Morgunblaðið - 16.08.1988, Side 1

Morgunblaðið - 16.08.1988, Side 1
72 SIÐUR B 184. tbl. 76. árg. ÞRIÐJUDAGUR 16. AGUST 1988 Prentsmiðja Morgnnblaðsins Suður-Kórea: 1.200 háskólanem- endur handteknir Seoul, Reuter. Suður-kóreska lögreglan handtók í gær 1.200 háskólanema sem fyrirhugað höfðu fund með norður-kóreskum stúdentum í landamæra- bænum Panmunjom, þar sem ræða átti sameiningu Kóreu. Nokkrum klukkustundum áður hafði Roh Tae-woo, forseti Suður-Kóreu, lagt til að hann og Kim II-sung, leiðtogi Norður-Kóreu, gengju til viðræðna. Ríkisstjóm Suður-Kóreu gaf lög- reglunni fyrirskipun um að koma í veg fyrir fund háskólanemanna. Stjómin heldur því fram að það sé hlutverk hennar að efna til viðræðna við Norður-Kóreumenn. Roh Tae- woo, forseti Suður-Kóreu, sagði á hátíð sem haldin var í tilefni þess að 43 ár eru liðin frá því hemámi Japana á Kóreu-skaga lauk, að afar biýnt væri að leiðtogar Suður- og Norður-Kóreu kæmu saman til við- ræðna. Noregnr: 12 farast í bílslysi Ósló. Reuter. AÐ minnsta kosti 12 manns fór- ust í gærkvöldi er fólksflutninga- bifreið ók út af veginum nærri bænum Eidfjord skammt austur af Björgvin í Noregi. I bifreiðinni voru sænsk skólabörn á ferðalagi ásamt foreldrum sínum. Slysið varð á fáfömum sveitavegi í dalverpi ekki langt frá Björgvin. Slysið varð með þeim hætti að bif- reiðin fór út af veginum nærri vega- göngum og rakst á klett. Talsmaður lögreglu sagði í viðtali við norsku fréttastofuna NTB að 23 böm og 11 fullorðnir hefðu verið um borð í bifreiðinni. { gærkvöldi var talið að 12 manns hefðu farist, en að sögn lögreglu slösuðust flestallir far- þegamir. Um 4.000 stúdentar í Yonsei- háskóla í Seoul ætluðu að fylkja liði á fundinn en nokkur þúsund óeirða- lögreglumenn heftu för þeirra með því að umkringja háskólann, að sögn sjónarvotta. Nemamir héldu á spjöldum þar sem á var skrifað með blóði: „Sameinum Kóreu.“ Sjónarvottar sögðu að lögreglan, vopnuð kylfum, hefði handtekið 500 stúdentanna, sem allir hefðu verið óvopnaðir. A meðan hefði táragasi verið sprautað úr þremur lög- reglubílum. Vegatálmar höfðu verið settir á veginn til Panmunjom og fylgst var með rútu- og lestarstöðvum. Lög- regluyfirvöld í Munsan, skammt frá landamærunum, sögðu að 15 stúd- entar hefðu verið handteknir þar í gær og 29 á sunnudag. „Allir sem litu út fyrir að vera stúdentar vom færðir í rútu lögreglunnar," sagði einn sjónarvottanna. Pulltrúar norð- ur-kóreskra stúdenta biðu Suður- Kóreumannanna í Panmunjom, en yfirgáfu bæinn einni klukkustund eftir að fundurinn átti að hefjast. Næstum 10.000 háskólanemar víðs vegar að frá Suður-Kóreu réðust á óeirðalögreglu- menn við Yonsei-háskóla á sunnudag. Um 1.200 stúdentar voru handteknir og kom lög- reglan i veg fyrir að stúdentarnir gætu farið á fund við norður-kóreska námsmenn í landa- mærabænum Panmunjom til að ræða samein- ingu Kóreu. A innfelldu myndinni má sjá lög- reglumann sparka í höfuð eins nemandans. Afganskir skæruliðar hefja eldflaugaárásir á Kabul-borg Stjórnarherinn nær Kunduz-borg á sitt vald á ný Kabúl, Reuter. ELDFLAUGUM var skotið á Kabúl, höfuðborg Afganistans, í Reuter Flokksþing repúblikana hafið Flokksþing repúblikana hófst í New Orleans í gær og beindu repúblikanar þegar spjótum sinum að frambjóðanda demókrata, Michael Dukakis. Þingið stendur í fjóra daga og áætlað er að George Bush verði útnefndur frambjóðandi repúblikana á fimmtu- dag. Um fimm þúsund fulltrúar eru saman komnir