Morgunblaðið - 16.08.1988, Side 9

Morgunblaðið - 16.08.1988, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. ÁGÚST 1988 9 RAGNHEIÐAR- STAÐAHÁTÍÐ Hin árlega Ragnheiðarstaðahátíð verður haldin 20. ágúst næstkomandi á Ragnheiðarstöðum. Þátttaka tilkynnist á skrifstofu félagsins. Hestamannafélagið Fákur. tilbreyting... Á sólarströnd Spánar: Eldri maður í mjög æstu skapi sneri sér að konu einni og sagði: „Er það sonur yðar, þessi litli þorpari, sem notar nærbuxurnar mínar til að bera sand í?“ „Nei, það er systursonur minn. Það er sonur minn þarna sem er að moka sand með hattinum þínum.“ KÓKÓmJÓUc RyKIK 6LATT FÓLK / MjÓLKURSAMSALAN I REYK|AV(K T~ Þríhyrnings- formið vanda- samt í laugardagsblaði Al- þýðublaðsins er viðtal við Jón Sigurðsson, við- skiptaráðherra. Hann er í upphafi viðtalsins spurður hvað hafi mest komið honum á óvart við árs veru sína á Alþingi og í ríkisstjóm: „Það hefur ekki margt komið á óvart, nema hvað þriggja flokka sam- starf er vandasamt. Þríhymingsformið er erfitt form fyrir stjóm- arsamstarf. Stjómin hefur þrátt fyrir ýmsa erfiðleika komið mörgum góðum málum' fram á fyrsta starfsárinu. Ég nefni fyrst endur- skipulagningu á tekjuöfl- un ríkissjóðs, þá undir- búning aðskilnaðar dómsvalds og fram- kvæmdavaJds, breyting- ar á bifreiðaskoðun, auk- ið útflutningsfrelsi, kaupleigukerfið og ýmsa lagahreinsun." Síðar í viðtalinu ræðir Jón vaxtamál og spyr Alþýðublaðið hvort hann sé slíkur „fijálshyggju- gaur“ að vilja ekki „hamra vexti niður" nema með nokkurri vit- und markaðarins. Jón svarar þvi þannig: „Ég vil heldur flokka mína afstöðu i þessum efnum sem raunsæi en að velja henni aðrar ein- kunnir, þvi að þótt með stjóravaldsákvörðunum væri sagt að vextir skyldu lækka, þá er alveg víst að með þeirri dreif- ingu á valdi og viðskipt- um og fjármagni, sem sem betur fer er hér í landinu, myndu verða viðskipti með affölium, sem breyttu þeim kjömm sem stjómvöld ákvæðu. Stjómvöld komast aldrei hjá þeirri þörf að koma jafnvægi á í grund- vallarstærðunum til að ná raunvöxtum niður i eðlilegt horf. Það þýðir jafnvægi i rikisfjármál- um, og það þýðir hóflega eftirspum i landinu. Þetta er markið sem við keppum að. Viðskiptaráðherra og vextirnir í Staksteinum í dag er vitnað í viðtal við Jón Sigurðsson, viðskiptaráðherra, í Al- þýðublaðinu á laugardag þar sem hann ræðir m.a. um stjórnarsamstarfið og vaxtamál. Einnig er litið á forystugrein í Þjóðviljanum þar sem rætt er um framtíð frystihúsa á íslandi. Mér er engin launung á þvi að ég tel raimvexti nú alltof háa. Þeir fá ekld staðist til lengdar, en leiðin til að ná þeim niður er einmitt sú sem við höfum valið — hún er torsótt og hefur ugg- laust orðið erfiðari en við hugðum í fyrra, þegar stjómin var mynduð. Vandamálin vom áreið- anlega djúpstæðari en menn sáu þá, og að hluta má líka rekja vandamál líðandi stundar til þess að það var ekki tekið nógu fast á í byijun. Ég minni á að í stjómar- myndunarviðræðunum vildum við harðari upp- hafsaðgerðir." FJármagns- kostnaðurinn er fylgikvilli Síðar er viðskiptaráð- herra spurður hvort þjóðfélagið hafi getað gengið á þeim vöxtum sem menn hafa verið að taka lánin á. Hann svar- ar: „Vextir hafa skotið yfir markið og ástæðum- ar em margar. í fyrsta lagi