Morgunblaðið - 06.08.1988, Side 24

Morgunblaðið - 06.08.1988, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST 1988 Unnið að undirbúningi kjarnorkutilraunarinnar í Nevada-eyðimörkinni í Bandaríkjunum. Risaveldin: Reuter Fyrsta sameigiiilega Igarn- orkutilraunin undirbúin Sovéskir eftirlitsmenn munu fylgjast með tilraunasprengingu í Nevada-eyðimörkinni Mercury, Nevada. Reuter. FYRSTA kjarnorkutilraunin, sem risaveldin standa saman að, mun fara fram í Nevada-eyðimörkinni i Bandarikjunum þann 17. þessa mánaðar. Tilraunin er í samræmi við samning sem rikin tvö gerðu með sér á síðasta ári varðandi eftirlit með kjarnorkutilraunum. Sovéskir og bandarískir sérfræðingar munu fylgjast með spreng- ingunni og er tilgangurinn sá að tryggja að ekki verði farið fram úr þeim skorðum sem þegar hafa verið settar við slikum tilraunum. Um 40 sérfræðingar hafa unnið að undirbúningi tilraunarinnar á undanfömum vikum. Tækjabún- aðurinn hefur verið reyndur á degi hverjum en kjamorkusprengjunni verður komið fyrir 700 metmm undir yfírborði Nevada-eyðimerk- urinnar. Sprengd verður 150 kílótonna kjamorkusprengja en samkvæmt sáttmála risaveldanna um tak- markanir kjamorkutilrauna neð- anjarðar eru öflugri sprengingar óleyfílegar. Sprengikrafturinn jafngildir 150.000 tonnum af TNT. „Þetta verður söguleg tilraun" C. Paul Robinson, helsti samn- ingamaður Bandaríkjastjómar í viðræðum við fulltrúa Sovétstjóm- arinnar um takmarkanir kjamork- utilrauna sem fram fara í Genf. Risaveldin hafa gert með sér tvo samninga um framkvæmd kjam- orkutilrauna en þeir hafa enn ekki verið staðfestir á Bandaríkjaþingi þar eð eftirlitsákvæði þeirra þykja ófullnægjandi. Von manna er sú að sameiginlegar kjamorkutil- raunir og eftirlit með þeim geti orðið til þess að leysa þann hnút. í samningum þessum er kveðið á um 150 kflótonna markið og hafa bæði ríkin virt það þó svo samning- amir hafí enn ekki öðlast lagagildi. í næsta mánuði áforma Sovét- menn að sprengja kjamorku- sprengju neðanjarðar og vinna bandarískir eftirlitsmenn nú að því að koma upp tækjum og tólum í tilraunastöðinni í Semípalatínsk í Kazakhstan. ERLÉNT Noregur: Víðtæk leit að níu ára telpu og ræningja hennar Peningaverðlaunum heitíð fyrir ábendingar Ósló, frá Rune Timberlid, fréttaritara Morgunblaðsins. VEÐTÆK leit að 9 ára stúlku, sem talið er að hafi verið rænt, stendur yfir í Noregi. Yfir eitt hundrað lögreglumenn taka þátt í leitinni að Terese Johann- essen, sem hvarf frá heimili sínu í Drammen 3. júlí síðastlið- inn. Lögregla telur nú næsta öraggt að Terese hafí verið rænt og að ræninginn hafí ekið á brott með hana frá Drammen í bifreið. Eng- in vitni eru þó til að staðfesta þetta. Hvarf stúlkunnar hefur vak- ið mikinn óhug meðal almennings í Noregi. Óttast er að hún hafí verið myrt af kynferðisglæpa- manni. Lögreglunni hafa borist mörg hundrað ábendingar frá fólki sem telur sig hafa séð Terese og yfír flögur hundrað manns hafa verið yfírheyrðir án þess að það hafí borið nokkum árangur. Yfírvöld í Noregi ætluðu fyrir skömmu að hætta eftirgrennslan vegna fjárskorts og vegna þess að litlar líkur era taldar á að telp- an fínnist heil á húfi eftir svo lang- an tíma. Dómsmálaráðherra Nor- egs, Helen Besterad, tók þá til sinna ráða og sagði að leitinni að Terese yrði ekki hætt fyrr en hún fyndist. „Það skiptir ekki máli hversu mikið það kostar, ég mun sjá til þess að fé muni ekki skorta," sagði ráðherrann. Hundrað manna lögreglulið hef- ur verið kallað til víðs vegar að til að taka þátt í leitinni að Terese og þeim sem rændi henni. Almenn- ingur í Noregi fylgist grannt með gangi leitarinnar og fjöldi lög- reglumanna hefur ákveðið að fresta sumarleyfum vegna hennar. Tveir einkaaðilar hafa hvor um sig heitið 20.000 norskum krónum (svarar til um 140.000 ísl. kr.) í verðlaun til þeirra sem gefa ábend- ingar er leiða til þess að telpan og ræningi hennar finnist. Alnæmisrannsóknir: Gerviprótm styrk- ir ónæmisvarnir Washington. Reuter. BANDARÍSKUM visindamönnum befur tekist að búa til prótin, sem virðist geta komið i veg fyrir að frumur i ónæmiskerfi mannslika- mans sýkist af veirunni, sem veld- ur alnæmi. Visindamennirnir birtu niðurstöður sínar i nýjasta hefti timaritsins Science. Lee