Morgunblaðið - 06.08.1988, Síða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST 1988
Ungur Blöndósingur segir frá útilegn í Asíu: m. hiuti
Undur Indlands
eftirRóbert Víði
Gunnarsson
Höll vindanna, reist til að frillur konungs gætu óséðar horft á lýðinn
á götunni.
Við að heyra orðið „Indland"
kemur fram í huga margra einhver
óljós hugmynd um slöngutemjara,
dansandi reipi og fakíra sem vaða
eld og brennistein og sofa á nagla-
brettum, en þó fyrst og fremst seið-
andi hugmynd um mannlíf sveipað
einhverri óskilgreindri mystík eða
dulúð. En veruleikinn sem við blas-
ir er annar. Strax við fyrstu kynni
af hinu raunverulega Indlandi er
þessari slæðu dulúðar svipt af og
þrátt fyrir margar stórkostlegar
byggingar, hin sannkölluðu undur
Indlands, blasir oft á tíðum við
aumlegur veruleiki sem fyrst og
fremst einkennist af miklum and-
stæðum ótakmarkaðrar auðlegðar
og sárustu fátæktar.
Þann 11. desember komum við
suður um Punjab-hérað til Delhí og
settum upp tjöld á tjaldstæði borg-
arinnar. Þenpan dag hef ég skrifað
eftirfarandi klausu í dagbókina
mína; „Fórum á rölt í nágrenni við
tjaldstæðið, sáum skít og drullu,
betlara og aumingja, fullt af beljum
sem ganga um skítandi og étandi
grænmeti úr sölukörfum og hjá
standa sveltandi böm og horfa á.“
Þetta voru fyrstu áhrif Indlands á
mig og þó ég ætti eftir að kynnast
fleirir hliðum þess átti þetta eftir
að blasa við ansi oft í fátækrahverf-
um borganna og sitja mér ofarlega
í minni. Það skyldi enginn Indlands-
fari sem vill fá sannari mynd af
landinu en þá sem leiðsögumennim-
ir í loftkældu rútunum gefa, veigra
sé við því að ganga um indversk
fátækrahverfi. Það yrði mörgum
heimtufrekum íslendingnum þörf
lexía að horfast í augu við hungrað
bam með útrétta hönd eftir rúpíu
fyrir brauði. En þó að þetta sé mér
ofarlega í minni er Delhí ekki al-
vond. Þar er sitt af hveiju að sjá;
gömul virki, konungshallir, minnis-
varða og söfn, en eitt það áhuga-
verðasta í borginni er stór neðan-
jarðarmarkaður undir aðaltorgi
borgarinnar. Þar eru á annað
hundrað verslanir með allskonar
vörur og á veggjum hengu spjöld
þar sem stóð að verð væri fast og
ekkert hægt að prútta. En samt var
nú svo að ef manni leist ekki á
verð á einhverju þá var alltaf til
„special price for you, you’re my
friend“. Það er reyndar mín kenning
að það sé ekkert til á Indlandi sem
kallast fast verð, einn ferðafélaginn
gat meira að segja prúttað um verð
á flugfari frá Kalkútta til Bangkok.
Aður en við komum til Indlands
höfðum við farið nokkuð hratt yfir
en þegar hér var komið fórum við
að aka stuttar dagleiðir og taka
lífinu með meiri ró. Enda var það
svo að eftir þijá daga í Delhí ókum
við aðeins fjögurra tíma leið til
borgarinnar Jaipur með viðkomu í
Amber-höll, einu af undrum Ind-
lands, sem fengi margar konungs-
hallir Evrópu til að skammast sín
fyrir að vera til.
Jaipur gengur undir nafninu
„bleika borgin“ og það er ekki að
ástæðulausu. Á Indlandi er bleikur
nefnilega hefðbundinn litur gest-
risninnar og þegar Albert Breta-
prins kom í heimsókn til Jaipur
árið 1883 var fyrirskipað að borgin
skyldi öll máluð bleik. Gamla borg-
in hefur haldið þeim lit síðan og
gefur það henni mjög sérstætt og
skemmtilegt yfírbragð sem kórón-
ast af hinni stórundarlegu HöII
vindanna, Hava Mahal. Höll vind-
anna er reyndar ekki höll í þess
orðs fyllstu merkingu heldur aðeins
framhlið með fjölmörgum gluggum
þar sem frillur konungs gátu óséðar
horft á mannlífíð á götunni fyrir
neðan.
