Morgunblaðið - 06.08.1988, Page 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST 1988
fclk í
fréttum
Lengi lifir í gömlum glæðum
Lengi lifir í gömlum glæðum,
segir máltækið. Og það jafn-
vel þótt bitur orð hafi verið látin
falla eftir erfiðan skilnað þeirra
Silvesters Stallone og Brigitte
Nielsen. Síðan þau slitu samvist-
um hafa þau ekki fundið hamingj-
una hjá öðrum. Það heldur því
enda enginn fram að frægðinni
fylgi aðeins dans á rósum.
Gitte hefur nú slitið samvistum
við Mark Gastineau fótbolta-
kempu og Silvester gengur ekki
vel að fínna hina einu sönnu þótt
hann hafí víða leitað. Gitte og
Silvester senda hvort öðru flökt-
andi glæður í gegn um hina ýmsu
fjölmiðla. Gitte hefur Iýst einka-
málum sínum í viðtölum, og lýsir-
ástandi sínu nokkuð vel. Þar seg-
ir hún að hún elski hann ennþá
og sakni hans. Hún hefur skrifað
ástarljóð eftir skilnaðinn tileinkað
Silvester í sjálfsævisögu sem hún
vinnur að um þessar mundir. Hún
hefur átt erfítt eftir skilnaðinn við
Mark, varð bamshafandi, en hætti
við, og því fylgdi áfall segir Gitte
í viðtali við ítalskt vikublað. Hún
átti ætíð í stríði við Mark því
hann var sjúklega afbrýðissamur
og sá keppinaut í hveiju homi.
Þetta þoldi Gitte engan veginn
og hún fór að leika en hann að
sparka.
Stallone hefur hins vegar átt
margar vinkonur síðan Gitte var
hans, en ekkert til þess að gera
alvöru úr, segir hann í nýju við-
tali f Ameríku. „Ég hef verið
hræddur við að verða ástfanginn,
ég hætti ekki á frekari pínu eins
og eftir skilnaðinn. En Gitte er
sú eina sem ég hef elskað." Hann
bætir því við brosandi að hann
hafi margoft látið gera á sér al-
næmispróf, en það fýrirskipi
líftryggingafélag hans, því líf
hans er hátt metið þar. Þar skipti
ekki bara máli hversu oft hann
skipti um bólfélaga. Hann hefur
hinsvegar ekki farið í felur með
vinkonur sínar og má þar sjá
ýmsar frægar með í för.
En, ef það yrðu nú Gitte og
Stallone sem mættust aftur á hún
við smávegis vandamál að etja.
Hún hefur nefnilega látið húðflúra
nafn Marks á aðra kinn sína í
neðra. En ef hún færi til Ameríku
gætu Iæknar þar sjálfsagt bjargað
því fyrir hana.
11___i*'