkbylgjan skall
á að vestan á áttunda áratugnum.
Nú þykir sjálfsagt að skokka
nokkrum sinnum á viku, margir
námsmenn t.d. hafa komist á
bragðið erlendis og haldið hlaup-
unum áfram hér heima. Það er
engin tilviljun, því kyrrsetufólk
þarf nauðsynlega á hreyfingu að
halda. Skokkið er gott innlegg í
heilbrigðisumræðu nútimans og
er ekki lengur einungis ætlað
þeim sem ætla sér langt í íþrótt-
inni. í uppgangi langhlaupanna
hér á landi hafa þó komið fram
margir efnilegir hlauparar og
má vænta mikils af þeim í framt-
íðinni.
ísland er bæði gott og slæmt
fyrir maraþonhlaup. Það er gott að
því leyti að of mikill hiti er sjaldan
til trafala eins og í mörgum löndum
við miðbaug, þar sem menn þoma
bókstaflega upp í löngum hlaupum,
einnig er loftið mjög hreint miðað
við í stórborgunum yfir Atlantsála.
Ókosturinn við ísland sem land fyr-
ir langhlaupara er hve misviðra-
samt er, sérstaklega á vetrum.
Hálka og snjór koma þá oft í veg
fyrir að menn geti þjálfað upp í
alþjóðlegan mælikvarða. Þess
vegna getur verið gott fyrir íslenska
hlaupara að hafa íþrótt „til vara“,
til dæmis sund eða skíðagöngu. ís-
landsmeistari í maraþoni er Sigurð-
ur Pétur Sigmundsson. Metið setti
hann í Berlín, hljóp á 2 klst., 19
mín. og 46 sek en heimsmetið á
Belayneh Dinsamo frá Eþíópíu, 2
klst., 9 mín. og 21 sek. Það setti
hann í Rotterdam 17. apríl á þessu
ári og sló þar með þriggja ára gam-
alt met Carlosar Lopes frá Portúg-
al._
í tilefni fimmta Reykjavíkurm-
araþonsins sem haldið verður 21.
ágúst væri ekki úr vegi að líta á
nokkra punkta úr tiltölulega stuttri
sögu maraþonhlaupa hér á landi ef
undan eru skildir nokkrir frum-
kvöðlar á þessu sviði. Jóhann Heið-
ar Jóhannsson hefur á nokkrum
árum viðað að sér efni um maraþon
á íslandi, enda sjálfur tekið þátt í
þeim keppnum sem haldin hafa
verið hér á landi og oftast verið
meðal efstu manna. Jóhann tók
fram að Ólafur Unnsteinsson, þjálf-
ari hefði reynst mjög hjálplegur við
að gefa upplýsingar.
En gefum Jóhanni orðið:
„Fyrsta löglega keppnin í mara-
þonhlaupi hér á landi var haldin í
Reykjavík árið 1968. Það var Norð-
urlandameistaramót en einungis
einn íslendingur tók þátt, Jón Guð-
laugsson, langhlaupari úr HSK.
Hlaupið hófst á íþróttavellinum í
Laugardal og lá leiðin suður fyrir
Reykjavík og um Garðabæinn, en
endamark var á Laugardalsvelli.
Tími Jóns var 3 klst. og 51 mín.
og mun hann hafa verið alllangt á
eftir fínnska sigurvegaranum. Jón
hafði hlaupið maraþonhlaup áður
og þá frá Kambabrún hjá Hvera-
gerði til Reykjavíkur. Upplýsingar
um tíma Jóns á þeirri leið liggja
ekki fyrir þegar þetta er skrifað en
hæðar munur er á milli rásmarks
og endamarks, þannig að slíkt hlaup
er ekki löglegt til að fá sæti í af-
rekaskrá fijálsíþrótta. Jón fetaði
þá í fótspor Hafsteins Sveinssonar
frá Selfossi, sem vakti mikla at-
hygli er hann hljóp einn frá Kamba-
brún til Reykjavíkur fulla maraþon-
vegalengd árið 1957, 42,2 km á 3
klst. og 1 mín., en þá átti Tékkinn
Emil Zatopek heimsmetið, 2 klst.
og 23 mín.
Fyrsti íslendingurinn sem lagði
í slíkt „feigðarflan“, sem menn
töldu maraþonhlaup fyrr á árum,
var Magnús Guðbjömsson úr KR.