Eitt af því sem einkennir Jaipur
eru mikil viðskipti með gimsteina
og það ku vera hægt að hagnast á
að kaupa þar stéina og selja á Vest-
urlöndum. En það skyldi þó enginn
kaupa þar steina nema hafa þekk-
ingu til, sölumennimir eru nefnilega
ekki nema rétt temmilega heiðar-
legir við þá sem þeir sjá að þekkja
ekki inná gimsteina. Ég er ekki frá
því að ég hafi verið snuðaður svolí-
tið en þó ekkert á við annan í hópn-
um sem borgaði 80 dollara fyrir
lítinn og ljótan smaragð í þeirri trú
að hann fcngi fimmfalt verð fyrir
hann í Ástralíu. Þegar hann svo
komst að því að steinninn var að-
eins tveggja dollara virði tóku þrír
úr hópnum sig saman, spýttu í lóf-
ana og brettu upp ermamar og
fóru til að lúskra á svikaranum ef
hann skilaði ekki peningunum. Það
þótti heldur ólíklegt að þeir hefðu
eitthvað út úr þessu annað en að-
hlátur og skömm í hattinn, en þeir
vom á öðm máli og þrem tímum
síðar komu þeir til baka sigri hrós-
andi, veifandi þessum 80 dollumm
og vom heldur dijúgir með sig.
Delhí og Jaipur em tvö homa
hins svokallaða Gullna þríhymings,
sem svo er kallaður vegna glæstrar
sögu svæðisins og allra hinna sér-
stæðu bygginga og stórkostlegu
halla sem þar er að finna. Þriðja
homið og að mínu mati það stór-
kostlegasta er hin fomfræga Agra,
en þangað lá leið okkar næst. Agra
hefur að geyma hið mikla Agra-
virki og borgina Fathepur Sikri,
sem af ókunnum ástæðum var yfír-
gefin örfáum ámm eftir að hún var
reist, en umfram allt hefur Agra
að geyma Taj Mahal.
Eg er ekki einn um þá skoðun
að Taj Mahal sé fegursta bygging
heims. Jafnt skáld sem ferðamenn
og aðrir sem skrifað hafa um Taj
Mahal hafa haft um það stór orð,
svo sem: „hinn fullkomni arkitekt-
úr“, „ástarljóð í marmara" og „feg-
ursti og rómantískasti minnisvarði
eilífrar ástar". Og sagan á bak við
Taj Mahal er svo sannarlega róm-
antísk. Á fyrri hluta sautjándu ald-
ar ríkti á Norður-Indlandi keisarinn
Shah Jahan. Hann átti margar kon-
ur, en eina þeirra, Mumtaz Mahal,
elskaði hann heitar en nokkra aðra.
Hún var honum trú og ástrík eigin-
kona og fæddi honum mörg böm,
en eftir að hafa fætt honum þeirra
þrettánda bam, þá 39 ára'gömul,
lést hún af bamsfömm. Þegar hún
var að deyja sat Shah á rúmstokk
hennar og spurði í örvæntingu; „Ó
Mumtaz, hvað get ég gert til að
sýna heiminum hversu heitt ég
elska þig?“. Mumtaz hafði svörin á
reiðum höndum og sagði; „Sjáðu
vel fyrir bömunum okkar og taktu
þér ekki fleiri eiginkonur eftir minn
dag,“ og síðan kom þessi hógværa
ósk; „heiðraðu minningu mína með
einstöku grafhýsi og minnisvarða
svo að ég muni aldrei gleymast“.
Síðan dó hún. Shah Jahan var yfir-
bugaður af sorg, hann tók ekki
framar þátt í neinum skemmtunum
og kom ekki fram opinberlega við
önnur tilefni en minningarathafnir
um hina heittelskuðu eiginkonu sína
og þá grét hann beisklega. Shah
Jahan uppfyllti hinstu óskir
Mumtaz, hann tók sér ekki fleiri
eiginkonur og tveim ámm eftir
dauða hennar, árið 1632, var hafíst
handa við að reisa henni grafhýsi.
Verkið tók tuttugu þúsund menn
tólf ár og kostaði alla fjármuni ríkis-
ins þann tíma. Til verksins vom
fengnir fæmstu lista- og hand-
verksmenn hins múslímska heims
og ekkert var til sparað, hvorki
gull, silfur né dýrmætir steinar og
árangurinn varð í samræmi við
það, fullkomnum jafnt í því smæsta
sem hinu stærsta. Árangurinn varð
hið óviðjafnanlega Taj Mahal.
Frá Ágra var ekið austur á bóg-
inn og af sömu ástæðum og fyrr,
þ.e. vegna fjölda fólks og dýra á
veginum, gekk ferðin um hina „frið-
sælu og ósnortnu" náttúm ind-
versku hásléttunnar, heldur hægt.
Við vomm heldur ekkert að flýta
okkur, gáfum okkur góðan tíma til
að skoða mannlíf í þorpum og bæj-
um sem við komum til og einn dag-
inn stoppuðum við í þorpinu Khaj-
uraho. Khajuraho er þekkt er fyrir
mikinn íjölda hindúahofa sem mörg
hver em skreytt mjög svo erótískum
höggmyndum sem talið er að hafí
verið hugsaðar sem eldingavarar,
en hin hindúska gyðja eldingarinnar
Heilagur maður, sem þó er ekki
heilagri en svo að hann lætur
taka af sér myndir gegn þóknun.
mun nefnilega vera siðvönd jómfrú
sem ekki gæti hugsað sér að snerta
byggingar með svo ósiðsamlegum
myndum. En áfram var ekið og
daginn fyrir Þorláksmessu komum
við til Varinasi á bökkum Ganges-
fljóts.