Eiden, sem stjómar rannsókn- unum, sagði í viðtali við Reuters- fréttastofuna að svo virtist sem prótín kæmi í veg fyrir að frumur í ónæmiskerfinu sýktust af alnæmis- veirunni. Fram til þessa hafa tilraun- imar eingöngu farið fram á rann- sóknarstofum en í næsta mánuði ráðgera vlsindamennimir að hefja prófanir á öpum sem smituð hafa verið af veiru sem svipar til alnæmis- veirunnar. Eiden lagði áherslu á að enn væri of snemmt að segja til um hvort prótínið gæti komið í veg fyrir að frumur í mannslíkamanum sýkt- ust af veirunni. Þá væri ekki heldur ljóst hvort efnið gæti komið I veg fyrir að sjúkdómurinn brytist út eftir að tiltekinn einstaklingur hefði smit- ast af alnæmisveirunni. Moskva: Ózon-lagið yfir borginni í hættu vegna mengunar VESTRÆNUM gestum, sem heimsækja Moskvu, býður í grun, þegar þeir sitja fastir í umferðarþvögu eða skoða tré sem farin eru að fella lauf um miðjan júlí, að mengun sé komin á hættu- legt stig í borginni. Nú hafa sovéskir vísindamenn staðfest þenn- an grun að þvi er segir í grein frá fréttaritara breska dagblaðs- ins The Independent nú nýverið. í gTein sem birtist I sovésku dagblaði fyrir skömmu segir að mengun sé orðin svo mikil f borginni að hætta sé á að ózon-lagið yfir henni sé í hættu af þeim sökum. Prófessor Fatei Shípúnov, einn þeirra sem rannsakað hafa meng- unina í Moskvu, segir að athu'^n- ir hafí leitt í ljós að göt séu á ózon-laginu yfír Moskvu. Versni ástandið geta Moskvubúar beðið heilsutjón vegna aukinnar geisl- unar og eitranar, segir Shípúnov. Þynning' ózon-lagsins aðeins hluti vandans Ógnin vegna þynningar ózon- lagsins er aðeins hluti af vandan- um samkvæmt greininni sem birt- ist í dagblaðinu Moskvu Prövdu fyrir skömmu. í henni er dregin upp svört mynd af ástandinu í Moskvu. Um árabil hefur borgin stækkað, bifreiðum fjölgað og iðn- aður aukist án þess að nokkuð hafí verið reynt til þess að stemma stigu við menguninni sem af þessu stafar, segir í greininni. Shípúnov leggur til að gripið verði til neyðaraðgerða hið fyrsta til að draga úr menguninni. Tillög- ur hans fela meðal annars í sér að fímmtungur miðborgar Moskvu, þar sem sögufrægar byggingar borgarinnar er að fínna, verði Iokaður allri umferð vélknúinna ökutækja. Einnigtelur Shípúnov, sem er prófessor við sovésku vísindaakademíuna, að nauðsynlegt sé að loka þeim iðn- fyrirtækjum sem ekki hafí efna- hagslega þýðingu fyrir borgina og I þeirra stað verði farið að huga að iðnaði eða framleiðslu sem ekki hefur í för með sér mengun. Prófessorinn tetur nauðsyn að setja lög varðandi mengun frá iðnfyrirtækjum og að veðurstofan gefí út sérstakar tilkynningar þegar horfur era á „áhættuveðri", þ.e.a.s. veðurskilyrði verði með þeim hætti að íbúum stafí hætta af menguninni sem ekki berst fyrir vindum frá borginni. Veðurskilyrði valda uppsöfnun mengunar Landfræðileg staðsetning Moskvu gerir það að verkum að yfír borginni myndast oft hita- hvarf sem kallað er. Þá hækkar hitastig eftir því sem fjær dregur jörðu gagnstætt því sem venju- lega gerist og kaldara mengað loft niðri við jörð stígur ekki upp. Mengun frá bflum og iðnfyrir- tækjum berst ekki burt úr borg- inni. „Við þessi skilyrði verður að Reuter Reykingabannið á Rauða torginu í Moskvu breytir varla mildu um mengunina i borginni. reyna að koma í veg fyrir að mengun berist út í andrúmsloft- ið,“ segir Shípúnov. Alla jafna berst gífurlegt magn efna út í andrúmsloftið I Moskvu. Samkvæmt upplýsingum Shíp- únovs er um ein milljón bifreiða I Moskvu, sem hafa ekki hreinsi- búnað af neinu tagi, þessar bif- reiðar brenna um 14.000 tonnum af eldsneyti á degi hveijum. Til þess að hreinsa mengun af völdum útblásturs bifreiða í Moskvu. þyrftu að berast 46.000 tonn af hreinu súrefni til borgarinnar á degi hveijum, sem er töluvert minna en vindar og gróður í grenndinni sjá borginni fyrir. Mælingar sýna að daglega ber- ast yfir 500 mismunandi mengun- arvaldar út I andrúmsloftið í Moskvu. Meðal annars berast um það bil 2.700 tonn af kolmónox- íði, 480 tonn af köfnunarefnisox- íði, 30 tonn af sóti og 12 tonn af mismunandi klór-, bróm-, brennisteins- og fosfatsambönd- um út í andrúmsloft sem Moskvubúar anda að sér dag hvem.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.