á þinginu. Á myndinni bregður einn öryggisvarða þingsins sér á leik með sér- kennilegan hatt á höfðinu. Sjá ennfremur frétt á bls. 26 gær á sama tíma og Najibullah forseti tilkynnti að Afganistan- her hefði náð borginni Kunduz á sitt vald á ný. Fréttastofan Tass skýrði frá því að helmingur 100.000 sovéskra hermanna sem barist hefðu í Afganistan hefðu yfirgefið landið eins og gert var ráð fyrir í samningnum sem und- irritaður var í Genf í apríl. Meðan Najibullah ræddi við fréttamenn í utanríkisráðuneytinu í Kabúl heyrðust sprengingar fyrir utan. Afganskir embættismenn staðfestu síðar að nokkrum eld- flaugum hefði verið varpað á borg- ina, meðal annars á íbúðarhverfi þar sem sex manns hefðu fallið. Útvarpsstöð Afganistanstjórnar- innar skýrði ennfremur frá því að sex manns hefðu fallið og sex særst þegar skæruliðar hefðu skotið 42 eldflaugum á borgina Jalalabad í austurhluta landsins. Fréttastofan Tass greindi frá því að afganskir skæruliðar hefðu náð Shadardar-héraði, um 40 kílómetr- um frá höfuðborg landsins, og að þeir hefðu um. 1.500 eldflaugar til að skjóta á höfuðborgina. Naji- bullah forseti staðfesti þetta þó ekki á blaðamannafundinum. Skæruliðarnir réðust á Kunduz- borg tveimur dögum eftir að sov- ésku hermennirnir fóru þaðan og héldu henni frá miðri síðustu viku, að sögn vestrænna stjórnarerind- reka í Kabúl. Þeir sögðu að um tvö þúsund afganskir hermenn hefðu unnið borgina aftur eftir harðvítuga bardaga sem hefðu staðið í nokkra daga. Kunduz var fyrsta mikilvæga borgin sem skæruliðarnir hafa náð á sitt vald og var baráttan um hana talinn prófsteinn á styrk Afganist- anhers eftir brottflutning sovéskra hermanna úr landinu. Fréttastofan Tass staðfesti í gær að 50.000 sovéskir hermenn hefðu yfirgefið Afganistan. Næsta skrefið í brottflutninginum hefst í nóvem- ber, en fyrirhugað er að honum ljúki um miðjan febrúar á næsta ári. Samejnuðu þjóðirnar: . De Cuellar skerist í deilu við Rúmena Genf, Reuter. NEFND Sameinuðu þjóðanna, sem fjallar um mannréttindabrot gagnvart minnihlutahópum, sam- þykkti í gær tillögu um að fela Perez de Cuellar, aðalritara Sam- einuðu þjóðanna, að biðja stjórn Rúmeníu um aðstoð við að hafa upp á fyrrum fulltrúa Rúmeníu { nefndinni. Rúmenanum, prófessor Dumitro Mazilu, var falið árið 1985 að skrifa skýrslu um mann- réttindi í heimlandi sinu en hún hefur ekki enn borist nefndinni. í tillögunni er þess einnig krafist að tveir fulltrúar Sameinuðu þjóð- anna fái að hitta Mazilu að máli. Rúmenskir embættismenn hafa sagt að Mazilu sé hjartasjúklingur og megi ekki ferðast. Tengdamóðir Mazilusar sagði embættismanni Sameinuðu þjóðanna í Búkarest að prófessorinn væri á heilsuhæli, án þess að nefna hvar það væri. Nefnd- armenn segja hins vegar að Mazilu hafi sent formanni nefndarinnar bréf í aprfl, þar sem hann sagðist vera undir lögreglueftirliti og að vegabréf- ið hefði verið tekið af honum vegna þess að hann hefði neitað að hætta við að skrifa mannréttindaskýrsluna. Áður en gengið var til atkvæða í nefndinni sagðist fulltrúi Sovétríkj- anna, Staníslav Tsjemítsjenko, mót- fallinn tillögunni þar sem hún væri óframkvæmanleg og stæðist ekki lög. Ion Diocanu, sem tók við af Mazilu sem fulltrúi Rúmeníu í nefnd- inni, sagði að tillagan virtist tilraun til að hafa eftirlit með Rúmeníu- stjóm. „Slíkt myndi ekki bæta sam- skiptin við stjóm Rúmeníu," sagði hann meðal annars.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.