Hann hljóp maraþon frá Kamba-
brún árlega á árunum 1926-1928.
Maraþonvegalengd Magnúsar var
40,2 km og hann bætti árangur
sinn frá 3 klst. og 10 mín. árið
1926 í 2 klst. og 52 mín. árið 1928.
Ástæðan fyrir því að vegalengdinni
sem hann hljóp er sú, að ekki var
alveg búið að slá því föstu hver
maraþonvegalengdin ætti að vera,
þó að fyrir Ólympíuleikana í París
1924 hefði verið ákveðið að hlaupa
vegalengdina sem æ síðan hefur
verið hlaupin, 42 km. og 195 m.
Frá Norðurlandameistaramótinu
1968 og fram til 1980 mun ekki
hafa verið haldin keppni í Maraþon-
hlaupi hér á landi. Á þessum árum
hlupu íslendingar maraþonhlaup í
öðrum löndum, t.d. þeir Högni
Óskarsson, læknir, og Sigfús Jóns-
son, nú bæjarstjóri á Akureyri.
Högni setti fimm íslandsmet á ár-
unum 1975 til 1977 á árunum
1975-1977 í maraþonhlaupum í
Bandaríkjunum, í fyrsta sinn 3 klst.
15 mín. og síðast 2 klst. og 49
mín. Sigfús setti íslandsmet í Eng-
landi árið 1978 og var tími hans
þá 2 klst. og 38 mín. Báðir voru
þjálfaðir langhlauparar. Högni
keppti fyrir KR en Sigfús fyrir IR,
en sá síðamefndi var m.a. methafi
í 5 og 10 km hlaupum. Maraþon-
met Sigfúsar stóð þar til Sigurður
P. Sigmundsson úr FH vann fyrsta
íslandsmótið í maraþonhlaupi á 2
klst. og 31 mín. Sigurður setti svo
íslandsmet á hveiju ári 1982-1984,
en ekkert þeirra þó hér á landi.
Á íslandi hafa verið haldin mara-
þonhlaup á hveiju ári sfðan árið
1980. Ifyrsta hlaupið var haldið 4.
október 1980 og lá leiðin frá
Kambabrún á Hellisheiði nokkru
ofan við Hveragerði og að Sundlaug
Vesturbæjar. Þátttakendur voru 17
talsins en af þeim luku einungis 8
keppni. Ég tók þátt í þessu hlaupi
og minnist þess sérstaklega hversu
undrandi vegfarendur voru á þessu
uppátæki. Ókumenn stöðvuðu bíla
sína, hrópuðu til hlauparanna og
spurðu hvað væri um að vera.
Áhorfendur voru ekki margir, fyrst
og fremst ættingjar og vinir okkar
þátttakendanna. Sennilega hafði
einungis einn hlauparanna keppt í
maraþonhlaupi áður. Sigurvegari
varð fyrmefndur Sigurður P. Sig-
mundsson á 2 klst. og 43 mín., en
hlaupið var ekki löglegt frekar en
þau fyrri á þessari leið.
Næst var hlaupið maraþonhlaup
f Vesturbæ Reykjavíkur sunnudag-
inn 20 september 1981. Rásmark
var við Hótel Sögu en endamark
þar rétt hjá, við Shellstöðina á
Eins manns maraþon
Rætt við Hafstein Sveinsson, fyrrum maraþonhlaupara
ÞAÐ var rigning og kalsaveður
þegar blaðamaður Morgun-
blaðsins heimsótti Hafstein
Sveinsson í nýja Viðeyjarbátinn
hans, Maríusúð. Hafsteinn er
oft kallaður Viðeyjarfari og
eiga hann og báturinn sjálfsagt
eftir að flylja margan yfir sund-
ið á milli hafnar og Viðeyjar
en Hafsteinn er að fullvinna
bátinn fyrir vigslu Viðeyjar-
stofu 18. ágúst ásamt vini
sínum, Guðbirni Ólafssyni.
Viðey var þó ekki umræðuef-
nið að þessu sinni, heldur mara-
þonhlaup Hafsteins 6. október
1957, en hann var einn af frum-
kvöðlum á sviði langhlaupa á
íslandi. Nú stundar fjöldi ís-
lendinga langhlaup þó að horft
sé ætíð á maraþonið sjálft með
óttablandinni virðingu.
