Morgunblaðið - 06.08.1988, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 06.08.1988, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST 1988 39 VATNA- SILUNGUR Smásilungur, urriði, bleikja, murta hafa ekki verið í miklum metum hérlendis, og er það mjög furðulegt. Margir segja, að þeir vilji ekki fiskinn vegna þeirra smábeina, sem eru í honum. Hvemig getur fisk- þjóðin leyft sér að segja þetta? Enginn vandi er að forðast fiskbein, við vitum þó væntan- lega flest, eða ættum að vita, hvar beinin liggja í fiskinum. Við fullorðnu beinhreinsum fískinn fyrir bömin. Heill smásilungur steiktur í smjöri er einhver sú besta fæða sem völ er á, en þegar maður kemur á veitingahús, jafnvel þau sem næstum em staðsett á bakka veiðivatn- anna, er enginn smásilungur á matseðlinum. Kannski það sé svo að fleiri vilji pylsur með öllu, hamborgara og franskar en hinn ljúffenga smásilung. En af hveiju? Hefur nokkuð verið reynt að bjóða smásilung sem er hægt að grípa sem sjoppur hafa örbylgjuofna, tekur að djúpsteikja smásil- ungsflak og bregða á pönnu eða í heitan bakaraofn. Ég er hrædd um að margar þjóðir myndu nýta sér þessi hlunn- indi og auglýsa nýveiddan smásilung sem skyndibita. Jafnvel mætti síðan nota hinar ómissandi frönsku með sil- ungnum eða þá eitthvað af þeim sósum sem notaðar em með pylsum og hamborgumm. Smásilungur í pylsubrauði með grænmeti og sósu er herramannsmatur. Umsjón: KRISTÍN GESTSDÓTTIR Teikningar: SIGURÐUR ÞORKELSSON Djúpsteikt silungsflök í pylsubrauði Deigið utan um flökin: 1 dl pilsner 100 g hveiti Ú2 tsk. salt V4 tsk. pipar V2 tsk. paprikuduft 1 egg 1. Þeytið eggið með salti og kryddi. 2. Setjið pilsner og hveiti út í og hrærið vel saman. Flökin: 8 lítil silungsflök 1 msk. sítrónusafi 1 tsk. salt Vs tsk. pipar 2 msk. hveiti 3. Hreinsið flökin vel, skafið roðið lauslega ef þið ætlið að hafa það á, en roðdrágið annars. Hrein- sið beinin. 4. Stráið salti og pipar á flökin, hellið yfir þau sítrónusafa og látið standa í 10 mínútur. 5. Veltið flökunum upp úr hveitinu. 6. Veltið flökunum upp úr deig- inu og djúpsteikið í 2—3 mínútur á hvorri hlið. Sósa á brauðin: 1 dós sýrður rjómi 1 msk. olíusósa V2 lítil gúrka 5 dropar tabaskósósa Vs tsk. salt nokkur strá graslaukur eða fersk steinselja 7. Blandið saman sýrðum rjóma og olíusósu. 8. Setjið tabaskósósu og salt út í. 9. Saxið gúrkuna og graslauk- inn eða steinseljuna og setjið sam- an við. Utan um flökin: 8 pylsubrauð 8 stór salatblöð 10. Kljúfið pylsubrauðin. 11. Setjið salatblöð og sósu inn 12. Leggið silungsflakið á og lokið brauðinu. Steiktur heill smásilungur 10 smásilungar eða murta IV2 tsk. salt V4 tsk. nýmalaður pipar safi úr 1 sítrónu 1 dl hveiti 100 g smjör steinselja 1 lítil sítróna í bátum 1. Slægið fiskinn, hreinsið blóð- ið vel úr, takið síðan tálknin úr hausnum en hafið hann á. 2. Klippið uggana af, skerið örlítið upp með þeim. 3. Þvoið fiskinn og þerrið með eldhúspappír. 4. Hellið sítrónusafa á silunginn og rifumar upp með uggunum. 5. Bræðið smjör og matarolíu á pönnu, hafið ekki mikinn hita. 6. Setjið salt og pipar saman við hveitið og veltið fiskinum upp úr því. 7. Steikið fiskinn í feitinni í 5—7 mínútur á hvorri hlið. Veltið hon- um aðeins einu sinni. 