Tíminn í Varinasi fór að mestu
leyti í jólaundirbúning, en einn
morguninn fómm við þó í róður á
Ganges til að sjá þegar hindúar, í
pílagrímsferðum frá öllu Indlandi,
hreinsa sál sína í fljótinu helga í
morgunsárið og til að sjá bálkesti
á stöllum á árbökkunum þar sem
lík em brennd eftir að hafa verið
lauguð í ánni. Það ku vera æðsti
draumur hindúa að fá að deyja í
Varinasi, láta brenna sig á bökkum
Gánges og láta strá öskunni yfir
ána.
í Varinasi.héldum við okkar jól
býsna ólíkt því sem við Hrólfur átt-
um að venjast, hátíðin líktist meira
grímuballi eða garðveislu að sumar-
lagi en jólum. En til að fá smá jóla-
stemmningu á jólanótt fór ég,
ásamt nokkmm öðmm úr hópnum,
á kaþólska miðnæturmessu sem fór
fram á hindí. Ég skildi að sjálf-
sögðu hvorki seremóníumar né orð
af því sem fram fór, en þetta var
samt ólýsanleg upplifun sem gaf
jólunum meiri hátíðarblæ en grímu-
ballið eitt hefði gert.
Það var kominn 26. desember,
gegnumreiðinni um Indland að
ljúka og farið að síga á seinni hluta
ferðarinnar. Frá Varinesi fómm við
norður að landamæmnum og að
morgni þess 27. desember kvöddum
við Indland og ókum inn í hið fyrir-
heitna land allra sannra hippa og
blómabama, Nepal. Á Indlandi
höfðum við verið á flatlendi allt
síðan í Jammu-héraði, en við höfð-
um ekki ekið lengi í Nepal áður en
ráðist var til atlögu við sjálfan Hi-
malayjafjallgarðinn og innan
skamms vomm við komin upp fyrir
rakamistur sléttunnar í hreint og
tært fjallaloft. Og áfram var ekið
utan í snarbröttum, skógivöxnum
fjöllum, fram hjá litlum þorpum og
sveitabæjum sem á undraverðan
hátt er tyllt utan í hlíðamar og
eftir að hafa villst nokkra stund
komum við til bæjarins Pokhara á
bökkum lítils stöðuvatns í skjóli
nokkurra af hæstu tindum veraldar.
Nepal
í Nepal er að fínna flest það sem
mögulega getur laðað að ferða-
menn, nema kannski diskótek og
sólarstrendur, i Kathmandudal em
stórkostleg listaverk af manna
höndum, alls staðar annars staðar,
þ.á m. í Pokhara, em enn stórkost-
legri listaverk af náttúmnnar hendi.
Þann eina dag sem við vomm í
Pokhara fóm sumir í göngu á út-
sýnisstað fyrir ofan bæinn, aðrir
fóm í siglingu á vatninu eða leigðu
sér reiðhjól og hjóluðu um bæinn
en næsta dag fómm við til þorpsins
Sauraha í jaðri Chitwanskógar og
eyddum þar síðustu dögum ársins.
I Chitwan fengu flestir sér leið-
sögumenn til að fara með sig í
tveggja tíma og upp í hálfs dags
ferðir inn í fmmskóginn til að sjá
þar nashyminga, krókódíla, dádýr
og fugla en þó umfram allt ein-
hvem þeirra 30 Bengaltígra sem
þar mun enn vera að fínna þrátt
fyrir mikla fækkun í stofninum. En
við Hrólfur og þrír aðrir úr hópnum
fómm í tveggja daga ferð. Fyrri
daginn gengum við tuttugu kíló-
metra ævintýralegan gang um
skóginn, reyndar án þess að sjá
nokkuð annað en sofandi krókódfla
og nokkra fugla. Um kvöldið kom-
um við svo út úr skóginum og fómm
í lítið gistihús í rafmagnslausu smá-
þorpi rétt í útjaðri skógarins. Þar
gistum við í fmmstæðum húsa-
kynnum, inni á heimili ijölskyldu
sem hafði aukatekjur af að leigja
út tvö aukaherbergi fyrir örfáar
rúpíur og við kertaljós borðuðum
við hinn daglega rétt Nepala, Dhal
Bhat, sem matreitt var yfir eldi.
Þama komumst við líkega í nánari
snertingu við daglegt líf og aðstæð-
ur heimamanna en nokkurs staðar
annars staðar í ferðinni og það var
sannkallað upplifelsi. Morguninn