Reykjavíkurmaraþonið er orðið
að árvissum viðburði og hefur
áhugi almennings á hlaupai-
þróttinni aukist með hverju ár-
inu. Á þeim tímum sem Haf-
steinn þreytti hlaupið var litið
á slíkt athæfi sem óðs manns
æði og segir það sína sögu að
hann var annar íslendingurinn,
svo vitað sé tU, sem hljóp fullt
maraþon hér á landi.
En hvað segir Hafsteinn um til-
urð hlaupsins og hlaupið sjálft?
Þrotlausar æfingar
“Ég hóf að æfa hlaup um 1948,
þá um tvítugt. Ég tók hlaupið
snemma nokkuð geyst, það var
mikið kapp í mér og áhuginn á
hlaupaíþróttinni mikill. Ég vissi
líka sem var að hlaupin myndu
koma sér vel í framtíðinni og mér
hefur ávallt fundist ég búa vel að
hlaupinu. Ég man eftir því að eitt
sinn var ég ásamt félaga mínum
á stífri æfingu í Reykjavík. Þá
kallaði vegfarandi til okkar: „Að
þið skulið nú vera að eyða orkunni
í þetta!“ Við svöruðum engu en
ég hugsaði sem svo, að aumingja
maðurinn vissi ekki að við vorum
að safna orku í stað þess að eyða
henni.
Þessi ár einkenndust öðru frem-
ur af mikilli vinnu og því urðu
dagamir oft nokkuð langir, stund-
um var unnið frá því kl. 6 á morgn-
ana til kl.12 á kvöldin, en ég bjó
þá á Selfossi og vann sem flutn-
ingabílstjóri hjá Kaupfélagi Ámes-
inga. En það skipti ekki máli fyrir
mann hve vinnan var mikil og
hörð, kappið dreif mánn til að
hlaupa hvemig sem veðrið og
fannfergið var. Ég hljóp þá oftast
að Ingólfsfjalli, upp á fjallsbrún
og niður á ný, en íjaliið er 600-700
m á hæð og um þrjá kílómetra frá
Selfossi. Þetta þykja sjálfsagt ekki
beysnar aðferðir nú á dögum enda
er ólíku saman að jafna, árangri
íþróttamanna þeirra tíma og þeirra
Þessi mynd var tekin af Haf-
steini daginn fyrir maraþon-
hlaupið.
sem nú keppa í íþróttinni. Vilji og
jámagi verða þó alltaf forsendur
þess að menn nái langt í íþróttum."
Aðspurður um maraþonhlaupið
fræga kvaðst Hafsteinn hafa
stefnt að því lengi. Það sem helst
háði æfíngunum hefði verið
gegndarlaus vinna frá morgni til
kvölds. Einnig sagði hann kappið
hafa oft komið sér í koll.
„Ég var alltaf að slíta í mér
sinar og vöðva, reif ég hljóp stund-
um of mikið áður en ég hafði hit-
að mig nægilega vel upp og náði
til dæmis aldrei heilu ári í æfíngu.
Ég fór ekki að keppa að ráði
fyrr en um 1950. Þá var keppt á
Þjórsártúni í 1500 m hlaupi, 5000
m hlaupi og víðavangshlaupi. Mér
gekk mjög vel í þessum mótum
og sigraði oftast. Áramótin 1954-
1955 flutti ég til Reykjavíkur og
hóf að æfa með KR. Um haustið
varð ég íslandsmeistari í 4x800 m
hlaupi, 4x1500 m hlaupi, 3000 m
víðavangshlaupi og 10 km hlaupi.
Ég undirbjó maraþonhlaupið
mjög vel og æfði stíft. Takmarkið
var að komast á Ólympíuleikana
í Róm 1960 og var maraþonhlaup-
ið aðeins liður í þeim undirbún-
ingi. Vinir mínir keyrðu oft við
hlið mér þegar ég var að hlaupa
á malarvegunum. Þeir hvöttu mig
mikið og á ég margar góðar minn-
ingar bæði frá undirbúningi
hlaupsins sem og hlaupinu sjálfu.
Ég hljóp jafnan 10-30 km á dag
og sleppti helst aldrei úr degi.