8. Setjið fiskinn á fat, klippið steinselju yfír. 9. Skerið sítrónuna í báta og berið með. Meðlæti: Soðnar kartöflur. Soðinn smásilungnr 4 smásilungar, 200—250 g hver 1 msk. gróft salt 1 lítri vatn 1 peli mysa 1 lárviðarlauf 6 piparkorn 1. Þvoið fiskinn, takið allt blóð innan úr honum, takið úr honum tálknin, en látið hausinn vera á. Skerið af ugga. 2. Skafið allt slím af roðinu. 3. Setjið vatn, mysu, lárviðar- lauf, piparkorn og salt í víðan pott. Látið sjóða. 4. Setjið silunginn heilan í pott- inn, sjóðið við hægan hita í 12—15 mínútur. Ef þið eigið ekki pott sem rúmar silunginn er hægt að. sjóða hann í steikingarpotti í bak- araofninum. Meðlæti: Soðnar kartöflur, brætt smjör og milt hrásalat. Glóðarsteikt silungsflök 4 silungsflök, 150—200 g hvert IV2 tsk. salt V4 tsk. nýmalaður pipar safi úr V2 sítrónu 25 g smjör 2 msk. sólblómafræ (eða möndluflögur) 1. Hellið sjóðandi vatni á roð fisksins og skafið vel. Flakið fisk- inn og hreinsið úr bein. Betra er að hreinsa roðið áður en fiskurinn er flakaður. 2. Hellið sítrónusafa á fiskhlið flaksins, stráið á það salti og pip- ar og látið bíðá í 10—15 mínútur. 3. Hitið glóðarrist. 4. Bræðið smjörið, penslið roðið með því. Leggið flökin á fat eða grind. Látið roðhliðina snúa upp. 5. Stráið sólblómafræi yfir flök- in. 6. Glóðið flökin nálægt glóðinni í 6 míiiútur. Meðlæti: Soðnar kartöflur, hrá- salat og kryddsmjör. Kryddsmjör: 100 g smjör safi úr V4 sítrónu mikið ferskt dill 1. Hrærið smjör og sítrónusafa saman. Klippið dillið og hrærið saman við. Notið ekki leggina. 2. Leggið smjörið á álpappírs- bút, vefjið saman svo að það myndist löguleg rúlla. 3. Setjið rúlluna í frysti. 4. Takið úr frysti, skerið í sneið- ar og .berið með silungnum. Silungxir með papriku, lauk og sveppum 1 kg silungsflök (4 flök) safi úr V2 sítrónu 1 tsk. salt nýmalaður pipar 1 stór græn paprika 100 g sveppir 1 meðalstór laukur 15 g smjör (1 smápakki) 1 msk. matarolía 1. Skafið roðið lauslega, flakið síðan fiskinn. Skerið úr honum bein sem liggja niður innarlega í flakinu. Hægt er að finna staðinn með því að strjúka fingrinum nið- ur eftir miðju flaksins. Beinin liggja í beinni línu niður eftir flak- inu. Gott getur verið að taka bein- in úr með flísatöng. 2. Hellið sítrónusafa yfir fisk- hlið flakanna, stráið á þau salti og pipar og látið bíða í 10—15 mínútur. 3. Þerrið sveppina með eld- húspappir, skerið síðan í sneiðar. 4. Afhýðið laukinn og saxið smátt. 5. Takið steina úr paprikunni og saxið smátt. 6. Setjið smjör og olíu í pott. Hafið hægan hita. Sjóðið sveppi, lauk og papriku í feitinni í 10 mínútur. 7. Takið 4 álpappírsrenninga, setjið 1 flak á hvern renning. Látið roðhliðina snúa niður. 8. Skiptið grænmetismaukinu jafnt á flökin. Bijótið pappírinn saman um flakið, þó þannig að ekki renni út úr honum. 9. Hitið bakaraofn í 200°C, setjið álpakkana í heitan ofninn og bakið í 15 mínútur. 10. Leggið pakka á hvern disk, losið pappírinn örlítið í sundur að ofan og borðið úr pappírnum. Meðlæti: Soðnar kartöflur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.