var við þvi að búast. í kjölfar frelsis til vaxta- ákvarðana hjá lánastofn- unum að þær seildust of langt, vegna þess að eft- irspumin bregst ekki nógu fljótt við háum vöxtum. Menn átta sig ekki á því hvað fjármagn er dýrt og halda áfram að taka lán. Og við mikla vaxtabyrði eykst fjár- þörfin. En það er ekki rétt að segja í ölluin greinum að það sé fjár- magnskostnaður sem sé að sliga fyrirtæki og ein- staklinga. Fjármagns- kostnaðurinn og vandinn sem honum fylgir er oft fylgikvilli annars konar og djúpstæðari fjárhags- vanda — þ.e.a.s. hjá fyrir- tækjúm er um hallarekst- ur að ræða og í grund- vallarskilyrðum rekstr- arins, og hjá einstakling- um og fyrirtækjum em oft dæmi um að menn Iiafi reist sér hurðarás um öxl í framkvæmdum og útgjöldum. Því bjarga ekki lágir vextír tíl lengdar heldur gætu bara gert illt verra.“ Áttu við að menn hafi dembt sér út í að taka I&n á háum vöxtum þó vitað væri fyrirfram að um halla væri að ræða? „Stundum getur þetta verið ástæðan, og þá kemur spumingin: Ef jafnan er slegið undan, næst þá nokkura timann hið langþráða jafnvægi? Það em merki um að þetta sé að snúast við. Bílainnflutningur hriðfellur. Það er að koma fram rekstrar- vandi í verslunar- og þjónustugreinum sem döfnuðu mjög á upp- gangsskeiðinu. Spuminginn er þessi: Komumst við nokkum tímann út úr verðbólgu- vandanum, sem er afleið- ing þenslunnar sem hef- ur rikt hér að undan- fömu, ef slaki fær aldrei að koma fram. Ef menn bregðast við honum fyr- irfram með því að fjár- magna alla þörf sem þannig rís með erlendum lánum eða með því að „lækka“ fjármagnskostn- aðinn með valdboði í ótíma. Raunhæfur árangur í því að ná verð- bólgunni niður næst þá fyrst að jafnvægi er i sjónmáli bæði á launa- markaði og lánamark- aði.“ Framtíð frystíhúsanna í forystugrein Þjóðvilj- ans á laugardag er fjall- að um framtíð frystihús- anna. Þar segir: „Á sama tima og freð- fiskur fellur i verði, bendir margt til þess að nútima flutningatækni sé að stækka það markaðs- svæði þar sem unnt er að selja ferskan fisk. Fiskur er sendur með flugvélum til Evrópu og er boðinn til sölu í Róma- borg daginn eftir að hann er sendur héðan. Á slíkum markaði er freð- fískur ekki að keppa við isfisk sem landað er úr veiðisldpi eftir þriggja vikna túr, heldur það ferskan fisk að jafnvel íslendingar ætu hann. Enda selst ferski fiskur- inn stundum á betra verði en sá frysti. Margt bendir til að skipuleggja þurfí fisk- vinnslu Islendinga upp á nýtt. Þar þarf að huga að þeim verðmætum sem þegar hafa verið lögð i hús og tæki og hvað talin er vera æskileg byggða- þróun í landinu. Hrossa- lækningar á borð við gengisfellingu duga skammt í þeim efnum." 1 MILLJON VERÐURAÐ IM • • • Maður á 45. aldursári leggur fyrir eina milljón króna og kaupir skuldabréf með 10% föstum vöxtum. Eftir 7,3 ár verður sú fjárhæð orðin 2 milljónir, 4 milljónir eftir 14,6 ár og 8 milljónir eftir 21,9 ár en þá er maðurinn á 67. aldursári. Sú fjárhæð nægir fyrir 67 þúsund króna mánaðarlegri greiðslu án þess að ganga á " höfuðstólinn eða fyrir 94 þúsund krónum á mánuði í 12 ár. Það borgar sig að spara hjá VIB. VIB VERÐBRÉFAMARKAÐUR IÐNAÐARBANKANS HF. Árifiúla 7, 108 Reykjavík. Sími68 15 30

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.