Hlaupið
Svo rann stóri dagurinn upp,
6. október 1957. Ég man að það
var rigningarhraglandi og strekk-
ingshliðarvindur. Einnig var frem-
ur kalt, um fjögra stiga hiti, en
ákjósanlegur hiti fyrir langhlaup
er milli 15-20 stig. í kulda þarf
líkaminn að eyða mikilli orku í að
halda sjálfum sér heitum, orku
sem annars væri hægt að nýta í
Hafsteinn Sveinsson.
hlaupin. Ég hljóp frá Kambabrún
á Hellisheiði fyrir ofan Hveragerði
og lauk hlaupinu á Melavellinum
í Reykjavík. Leiðin lá fram hjá
Kolviðarhóli eftir vegi sem var þá
grýttur malarvegur, ekki malbik-
aður eins og hann er í dag. Við-
brögð fólks komu mér skemmti-
lega á óvart, því þeir sem æfðu
hlaup í þá daga voru litnir hom-
auga og viðhorf mannsins, sem
kallaði til okkar forðum daga, til
hlaupaíþróttarinnar, voru ríkjandi
hjá almenningi. Mikiil fjöldi manns
hafði safnast saman á Melavellin-
um og hvatti mig óspart er ég
hljóp tvo og hálfan hring á vellin-
um til að ljúka hinum tilskildu
42,2 km.
Eftir á sé ég að ég gerði mörg
mistök, bæði í undirbúningnum
sem og í hlaupinu. Stærstu mistök-
in voru þau að ég nærðist ekki
nóg fyrir hlaupið. Eftir 35-37 km
kallaði líkaminn ákaft á meira
brenni og ég þreyttist mjög fljótt
eftir það. Það var einkennileg til-
finning að koma inn á yfirfullan
Melavöllinn. Ég var orðinn dauð-
þreyttur, hljóp líkt og í leiðslu og
skynjaði illa hvað gerðist í kring-
um mig. En þegar ég átti 200 m
eftir í mark kom gamla kempan
Magnús Guðbjömsson til mín,
lagði höndina yfír öxl mér og hljóp
með mér síðasta spölinn. Það þótti
mér vænt um og líður þessi síðasti
spölur að markinu mér seint úr
minni.
Þess má geta að ég léttist um
átta pund á meðan hlaupinu stóð,
svo það liggur í augum uppi að
það verður að huga vel að fæðuv-
ali þegar menn búa sig undir slíkt
hlaup. Ég var nokkuð ánægður
með tímann sem ég hljóp á, og til
gamans má geta þess að um svip-
að leyti var haldið alþjóðlegt mara-
þonhlaup í Svíþjóð, þar sem 20
manns tóku þátt. Ef minn tími er
borinn saman við tíma þeirra er
ég með níunda besta tímann. Veð-
uraðstæður hér voru jafnframt
mun verri.
Meiðsli og vonbrigði
Ég stefndi eins og áður sagði á
fleiri maraþonhlaup og loks á
Ólympíuleikana. Ég fór hins vegar
út að hlaupa strax daginn eftir
maraþonið. Ég var feikilega léttur
á mér og hljóp mikið, þó ég viti
nú að það er mjög óráðlegt að
hlaupa daginn eftir þrekraun sem
þessa. Næsta dag hélt ég upptekn-
um hætti og hljóp stíft í suðaustan
roki og rigningu. Ég hef eflaust
gleymt að hita mig nægilega vel
upp því ég sleit vöðva í aftanverðu
lærinu og var frá æfíngum í sjö
mánuði á eftir. Þar með var
draumnum um frekari maraþon-
hlaup og Ólympíuleika lokið, því
þó ég reyndi að æfa mig eftir að
ég hafði náð bata fór allt á sama
veg, ég sleit t.a.m. hásin einu sinni
og tognaði nokkrum sinnum í læri.
Þau voru því mörg súru eplin sem
þurfti að bíta í á þessum tímum.
Síðan hef ég leitast við að halda
mér í formi_ eftir því sem vinnan
leyfír mér. Ég hef þá trú að mað-
ur sé ekki í góðu sálarástandi
nema að líkaminn sé í jafnvægi.
Sálin og líkaminn eru nátengd og
við berum ábyrgð á varðveislu lik-
amans ekki síður en sálarinnar.
Það er stundum orðað á þann veg
að líkaminn sé musteri sálarinnar